Þjóðólfur - 06.02.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.02.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 6. febrúar 1903. MudÁutá JfúiAýaAíiv Árétting um Ieirburð, » . . . á móti ýmsum ókostum, sem eiu í bók hans: þreytandi endurtekningar, sem koma fyrir á einstaka stad í bókinni, hortitt- unt og meinlokum, ekki 8ið~ Ur en í flestum eða öllum ís- lenzkum ljóðabókum. . . . Alit mitt um kvæðabók Guðmuudar (ér) þetta: að bókin sé óvenju- lega frumleg«. Ólafur Davíðsson. Isafold 24. jan. 1903. I. Vér bjuggumst einatt við því, að ein- hver yrði til þess, að áfella ritdóm vorn um rímgerð Guðmundar Friðjónssonar. Það er alkunna, að stnekkvísi sumra manna er svo farið, að þeim þykir mest 1 það varið, sem álappalegast er, og einnig hefur það legið hér í landi, að flestu bulli hefur verið hælt, ef það hafa Ijóðmæli kallast, án þess nokkur rök væru færð fyrir lofgjálfrinu. Vantar þá menn, sem rita slíka »dóma«, sjálfstæði eða kjark til þess, að ftnna einarðlega að stefjahnoði og vitleysum, og bera þvi lof á allt, af lítilmennsku og hræðslu við að kunna að fityggja einhvern. Stundum slá þeir úr og í, svo að ekki verður heil brú í neinu, og er þá eins og höfundarnir hafi ein- ungis einhverja óskiljanlega hvöt, til þess að segja »eitthvað«, þótt þeir sjálfir viti ekki, hvað það á að vera. Þegar svo er, þá geta fæðst aðrir eins vanskapningar, eins og ritsmíð hr. Ólafs Daviðssonar í Isafold 24. og 27. jan. þ. á. Þeim, sem þekkja smekkvísi Ó. D., kemur ekki á óvart, þótt hann hafi mæt- ur á rímgerð Guðmundar Friðjónssonar. Honum þykir jafnan mest koma til þess, sem fáránlegast er og afkáralegast, og frábrugðið því rétta og eðlilega. Skrimsli og kynjaverur eru hans uppáhald; kátleg- ur naglaskapur og fáránleg kringilyrði eru honum httgþekkust í máli og Ijóði. Ekk- ert nafn á fjandanum þykir honum t. d. jafntilkomumikið sem »Réskotinn«! — og önnur smekkvísi er eptir því. Samkvæmt slíkum listasmekk(I) — og þegar á slíka vog er vegið — má fttllyrða, að Ijóð G. F. séu hin fremstu, sem orkt hafa verið á vora tungu. Kolskeggi er ekki ókunnugt um, hverri tegund »skáldskapar« Ólafur hefur verið annast um að safna og hlynna að — og því væri undarlegt, ef hann legði ekki rækt við »Munablóm« Guðm. Til þeirra heyrir þessi vísa, þótt hún sé prentuð aptar í bókinni: „Loksins hjá þér friðland fann, flóttagesti mlnum o. s. frv. Líklegt er, að þessi vísa og fleiri svipað- ar úr »munablómum« komist »á sína hillu« í »safninu góða« hjá hr. ó. D. — Vér sögðum í ritdóminum, að G. F. væri lítið menntaður maður, »eins og menn sjá!g'öggt«'(o: af kvæðum hans). Ó. D. lang- ar til að fetta fingur út I það, en getur engan veginn náð sér niðri, nema með því, að gera oss upp allt aðrar skoðanir, en vér höfum haldið fram. Ó. D. segir: »Hann metur 1 í k 1 e g a (!) menntun manna eptir því, hvort þeir séu latínulærðir eða ekki«, — og fer hann svo að hrekja þá skoðun. — Oss hefir aldrei komið slík