Þjóðólfur - 30.01.1903, Blaðsíða 3
19
Lodinn
Svartur
Lodinn:
Svartur:
Lodinn:
Svartur:
Lodinn:
Svartur
Lodinn \
Svartur:
Lodinn:
Svartur
Loðinn:
Svartur
Loðinn:
Svartur
Loðinn
Svattur:
Loðinn
Svartur
Loðinn
Svartur
Loðinn
spyrða saman og gera þá tor-
tryggilega í augum almennings.
(nýr saman lófunum): Vel mælt
bróðir sæll! En „svaviter in modo,
fortiter in re“.
(tekur latneska orðabók úr bóka-
skápnum og flettir upp): Já,
kollega, sva-svaviter!
Eg vildi sagt hafa, það verður
að gera það með gætni og still-
ingu. Mannfjandinn ,dánumað-
urinn' hefur t. d. enn sem kom-
ið er töluvert traust, og er ekki
kunnur að því, að vera höfðingja-
sleikja, hvað sem öðru líður.
Þessvegna hef eg nú um hríð
látið hann liggja milli hluta að
mestu leyti.
Viturlega mælt, kollega! En
hvað segirðu þá um hina tvo?
Spyrðum þá saman, það gengur
í Isfirðinginn, ef eg þekki rétt,
þeir trúa því, þegar við segjum
1)að báðir, eins og Jónsbókar-
estri.
Þú kannt á þeim lagið og lætur
þá hafa hitann í haldinu.
Sú var tíðin að eg kunni á þeim
tökin; en vestursýslan gerist nú
flekkótt.
(stendur upp og segir í ákafri
geðshræringu): Rægja, rægja,
meðan maður..........
getur komið því við!..........
En hvað á að gera við Rang-
æinga?
Kenna þeim að sjá svo sóma
sinn, að þeir kjósi „monsjör Hlut-
aðeiganda".
(varpar öndinni mæðilegaj: Þá
tekur nú ekki betra við, þar sem
Árnessýsla er!
Þú mátt ekki hlaupa þar á þig,
eins og stundum hefur hent þig.
Þú hefttr þegar talað helzt til
mikið um auglýsingarnar og mýl-
inguna. Alþýða manna á Islandi
trúir því alls ekki, að nokkur
maður kaupi mýlingu sjálfs síns
ærnu verði. Svo vitlaus er hún
ekki, lagsmaður, þú verður að
slá út í aðra sálma.
(vandræðalega): Hvað skal þá
tína til, vinur minn?
Nú skýtzt skýrum. En eg sé
eitt ráð. Við skulum láta Land-
varnarpeyjana draga belg yfir
höfuð „Þjóðólfsmanninum". Þeir
eru svo hvort sem er liðsmenn
vorir. Þeir eru ungir og sókn-
harðir, og alþýða manna heldur
að þeir skrifi af einskærri föður-
landsást og þjóðrækni.
(ktmandi): Eg hélt þú ætlaðir
að segja af fáfræði og „trölla“ást.
(byrstur): Fussum, svei, Svartur!
„Þetta má hugsa, en ekki segja;“
sktlurðu það?
Það fer ekki lengra, þó eg segi
það við þig 1 spaugi. Eg skal
þegja, steinþegja um hvatir þeirra.
(blíðlegar): Mundu mig um
eitt! Vertu ekki of persónuleg-
ur. ,Som man raaber i Skoven,
faar man Svar'. Það er líka.
hægt að fá höggstað á okkur.
(kesknislega): Þú munt eiga við
kaupfélagið ísfirzka og skipti
sumra við erlenda stórkaupmenn.
(kaldranalega): Friður sé með
framliðnum. En gamla prent-
smiðjan er ekki heldur gleymd,
þó hún sé gleypt.
(fölur): Hættum öllum ertingum,
bróðir sæll! Styddu mig vel, eg
þarf á góðri liðveizlu að halda.
(stendur upp búinn til brottferð-
ar): Eg skal taka undir og syngja
útfararsálm allra okkar fjand-
manna. (Fer).
Kári.
