Þjóðólfur - 20.02.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 20.02.1903, Blaðsíða 4
32 Að hverju starfar ,,Bindindis- félag fslenzkra kvenna?’* Það eru margir, sem spyrja að því, hvað „Bindindisfélag íslenzkra kvenna" eða „Hvíta-bandið", er það stundum er nefnt — starfi að. Vér viljum hérstuttlega skýra frá, hvað Reykjavíkurdeild félagsins hefur unnið síðastliðið ár. Hvíta-bandið hefur haldið fundi í mán- uði hverjum, til að ræða málefni sín og auka samvinnu og áhuga meðal meðlim- anna. Hvíta-bandið hefur látið 69 potta af mjólk að meðaltali um mánuðinn, eða 828 potta yfir árið til fátækra sjúklinga hér í bænum. Hvíta-bandið hefur lánað til fátækra sjúklinga hér 120 lök, sömuleiðis kodda- ver og skyrtur. Þessum fatnaði hefur fé- lagið séð um þvott á. Hvíta-bandið hefur greitt 42 krónur fyr- ir aðhlynningu á fátækum sjúklingum. Hvfta-bandið sendi eina stúlku til „Royal Infirmery" í Edinborg, til að læra þar hjúkrunarfræði og sá henni fyrir nauðsyn- legum farareyri. Hvíta-bandið tók þátt í „Verðinum" síð- astliðinn vetur. Hvíta-bandið stóð fyrir samkomu þeirri, er dr. Clark frá Boston hélt hér í sumar sem leið. Það mætti telja ótalmargt fleira, sem Hvíta-bandið hefur starfað síðan 1895 að það var stofnað hér á landi. Hvíta-bands- deildin á Bíldudal, sem frú Asthildur Thor- steinsson er forseti fyrir, hefur t. d. kom- ið upp styrktarsjóð fyrir ekkjur drukkn- aðra manna þar, o. m. fl. Deildin á Akureyri, sem frú Ragnhildur Jónsdóttir er forseti fyrir, hefur opt geng- izt fyrir að hjálpa þeim, sem bágt hafa átt þar í bænum. Hvernig er skuldbinding Hvíta-bandsins? Að meðlimir njóti einskis áfengis, né heldur veiti það fyrir sjálfa sig. Árstillag 1 Hvíta-bandinu er 50 aurar fyrir kvenn- menn, 1 króna fyrir karlmenn. Hvíta-bandið heldur fUndi fyrsta mánu- dag hvers mánaðar kl. 8 e. h. í „Melsteðs- húsi“. Þeir sem kynnu að vilja gerast meðlimir, eru velkomnir á fundina. Félagsstjórnm. Eptlrmæli. Hinn 19. júlí síðastl., dó á heimili sínu, Tungugröf í Steingrímsfirði, bóndinn Björn Jónsson. Hann var fæddur í Tröllatungu 6. febr. 1831, og var sonur séra Jóns Björns- sonar Hjálmarssonar prests ( Tröllatungu. Björn sál. byrjaði búskap á Gróustöðum í Geiradal og bjó þar í níu ár, og hafði þau árin, eða nokkuð af þeim tíma, sem hann bjó þar, hreppstjórastörfum að gegna, og leysti hann þau af hendi með hinni mestu reglu og sar/ivizkusemi, sem og allt annað, er hann tók að sér að gera um æfina. — Eptir þetta fluttist Björn sál. til Reykja- víkur og var þar 2 ár. Hann undi þar lítt hag sínum, var uppalinn í sveit, og kunni því illa við kaupstaðarlífið, enda mun hon- um hafa brugðizt margt af þeim vonum, er hann gerði sér um veru sína þar, því mik- ið fyrir áeggjan frændfólks konu sinnar flutt- ist hann til Reykjavíkur og tapaði mjög miklu við þann fiutning; Björn_ sál. fluttist eptir þetta aptur til sinna þráðu, kæru átt- haga og var við bú 2 ár á tveimur býlum í Kaldrananeshreppi; eptir það fluttist hann með allt sitt að Tungugröf og var þar í 28 ár, eða til þess, er hann dó; þar undi hann alitaf vel hag sínum og bjó þó á einhverju aumasta kotinu við Steingrímsfjörð; hann bjargaðist alltaf vel fyrir sig, var stakur iðjumaður og reglumaður alla æfi; hann hafði þá föstu reglu, að standa í skilumvið alla, og skulda engum neitt, t. d. vissi hann ætíð upp á hár, hvað úttekt sinni leið hjá kaupmanninum, skrifaði allt hjá sér, öll sín skipti við aðra. — Flestöll árin, er Bjöm sál. var í Tungugröf, gegndi hann meðhjájp- arastörfum við Tröllatungukirkju og munu fá messuföll hafa átt sér stað öll þau ár fyrir vanrækt við þann starfa. Hann hafði mestallar skriptir hreppsins á hendi öll þessi ár, bæði sem til oddvita kom og hreppstjóra, allt var farið með til hans, leitað úrlausnar til hans, með allt, sem ein- hver óvissa var á og hreppnum kom við; hann þreytti sig marga stundina við skript- ir og reikning fyrir aðra fyrir alls engin laun; hann var mörg ár í hreppsnefnd Kirkjubólshrepps. Hann lærði í æsku án tilsagnar, skript og reikning; — hann var hægur og stiltur í lund dagfars- prúður og guðhræddur og ástkær eiginmað- ur og faðir. — Sakna hans því sárt að mak- legleikum vinir og vandalausir. — Eptirlif- andi ekkja hins látna er Sigríður Bjarna- dóttir prests Eggertssonar