fásinna til hugar, enda vitnuðum vér þeg- ar í upphafi til Ijóðmælanna sjálfra, að þau lýstu menntunarleysi. Þetta stendur óhrakið. — En hlægilegast er svo þegar Ólafur sjálfur fer að sanna, að G. F. sé menntaður — af því að hann hafi gengið á Möðruvallaskólann tvö ár. Þarna met- ur hann menntun eftir því, hvort rttað- urinn er skólagenginn. Ó. D. segir með miklum reigingi, »að G. hafi« verið settur til mennta, eða sett sjálfan sig til mennta, þótt ekki hafi verið troðin í hann grlska eða latína«. En sá rembingur! Það vill nú svo vel til, að Kolskeggur þekkir betur menntunina á Möðruvöllum en Ólafur, svo að óþarft er honum að fræða hann um slíkt — nema þann tíma, sem Ó. kenndi þar sjálf- ur, og er honum velkomið að hæla og dást að þeirri menntun, sem hann sjálfur breiddi út meðal pilta. Um hana er oss ókunnugt, nema af afspurn. Vér þurfum reyndar ekki að fraeðast um það af Ólafi, að G. F. væri sskóla- genginn«. — G. ér sjálfur sumstaðar að koma að þessum lærdómum sínum, t. d. þegar hann segir um gamla ekkju, að hún hafi tekið »examen«(!) og hlotið »fyrstu einkunn«. Þettaerekki »íslenzkt«, því síð- ur »norðlenzkt« og sízt »þingeyskt« (sbr. »Norðurland«). Þetta er ávöxtur skóla- lærdómsins! — Einnig talar G. ttm »ex- geisla« og »hjartalokur«, en meðferð hans og framsetning á þessum efnum, sýnir bæði hégómaskap og menntunarleysi. Ólafur vill hnekkja því, sem vér sögð- um, að G. h. hefði til að stæla eptir nokkrttm nafngreindutn skáldum. Vér nefndum jafnframt til kvæði, þar sem mest bæri á þessu, og sönnuðum sumt af þvl með glöggum dæmum. Ó. ætlar að sýna, að svipað eigi sér stað hjá öðr- um skáldum, og prentar svo upp vísur eptir Þ. E. og Mattfas, sem e k k i eru stælingar, til sönnunar slnu máli! Svo þykir Ólafi það mótsögn, þegar Kolskeggur talar um orðskrípi og sérvizku- prjál, það sé þó ekki »stælingar«. Vér höfum aldrei kært oss um að hafa það af G., að hann gæti haft »frttmleg« orð- skrípi og sérvizkuprjál, — en oss sýnist, að hann muni einnig hafa lag á að koma þeim að, þar sem hann stælir annara ljóð. — Loks kannast Ó. ekki við, að margt i kveðskap G. sé »daglegt stefjahnoð«. Vér bentum á sllkt í nokkrum dæmum, með samanburði við vísur eptir fáein önnur leirskáld, og eru víst flestir einhuga um, að fleira sé þar einnig »ósvikinn leir- burður«. En fyrir Ólaf einan getum vér ekki að sinni verið að prenta upp fleira af slfku tagi. Ólafur getur þess, að ólíklegt sé, að þvílíkur leirburður, sem Kolskeggur tínir til eptir leirskáldaf Snæfellsnesi, getiborizt langt út fyrir fæðingarsveit sína. Þetta geta verið fullgóðar líkur fyrir þvl, að G. hafi ekki stælt þessi skáld — og betri en flestar aðrar hjá Ólafi. En þá sann- ast aptur hitt, sem bent var á í ritdómn- um, að þeir séu svona ándlega skyldir, og er hægt að sýna þann andlega skyld- leika enn með mörgum dæmum, þótt að eins sé eins getið nú að sinni: Jón sálugi »kengur« kvað einu sinni við kirkju um annað leirskáld, Bjarna »grautarofboð«, þessa vísu: „Suður og upp af kirkjukór kveða blísturshljómar. A þar greppur magur og mjór munaskjódur tórnar". G. F. kveður: liðnar óg ókomnar aldir í X-geislalitum". Jafnframt þessum X-geislalitum fæst Guðm. »við X-geislanna undralind i útsæ ljósvakans«, og »við X-geislanna undra- straum í ægi ljósvakans«. Ékki vantar Guðmund andrikið, eða Ólaf þekkinguna og skarpleikann. Ólafur ætti að fá að lífa á nokkrar myndir, sem teknar eru með Rontgens-geislum, þá sæi hann sundra- litina, sem þeir framleiða«(!!). Ól. D. segir með venjulegu sjálfstrausti og óskeikulleik. (i.) »Hvar segir G. að nóttin sé græn? (2.) Hvar segir G. að himininn sé allur heilahvitur, í öðru lagi hörkugulur og í þriðja lagi laus við roða«. (3.) Hvar segir hann að sólin fari að leita að gulli í Klondyke« ? Svo heldur »vísindamaðurinn« áfram: »Mér þætti fróðlegt(l), ef Kolskeggur gæti sýnt mér(!) fram á þetta; en það er honum ómögulegtfl'!) þvi að þetta stendur hvergi í bökinni(!!!), ogsvona er um m a r gt!« Þeir, sem lítið þekkja Ó. D. og ókunn- ugir eru bók G. F., geta ætlað að hann fari hér með rétt mál, svo sem hann ber sig borginmannlega, og skulutn vér þvf sýna hversu »samvizkusamur« hann er. (1.) A bls. 104 stendur: „Situr nótt á segulstóli sorgbitin I grcenni skytíu". Ól. þykir það líklega vanta hér á, að G. talar ekki um, hvernig nóttin sé á litinn innan klæða? (2.) Vér sögðum f ritdóminum: »í siðasta kvæðinu, sem heitir »Þorra- þula«, er himninum lýst svo, að hann er í fyrsta lagi »allur heilahvítur«(!!), i öðru lagi: »hörkugulur« og í þriðja lagi: »laus við roða«(ll): (Engan bláma er að skoða yfir sjónum, hvar sem lítur), himininn allur heilahvltur, hörkugulur og laus við roða“. Þessa vísu ætti Ólafur að geta fundið eða látið finna fyrir sig á bls. 255. (3.) Á blaðsiðu 73 í kvæðum er þessi staka: „Heima í minni svölu sveit söngla’ eg bragalestur(J 1) meðan gyðjan gulls i leit gengur að Klondyke vestur“. Af næstu vísu á undan, getur (jafnvel) Ólafttr séð, að þessi »gyðja« er sólin, sem G. segir að sé á leiðinni til Klondyke að leita gulls. Það situr vel á Ólafi, að gera mönn- um getsakir um, að þeir »breyti á móti betri vitund« ! Ólafur sjálfur fer bersýni- lega með ósannindi »móti betri vitund«, því að annaðhvort segir hann það ósatt, að hann hafi lesið bókina yfir, eða hann segir af ásetningi, að það standi ekki i henni, sem hann hefur lesið þar. Kolskeggur. G. F„ * Ógild bæjarstjórnarkosning. < „Gull þitt tók eg fyrst I fang, fyllti munavasa" o. s. frv. Jón »kengurc segir »munask jóður«, — G. F. »munavasar«. ICðlilegra hefði reyndar verið, að G. hefði haft »muna- skjóður«, af því að hann hefur svo viða farið með »skreppu« sína til fanga. — Bersýnilegt ættarmót sést hér, en hvort er nú skáldlegra eða dýpra ? — Annars vonast eg eptir því, að Ól. rannsaki nán- ar satnbandið milli G. og hinna leirskáld- anna, sem hér er getið og í ritdómnum. Það viðfangsefni mun honum hæfilega