Pingmennsku-horfur
landshöfðingja hjá Rangæingum hafa
vakið allmikla ókyrð í valtýska málgagn-
inu, svo að það hleypur í Þjóðólf og virð-
ist saka hann tim, að hann hafi aflað lands-
höfðingja svo mikils fylgis hjá Rangæing-
um, að hann sé hárviss um kosningu þar
(hann hefur fengið eða mun fá um 250
áskorana-undirskriptir þaðan). Því er nú
svo háttað, eins og mörgum mun kunn-
ugt, að Þjóðólfur hefur þar engan hlut að
átt. Rangæingar hafa algerlega tekið það
upp hjá sjálfum sér, svo að ísafold verð-
ur að beinast að þeim og skamma þá
fyrir tiltækið. Þjóðólfur lætur sig það
mál engu skipta. Og hann tekur það
ekkert til sín, þótt ísafold sé að sletta
halanum til höfundar þess (Snorra), sem
fyrir skömmu hefur ritað tvær greinar hér í
blaðið um árásir séra Sigurðar í Vigur og
Skúla Thoroddsen á landshöfðingja. Sá
höf. er einfær um að hnekkja bulli Isa-
foldar um það efni, ef honum þykir það
þess vert.
Hvað segir hann Skúli minn?
Heyrzt hefur úr ýmsum áttum, að nóg
væri kornið af illindum og ófögrum get-
sökum í íslenzku blöðin, en svo er eigi að
sjá, að þeim muni linna fyrst um sinn.
Sumum óeirðaröndum er svo varið, að
þeir vilja draga áhuga manna frá mál-
efninu sjálfu, fegra sinn málstað, en sverta
hinna, sem á móti eru. Um sannindi og
röksemdir hugsa þeir minna og því er lík-
ast, sem þeir geti varla á sér setið að segja
allt, sem þeim dettur í hug. — Þegar eg
las „Þjóðviljann" seinasta, varð eg öldung-
is forviða, er eg sá Skúla vera að verja
atkvæðafeng sinn við síðustu alþingiskosn-
ingar, og fara staðlausum orðum um suma
þá, er voru eigi af hans sauðahúsi, Þjóðv.
úir og grúir af þessu moði og er það auma
andlega fæðan, er hann hefur lesendum
sínum að bjóða. Mun það nær sanni, að
fá blöð séu þynnri að efni eða ófegurri að
máli. Getur verið, að lesendurnir virði
Skúla þa.ð til vorkunnar, því að sumir —
jafnvel vinir hans — þykjast farnir að sjá,
að blaðið hans sé að veslast upp eða jafn-
vel að sofna með öllu, enda er eigi ólík-
legt, að dagar þess séu bráðum taldir, 1
sumum tölublöðum lítið annað en neðan-
málsgreinar, sendibréf og auglýsingar og
mun það fáum skemintun eða nytsöm
fræði að lesa. Það er Ktið betra en þeg-
ar Þjóðv. var að veiða það feitasta upp
úr Sköfnungi sællar minningar og Isafold
síðan að gæða lesendum sínum á molun-
um !
Því verður eigi á móti borið, að flest-
um hinum beztu mönnum í Aðalvik svíð-
ur það mjög sárt, að Skúli eða smali hans
P(étur) Bjarnason skyldi fá nokkurn þar
til að kjósa þá fóstbræður (Skúla og Vig-
urklerkinn) til þings, en hitt virðum vér
að vettugi, þótt hnútum hendi hann í
bræði sinni að þeim, er eigi vildu af slíku
vita. Dylgjurnar um kosningaróður skóla-
stjórans í Reykjavík eru svo hlægilegar, að
eigi þurfa mótmæli; en illa ferst Skúla að
verja vin sinn Pétur móti Kristjáni bónda
í Neðri-Miðvík. Þeir, sem þekkja það
mál vel og þá menn báða, munu varla
vera Skúla sammála. Getur verið, að all-
erfitt sé að fá sannleikann í ljós, en líklegt
er, að það takist þó, áður en langt um
Kður. Sjálfur segir Skúli þó, að hann
muni aldrei koma upp að eilífu!!. Hvort
Skúli er hróðugur yfir þvf, læt eg ósagt,
en ekki munu þau orð hans rætast. Ef af
Kkum mætti dæma, eru þær víst eins
veigamiklar með Kristjáni. Hann er val-
inkunnur bóndi hér vestur, en um hinn
skal þess að eins getið, að þegar hann
kom til Aðalvíkur í atkvæðasmölun, þótti
sumum sér slfk óvirðing gerr, að þeir
snerust til fulls móti Skúla. Hvernig
Skúli vill skýra, að Kristján bóndi hafi
þurft að óttast lausamennskulögin og af
því kosið mótkyra*) Skúla, skil eg eigi, þar
sem nefndur bóndi heldur engan lausa-
mann, hvorki löglegan né ólöglegan.
