Þjóðólfur - 20.02.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.02.1903, Blaðsíða 3
3i að þá frá blautu barnsbeini þannig, að þeir geta ekki samþýðst eða samlagazt öðru en fólki úr þeirra eigin byggðarlagi, með sama uppeldi og sama hugsunarhætti. Sá sem frá barnæsku hefur vanizt við að horfa yfir víðlend öræfi ög' hrikalegt fjall- lendí, getur aldrei unað æfi sinni innan um hávaða og ys bæjarlífsins í þröngum, óþverralegum götum. Það er sama sem tukthúsvist fyrir hann. Fonnaasfolket. Eptir J a c o b B. B u 11 (17. bindi af „det nordiske Bibliotek"). Höf. er einn meðal hinna nafnkunnustu norsku skáldsagnahöf. Einkum þykir hann lýsa norsku þjóðlífi ágætlega. Hann er fæddur 1853, og er nú ritstjóri „Folke- bladets" í Kristjaníu. Hann er og kunn- ur sem útgefandi hinnar myndum prýddu Noregssögu eptir O. A. Överland (ritverk 1 7 bindum). Það var og hann, sem orti hátíðasönginn á Björnsons afmælinu 8. des. f. á., og þótti hann ágætur. Þessi saga hans, „Fonnaasfolket", hefur fengið mikið hrós í norskum og dönskum blöð- um. Eins og í bók Hallströms, er fyr var getið, standa persónurnar í sögu þessari í nánu sambandi við hina hrikalegu fjall- byggð sína. „Fannásafjallið" gnæfir þar yfir dalnum, það er verndarvættur hans, og lýsing höf. á vorleysingunum 1 fjallmu, er það „grætur af gleði". er ágæt. Sterk- ar, óstýrilátar ástríður í sálu mannsinseru þar sýndar í baráttu við hreinar og háleit- ar tilfinningar, er lúta í lægra haldi, og ógæfa leiðir af því, að fýsnirnar fá í svip yfirhönd, og þá er hamingjan hrunin f grunn niður. Öllu þessu er mjög fallega lýst með djúpri þekkingu á eðli sálarlífs- ins og hinum óleysanlegu, undarlegu mót- sögnum þess og ráðgátum. Sommerglæder. Eptir Herman Bang (ig. bindi í „det nordiske Bibliotek"). Bók þessi lýsir lífinu í veitingahúsi í józkum smábæ í sumarleyfinu. Efu þar ýmiskon- ar persónur leiddar fram á sjónarsviðið, og allar einkenndar með fáeinum dráttum, en þó fær maðu.r mjög glögga hugmynd um þær. En bók þessi mun falla betur í geð dönskum en íslenzkum lesendum. Æventyr. EptirCarl Ewald.g. Sam- ling og „Historier" eptir sama höfund, hvorttveggja góðar bækur mjög smekklega ritaðar. Boernes Kamp med Eilglænderne. 1.—3. hepti. Þessi merkisbók er rituð af Búa- hershöfðingjanum nafnkunna, de Wet, og á að koma út í 15 heptum, á 50 a. hvert. Hún verður prýdd mörgum myndum, og því mjög eigulegt ritverk, sem menn ættu að reyna að eignast. Nafn höfundarins, frægustu hetjunnar í þessum ójafna hildar- leik, veitir tryggingu fyrir því, að bókin verði bæði áreiðanleg, fróðleg ogskemmti- leg. Hún verður gefin út samtímis hjá nálega öllum menntaþjóðum heimsins. Allar þessar bækur frá „det nordiske Forlag", er hér hafa verið nefndar, munu fást hér hjá bóksölunum. lír Rangárþingi er skrifað 28. f. m.: „Veðurátta rosasöm og opt óvenjulega stormasamt, stundum um nætur bjart sem um dag af Ijósagangi, hrævareldur mjög opt. Vígabrand kvað einhver hafa séð. Að öðru