Þjóðólfur - 23.01.1903, Blaðsíða 2
14
Valtýinga, til þess að kljúfa heima-
stjórnarflokkinn, ef vera kynni að Val-
týingar með tilstyrk nýju mannanna
næði yfirtökum á næstaþingj. Og er
þá eptir að vita, hve grunnmúraðar
reynast yfirlýsingar þeirra umfylgj yið
frv. 1902.
Til þess að öllu verði ekki nú í fullt
tvísýni teflt við næstu kosningar verð-
ur þjóðin að gæta sín vel, að láta
ekki blekkjast afháværum hrópyrðum
um föðurlandssvik, landráð, þjóðar-
hneyksli og þjóðarsmán og öðrum
staðlausum, óviturlegum svívirðingar-
orðum, sem spekingarnir nýju hafa
heitast um að hella yfir alla þá, er
ekki viija fylla flokk þeirra og eru
þegar byrjaðir á. Með ógnunum og
gífuryrðum ætla menn þessir sér þá dul,
að hræða menn til fylgis við sig og
snúa þjóðinni við eins óg sokkbol, svo
að hún hafni nú þeim verulegu um-
bótum á stjórnarfarinu, sem nú eru í
boði, og leggi annaðhvort árar í bát,
láti allt standa við það gamla, eða
leggi út í nýja vonleysisbaráttu út af
ríkisréttarlegu atriði, sem danska stjórn-
in hefur stödugt neitað að taka til
greina á þann hátt, sem vér höfum
farið fram á.
Vér höfum bent á þetta til athúg-
unar fyrir þjóðina, svo að hún geti
áttað sig á hvað hér er í húfi, efhún
gætir ekki hófs og varúðar. En ef-
laust þarf ekki að minna hana á það,
því að hún hefur lært svo mikið af
reynslu undanfarinna ára og verið svo
fjötruð af fargi valtýskunnar, að hún
mun gjarnan óska eptir, að því létti
loks af henni, svo að starf manna geti
snúizt að öðrurfi nauðsynjamálum þjoð-
arinnar, en þeim, sem verið hafa á
valtýska prógramminu sfðustu ár. Ann-
ars mun Þjóðólfur láta sig lítlu skipta,
þótt nýju „fleygarnir" beini skeytum
sínum mest eða nær eingöngn að hon-
um. Þeir vita hverjum þeir skemmta
bezt með þvi, og hverjir verða því
fegnastir, þ. e. „kollegarnir" hinir, val-
týsku stólparnir, sem aldrei hafa get-
að svalað sérá Þjóðólfi, þótt þeir væru
þar margir urn einn. Þeim veitir ekki
af, þótt einn „ferskúr" bætist við: Þjóð-
ólfur hefur fyr þorað að horfast í augu
við þá herra. Og hversvegna skyldu
nýju mennirnir ekki mega sprikla ?
En þeir verða að afsaka, þótt Þjóðólf-
ur skipti sér ekki mikið af því, nenni
ekki að vera að mala sand í augu
almennings í „sandkvörn" eða hlaupa
í kapp við þá á hinum „pólitiska Sprengi-
sandi" þeirra. Bara að þeir „springi"
ekki „á sandinum" áður en þeir kóm-
ast til mannabyggða, og geta hafið
liðsafnað.
Norðanlognið
og sti gam ennirnir.
Eptir Örvar-Odd.
A. Sæll og blessaður kunningi! Það er
langt síðan, eg sá þig síðast. Hvað
segir þú nú fallegt í fréttum ?
B. Og sosem ekki neitt. Ójú, eptir á að
hyggja. Hefurðu séð „Norðurlandið"
nýjasla?
A. Nei, það blað les eg aldrei. Er nokk-
uð nýtt í því? Mér hefuraldrei geðjast
að vellidraflanum úr honum Einari. Eg
fæ hreint og beint klýju afhonum. Eg
þekki vel þetta uppsölumeðal frá ísa-
foldardögum hans. En er annars nokjc-
uð merkilegt í þessu síðasta „Norður-
landi?"
B. Ónei, það get eg ekki sagt, en — amt-
maðurinn er farinn að skrifa.
A. Nei, hættu nú hreint að lesa. Erhann
farinn að skrifa enn þá. Ja, hver
þremillinn, það er víst skemmtilegt.
