Þjóðólfur - 23.01.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 23.01.1903, Blaðsíða 4
i6 boð í þær, en hafa það heldur svona, því að Þjóðólfur hefur lengi verið og verður líklega lengi sár þyrnir í augum þeirrar blaðaklíku. — Ranghermt mun það vera hjá þeim óviðjafnanlega, að „Nationaltid- ende“ hafi nokkru sinni tekið upp þá venju að birta ágrip af opinberum auglýsingum úr Berlingi. Það hefur þá ekki verið öðru- vísi en svo, að „Nattid.“ hafa vakið eptir tekt manna á einhverri sérstakri, eða sér- stökum auglýsingum, venju fremur áríð- andi fyrir almenning, og er auðvitað ekk- ert að því að finna. — Sá óviðjafnanlegi, prentar með ákaflega feitu letri þá setningu úr Þjóðólfi, að vér hefðum „stundum ver- ið að hugsa um“ að birta ágrip af opin- berum auglýsingum úr Isafold. Skárri var það nú hvalrekinn þetta fyrir manninn, þá er hann skellir burtuallan seinni hluta setningarinnar, nfl. að vér hefðum „hætt við það, af því að oss hafi fundizt einhver ólykt af því". Sá óviðjafnanlegi fer hér sjálfur svo greinilega á höfuðið eins og svo opt endrarnær. Þá er hann hefur alls ekkert til að hengja sig í, þá tekur piltur- inn til sinna ráða, beitir úrfellingum og af- bökunum eptir því sem honum sýnist, og ritar stundum marga dálka um eina staf- villu. Enginn annar en hann leggur sig niður við shkt. Þótt það úi og grúi af prentvillum og lokleysum í blaði hans, þá dettur engum í hug að eltast við slíkt, eða taka neitt til þess. Menn eru orðnir því svo vanir, að það kemur engum á óvart, enda undarlegt og harla fátæklegt að fylla blöð með slíku þvogli. Þjóðólfur gæti bent á fjölda margar hlægilegar villur (t. d. dæjarfulltrúa, bókdindari o. s. frv.) og lok- leysur hjá þeim óviðjafnaniega fsbr. þá er hann auglýsti hátíðlega, að blaðið kæmi út með lesmáli(H) og auglýsingum(l)) en honum dettur ekki í hug að skipta sér af slíku. Sú lúsaleit hæfir ekki öðrum en þeim óviðjafnanlega. Að lokum viljum vér leggja húsbændum hans það heilræði, að þeir hafi eitthvert band á þessum óviðjafnanlega nýja þjóni þeirra, svo að hann hlaupi ekki sér og þeim til ógreiða, því að hingað til hefur reynzt hollast, að húsbændur hans hefðu eitthvert eptirlit með honum. Mótmæli gegn ósannindum. Með því að eg kann síður við, að hermd séu eptir mér orð, sem eg hef aldrei sagt, neyðist eg til að iýsa það Iirein og beln ósannindi, er Einar Benedikts- son hefur eptir mér og prentar með ákaf- lega svörtu letri t tækifærisblaði sínu eða flogriti 20. þ. m. þar sem hann segir, að eg hafi sakað hann um makk við Valtýs- liða á Reykjavíkurfundinum n, ág., „af því að mér haji þótt það hentast, og líklegt, að menn mundu festa trúnað d það“. Þetta segir hann, að eg hafi sagt sér munnlega. En honum hefur þótt vissara að fara samt ekki lengra, en að eg hafi talað „á þessa leið“. En yfir þann varnagla ætlar hann lesendunum auðsjáanlega að hlaupa, en prentar slnar eigin ályktanir af orðum mfn- urn með feita, letrinu. Eg man það vel, hvernig orðin féllu: eg sagði honum hreint og beint, að það hefði beinlínis litið svo út á fundinum, að Valtýingar hugsuðu sér til hreyfings með þessu og benti lionum á framkomu Valtýs og Jóns Jenssonar og þess vegna hefði eg haft fulla ástæðu til að víkja lítið eitt að því í Þjóðólfi, að þess- ir herrar að minnstakosti væruí einhverju sambandi við E. B.,enda varþað að minnsta kosti alkunnugt hér í bænum um annan þeirra (J. J.). Þetta ætla eg að standa við. Sfðari framkoma E. B. hefur og staðfest þetta. En hann hefur ekkert leyfi til að birta á prenti orð eptir mig, sem eg hef aldrei sagt, en sem hann sjdlfur óskar, að eg hefði sagt. Hins vegar má hann gjarn- an tína upp