Þjóðólfur - 23.01.1903, Page 3
13
trjávið, sem hægt væri og byggja fjósið
J)á um vorið. Eg fór því og keypti all-
an þann trjávið, er fáanlegur var viðall-
a r verzlanir í Skagafjarðarsýslu, en það
var þó langt of lítið yfir allt fjósið. Auk
þessa var viðurinn norskur, gamall og
slæmur, og sumt af honum meira ogminna
fúið.
En »heima ástólnum« voru tveir hlöðu-
garmar fallnir. Eg tók því það af viðn-
um úr þeim, er þoldi þunga sinn fyrir
fúa, og sömuleiðis úr fjósræflinum og setti
1 nýja fjósið. En þó var trjáviðurinn enn
allt of lítill.
Eins og hver skilur, voru, af þessu sam-
tfningsrusli, lengdir mjög óhentugar, en
mest bagaði það, að mikið afviðnumvar
allt of stutt. — Eg neyddist því til, að
hafa fjósið mun rislægra en egvildi, gis-
reptara og að nota með svo fúinn við,
að hann gat eigi þolað nema um stund-
arsakir.
Fyrsta árið, meðan þakið var ógróið,
var fjósinu því hætt við leka, en við lítil-
fjörlega umbót á þakinu og þegar það
vallgreri hvarf það að mestu.
Hver sem athugar þetta, og hefur nokkra
þekkingu á byggingum, mun eigi undrast,
þótt fyrir kæmi að raptur brotnaði í Hóla-
fjósinu, og að það yrði að byggja það
upp á sfðasta sumri, eða 13 árum eptir
að þvf var hrófað upp af sárustu van-
efnum.
En allt fyrir það, er mér óhætt að full-
yrða, að meðan fjósið var vel hirt, dáð-
ust flestir, sem sáu það, að gæðum þess.
Og á síðari árunum, ereg var á Hólum,
komust allar þær kýr, sem voru á hent-
ugum aldri, í 15—20 marka málsnyt og
sumar vel það, og héldu því vel á sér,
enda mjólkuðu þær beztu fulla 4000 potta
yfir árið. En mér er líka vel kunnugt
um það, að eptir að eg fór frá Hólum,
varð mikil breyting á þessu, þvf á þriðja
ári þar frá yfirfór eg mjólkurtöflur frá
Hólum, og samkvæmt þeim komust þá
kýr skólabúsins — þær er beztar voru —
í 12—13 marka málsnyt og mjólkuðu inn-
anvið 2500 potta um árið, og voru þó á
bezta aldri, og sem höfðu fáum árum fyr
komizt í um J20 rnarka málsnyt og mjólk-
að um 4000 potta yfir árið.
Eg játa, að það er hand'nægt að nfða
verk mfn til þess, að reyna að breiða yfir
vanrækslu og miður góða hirðingu ann-
ara. En þótt eg skrifi þessar línur, er
það ekki sökum þess, að mér liggi eigi
í léttu rúmi, þó að reynt sé að sverta
mig. En eg álít rétt, að skýra frá þessu,
svo að heiðvirðir en ókunnugir menn hlypu
eigí með ósannar sögur um þetta atriði,
eins og eg veit, að stundum hefur átt sér
stað.
En af því að í hinu sama tölubl. »Norð-
urlands«, sem eg nefndi, talar formaður
amtsráðsins, f »ræðukafla« sínum, mikið
um drengskapinn, þá leyfi eg mér virð-
ingarfyllst, að mælast til þess drengskap-
ar, að hann láti birta í Búnaðarritinu
skýrslu um fyrirkomulag og verð á fjósinu,
er eg byggði á Hólum. Og ennfremur
útdrátt úr mjólkurskýrslum kúnna þar, frá
því búnaðarskólinn var stofnaður, og til
síðastliðins vors.
Skýrslur yfir þetta liggja í skjölum amts-
ins, og eg álít heppilegra, að þær birtist
almenningi á prenti, en margt annað sem
skrifað er, enda getur þá hið sanna kom-
ið f ljós.
Þingeyrum 31. des. 1902.
