Þjóðólfur - 02.01.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 02.01.1903, Blaðsíða 4
4 SKÁLDRIT GESTS PÁLSSONAR tm~ Takið eptir! ÞJÓÐÓLFUR 1903. Allar sögur hans, og það sem til er af ljóðmælum hans ásamt æfisögu alls um 24 arkir kemur út eptir nýárið, verður sent út um land til allra bóksala, með fyrstu strandferðum í vor, í bandi. Reykjavík 30. desbr. 1902. Sigfús Eymundsson Varde klæðaverksmiðja býður langbezta kosti öllum þeim, sem senda ALULL (eða ull og tusk- ur) til að vinna úr FAXAEJFNI. En þau vinna sér alltaf meira og meira ólit fyrir að vera falleg, haldgóð og með ekta lit. Sérhver hyggin húsmóðir kemur sín- um ullarsendingum sem fyrst til um- boðsm. Jón Helgason kaupm. Aðalstr. 14. 1J^~ Góðar ísl. vörur keypt- ar af umboðsm. VÁTRYGGINGARFÉLAGIÐ ,SUN‘ í Lundúnum (stofnað 1710) tekur að sér með sanngjörnum kjörum ábyrgð á húsum, allskonar áhöldum og inn- anstokksmunum, fénaði, er inni brenn- ur og skipum, sem í höfn eru eða á land eru sett. Adalumboðsmaður á lslanði Dr. Jón Þorkelsson yngri í Reykjavík. Til neytenda hins ekta KÍNA-LÍFS-ELIXÍRS. Með því að eg hefi komizt að raun um, að margir efast um, að Kína-lífs- elixírinn sé eins góður og áður, skal hér með leitt athygli að því, að elix- írinn er algerlega eins og hann hefur verið, og selst sama verði og fyr, sem sé X kr. 50 aur. hver flaska, og fæst hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Ástæðan til þess, að hægt er að selja hann svona ódýrt, er sú, að allmiklar birgðir voru fluttar af honuni til ís- lands, áður en tollurinn var lögtekinn. Neytendurnir áminnast rækilega um, að gefa því gætur sjálfs síns vegna, að þeir fái hinn ekta Kína lífs-elixír með merkjunum á miðanum: Kínverja með glas í hendi og firmanafninu Valde- mar Petersen, Friderikshavn, ogvJ. p‘ í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafizt hærra verðs fyrir hann en 1 króna 50 aurar, eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrifstofu mína á Nyvej 16, Köbenhavn. Waldemar Petersen Fiederikshavn. Nýir kaupendur að þessum 55. árgangi blaðsins fá r OKEYPIS um leið og þeir borga árganginn tvenn sögusöfn blaðs- ins sérprentuð (1 1. og 12. hepti), rúmar 200 bls. með ágætum skemmtisögum. Nýir útsölumenn, er útvega 5 nýja kaupendur og standa skil á andvirð- inu, fá ennfremur auk venjulegra sölulauna í þokkabót: eitt eintak af íslenzkum sagnaþáttum, er annars kosta 1 kr. 50 a. fyrir kaupendur Þjóðólfs, en 2 kr. fyrir aðra. Sögurit þetta er mjög skemmtilegt, og fróðlegt, mjög hentugt ti! upplesturs á vetrarkveldum í sveit. Blaðið kostar að eins 4 krónur árgangurinn. Gjalddagi urn miðjan júlí. Ýmiskonar íslenzkur sagnafróðleikur niun birtast í blaðinu við og við. Allir þeir, sem íslenzkum fróðleik unna, eru beðnir að senda blaðinu smásögur eða þætti, helzt um einstaka menn, er að einhverju leyti hafa verið einkennilegir (aflraunasögur og harðfengis, galdrasögur, kýmnissögur, fyrirburði, fjarskyggnisgáfur o. s. irv.) eða þá um einstaka atburði, er gerst hafa og lifa í munnmælum. Einkum væri mjög mikilsvert að heyra gamla menn og fróða skýra frá hinu og þessu, er þeir hafa séð eða haft sagnir af, lýsa mönnum, er að einhverju leyti hafa skarað fram úr o. s. frv. Slíkar mannlýsingar geta verið mikilsvirði, og mjög fróðlegar. Menn eru beðnir að gæta þess, að nú hefst í blaðinu mjög skemmtileg neðanmálssaga eptir hinn fræga rússneska rithöfund Stepniak. Menn ættu að lesa hana með athygli. Leiðarvísir til lífsábyrg'ðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum oghjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýs- ingar._____________________________________ Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjððólfs. ^RÚKUÐ FRÍMERKI frá íslandi eru keypt háu verði. Verð- iisti ókeypis. N. S. NEDER GAARD. Skive — Danmark. 