setningar á víð og dreif eptir mig úr blaðagreinum í gömlum Þjóðólfi, og eg kippi mér meira að segja ekkert upp við, þótt hann slíti þær stundmn út úr réttu samhengi, til þess að þær falli betur í „kramið". H. Þ. Dáinn er 16. þ. m. Pdll Jakob Blöndal læknir í Stafholtsey í Borgarfirði, 63 ára gamall, fæddur í Hvammi f Vatnsdal 27. des. 1840, yngstur sona Björns Blöndals sýslumanns. Hann var útskrifaður úr skóla 1861, og af læknaskólanum 1868 og s. á. settur læknir í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, en fékk veitingu fyrir því héraðslæknisembætti 1876, fékk lausn 1. marz iqoi, en hafði þá haft Jón son sinn sem aðstoðarlækni um tfma. Páll læknir var kvæntur Elínu dótt- ur Jóns Thoroddsens sýslumanns, og lifir hún mann sinn. P. Blöndal var prúð- menni í framgöngu, sköruglegur sýnum og margt vel gefið. Heimili þeirra hjóna var jafnan hið mesta rausnar- og gestrisnis- heimili. ' Eptirmæli. Hinn 13. nóv. sfðastl. andaðist að heimili sínu Blöndudalshólum í Húnavatnssýslu, merkismaðurinn Jóhannes Eyjólfsson. Hann var fæddur á Gili í Svartárdal í sömu sýslu 17. okt. 1823. Olst hann upp með móður sinni Guðrúnu Helgadóttur og stjúpa sínum Jóhanni Jónssyni, fyrst á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Síðan fluttist hann með þeim að Brekku f Þingi, og dvaldi hann þar mest- an hluta æfi sinnar. Vorið 1852 byrjaði hann búskap í Brekku, og gíptist það sama ár Sigurlaugu Eiríksdóttur frá Stóru-Giljá í þingi, sem lifir mann sinn. Bjuggu þau hjón 36 ár f Brekku sæmdarbúi, þótt efna- hag þeirra færi hnignandi hin síðustu ár, vegna ýmsra óhappa, er að hendi báru. Þeim hjónum varð 14 barna auðið, og komust 8 til fullorðins ára, en nú lifa að eins 5, einn sonur og 4 dætur. Ein af þeim er frú Jóhanna í Blöndudalshólum, ekkja séra Guðmundar Helgasonar frá Svínavatni. Jóhannes sál. var greindur og skáldmæltur vel, og hafði mikla löngun til menntunar, en naut hennar eigi á uppvaxtarárum sínum, nema það, sem hann sjálfur aflaði sér. Lærði hann skript og reikning í hjáverkum, var enda vel lesinn og fylgdist með tímanum. Kjark- mikill var hann og hinn mesti starfsmaður, lagði og flest á gjörfa hönd. Bætti hann ábýlisjörð sína mjög mikið, bæði tún og engjar, og mun hún enn lengi bera menjar hans. Hann var fastlyndur og tryggur vin- um sfnum, lét og engan hjálparþurfandi synjandi frá sér fara. Lifi minning hans í heiðri. Einn af vinum hins látna. Hinn 7. þ. m. andaðist að heimili sínu Hvammi í Ölfusi merkiskonan Kristinjóns- dóttir. Hún var 57 ára að aldri, og lifði 17 ár f farsælu hjónabandi með manni sínum Steindóri Steindórssyni, og var efnahagur þeirra góður. Ekki varð þeim barna auðið, en þau tóku 3 fósturbörn af fátæku fólki. Hún var kona, sem barst ekki mikið áfyrir heiminum, og kærði sig ekki um, að sýnast. I einu orði var hún sæmdarkona, góð og guðelskandi. Er hennar því að maklegleik- um sárt saknað af eiginmanni hennar og þeim, er þekktu hana. R. Fyrirspurn. Heiðruðu landar! Gerið svo vel að gefa mér upplýsingar hver eptir eigin reynslu og þekkingu á því, hvort nýveidd síld til beitu á Ióð, muni æsa fiskinn til brottferðar úr almennum fiskileitum opinna róðrarbáta, og hvort sama gildi um gaddaða síld, svo og hver önnur beita en síld, að yður hefur reynzt bezt, og hvort yður virðist hag- kvæmt, að brúka innvolsið úr fiskinum til niðurburðar á fyrgreint svæði. Eg gef yður í sjálfsvald, hvort yður þókn- ast að senda mér umbeðnar upplýsingar, gegnum Þjóðólf, Fjallkonuna, ísafold eða beint til mín. Virðingarfyllst. Eyrarbakka 12. jan. 1903 . Guðm. ísleifsson. Afmælisfundur kvennfélagsins verður haldinn á mánu- daginn þann 26. janúar í