leyti kvað haft eptir gömlum mönnum, að þessu líkt hafi verið veturinn 1840. — Fjárhöld góð, bólusetning á fé misheppnaðist alveg, bóluefnið ónýtt. Er samt vonandi, að útvegað verði betra síðar. Það lítur fremur út fyrir, að vér ætlum ekki að verða í vandræðum með þing- mannaefni í vor, 4 eða 5 í boði, eða hver veit, hvað margir verða. „ísafold" frá 17. jan. barst hingað beint með ferðamanni. Þar má sjá, að hún veit af hreyfingu þeirri meðal mjög margra kjósenda að skora á landshöfðingja vorn Magnús Stephensen til þingmennsku fyrir kjördæmið á kom- andi vori. Þótt greinin sé ekki löng um þetta í okkar garð, er þar samt látið í ljósi, að vér munum gera þetta fremur af bón- þægni við Sighvat gamla o. fl., en af eig- in hvötum, og fleira má lesa á milli lína þar, en við kippum okkur ekki upp við, að heyra slíkt um okkur úr þeirri átt. — Nú vill svo vel til, að margir ætla, að vildar- vinur og átrúnaðargoð áðurnefnds blaðs, Einar Arnason í Miðey muni bjóða sig fram í vor, eða svo hefur hann látið í ljósi við sumá, hvort sem það er í alvörú eða að eins fyrir yfirlætissakir. Ætti því’ málgagnið að birgja Einar upp með dálitlu orðasafni prúðmannlega uppdubbuðu, er handhægt væri fyrir hann að grfpa til í vor og vefja því innan í kjörfundarræðu sína. Sú gjöf mundi verða kærkomin við- takanda og verða notuð til hins ítrasta. Bara gerðu þetta nú ritstjóri Björn!“ Einn af vinum Einars. Dalasýslu 2. febr. Héðan er helzt að frétta úrfellasama tíð í tvo mánuði, optast snjókoma, en frost samt eigi hörð nema örsjaldan. Aptur hef- ur opt í vetur verið mjög hvassviðrasamt, bæði af suðri og norðri. Hagar allt til þessa hafa verið nógir, svo að enn þá er lítið farið að kosta upp á hrossin. Hey- birgðir má líta út fyrir, að muni verða nóg- ar, ef eigi koma því meiri vorharðindi, og heyin almennt talin góð, svo sem gefur að skilja eptir slfkt sumar. Heilsufarið í fénaði hefur þennan vetur verið gott, því mjög lítið hefur bráðapestin gert vart við sig, og fjárkláða lítið vart. Héilbrigði manna má einnig heita góð. Skarlatssóttin hefir eigi breiðzt út um hér- aðið, og virðist, því vera útdauð hér núna í bráð, að minnsta kosti. Af merkum mönn- um í þessu héraði er nýdáinn Hallgrímur Jónsson hreppstjóri og dannebrogsmaður á Staðarfelli. Hann var mesti dugnaðar- og heiðursmaðnr, sem margir mega því sakna. Um landsmál er afarlítið rætt nú í þessu héraði, enda mannfundir eigi tíðir um þetta leyti. Mjög lítið er víst enn þá farið að hugsa um næstu kosningar, en efalaust er talið, að bæði séra Jens og Björn sýslu- maður bjóði sig fram enn á ný í vor. Brúin á Laxá komst á stöpla f byrjun desember, og er svo fullgerð, að hún verð- ur farin bæði gangandi og ríðandi. Hún virðist vera mjög sterk í allri gerð, og nú eru stöplarnir svo háir, að ótrúlegt í fyllsta máta er, að jakar geti nokkru sinni náð brúnni. Þessi brú er langnauðsynlegasta vegabót í þessu héraði. Unglingaskólinn fBúðardal stend- ur nú með miklum blóma. Fyrra tfma- bilið, er náði til 31. f. m., voru 12 nem- endur f skólanum, 6 í hvorri deild; en nú síðasta tímabihð verða nemendur víst 24. Próf var haldið í skólanum 29.