Þjóðólfur - 06.02.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.02.1903, Blaðsíða 3
-3 ,T rollara‘skipstjörinn lögregluþjónninn. Eg heyrði þær sögur utan að mér um dag- inn, að lögregluþjónninn Þorvaldur Björns- son hefði átt að beita hrottaskap og láta misþyrma, „trollara“skipstjóra I. Forrester, án þess að þekkjanleg ástæða væri til þess. Lengi hélt eg, að sögusögn þessi væri mjög orðum .aukin, og ofmikið skrökvað upp á þjóninn; en þar sem nú frásögn hr. Jóseps Blöndals í Þjóðólfi síðastl. 30. jan., kemur alveg heim við það, sem eg áður hafði heyrt skýrt frá af mörgum öðrum, þá hlýt eg að trúa því, að herra Blöndal einungis hafi sagt hið rétta og sanna í ofannefndri grein sinni, enda hefur henni ekki heldur verið mótmælt síðan. — Mér sárnar þessi ómann- úðlega meðferð á þessúm manni af ýmsum ástæðum — fyrst af því, að þessi maður er mesti „gentlemaður", þó „trollari" sé, og þó Þorvaldur kannskeekki viti, þá er það sarntsvo, að allir „trollarar" eru ekki dónar, frerhur en allir lögregluþjónar Eg hef þekkt Forrester í 6 ár, og átt tal við mýmarga, sem hafa þekkt hann lengur eða skemur, og öllum borið sarnan um, að honum bæri gentlemannsnafnið með réttu, — eghefferðast með honum tvisvar millum Englands og ís- lands, og þannig haft gott næði til að kynna mér „karakter" hans, — eg hef nákvæmlega tek- ið eptir framkomu hans hér á landi, og það get eg fullvissað Þorvald um, að í þessum „trollara" býr miklu meiri nánnúð og dreng- lyndi, en Þ. ef til vill ímyndar sér að sé til í nokkrum manni. Um Forrester lief eg að eins heyrt gott eitt, en miklu fremur hið gagnstæða um Þor- vald, enda bar þess fremur vott í þessari viðureign þeirra; því það er mér næst að halda, að hefði Þorvaldur ekki einmitt í þetta skipti hitt á þetta ljúfmenni, sem hann beitti við slíkri óeðlilegri harðneskju, ókurt- eisi og ónærgætni — þá tel eg óvíst, að hann gengi jafnuppréttur nú. Mér sárnar þessi raun Forresters, ekki sízt af því, að honum gafst ekki tóm til að finna mig, til þess að eg gæti útvegað honum bát um borð, og þannig ef til vill komið í veg fyrir þessar hrakfarir. — Það er óskemmtilegt að vita af því, að þessari illúðlegu meðferð á manninum verði nákvæmlega lýst í ensk- um blöðum, þá hann kemur heim — mér þykir þá ekki ólíklegt, að margir gætu í- myndað sér, að það væru fremur villudýr, sem land þetta byggja, en siðað fólk, þegar lögregluþjónninn óátalað leyfir sér, að láta misþyrma og fieygja f fangelsi saklausum útlending, af þeirri einföldu ástæðu, að hann (þjónninn) skilur ekki hvað hinn seg- ir — þá fer nú mörgum að verða hætta bú- in! Sómasamlegra virðist það hafa verið, hefði þjónninn reynt til að leiðbeina mann- inum, þar sem hann var ókunnugur útlend- ingur! Það er ekki meira, en lögregluþjón- ar í öðrum löndum telja skyldu sína; í það minnsta hef eg opt orðið þess var ( ferða- íögum mínum um Norðurálfu víðsvegar. Mér er næstum því spurn: Er svo fátækt hér af hæfum mönnum í stöðu þessa, að ekki