Um stjórnmálastefnu Skúla á seinni ár-
um, mætti margt segja, en bezt er að láta
það bíða. Sagan mun dæma þá stefnu á
sínum tíma og þeim „regindómi" verður
hann, sem fleiri, að sæta. Hvernig sem
hann fellur, hyggjum vér, Aðalvíkingarnir,
að Skúli vor sé tnisvitur mjög. Fyrrum
barðist hann með Benedikt Sveinssyni og
lézt vilja fylgja einkunnarorðum Jóns Sig-
urðssonar: „ Aldrei að vikja". Það líkaði
oss vel. Nú upp á sfðkastið hefur hann
barizt með Valtý og ráðið til undanhalds.
*) En ekki orðskrípið „mótkandídat", sem
blöðin hafa flutt lesendum sinum. Orðin
mótkyri og meðkyri eru rétt mynduð (af
kjósa) og þægileg í ræðu og riti. Höf.
Það hefur oss miður fallið, og fáir munu
þeir vfst verða í Aðalvík, er veita honum
fylgi sitt við næstu kosningar.
Aðalvíkingur.
Ófriðar- og illindafáninn
er nú dreginn upp í stangartopp í val-
týska málgagninu Isafold, sem nú er tek-
in að gjamma upp á gamla vísu. Mælt
að »miðstjórn« valtýska flokksins hafi
leyst af henni munnkörfuna um næstl.
helgi, og sent hana norður á Akureyri
með pósti. Þess vegna ver málgagnið nú
7^/3 dálki (!) í sama tölublaði undirgömlu
fúlyrðakássuna og rógburðardelluna gegn
Þjóðólfi. ________________
Lögreglan í höfuðstaðnum,
Eg var á gangi hér um kveldið (laugard.
3. þ. m.) og kom niður að bæjarbryggju.
Mörg botnvörpuskip lágu á höfninni og virt-
ust sum vera að því komin, að létta akkerum.
Fremst á bryggjunni stóðu nokkrir Eng-
lendingar, sem vildu komast „um borð", en
vantaði bát. Ofar á bryggjunni var mikil
þröng af Reykvíkingum, sem jafnan hafa
mesta yndi af, að þyrpast á eptir útlending-
um og horfa á þá. í hópnum var maður
sá, er Þorvaldur heitir, lögregluþjónn; veitti
eg honum einkum athygli, af því að það er
sjaldgæft, að sjá hann úti um þetta leyti
dags (eptir kl. 10 e. m.), þegar útlendingar
eru í landi. Var hann framarlega í hópn-
um og Friðrik vaktari við hlið hans, — og
sýndist mér líklegast, að þeir hefðu rekið
Englendingana fram á bryggjuna, til þess
að þeir færu út I skip. En nú var enginn
báturinn og gekk því skipstjóri, stór maður
og þreklegur og mjög feitur, upp bryggjuoa
þeim megin, sem Þorvaldur stóð, og virtist
ætla upp í bæinn, en Þorv. ræðst þá á móti
og varnar honum uppgöngu og skipar á ís-
lenzku: „Farðu nið’reftir". — Hélt eg þá
fyrst, að maður þessi væri íslenzkur, en varð
forviða, þegar eg heyrði að það var Eng-
lendingur, sem lögregluþjónninn ávarpaði
þannig. Hann svaraði Þorv. á ensku og
segir: „I am not going to wait for that
boat you are going to give me; you sha’nt
think I am a monkey; I will go and fetch
me a boat from mr. Jensen“. („Eg er ekki
að bíða eptir bát frá yður; eg er enginn api;
eg ætla að fara og fá bát hjá mr. Jensen“).