háfleygt. Ó. D. segir, að munurinn á ástaljóðum Guðmundar og Steingr. Thorsteinssonar sé að eins sá, að Guðmundur lýsi hugs- unum sínum með öðrum orðum, en aðalhugsanir séu hinar sömu. Ómögu- lega getur Ól. skilizt, að orðaval og fram- setning komi hér neitt til greina. Eptir sömu reglu þykir Ólafi þá sjálfsagt kvæði J. H.: »Fýkur yfir hæðir« engu fremra, heldur en »Móðurást« kvæði ttm sama efni, sem áður var prentað í »Sunnanpóstin- um«. Bæði eru kvæðin um sama efni, en þó mun flestum þykja skipta í tvö horn um skáldskapinn. — Þetta sýnir skyn- bragð Ó. D. á Ijóðagerð. Ólafur getur um »öfuga ást«!! Hann er fróður um marga hluti! Þessi »öfug«- leiki minnir á vísu úr »Dánardægrum« G. F. í einu af »snilldarkvæðunum«(?) sem Ól. kallar: „Eg skil það að vísu þó skákaði þér hinn skjótráði dauði áti tafarH pví hamingjan optast á köfuðið fer, og haltrar svo Öfug til grafar"!! »Hamingjan« hjá G. »fer á höfuðið«, og haltrar svo (á höfðinu) öfug til grafar«, ástin er öfug hjá Ó. D. Hins er aptur ógetið, hvort hún stendur lika á höfði, eins og »hamingjan« hjá G.! Ágæt þykir Ólafi lýsing Guðmttndar á hurðarlokunum i hjarta hans. Þar hefir G. stuðst við hina miklu þekkingu sína frá Möðruvöllum. Eftir lýsingunni er »marr og þrotlaus súgur« í hjarta G„ og þar »hriktir i httrðarlokum«, »hjörin« eru »lömuð« og »loktir veikar«. Þar leika »féndur« »lausum hala«, og liggttr við að »hjörin hrökkvi, hurðin klofni, lokan springi«. — Þetta, »dyragallaða« »hreysi andar«, sýnist vera álíka óvistlegt, sem bærinn í Forsæludal, þar sem Glámur gekk um hibýli, og allt ætlaði um koll að keyra. — Hver veit nema Ólafur gæti orðið var við einhvern »reimleika«,(eitthvað óhreint) i »andarhreysi« G„ ef hann rann- sakaði vel, og væri æskilegt, að hann skrifaði fróðlega ritgerð í Tímarit Bók- menntafélagsins, um þær mikilsverðu »kynjaverur« i mannlegu hjarta! Ól. segir: »Kolskeggur hneykslast á á því, að Guðm. skuli tala um undraliti X-geislanna; en þetta er alveg ré11(!!) Guðmundur segir hvergi, að þeir hafi n o k k u r n 1 i t (!) En þeir f r a m 1 e i ð a 1 i t i (!), sem vel má kalla undraliti fyrir margrtt hluta sakir«(!) — Hetur nokk- ur Islendingur sýnt á prenti jafnmikla vís- indalega fáfræði, sameinaða hrokanum, þegar »vísindamaðurinn« segir: »Alveg rétt«. Hann hefur líklega kennt eðlis- fræði á Möðruvöllum ? Sami óskeikul- leikinn kemur fram þegar svlsindamaður- inn« segir, að G. »segi hvergi«, að X-geislarnir hafi nokkurn lit. — Eg sýni hér dæmi: „Sérðu’ ekki ódeilisagnir I ómælis flarska? Löglegri kosning fyrirskipuO. Hinn 31. f. m. úrskurðaði landshötðingi, að kosning sú til bæjarstjórnar, af hinum almenna gjaldendaflokki, er fór fram hér í bænum 5. f. m. skuli ógild vera og að engu hafandi, af 4 ástæðum: 1. að upp lestur kjörskrárinnar hafi faiið óhæfilega fljótt fram. 2. að hálfrar stundar biðin, sem ræðir um í 8. gr. tilsk. 20. aprtl 1872

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.