sé hægt að fá heppilegri mann, sem stæði sómasamlega í stöðu sinni sem lög- regluþjónn ? A því sýnist vera íull þörf hér í höfuðstaðnum, að fá menn, sem hefðu vit á, að gera skyldu sína upp á réttan hátt, sem hefðu það til, að sýna kurteisi og nær- gætni þegar með þarf, sem gætu sannað það með framkomu sinni, að „opt má lítið lag- lega fara", og sem gætu skilið, að „gylltu hnapparnir" eru til vegna þjóðarinnar, en ekki öfugt. — Reykiavík 5. febrúar 1903. Thor Jensen. Leiðréttingr við ísafold. Herra ritstjóri Þjóðólfs! Gérið svo vel og Ijáið þessum línum rúm f yðar heiðraða blaði. Af tilviljun barst til mín um jólin rifrildi af 79. tölublaði „ísafoldar" — annars sézt „fsafold", hér ekki mánuðum saman — sá eg þá að blað þetta flutti að eins stuttan útdrátt úr leiðréttingu, sem eg áendi blaðinu, við skýrslu um fráfall Jóns sál. Gunnlaugs- sonar vitavarðar á -'Reykjanesi, sem eg þó ætlaðist til að birtist í heild sinni. Eg hafði þó gert mér far um að hafa leiðréttinguna svo stutta sem unt var, svo hún ekki tæki ofmikið rúm frá öðrum nytsemdarmdlum, sem vanalega birtast ( því málgagni, líka hafði eg í huga að orða hana svo, að hún ekkert kæmi við kaun ísafoldar eða gæð- inga hennar, en svo lítur út, að mér hafi á einhvern hátt misheppnazt það. En hver svo sem orsökin hefur verið, hefur þó rit- stjórinn leyft sér að klóra í kringum aðal- efnið, þó víst ekki af gömlum vana? Leiðréttingin er orðrétt þannig: Herra ritstjóri! í 70. tbl. yðar heiðraða blaðs (1. nóv. þ. á.) hefur einhver „Þ“ látið birtast skýrslu um hið sorglega fráfall Jóns vitavarðar Gunn- laugssonar á Reykjanesi og þvkist „Þ“ þessi hafa tekið hana eptir einum heimamanni Jóns heitins. Af því að skýrsla þessi er langt frá þrí að vera sannleikanum samkvæm, þá leyfi eg mér að treysta því, að þér herra ritstjóri ljáið þessari stuttu leiðrétting rúm í blaði yðar. Sérstaklega ætla eg að leiðrétta það sem beint er að heimili mínu í skýrslu þess- ari. Um það fer „Þ“ eða sögumaður hans svofeldum orðum: ‘ „Hann brá sér þann dag inn að Garðhúsum í Grindavík, stóð þar við fram í myrkur eða kl. langt gengin 8“ o. s. frv. Þessi setning er að öllu leyti ósönn. Jón heitinn kom alls ekki að Garð- húsum þann dag, og átti mér vitanlega — ekkert erindi þangað. Að vísu sá eg hann í svip síðdegis, en ekki á mínu heimili, og töluðum við að eins fá orð saman, enda virtist mér hann þá albúinn til heimferðar, með vissu get eg ekki sagt á hvaða klukku- stund það var, sem við töluðum saman, en fyrir sólsetur var það. Fljótt álitið sýnist þessi rangfærsla þýð- ingarlítil og saklaus, enda mundi eg hafa gengið þegjandi fram hjá henni hefði ekki borizt til eyrna minna, að hún hefði orð- ið inngangur að miður góðgjarni og heiðar- legri umræðu og getsökum um mig í munni ýmsra góðgjarnra náunga, sem ekki þekktu hin réttu atvik, en hvort það hefur verið tilgangur herra „Þ“ eða sögumanns hans læt eg ósagt, en hafi tilgangurinn verið sá, er ekki óhugsandi, að þeir hafi náð honum. Aðrar vitleysur í skýrslu þessari hirði eg ekki að leiðrétta, því þær snerta mig ekki. Garðhúsum í Grindavík, 15. jan. 1903. Eiuar Jóusson. Gufuskipið ,Arno* aukaskipið frá sameinaða gufuskipafé- laginu danska, kom i.