Hermann Jónasson.
Suður-lÞIngeyjarsýslufHöfða
liverfi) 17. des.
Síðastliðið sumar var mjög kalt hér á
Norðurlandi, einlægir kuldar og úrkoma
fram eptir öllu sumri, en aldrei kom svo að
segja stormur, og var það bezti kostur. Það
leit helzt út fyrir, að sumarið byrjaði í sept-
ember, því þá brá til sunnanáttar og hlý-
inda, er héldust til októberloka; kom svo
hálfsmánaðar hríðarskorpa og varð jarðlaust.
En svo kom góð hláka og tók þann snjó
allan, og hefur ekki komið svo að segja
él síðan og er nú blóðrautt, og það komið
undir jól, og er það óvanalegt hér um slóð-
ir. Mjög hefur verið veðrasamt þessa góðu
tíð, og ofsaveður 5. þ. m. af suðri, og hefur
ekki komið annað eins óveður hér síðan 20.
sept. 1900, en var þó ekki líkt því eins
mikið.
Heyskapur í tæpu meðallagi hér í sumar
og sumstaðar mjög rýr. Jarðeplauppskera
einnig mjög lftil.
Allgott verð var á fé hér í haust, og
mikil eptirsókn í kaupmönnum að kaupa
féð um allar sveitir. Verð á veturgömlu fé
að jafnaði 11 kr., og 14—18 fyrir dilkær
með dilkum eptir vænleika, 12—18 fyrir
eldri sauði en veturgamla, og var borgaður
helmingur, og stundum alt verð fyrir féð f
peningum. Flestir seldu féð á markaði,
því það gerði ekki eins mikið á blóðvelli.
Rjúþnavet zlun hefur verið töluverð í haust
og vetur, og hafa kaupmenn gefið 20—25
aura fyrir rjúpuna, og má það heita gott
verð. Þorskafii rýr í haust austan Eyja-
fjarðar, en góður síldarafli seint í sumar og
í byrjun nóv., en ekki sfðan. Amerikuhug-
ur enginn hér. — Mjög eru menn glaðir yfir
afdrifum st/'órnarskrdrmdlsins og eins yfir
kosningunum síðustu, þ. e. að segja yfir
hruni Valtýinga en sigri heimastjórnarmanna.
Menn brosa að vonzku ísafoldar yfir kjör-
dæmaskiptingu Isafjarðarsýslu, og hlægilegt
er að heyra hvað hún (ísa) heldur með
leynilegum kosningum og hyggur að val-
týskan vinni þá sigur. Ó, þú heilaga ein-
feldni, að ímynda sér slíkt. Þá munu Val-
týingar falla, eða svo ætti það að vera,
enda hræðast ekki heimastj.menn slík lög,
sem þessa leynilegu atkvæðagreiðslu [fréttin
um synjun laganna ekki komin norður, er
þetta var ritað. Ritstj.].
Norðurland er f 12. tbl. eitthvað að rugla
um, að nú sé verið að smala atkvæðum í
Eyjafjarðarsýslu handa Hannesi Hafstein,
en lítið mun að því kveða, enda tekur eng-
inn neitt mark á rugli þess blaðs um
pólitík. Byrjað er gefa út nýtt blad, 3. blað-
ið á Akureyri, er „Gjallarhorn" nefnist, og
eru útgefendur þess Bernharð Laxdal og
og Jón Stefánsson. En lftil ástæða virtist
vera að bæta við þá blaðakássu, sem fyr-
ir var.
Nýtt blað,
er nefnist »Ingólfur«, er byrjað að koma
út her I bænum í stað »Auglýsarans«.
Það á að ræða málefni bæjarins. Utgef-
andi Halldór Þórðarson, ritstjóri Bjarni
Jónsson frá Vogi. Blaðið á að koma út
tvisvar í hverjum mánuði, að minnsta
kosti. — Blaðið »Reykvíkingur« mun hætt
að koma út.