Mig minnir, að einhver segði mér eptir
„Norðurl." um daginn, að hann lægi
hættulega veikur, en hann er þá, sem
betur fer, orðinn frískur aptur.
B. Það er hann eflaust. En annars tek eg
ekki mikið mark á þessum sjúkdóms-
vottorðum, sem „Norðurl." er stöðugt að
flytja. Fái einhver skólagenginn mað-
ur á Akureyri kveisusting, þá er kveis-
an óðar komin í „Norðurlandið". En
sjúklingurinn verður að stánda hæfi-
lega hátt í mannfélagsstiganum til þess
að kvefið og kveisán í honum komist
í „Norðurlandið". Þú skilur það lík-
lega, að lasleiki þeirra, sem há'tt eru
settir og með höfðinu vinna, er athuga-
verðari fyrir velferð fósturjarðarinnar,
en hinna, sem neðarlega standa og lifa
af handafla sínum.
A. Það mun vera svo. Þá kemst eg aldr-
ei á prent í „Norðurlandinu", þótt eg
sé hálfdauður af gigt og lúa, því að eg
er hvorki skólasmoginn né hár í tign-
inni.
B. En veiztu hvað þú ert?
A. Já, eg veit ekki betur en eg sé heiðar-
legur maður, sem neyti míns brauðs í
sveita míns andlitis og skulda ekki
neinum neitt.
B. Nei, þú ert — stigamaður, meira að
segja pólitiskur stigamaður, — já, grímu-
klæddur stigamaður af allra Iökustu sort.
Og veiztu hvað? Eg er í sömu for-
dæmingunni.
A. Sæll nafni! En hver fer með þessa
haugavitleysu ?
B. Talaðu varlega, lagsi — gættu að. Amt-
maðurinn í „Norðurlandi" segir það.
Og hann vitnar meirá að segja í bibl-
íuna og „Bjarka" þessu til sönnunar.
A. Nei, nú skrökvar þú, góði. Það hefur
einhver spýtt þessu 1 þig að gamni
sínu.
B. Ónei, eg hef lesið það með mínum eig-
iu augum. Og amtmaður skorar á alla
„góða menn“ að duga nú vel og hrækja
þessum bófum — nfl. okkur — frá sér
út í hafsauga, svo að vér gerum ekki
almennilegu fólki fyrirsát lengur.
A’ Hvað er að tarna. Skyldi amtmaður
vera búinn að ná fullri heilsu?
B. O, sussu jú, hann er einmitt í essinu
sínu þarna með biblíuna í annari
hendinni pg Akureyrarfriðinn í hinni
(sbr. sjá eg sendi yður frið af himni).
Hann talar klökkur í hugá um það, að
Reykjavík ætti að vera betri en Só-
dóma, þar hafi ekki verið 10 réttlátir
(taktu eptir!), en í Reykjavík hljóti
þeir að vera miklu fleiri, því að þar
séu „margirásama máli og Akureyrar-
búar" (óbreytt orð amtmann?), ergo:
til þess að vera í tölu hinna réttlátu,
er ganga á Guðs vegum, útheimtist að
eins að taka við logninu að norðan og
Akureyrarfriðnum fræga með bljúgum
og barnslegum hjörtum, og þakka logn-
stjórunum þar nyrðra með lotningu
fyrir sendinguna. Því að eins getur
Reykjavík haft von um að umflýja hinn
yfirvofandi refsidóm, er koma á yfir
hina þvermóðskufullu þar, að lognhatt-
arnir og friðarpostularnir séu að minnsta
kosti ekki færri en 20 hér í bæ. Eg
held Reykjavík megi þakka fyrir, að
vera meira en helmingi betri en Só-
dóma gamla, og þarf því ekki að vera
smeik við fordæmingu, því að þessir
mörgu lognhattar hérna bjarga henni.
Og við hérna — stigamennirnir og ó-
aldarseggirnir, hinir óguðlegu, megum
vera þakklátir fyrir, að Reykjavík er
ekki háskalegar stödd en þetta, og að
verndarenglar okkar skuli vera nógu
margir.