70 búsettur þarna, og Þorsteinn sat kyr og kinkaði kolli; það var eins og hann væri að japla á einhverju. „Þætti þér nokkuð varið í að erfa nafn mitt?“ spurði hann aptur, „því að eg skal segja þér, að eg á búgarð, en engan til að erfa hantr, og með því að þú ert svo sterkur, þá — en Norðmaður verður þú að vera, karl minn, Norðmaður verður þú —“ Hann gat ekki lokið við setninguna, því að verkjarhviða kom yfir hann, svo að hann varð að bíta á jaxlinn. Svíinn vissi ekki, hvað hann átti að segja, en svo stóð hann upp og ætlaði að þakka fyrir sig. „Ha, ha, ha, ha!“ og Þorsteinn hló eins og hann þoldi, „ja, gabb- að hef eg Svíann í þetta skipti, því að ekki skal Svíinn geta sagt, að hann hafi jarðvarpað Norðmanninum, því að nú ert þú Norðmaður, góð- urinn minn — Pétur Hogland, það veit trúa mín, að hann erNorðmaður. Og Þorsteinn hló enn, tók fast í hönd Svíans og deplaði vingjarn- lega augunum. Svo fékk hann verkjahviðu að nýju, beit á jaxlinn og kreisti höndunum utan um borðplötuna. „Þú verður nú að hjálpa mér til að komast heim Pétur!“ mælti hann með alvörusvip, og leitaðist við að standa upp, „því að eg finn, að eg er vesall". Nágrönnunum varð allstarsýnt á það, er þeir sáu Svíann koma löðr- andi sveittan upp brekkuna, og Þorstein sitja sainanhnipraðan á herðum hans. Og áfram var haldið, alla leið upp að bæ Þorsteins Þorsteinn var lagður aptur í rúm sitt, og þá lét hann senda eptir prestinum. Er hann kom sagði Þorsteinn við hann: „Það var gott, að þú komst, prestur minn, því að nú er eg á förum. — Þú verður að vera vitundarvottur að því, að þessi þarna á að vera sonur minn og erfingi, því að hann hefur krapta í kögglum, það hefur hann. Svo á hún mamma gamla, að vera hér kyr á bænum, meðan hún lifir og með sömu kjörurn, sem hún hafði hjá mér. Svo er allt klappað og klárt, og eg þakka ykkur öllum fyrir mig“. Þorsteinn lá enn nokkra daga, hlustaði rólegur á allt, setn presturinn 7i las yfir honum og þótti þp.ð gott og blessað allt saman og svo dó hann. Svíinn stóð yfir greptri hans og grét, og er hann kom heim, hélt hann stóra erfidrykkju og bauð helmingi sveitunganna í hana. Var þar margt rætt um Þorstem, og kom öllum saman um, að hann hefði verið glæsi- menni. Svo voru sagðar sögur um allar þær brellur, er hann hafði fram- ið, öll þau hreystitök, er hann hafði sýnt, meðan hann var uppi. Og svo var hlegið, og allir voru harla glaðir, drukku erfiminni Þorsteins og óskuðu syni hans allrar hamingju. Á flótta. Eptir Stepniak. Næturhraðlestin þaut áfram, hún átti að fara til borgarinnar S. Það er einhver stærsta borgin við fljótið Volga, og nú voru tíu mílur eptir þangað. Ljósin í þorpunum, sem á leiðinni voru, voru löngu slökkt, og allt hið slétta víðlendi á hægra fljótsbakkanum var sorta sveipað. Myrkr- ið huldi kornakra, engi og afarstóra skóga. Lágir kofar með oddmjó- um þökum lágu á víð og dreif eins og mauraþúfur. Það voru býli fá- tækra bænda við Volga — og á bak við þá voru háir hlaðar af nýupp- skornu korni; var í myrkrinu lít.t hægt, að greina þá frá kofunum. Tunglið var enn ekki komið upp. Frá hinu stóra fljóti kom hlý gola, sem hreyfði hin gráu himinský. Allt var döggvað úða. Seinfara ferðalangur, er sneri heim á leið frá bænum, gat naumast eygt hinn dimma, hlykkjótta veg. Hann kastaði frá sér beizlistaumun um og gaf hestinum á vald, að rata veginn. Hesturinn var gætinn og fótviss, hann gekk lrægt og starði hvað eptir annað á hið lága járn brautarrið, sem lá yfir hið dimma sléttlendi þvert og endiiangt, og sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.