íahúsfélagid
hélt aðalfund sinn 20. þ. m. Voru þar
lagðir fram og samþykktir reikningar félags-
ins. Falið var stjórn þess að íhtiga, hvort
ekki mundi unnt að koma á hér við
Faxaflóa nýrri veiðiaðferð með svo nefnd-
um fiskikvfum í líkingu við síldarlása, eins
og tíðkast víða ytra, og farið er að reyna
sumstaðar annarstaðar hér við land. Þá
var og allmikið rætt um, að íshúsfélagið
keypti hlutabréf og aðrar eignir fekneta-
félagsins, er hefur átt fremur erfitt upp-
dráttar, en því tilboði var hafnað með
öllum atkvæðum þeirra félagsmanna, er
atkvæði máttu greiða um þessa afhend-
ingu. Tala hlutabréfa í íshúsfélaginu er
nú 174 (50 kr. hvert), og hagur þess stend-
ur vel, er smátt og smátt að færa út kví-
arnar. Ákveðið var að greiða hluthötum
í þetta sinn 10% í vexti, en nær því
jafnmikið fé var lagt í varasjóð, svo að
vextirnir hefðu getað verið hærri, ef fé-
lagsmenn hefðu óskað.
Árás á kvennfólk
allhroðaleg, var gerð hér á sunnudags-
nóttina 18. þ. m. Voru þá margar stúlk-
ur úr bænum við þvott inn í »laugunum«,
eins og vandi er til, því að veður var
gott. Nálægt miðnætti varð vart við mann
á reiki þar kringum laugahúsið, en menn
skiptu sér ékki frekar af því, hugðu, að
það væri einhver, sem væri kominn til
að sækja þvott og fylgja einhverjum heim.
Svo hvarf hann burtu, nokkru eptir kl. 1,
en rétt á eptir lögðu 2 stúlkur af stað úr
laugunum á leið til bæjarins. Þá er þær
voru skammt komnar, suður undir hæð-
ina fyrir sunnan laugarnar, sáu þær mann
þar á vakki nálægt þeim, en skiptu sér
ekkert frekar af því. Allt í einu hljóp
hann aptan að þeirn með afar sóðalegu
orðbragði og illyrðum, þreif aðra þeirra
og fleygði henni niður, svo að hún meidd-
ist mjög á andlitinu, ætlaði svo að halda
henni fastri og ná jafnframt í hina, en
tókst það ekki, og sleppti þá þeirri fyrri,
er hljóp þegar inn í laugar og kallaði á
mannhjálp, en er menn komu, var fantur-
inn horfinn. Hafði hann ráðizt á hina
stúlkuna og slitið af henni fötin, en hún
varðist vel, svo að hann kom ekki vilja
sínum fram, og sleppti henni loks, kvaðst
ætla að fara að ná í hina, er hann hugði,
að hefði haldið til bæjarins. Hvorug
stúlknanna þekkti mann þennan, en ung-
lingspiltur, er var í laugunum, hafði þekkt
hann, er hann var þar á vakki, og hafði
séð hann fara rétt á undan stúlkunum.
Bárust því böndin að honum og setti lög-
reglustjóri hann í varðhald. Hefur hann
játað, að hann væri valdur að þessu ill-
ræði og liggur grunur á, að hann hafi
optar ráðizt á kvennfólk á þennan hátt
og svívirt það, því að allopt hefur verið
talað um slíkar árásir fyrri. Hann heitir
Björn, kallaður opt Vindheima-Björn, kvænt-
ur maður, roskinn að aldri. Fær piltur
sá að líkindum vist í hegningarhúsinu
um tíma. ,
Óvenjulegur árekstur
varð hér meðal tveggja reiðmanna héð-
an úr bænum, er riðust á um hábjartan
dag á sunnudaginn 18. þ. m. skammt fyr-
ir norðan Elliðaár. Hálsbrotnaði þá þegar
annar hesturinn, grá meri, er Björn Þor-
láksson frá Álafossi átti, ágætt reiðhross,
en hinn bilaðist svo, (bógbrotnaði?) að
haldið er, að það verði að drepa hann.