Iðnaðarmanna- húsinu kl. 8. Mikilsvert málefni verð- ur rætt á fundinum og er áríðandi, að allar féiagskonur mæti. Kafii fæst keypt og fleira. Stjórnin. M»... E PTIR að gerast kaupendur I ÞJÓÐÓLFS nú frá nýárinu, ef þér hafið ekki haldið hann áður. SKALDRIT Gests Pálssonar (386 bls. í 8°) eru nú fullprentuð og komin til sölu í bókaverzlun * Sigfúsar Eymundssonar. Flestir, sem farnir eru að kaupa hann, þykj- ast ekki geta án hans verið. Allir vilja lesa hann, þykjast ekki geta án þess verið. Tvenn ágæt sögusöfn ó- keypis handa nýjum kaupendum, send kostnaðarlaust um leið og árgangur- inn er borgaður, Þau kosta kr. 2,50 í kápu. Seinna fást þau í snotru bandi á kr. 3,00. Skip til sölu. Stórt og mjög vandað þilskip er til sölu með góðu veröi. Semja má við mála- flutningsmann Odd Gislason. l»eir sem vilja eignast hús í Rvík., tali við Guðm. Þórðarson frá Hálsi, áður en þeir festa kaup annarsstaðar. Það mun borga sig. Munið eptir að kaupa ÞJÓÐÓLF og borga hann skilvís- lega. Vinnukona getur fengið vist í góðu húsi um frá 14. maí næstk. Ritstj upplýsingar. hér í bæn- gefur nánari Sjómannaráðningaskrifstofan. Austurstræti 1 (Gagnvart Hótel ísland). Meir en hundrað duglegir fiskimenn geta fengið atvinnu á næsta útgerð- artíma í ntjög góðum skiprúmum. Undirritaður leiðbeinir mönnum og gefur allar nauðsynlegar upplýsingar. Heiðruðu sjómenn ! Komið til mín, áður en þið ráðið ykkur annarstaðar. Reykjavík 15. janúar 1903. Matth. Þórðarson. SSK Typewriter HAMMOND’S heimsfrægu ritvélar og Trypograph langbeztu endurritsvélar, taka mörg þúsund „kopíur", fást í bókverzlun Sigf. Eymundssonar. ,PeHcan‘ LINDARPENNAR eru þeir lang- beztu vegna þess, að þeir leka ekki og slitna ekki, því penninn er úr gulli með „irridium" í oddinum. Fást i bökaverzlun Sigf. Eymunds- sonar. Þessar báðar vélar eru hverjum manni ómissandi, sem mikið þarf að Til neytenda hins ekta KÍNA-EÍFS-ELIXÍRS. skrifa. Dökkgrár hestur með mark: tvístýft framan h., illa gerður biti aptan, er í óskil- um. Hann var aljárnaður með flatskeifum. Réttur eigandi vitji hans til undirskrifaðs, og borgi honum um leið alla hirðingu og auglýsingu þessa. Læk í Flóa 31. des. 1902. Guðm. Snorrason. Stúlka, sem kann að búa til góðan mat, er hraust og hefur að öðru leyti meðmæli góðra hús- bænda, getur fengið góða vist í kaupstað frá 14. maí 1903. — Ritstj. Þjóðólfs vísar á. Húsið Ráðagerði á Akranesi ÍY tri- Akraneshrepp, er til sölu nú þegar ásamt góðri ióð, er því fylgir. Söluskilmálar góðir; semja má við undir- skrifaðan. Akranesi 3. jan. 1903. A rni Sigurðsson. Til 1. febrúar sauma eg Ódýrara en nokkru sinni Með því að eg hefi komizt að raun um, að margir efast um, að Kína-lífs- elixírinn sé eins góður og áður, skal hér með leitt athygli að því, að elix- írinn er algerlega eins og hann hefur verið, og selst sama verði og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver flaska, og fæst hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Ástæðan til þess, að hægt er að selja hann svona ódýrt, er sú, að allmiklar birgðir voru fiuttar af honum til ís- lands, áður en tollurinn var lögtekinn. Neytendurnir áminnast rækilega um, að gefa því gæfur sjálfs síns vegna, að þeir fái hinn ekta Kína lífs-elixír með merkjunum á miðanum: Kínverja með glas í hendi og firmanafninu Valde- mar Petersen, Friderikshavn, og—' í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafizt hærra verðs fyrir hann en 1 króna 50 aurar, eruð þér beðnir að skrifa mér uu: það a skrifstofu mína á Nyvej 16, Köbenhavn. Waldemar Petersen áður. Notið tækifærið! Guðm. Sigurðsson. skraddari F rederikshavn. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.