A. Það er ágætt. Lífi okkar og limum er
þá víst engin hætta búin fyfst í stað.
en hálfleiðinlegt er samt fyrir þessa
réttlátu logns- og friðarhöfðingja hér,
að vera hafðir fyrir skálkaskjól. En
hvers vegna er nú amtmaður að troða
í „Norðurlandið" öllum þessum grasa-
graut innan um sedrusviðarolíu sunh-
an frá Líbanon, fjárkláðamaur norð-
an af Melrakkasléttu og lúsalyng
úr Bjarka. Mundi ekki hafa verið
réttara að strengja utan um það sultar-
band, og gefa því einhverja kjarnmeiri
fæðu, héldur en að blása greyið svona
hroðalega sundur með þessu fádæma
þunnmeti.
B. Allt hefur sínar ástæður. Amtmaður-
inn er svo feiknagramur við okkur fé-
laga, út af samtali okkar um „nýjalogn-
ið og norðanfriðinn" hérna í Þjóðólfi
fyrir skömmu, að hann hefur þótzt
þurfa að taka okkur duglega til bænar.
Honum þótti logninu nokkuð dauflega
tekiö hér syðra, og hefur virzt, að við
gerðum skop að lognstjórunum á Ak-
ureyri og útsölumönnum friðarins,
þessa allsherjar friðar, sem átti að fá
menn til að dolta, dreyma og gleyma,
gleyma sérstaklega öllu atferli Valtý-
inga fyr og slðar, til þess að þeim veitti
léttara að laumast inn á þjóðfulltrúa-
samkomu landsins, sveipuðum í hinar
skósíðu friðar og hógværðarkápur,
borðalagðar hvítum lambskinnum, sem
merki upp á sakleysi, sannleiksást og
umburðarlyndi. Hún var hreint ekki
svo vitlaus sú „taktik", ef vel hefði
verið á haldið. En Akureyrarhöfðingj-
arnir, sem þóttust hafa lognið og trið-
inn innsiglaðan í skjóðu hjá sér, ætl-
uðu sér að strá úr belgnum yfir landið,
svo lítið bæri á, en fóru þá svo bros-
lega og barnalega af stað, að útbýt-
ingin fór öll í handaskolum, og menn
gerðu ótæpt gys að lognstjórunum.*
Þess vegna varð árangurinn af útsend-
ingu lognsins svo hörmulega lítill, og
af því koma sárin og tárin hjá forkólf-
unum. Þetta hefur allt slegið „klik"
meira og minna, eins og búast mátti
við. Það var svo barnalega til þess
stofnað.
A. En amtmaður hefur engan rétt til að
kalla þá „pólitiska stigamenn", sem
ekki hafa ginið við friðarboðskap þeirra
hugsunarlaust. Eða hvað meinar hann
með þessari pólitisku stigamennsku?
B. Pólitisk stigamennska er auðvitað ekk-
ert annað en að „stémma stigú" fyrir
mönnum, sem menn vilja ekki hleypa
inn 1 framkvæmdarpólitík landsins, ein-
hverra hluta vegna. Og nú þykist
amtm. hafa orðið fyrir stigamennsku
hjá Húnvetningum, því að þeir stemmdu
stigu fyrir því, að hann kæmist á þing
sfðast, og sennilegast, að þeir geri það
enn. Skyldi hann vera smeikur um,
að þeir verji honum Vatnsskarð og
aðrar leiðir að norðan til Húnavatns-
sýslu á næsta vori? Hver veit? Hún-
vetningar eru ekki hlessa á tíðinni, láta
sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Lík-
lega lofa þeir nú samt amtmanni að
komast á kjörfundinn og tala þar.
Bara að hann verði ekki áður búinn
að skrifa fylgismenn sína þar svo sund-
ur og saman í „Norðurlandinu", að
það verði ekki orðin heil brú í þeim,
er á kjörfund kemur, svo að enginn
treystist að ntæla með honum, eða hafi
þrótt 1 sér til þess.
A. Já, það segirðu satt, lagsi, það getur
alveg farið með hann, þessi biblíulest-
ur og stöðugu stólræður í „Norður-
landinu", því að Húnvetningar eru
engir biblíuhestar, meta lítils mörg orð
og mögur, og kunna illa við, að þeir séu
knésettir, sem börn á ómagaaldri.
B. Einmitt. Eg hygg að það væri líka
réttara fyrir amtmann, ef hann hyggur
til leiðangurs gegn Húnvetningum apt
ur, að hvíla sig sem bezt undir þá för,
og slíta sér ekki út á andlegu erfiði
fyrir eyðurnar í „Norðurlandi", geyma
það þangað til síðar.