Eina orðið, sem Þorv. henti á lopti var þetta
„monkey", því að einhver þeirra, er við voru
sýndi ensku kunnáttu sína með því að kalla
upp: „Hann segir, að hannséapi". Hratt
hann þá skipstjóra frá sér og ógnaði honum
með stafnum ( hvert sinn, sem hann reyndi
að komast upp bryggjuna. Reikaði skip-
stjóri dálítið til og kom eitthvað við Þor-
vald, enda var farið að síga í hann, en þá
er Þorv. fljótur til að segja, að hann leggi
liendur á sig og skipar mönnum að taka
hann. Þar voru nokkrir menn, sem víst
þykir gaman að sjá, þegar einhver er „sett-
ur inn“ og réðust á manninn, sem átti sér
einskis ills von og drösluðu honum, með
því að hálfdraga hann og hálfbera upp á
götuna. Þá komu fleiri til hjálpar(I) varð
þá talsvert stímabrak og skipstjóra kastað
niður. í þeim svifum braut hann staf Þor-
valds, þegar hann hélt honum niðri með
stafnum. Lá skipstjóri nú þarna í götunni
og eptir langa mæðu og mjög illa meðferð,
tókst að koma honum í járn, en Þorv., sem
þóttist ekki öruggur að hafa hanrt 1 sínum
járnum, lét nokkra hjálpa sér til að setja
hann ( önnur járn, og lágu þeir þar ofan á
honum, þar sem hann lá á grúfu á freðinni
jörðinni; var hann síðan látinn (kastað) upp
í kerru á mjög ruddalegan hátt, og hann
keyrður upp ( tugthús. —
Eins og áður er tekið fram, var maðurinn
mjög feitur og þungur, og getur maður því
ekki hugsað sér harðneskjulegri aðferð en
þá, að kasta honum í kerruna uppi í lopt,
og láta hann þannig Iiggja, með öllum s(n-
um þunga, hossast ofan á sínum tvíjárnuðu
höndum, og þar af leiðandi verða talsvert
marinn undan járnunum, og þrátt fyrir hans
stöðugu beiðni um, að reisa sig upp, sem
hann með öllu móti og öllum talshætti reyndi
til að gera sig skiljanlegan, og þar á meðal
með þeim einfaldasta sem er: „Take me
upright", og sem einhver skildi og þýddi
fyrir Þorvaldi, en Þorv. sinnti því ekkert,
og hélt ferð sinni áfram setn ekkert væri
athugavert. —
Nokkru seinna fékk eg að vita, að þessi
maður hét hr. Forester, og hvað vera mesti
„gentlemaður" ( alla staði, og kvað hann hafa
gefið marga fiskifarma, bæði til eins og ann-
ars hér 1 bæ. En þó hann hefði gefið mik-
ið meira hér í bæinn, þá er ekki þar með
sagt, að það ætti að hlífa honum, ef hann
hefði brotið einhverja siðferðisreglu. Nei,
það er langt frá þvf, en að hann skuli vera
settur inn fyrir það,. að Þorv. skilur ekki
ensku, og egnir því máske og æsir kendan
mann, í stað þess, hefði hann getað talað
við hann (eins og t. d. Sigurður), er enginn
efi á því, að hann hefði getað fengið þá
með góðu til þess, að fara um borð, og þá
hefði ekkert orðið úr neinu. En er það
ekki hörmulegt, að (naðurinn skuli vera sett-
ur inn og sektaður um 18 kr., fyrir það, að
sá lögregluþjónninn er þar viðstaddur, er
ekki skilur ensku og illa dönsku. Nei! slíkt
má ekki eiga sér stað, það er ekkisómifyr-
ir R.vík.bæ, að láta þetta spyrjast til útlanda,
að þeirra aðallögregluþj. sé svona þunnur
í roðinu. Þessvegna vil eg mælast til, að
hin nýja bæjarstjórn vildi taka mál þetta til
fhugunar og annaðhvort launa kennara(IH)
til þess að kenna Þorv. ensku, og jafnvel
að kenna honum að fleyta sér ( dönsku, eða
þá að setja færari mann í stað hans, svo
slíkt hneyksli komi ekki fyrir framar, sem
þetta. —
Að síðustu vil eg víkja orðum mínum til
Þorv. og biðja hann fyrir, að láta mig aldr-
ei sjá né frétta, að hann handleiki meðbræð-
ur sína eins og eg hef séð hann gera, og
bið eg hann að breyta svo við aðra, eins
og hann vill að aðrir breyti við sig. —
Með þeirri ósk og von til guðs, að hann
gefi Þorv. styrk til þess, að batna heldur en
versna með aldrinum, enda eg þessar línur.