—31. f. m., og voru þeir séra Jóhannes á Kvennabrekku og Sigurður læknir í Búðardal prófdóm- endur. Bæði prófdómendum og öðrum, er við próf þetta voru staddir, fannst mikið til um hina góðu frammistöðu nemendanna. Menn mátti undra bókstaflega á því, hversu mik- illi og góðri þekkingu í nytsömum fræðum kennurunum á einum þriggja mánaða tíma hefur tekizt að koma inn í nemendurna, og voru þó víst allmargir af þeim eigi vel undirbúnir. Einnig er það víst, að kennar- arnir við skólann hugsa eigi að eins um þekkingargáfu unglinganna eina, heldur á- stunda að styrkja viljaþrekið til góðs, og glæða fegurðarkenndina. Svona skólar eru því afarnauðsynlegir, og ættu að vera sem víðast, en auðvitað er, að ennþá vantar oss alveg undirstöðuna til þess, að þeir geti orðið að almennum notum. Oss vantar nefnilega barnaskólana, þeir þurfa að koæa allstaðar og verða betri en sumir af þeim, sem nú eru. — Sagt er að Guðmundur Jónasson verzl- unarstjóri í Skarðsstöð og Bogi Sigurðsson verzlunarstjóri í Búðardal séu að kaupa af „Islandsk Haldels og fiskerikompagni" verzl- anir þær, er þeir hingað til hafa veitt for- stöðu. Við þetta ætti þá eignin að verða innlendari. Búnaðarskólinn f Ólafsdal erí engu minni veg en áður, og tóvinnuvél- arnar hafa í vetur meira en nóg að starfa. Fáskrúðsflrðl í jan. 1903. Þjóðólfur minn I í öll þau ár, sem eg hefi verið hér, man eg ekki eptir, að hafa séð neina klausu úr Fáskrúðsfirði. Langar mig þvf til, að segjá þér í sem fæstum orð- um, það sém hér hefur borið við síðustu tlma. Hér eru sem stendur töluverð bágindi, bæði vegna afla- og atvinnuleysis, og það sem verst er, er ekkert að flýja. Ekkert lán fæst f búðinni, því þessir 2 verzlunarstjórar sem hér eru, mega ekkert lána, þó þeir fegn- ir vildu, þeim er harðbannað — (líklega viðlagður embættismissir) — að lána, .svo hvað eiga mennirnir að gera annað, en hlýða þvf. Thor E. Tulinius og Örum & Wullf eru harðir í horn að taka. En hinir tveir, sem eiga sjálfir verzlanir sínar, geta ekki lánað svo neinu muni, enda botnlausar skuld- ir hjá flestum. Vöruvetðer hér hátt. Rúgmjöl 21,00, banka- bygg 27,00, baunir 31,00, rísgrjón nr; 1 32,00 og nr. 2 28,00. f haust hafa þeir borgað 5% af allri matvöru, en 10% af allri kram- vöru. Thor E. Tulinius selur nú mjöl fyrir 18,00 mót borgun út í hönd. Líka hefur P. Stangeland selt með miklum afslætti gegn borgun út í hönd, og hefur mörgum orðið það til góðs, en nú ekki, því ekkert er til að kaupa fyrir. Ein vandræðin eru sveitarþyngslin, sem eru fram úr öllu hófi, og er ein orsökin til þeirra, að nokkrum utansveitarmönnum hef- ur verið hjálpað, en ekkert af því fengizt aptur. Engin veikindi hafa gengið hér nýlega, og engir nafnkendir dáið. Mesta gæðatíð til jóla, en þá brá til norðaustan kulda og snjóa, enda hér