Þann hest átti Magnús Guðnason stein-
smiður, en þá reið honum annar maður,
er meiddist til muna við fallið, því að
hann varð milli hestanna, en sá erhryssu
Bjarnar reið, og hafði fengið snöggvast
að koma á bak henni hjá eigandanum,
meiddist ekkert, því að hann fleygðist
yfir allt saman, þá er þessi hroðalegi á-
rekstur varð. — Skrokkurinn af þeirri
gráu, er lá utan í veginum, var nær því
búinn að drepa klyfjahest fyrir ferðamönn-
um, er fóru um veginn seint um kveldið
í myrkri, því að hesturinn fældist svo
hroðalega, að hann fór á höfuðið ofan í
skurðinn við veginn og var nær kafnað-
ur, er mennirnir náðu honum upp.
„Sá óviðjafnanlegi“
kaupmannaþjónn, nýlega sæmdur splunkur-
nýrri vasaorðu, er eitthvað að reyna að
reka hnýflana í Þjóðólf I þarfablaðinu
„Reykjavík", sem nýstaðið er upp úr mis-
lingum, að vitni þess óviðjafnanlega ábyrgð-
armanns þess. En hnýflarnir á þeim óvið-
jafnanlega eru orðir svo sljóir af langri
brúkun, að þeir geta engan sært framai.
Þar er að eins viljann að virða. Geðið,
er eptir en getan farin.
Með því að skilningur þess óviðjafnan-
lega virðist vera heldur í daufara lagi, get-
ur Þjóðólfur ekki stillt sig um að skýra
fyrir honum það sem hann ekki skilur, þótt
hvert barnið skilji það reyndar, en það er
orðtakið að „vera á báðum buxunum".
Sá óviðjafnanlegi tekur það bókstaflega,
segist allt af hafa verið „á báðum buxun-
um“, aldreiánærbuxunum einum(U). Hann
er skemmlilega fyndinn sá óviðjafnanlegi,
og svo smekkvís og „fínn" til orðs og æðis 1
En Þjóðólfur hefur aldrei verið að tala um
„nærbuxur" þess óviðjafnanlega, ætlar sér
ekki að rita neitt um þær, en hann getur
ekki gert að því, þótt þeim óviðjafnanlega
gremdist að hann væri talinn í flokki
þeirra manna, sem mestir eru í munmnum,
og miklir á lopti, án þess .að hafanokkuð
til að gorta af. Það er orðtak um slíka
menn, að þeir séu „á báðum buxunum«.
Sá óviðjafnanlegi hefði átt að skilja þetta.
En auðvitað segir hann það satt, að hann
hefur allt af verið á „báðum buxunum" í
I þessari merkingu : Hann hefur allt af ver-
ið „sá óviðjafnanlegi" 1 sinni eigin ímynd-
un, frá því að hann fékk nokkra hugmynd
um sína eigin þýðingarmiklu tilveru, og
hann hefur aldrei þreytzt á að kyrja lof-
sönginn um sjálfan sig og slna „stóru per-
sónu" í hverju einasta númeri af þeim 20
blöðum, sem hann hefur verið riðinn við
ura dagana, blöðum, sem hann flest hefur
jarðsungið sjálfur, af því að fólkinu þótti
gorgeirsvella þess óviðjafnanlega nokkuð
einæt til lengdar.
Þá talar sá óviðjafnanlegi mikið um op-
inberu auglýsingarnar, og er mjög hleina-
gleiðuryfir því, að ritstj. Þjóðólfs hafi „geng-
ið í vatnið" á þeim með því að bjóða 800
kr. í þær. En þvf er svo háttað með þann
óviðjafnanlega, að aðrir hafa optast nær
„gengið í vatnið" í Stað hans, vegna þess,
að það hefur ekki verið til neins að láta
hann „ganga í vatnið", af því að hann
hefði þá sokkið til botns og aldrei skotið
upp aptur, ekkcrt haft til að halda sér uppi
á. En menn hafa ekki haft brjóst í sér
til að kaffæra þann óviðjafnanlega á þann
hátt. Þess vegna hefur hann sjálfur
optast sloppið við „vatnsgang" ( fjárhags-
legu tilliti. En að öðru leyti, í blaðadeil-
um o. s. frv. hefur honum verið stungið á
höfuðið hvað eptir annað. „Vatnsgangur"
hans hefur allur verið frá þeirri hlið.