Reykjavík í janúar 1903.
Jósep Bl'óndal.
ísafold sleikip út um
báðum megin yfir ósannindum frá Ein-
ari Benediktssyni, sem rekin hafa verið
aptur 1 Þjóðólfi, og E. B. hefur ekki get-
að hnekkt í flogriti sínu. Þar hljóp held-
ur en ekki á snærið fyrir Isu gömlu!
Þetta verður víst ekki í fyrsta skipti, sem
hún vitnar í sannleiksorð »landvarnar-
mannanna* nýju, sem nú eru settir á
tignartrón hjá Isafold. Hún er svo lykt-
næm, að hún hefur fundið, að þar var
ætivon fyrir hana. En það er samt ekk-
ert hætt við, að hún kroppi augun úr
sjálfboðaliði sínu fyrir það fvrsta. Nú
fer það náttúrlega ótæpt að vitna um
sannleiksást(l) og sálargöfgi(l) Isafoldar, og
þá er keðjan komin, hringurinn lokaður
og bandalagið innsiglað með kossi. Skoð-
um til, þar fékk þó Isutetur einu sinni
kærkomna sleikju í farðakirnuna slna.
Próf.
Fj'rri hluta lögfræðisprófs við háskólann
hafa tekið Halldór Júlíusson og
Tómas Skúlason báðir með 1. eink.
Um þjóðernl íslendinga
er Jón Jónsson sagnfræðingur tekinn
að halda alþýðufyrirlestra, samkvæmt
skilyrðum, er þingið 1901 setti fyrir styrk-
veitingu til hans. Fyrirlestrar þesslr munu
eiga að vera 10 alls, og var hinn fyrsti
þeirra haldinn á sunnudaginn var. Þótti
öllum Jóni segjast mjög vel og áheyrilega
og Ktur út fyrir, að fyrirlestrar þessir verði
einkar fræðandi og skemmtilegir fyrir al-
menning og jafnframt þýðingarmiklir í
sögulegu tilliti. Mun höf. ætla sér meðal
annars að sýna fram á, hve mikil áhrif
íslenzkt þjóðerni hafi fengið vestan um
haf, frá Keltum, en því efni hefur hingað
til verið lítill eða enginn gaumur gefinn.
Hér er því um nýja, sjálfstæða sögulega
rannsókn að ræða, er varpa mun nýju
ljósi á ýmislegt fcþjóðerniseinkennum vorum.
Pöstskipið ,Laura‘
kom 26. þ. m. Með henni komu fáir
farþegar: Garðar Gíslason verzlunarum-
boðsmaður frá Leith, frk. María Bachmann,
frk. Anna Ásrnundsdóttir, tvær nunnur til
Landakotsspítalans og danskur mannvirkja-
fræðingur. »Laura« fór snöggvast til
Stykkishólms 27. þ. m.
Skipstrand.
Hinn 21. þ. m. strandaði enskt botn-
vörpuskip við Landeyjasand. Komust 9
skipverjar nauðulega lífs af, en 2 drukkn-
uðu. Skip þetta hafði kveldið áðurlegið
í ofsaroki úti undir Vestmannaeyjum (við
svonefnt »Eiði«) en hefur slitnað upp um
nóttina og rekið á land við Markar-
fljótsósa.
Gufuskipið ,lsafold‘
kom hér inn á höfnina 23. þ. m. mjög
laskað. Var nýlagt af stað héðan frá
Reykjavík, en hreppti voðaveður fyrir
Reykjanesi, svo að allt lauslegt, sem var
á þiljum uppi, sópaðist burtu ásamt stjórn-
pallinum, en annar stýrimaðurinn lærbrotn-
aði. Var þvl enginn annar kostur en að
halda aptur til Reykjavíkur.