A. Heldurðu að það væri ekki líka réttast
fyrir hann að láta mig og þig í friði, og
láta sér nægja með þessa mörgu „rétt-
látu", mörgu sanntrúuðu, sem hann á
hér f Reykjavík, og nú eru að sleikja
lognið og hampa triðnum, sem þeir
vísu Akureyrarfeður sendu út í haust.
Annars gæti verið, að við færum að
hjálpa HúnVetningúm til að „stemma
stigu" fyrir amtmannmurn á þing, því
að hann má vita, að vér tökum ekki
stigamannsnafninu hans með þökkum,
og vonum, að hann hér eptir gæti
þess, að haga stillilegar orðum sínum,
þótt einhver í meinleysi hendi ofur-
lítið gaman að logninu hans.
B. Því heilræði ætti hann að fylgja. Það
mun vera honum fyrir beztu, því að
við tveir, ef við leggjumst á eitt, höfum
gnægð skeyta, er geta hitt og hafa
hitt. Miklu betra að vera laus við þau.
A. Skyldi það ekki vera, kunningi! En
nú verð eg að kveðja þig og þakka
þér fyrir skemtunina. Þú manst eptir
því að segja mér, ef hávellukliðurinn f
Norðurlandi skyldi verða eitthvað venju
fremur skemtilegur síðar.
Fjósið á Hólum
í Hjaltadal.
Nýlega varð mér litið í blaðið »Norð-
urland«, tölubl. 39., þar sem skýrt er frá
síðasta amtsráðsfúndi Norðuramtsins, og
stendur þar eptirfylgjandi klausa:
»Fjósið, sem Hermann Jónasson fyrver-
andi skólastjóri reisti á Hólum og kost-
aði á 2. þúsund krónur, hefur reynzt af-
arilla, og þess vegna hafa kýr verið á
Hólum í mjög bágu lagi«.
Optar en einu sinni áður hefur verið
reynt að narta í mig á prenti fyrir fjós
það, er eg byggði á Hólum vorið 1889,
en fram hjá því hefi eg gengið sem ann-
ari markleysu. En nú, þegar skýrt er frá
þessu í amtsráðsfundarskýrslu, og það í
blaði, er sagt er að þrír í amtsráðinu —
formaður, Ólafur Brieni og Stefán kenn-
ari — séu meðstofnendur að og samverka-
menn, þá sé eg eigi ástæðu til, að ganga
þegjandi fram hjá því lengur, heldur greina
frá öllum ástæðum og hinu sanna í þessu
máli.
Þegar búnaðarskólinn var stofnaður á
Hólum vorið 1882, var fjósið á staðnum
gamalt og vont, eða líkt því er fjós eru
verst hér á landi, og er þá langt tiljafn-
að. Fyrstu tvö árin sá stjórn skólans þó
engan veg til að byggja fjósið, en 1884
afréði hún að byggja það, og síðan var
það ákveðið á hverju ári, þótt dráttur yrði
á framkvæmdunum.
Þegar eg tók við skólanum vorið 1888,
var fjósið enn óbyggt, og ekkert efni fyr-
ir hendi. Réði skólanefnd þá af, að fresta
byggingunni þar til vorið 1889. Hún
ákvað þá á fundi sínurn að Hólum um
fyrirkomulag á fjósinu, og að það skyldi
vera yfir 20 kýr. Ennfremur ákvað skóla-
nefndin, að hún skyldi sjálf annast um
pöntun á við í fjósið. En sú pöntun kom
aldrei, og er mér ókunnugt um ástæður
fyrir því.
Veturinn 1888—1889 var fjósið orðið
svo hrörlegt og veggir sundurgrafnir, að
göt duttu á þá, og kýrnar ráku hausana
út um þau; og þótt þetta sé ótrúlegt á
fyrirmyndarbúi, þá er það þó satt. Það
voru því hér og hvar settar styttur undir
veggina og fylt upp í götin.
Af því að mistök höfðu orðið með pönt-
unina vantaði enn trjáviðinn vorið 1889.
En þá var nú ekki nema um tvennt að
velja, að farga kúnum, eða byggja fjós
yfir þær. Skólanefndin réði hið síðara af,
og skipaði mér að skrapa saman það af