Sá óviðjafnanlegi fárast mikið um, að
það hefði verið létt verk að mæla út með
reglustiku(l) hve miklu opinberar auglýs-
ngarnar 1 Isafold hefðu numið að meðal-
tali næstl. 5 ár, og hyggur, að ábm. Þjóð-
ólfs hafi ekki hugsazt það snjallræði(l).
Þetta er að minnstakosti ekki „premluráðn-
ing“ hjá þeim óviðjafnanlega. Hann fær
einkunnina „laklega" fyrir hana. Ábm.
Þjóðólfs þurfti alls ekki að mæla Isafold-
arárganga með reglustiku. Hann hafði
fengið nokkurnveginn áreiðanlega vissu
um að opinberu auglýsingarnar þar næstl.
ár, hefðu að meðaltali numið 7—900 kr.
b e i n 1 í n i s, auk óbeinna hagsmuna af þeim,
sem ekki verða mældir á reglustiku þess
óviðjafnanlega og enginn getur metið, nema
sá, er reynsluna hefur fyrir sér, nfl. ritstj.
Isafoldar. Og tilboðinu var einmitt hag-
að eptir hinum beinu tekjum af auglýsing-
unum hvert ár, svo að „vatnsgangurinn"
getur naumast orðið harla tilfinnanlegur.
En nú viljum vér gefa þeim óviðjafnanlega
annað ráð, að hann taki hina alkunnu
reglustiku sína sér í hönd, og mæli ná-
kvæmlega, hve mörgum þumlungum hann
sjálfur hefur „spanderað" í 20 blöðum sfn-
um, til að reyna að ata út sér betri og nýt-
ari menn. Og hann er sjálfsagt svo mik-
ið reikningshöfuð, að hann getur reiknað
nákvæmlega, hve mörg pund af prentsvertu
lafi farið í þessa blaðasvertu hans. Það
yrði nógu lagleg og þokkaleg postilla, þá
er allir þeir þumlungar væru komnir í
eitt!! Og þessi maður setur sig á þann
háa hest, af því að hann þykist nú kominn
í hnakkinn hjá hlutafélaginu stóra og geti
í þess skjóli haldið hinni fornu iðn sinni
áfram. Sjáið manninn!
Þá er sá óviðjafnanlegi fokreiður yfir því,
að hann hafi í Þjóðólfi verið kallaður „dilk-
ur ísafoldar" og þykist nú aldrei hafa átt
neitt saman við hana að sælda. I Þjóð-
ólfi var alls ekki talað um, að sá óviðjafnan-
legi „gengi undir" Isafold og tottaði hana,
heldur vikið að því, sem alkunna er, að hann
hefur optast verið algerlega á bandi Isafold-
ar-Bjarnar og fylgt honum gegnum þykkt og
þunnt, en hefur jafnan orðið að sméri hafi
þeim eitthvað snöggvast á milli borið. Og
það eru litlar horfur á, að hlutafélagsblaðið
hans fari neitt að slíta þessi traustu tengsli.
Hvort það hafi verið hinum óviðjafnan-
legaaðkennaeða húsbændumhans, aðálykt-
að var að birta f kaupmannablaðinu ágrip af
opinberu auglýsingunum úrÞjóðólfi, skiptir
harla litlu. Að minnsta kosti mun það ekki
hafa verið honum mjög á móti skapi. En
auðvitað hefur hann orðið að hlýða hafi
honum verið skipað þetta. Hann verður
því að afsaka, að vér þekktum ekki afstöðu
hans gagnvart þessu nýja hlutafélagi, og
hugðum, að hann hefði þar ef tii vill ein-
hver ráð. En vér höfum ástæðu til að
ætla, að það hafi verið samantekin ráð
þeirra þriggja blaða (auk Þjóðólfs) er aug-
lýsingarnar voru boðnar, að gera ekkert