þ. m. Hafði hreppt mjög illt veður á leiðinni milli Leith og íslands. Með skipinu kom dr. Valtýr Guðmundsson, og ætlar að dvelja hér 1 bænum til ágústlöka. Frá litlöndum engar verulegár nýungar með þessu skipi, frekar en áður hefur verið getið um. Nýjustu dönsk blöð ná til 20. f. m. — Fregnir frá Marokkó eru mjög óáreiðan- legar, herma sumar, að soldán hafi beðið nýjan ósigur fyrir uppreisnarmönnum, og sé hættulega staddur, en aðrar segja, að honum gangi vel. Sagt er, að hann hafi varpað Múhamed bróður sínum aptur í dýflissu. Samningar hafa komizt á millum Cham- berlains og helztu námaeigenda í Trans- vaal um herkostnáð þann, er Transvaal skal greiða. Er hann ákveðinn 30 inilj. pd. sterl. Auk þess verður tekið jafnmik- ið ríkislán, er verja á landinu til viðreisn- ar. Hinn óþreytandi norðurheimskautsfari Peary, ætlar 1 sumar enn einusinni að leggja upp f nýjan leiðangur til að leita norðurheimskautsins. Borup, einn af 4 borgmeisturum Kaup- mannahafnar, lézt snöggfega 18. f. m. Hann var rammur hægrimaður, en ötull embættismaður og lét allmjög til sín taka. — Við þingmannskosningu í Skjelskör féll Knud Sehested, fyrv. ráðherra, en valinn var maður úr flokki hinna svo- nefndu „frjálslyndu íhaldsmanna", ogtelja vinstrimenn það sigur. Bsejarbruni. Milli jóla og nýárs brann um miðjan dag allur bærinn á Laxárbakka í Mikl- holtshreppi. Hafði kviknað í þekju á bað- stofunni frá pípu á eldavél. Læsti eldur- inn sig svo fljótt út, að engu varð bjarg- að, og brann þar öll búslóð og bjargræði bóndans. Ofsarok var á norðan, svo að við ekkert varð ráðið, enda enginn við nema bóndinn, því að konan hljóp á aðra bæi til að fá hjálp, og var nær orðin úti„ og varð bóndinn að fara frá til að sækja hana. Útihús, erfrálaus voru bæjarhúsum þar á meðal heyhlaða og smiðja brunnu ekki, þvi að vindur stóð ekki á þau. Slysfarir. Hinn 31. f. m. varð úti á Garðaholti á Álptanesi Jón Jónsson bóndi í Lása- kolti þar á nesinu. Var á heimleið úr Hafnarfirði, en hafði villst út af veginum. Hann var um sjötugt. Aðfaranóttina 4. þ. m. varð úti á Álpta- nesi Salgerður Mar'teinsdóttir, vitskert stúlka frá Sviðholti. Hafðihaupið allsnakin upp úr rúminu um nóttina, þá er heimafólk var háttað, og fannst hún örend urn morguninn í mýri þar skammt frá, eptir mikla leit. Embættispróf i guðfrseði við háskólann hefur Gísli Skúlason tek- ið í f. m. rpeð 1. einkunn. Veðuráttufar í Rvík í jan. 1903. Meðalhiti á nóttu . -f- 4-8 C. —„ hádegi . + 1.3 .„ Mestur hiti „ nóttu . + 5 „ (h. 13. 20.). —kuldi „ — . -f- 13 „ (h. 1. 2. 7.). Mestur hiti „ hádegi . + 6 „ (h. 13. 