haglaust sem stendur. Milli jóla og nýárs kom hér voðalegt aust- anveður og urðu hér töluverðar skemdir á útiliúsum. Á Kappeyri fuku 2 fiskihús og hjallur og 2 bátar, annar í spón, hinn nokk- uð brotinn, en húsin öll fóru í mola og tap- aðist mikið úr þeim. í Árnagerði fauk hjall- ur, hlaða og nokkuð af heyi, á Kolfreyju- stað skúr og eitthvað af fé fór í sjóinn, á Höfðahúsum fór eitthvað af fé í fönn, í Vík fauk hlaða og mikið af töðu, um 50—60 hestar, og hjallur og hesthús. Það sem verst var, voru þetta flest bláfátækir menn, sem urðu fyrir þessu. Hér heyrist ekkert nefnd pólitík, en víst er um það, að héðan úr sveit verður enginn kosinn í þingmannssæti, sem nokkurntíma hefur verið valtýskur. Tíminn leyfir ekki meira í þetta sinn, Þjóð- ólfur minn, en meira skaltu fá síðar, ef þú vilt. 13—26—10 Helðurssamsœtl var Kjartani próf. Einarssyni í Holti undir Eyjaflöllum haldið að Yzta-Skála 2. þ. m. á 48. afmælisdegi hans, af sveitungum hans og sóknarbörn- um. Samsætið hófst kl. 6 e. hád. og end- aði þegar vegljóst var morguninn eptir. Aðalræðuna hélt Vigfús hreppstj. Bergsteins- son á Brúnum. Kvæði var heiðursgestin- um flutt undir nafni safnaðarins, sem for- stöðumenn samsætisins höfðu útvegað og þótti það vel viðeigandi, en því miður er ekki hægt að prenta það vegna þess, að höfundurinn, sem ekki lét nafns síns getið, leyfði það ekki. Kvæðið var sungið og spil- að undir á orgel af Jóni Ágúst Kristjánssyni organista og þótti það fara ágætlega. — Mælt var fyrir þessum minnum: heiðurs- gestsins (Jón Á. Kristjánss.), Islands (Jón Sveinbjs.), Rangárvallasýslu (V. Bergsteinss.), Kristjáns konungs IX. (J. Á. Kr.), M. St. landshöfðingja (J. Svb.), séra Eggerts Páls- sonar (J. Á Kr.). Ágrip af fyrirlestri um Eyjafjöllin flutti J. Á Kr., minntist á nátt- úrufegurðina, útsýnið, fólkið og framfarirn- ar og lauk lofsorði á það allt. Auk þess, var skemmt sér með orgelspili, söng og dansi og var nóttin á enda, áður en nokk- urn varði. Fór samsætið vel og siðsamlega fram og náði þeim tilgangi, sem það var stofnað í: að verða heiðursgestinum og vandamönnum hans til ánægju. — Kjartan prófastur flutti hingað vorið 1886, var kos- inn í hreppsnefnd vorið 1887 og jafnan end- urkosinn síðan og öll þau ár verið oddviti. Á síðastl. vori var hann ennfremur kosinn í sýslunefnd og sýnir þetta bezt það traust og þá virðingu, er menn bera til hans, enda er það einróma skoðun Eyfellinga, að trautt finnist áreiðanlegri, vandaðri og betri mað- ur en Kjartan prófastur, og þess væri ósk- andi, að öll sveitafélög á landi voru ættu völ á slíkum mönnum, þá mundi ekki ein- ungis kirkja og kristindómur, heldur einnig stjórn héraðanna yfirleitt ganga betur, en almennt gerist. Eyféllingur. GullbrúOkaup þeirra, fyrrum hreppstjóra Einars Kjart- anssonar og Helgu Hjörleifsdóttur ( Holti undir Eyjafjöllum, foreldra prófasts Kjartans Einarssonar og þeirra barna, var 19. des. 1902 haldið á giptingarstað þeirra Ytri-Skóg- um { Austur-Eyjafjallahreppi. Höfðu helztu hreppsbúar Austur-Eyjafjallahrepps karlar og konur þær, sem þar höfðu uppalizt og búið á blómaárum sínum, boðið þeim þang- að til samsætis þennan dag, ásamt syni þeirra Kjartani prófasti, konu hans og börn- um, og hafði Hjörleifur oddviti Jónsson ( Skarðshlíð gengizt fyrir því ásamt óðals- bónda Þorvaldi Bjarnarsyni á Þorvaldseyri og Gissuri bónda Jónssyni í Drangshlíð. — Lýsti fyrst Hjörleifur Jónsson tilgangi sam- komunnar í snoturri ræðu með mjög yel völdum orðum, og afhenti hann gullbrúð- gumanum silfurbúinn staf mjög vel vandað- an og var á hann grafið: Einar Kjartans- son 1852—1902. Þakkldt minning frá Eyféllingum. Matt. 25. 55.—40. — Því næst afhenti hann gullbrúðinni gullhring, sem þetta var grafið innan í: Helga Hþór- leifsdóttir 1852 1902. Matt. 25. 35.—40. — Fór Hjörleifur fögrum og hjartnæmum orðum um þann tilgang, sem gjafirnar hefðu. Þá var þeim gullbrúðhjónunum flutt 2 kvæði, sem þóttu einkar fögur og sem síðan voru sungin. — Mælt var fyrir þessum minnum: Gullbrúðhjónanna (Þ. B.), íslands (J. Svb.), konungs (K. E.), landshöfðingja (Þ. B.) og Austur-Eyjafjallahrepps (K. E.). Samkvæm- ið byrjaði kl. 2 e. m. og endaði þegar ferða- ljóst var orðið daginn eptir. Höfðu þá allir skemmt sér vel og siðsamlega með ræðu- höldum, söng, hljóðfæraslætti, spilum, tafli o. s. frv., eptir því sem hverjum hagaði, enda hefur öllum viðstöddum borið saman um, að þeir hafi aldrei verið í eins skemmtilegu samkvæmi. Gullbrúðhjónin, sem bæði eru 74 ára, og eru enn þá ern og hress í anda, voru sérlega ánægð, enda var allt gert til þess að gleðja þau, með því, auk annars að vekja endurminningu þeirra um mörg góðverk, er þau höfðu gert, og er það sann- arlega virðingarvert af Austur-Eyféllingum, að hafa stofnað til þessa samkvæmis og haga því eins smekklega og ánægjulega, eins og þeir gerðu. J. Svb. Settur frá embætti. Séra Filippusi Magnússyni á Stað á Reykjanesi hefur verið vikið frá prestskap til fulls, vegna þess, eð hann hefur orðið sannur að legorðssök. Óveitt prestakall: Staður á Reykjanesi. Metinn 1109 kr. 31 eyri, auk 200 kr. árgjalds (með því 1309 kr.). Eng- in eptirlaun hvíla á brauðinu. Umsóknar- frestur til 4. aprfl. Auglýst 16. þ, m. Leiðrétting. Þar eð Þorv. lögregluþj. hefur látið í ljósi við mig, að eg hafi ekki skýrt rétt frá í greín minni í Þjóðólfi 30. f. m., þar sem eg hafi sagt, að mr. Forrester hafi verið sektaður um 18 kr., en sem eigi að vera g kr., en aðrar g kr. hafi hann borg- að fyrir stafinn (Þorv.), þá leyfi eg mér hér með virðingarfyllst, að biðja yður, hr. ritstjóri, að ljá leiðrétting þessari rúm 1 yðar heiðraða blaði, því tilætlun mín með grein minni var, að segja satt og rétt frá öllu, og þakka eg Þorv. fyrir, að hann skyldi sýna mér þá góðvild, að gera mér aðvart með þetta e i n a atriði, er honum fannst þurfa leiðréttingar við. Reykjavík 19. febr. 1903. Jóseþ Blöndal.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.