14.). —„— kuldi „ „ . +- 12 „ (7.). Fyrstu dagana logn með miklu frosti til 12., er hann gekk til landsuðurs og hlýn- aði, fór svo ( útsuðrið með éljum, opt blindbyiur, opt* mjög hvass. Loptþyngd- armælir hefur slðari partinn vísað óvenju- lega lágt; komst þannig 23. niður í 706 millim., og er það mjög sjaldan. Hér er nú talsverðnr snjór á jörðu. V2—'03 J. Jónassen. NÝTT ibúðarhús er til sölu í Ól- afsvík, með geymsluhúsi og ágætri lóð af- girtri, er liggur á mjög hentugum stað. Borgunarskilmálar góðir. Nánari upplýsing- ar fást á skrifstofu Þjóðólfs og hjá Bjarna skipasmið Þorkelssyni í Ólafsvík. Frái i. mai eru 2 herbergi til leigu í Ingólfsstræti 16. Hús til sölu. Húsið BRÆÐRABORG á Akranesi er til sölu; húsinu fylgja stórir og góðir matjurtagarðar. Húsið er nýtt og vel vandað ; góðir borgunarskilmálar. Bræðraborg á Akranesi 3 febr. 1903. Vigfús Jóseþsson. Myndir frá Ameríku til Kára Þor- varðarsonar í Reykjavík, hafa verið sendar ritstjóra Þjóðólfs, án þess nokkur frekari vísbending fylgdi. Maður þessi er þvf beð- inn um að vitja myndanna á skrifstofu blaðs- ins. MYNDARAMMAR af öllum stærðum og Cartons utan um myndir af ýmsum tegundum og stærðum, fæst hvergi eins ódýrt og á ljósmynda- verkstofu P. BRYNJÓLFSSONAR, Bankastræti 14. Óskilafó selt (Grindavíkurhreppi haust- ið 1902. 1. Hvítur lambhrútur m.: sneitt fr. biti fr. h., sneiðrifað apt. biti fr. v. 2. Hvítt gimbrarlamb m.: hamarskorið h., stúfrifað v. 3. Morgrátt hrútlamb m.: sýlt standfj. fr. h., lögg apt. v. 4. Hvítur sauður 2—3 v. (rekinn af sjó) m.: sneiðrifað fr. h. sneitt apt,, biti fr. v. Þeir, sem fyrir næstu fardhga sanna eign- arrétt sinn að ofanrituðu fé, fá andvirði þess hjá undirrituðum að frádregnum kostnaði. Húsatóptum 22. jan. 1903. Einar Jónsson. VtT Bréf um bankalán og borg- un skulda til Landsbankans ættu menn að skrifa utan á til Landsbankans, en e k k i til mín. Ef eg er eigi viðstadd- ur, þegar bréfin koma, liggja þau óupp- brotin þar til eg kem heim aptur. Tryggvl Gunnarsson. Ung stúlka til að gæta að börnum eða til snúninga getur fengizt til 14. maí. Ritstj. vísar á. Hagnýtið tímann. Heiðruðu bæjarbúar! Nú tek eg undirritaður að mér að raf- magnsplettera. En eptir einn mánuð flyt eg burt úr bænum með pletteringaverkfærin, nema eg verði mikið aðsóttur. — Sömul. bronza eg ýmsa muni, sem menn óska. Vinnustofa: Kirkjustræti nr. 8. Magnús Þórðarson. ,Leikfélag Reykjavíkur‘ í síðasta sinni á vetrinum verður leikið á sunnudag- inn kemur HNEYKSLIÐ í 4 þáttum eptir Otto Benzon. Leikirnir byrja stundvíslega kl. 8. Með „ARNO" kom mikið ÚRVAL af Reykjarpípum Og Göngustöfum í verzlun Sturlu Jónssonar. GÓÐ U R Harðfiskur fæst í verzlun Sturlu Jónssonar. 1-landsápur ^ ^ af mörgum tegundum fást í verzlun Sturlu Jónssonar. Norska margarínið frá MUSTAD, sem alkunnugt er fyrir gæði, er komið með »Laura« til Jóns Þórðarsonar. ÁÍlaasA kommeð„ARNO“ í verzlun Sturlu Jónssonar. síðustu ferð »Laura« komu nýjar birgðir af hinu alkunna góða Mustads norska margaríni, sem óhætt má mæla með. Sturla Jónsson. Waterproof- Kápur, mjög ódýrar í verzlun Sturlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.