prests Bjarnason- ar Pálssonar landlæknis ; þau hjón eignuð- ust tvo sonu, Guðbjörn og Jón, er lifa báð- ir og eru hjá móður sinni. (Kinn af vinum hins látna). l»eir sem vilja eignast hús í Rvlk., tali við Guðm. Þórðarson frá Hálsi, áður en þeir festa kaup annarsstaðar. Það mun borga sig. Verzlun Sturlu Jónssonar selug: Trélím 0,48 pd., Panelpappa 2,50 rúllan, Zinkhvítu og Blýhvítu 0,23—o,35pd., Rautt og gult farfadupt 0,12, Allskonar aðrar farfategundir, email- eringar og bronzemjög ódýrt, Kítti 0,08—0,15 pd., P'ernisolíu 0,65 pt., Terpentínu 0,75 —, Saum, mjög ódýran, Rúðugler mjög ódýrt, kemur með næstu póstskípsferð. Reykjarplpur m i k i ð ú r v a 1 í verzlun Sturlu Jónssonar, Vottorð. Eg hef verið mjög magaveikur og hefur þar með fylgt höfuðverkur og annar lasleiki. Með því að brúka Kína- lífs-elixír frá hr. Valdemar Petersen í P'riðrikshöfn er eg aptur kominn til góðrar heilsu, og ræð eg því öllum, er þjást af slíkum sjúkdómi að reyna bitter þennan. Eyrarbakka. Oddur Snorrason. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjáflestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðiðeröldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðoir v.p. að líta vel eptirþví, að -p— standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji meö glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. thcol. Prentsmiðja Þjóðólfs. ÁGÆTT SALTAÐ Kindakjöt (úr Borgarfirði) fæst í verzluninni ,GODTHAAB6 að eins selt í heilum tunuum. Mörg hús til sölu. Undirrritaður málaflutningsmaður hefur Iílörg hus tii sölu, þar á meðal hÚS, sem verziun er í. Reykjavík I3/2—'03. Oddur Gíslason. Sjóvetlingar eru keyptir hæzta verði í verzluninni ,GODTHAAB‘ Með þv( að eg fer erlendis nú með »Laura«, þá læt egalmenning vita, að eg hef beðið söðlasmið Samúel Ólafsson að leigja út hús rnitt við Vitastíg, og sömu- leiðis að veita móttöku leigu fyrir téð hús í fjarveru minni. Bjarni Jónsson. * * * I sambandi við ofanskrifaða auglýsingu leyfi eg mér, að benda á fjöldamörg góð herbergi í hinu nýja húsi við Vitastíg, eign Bjarna trésmiðs Jónssonar. SamúeL Ólafsson Gouda-osturinn frægi er nú aptar kominn til verzlun- arinnar ,,G0ÐTHÁÁB“ og selst með sama lága verði og áður. til að lita með stórskipasegl ftæst með mjög vægu verði í verzl. ,GODTHAAB‘, eir sem þurfa að fá sér í falleg föt, ættu að skoða nýju efnin, sem komin eru í Klæðaverzlunina Bankastræti 12, Fjölbreytt úrval, sem allir dást að; allt til fata fæst þar einxiig. p'libbar — Brjóst — Manchetter og allskonar Slips, hvergi ódýrara eða betra. Reynið hvort ekki er satt. Húsbygginga- g vörur. s, t. d. Veggjapappi, Klæðningspappi, j* Stiftasaumur, Skrúfur, Hurðarskrár, ® Hurðarklínkur, Hurðarhúnar, Hurð- W arhjarir, Gluggahjarir. ® ►j Allskonar málaravorur. g Trélím og ýmislegt annað, sem þarf £2 til húsasmíða, fá menn hvergi hér Oi í bæ betra né ódýrana § en í verzlun *4 B. H. Bjarnaoon. « Öskilakindur seldar í Grafnings- hreppi haustio 1902. 1. Sv. ær 1 v., m.: sneiðr. a., biti fr. h., oddfj. a. v. brm. G. 7.; hornm. tvö stig fr. h. 2. Hv. ær 2 v., m.: blaðst. a. h., stýfður h. a. stfj. fr. v., brm. á h. horni A. E., á v. horni: Árni, hornm. miðhlut bæði. 3. Hv. ær 1 v., m, stýft h. og gagnfj., sneitt a. stfj. fr. v., bornm., sneiðr. fr. h., stfj. apt v. 4. Hv. lhr., m.: sneiðr. fr. h., sneitt fr. gagnb. v. 5. Sv.bt. sauður 1 v., geirst. h. sneitt apt. á hálftaf fr. v. 6. Hv. lhr., m.: stúfr. biti fr. h., sýlt, stfj. fr. v. 7. Reita af 1. v. g. ær, m.: tvtr. í stúf h., sneiðr. a. v., brm.: H. 12. Bíldsfelli 25/i 1903. Jón Sveinbjörnsson. Jörðin Lækjarbofnar í Seltjarn- arnesshreppi innan Gullbringusýslu, verður til kaups og ábúðar frá næstu faraögum. Semja má við mig undirskrifaðan umboðs- mann nefndrar jarðar, eða í fjarveru minni við herra verzlunarmann Gísla Bjömsson í Reykjavlk. Mosfelli 11. febrúar 1903. Gís/i Jónsson, prestur. Smáavipa nýsilfurbúin með 3 hólk- um, varð eptir 1 póstvagninum hjá Hraun- gerði í sumar eða á leiðinni þaðan að Hr.gerði. Beðið að skila henni til Ingil. söðlasmiðs í Rvík, eða að Kiðjabergi gegn þóknun. Sjóstígvél verða seld í sköverzlun L. G. Lúðvígssonar næstu 14 daga fyrir mjög lágt verð. Notið tækifærið meðan gefst. /AD tilkynnlst liér ine<), að Fríkirkj- an verðnr vígð snnnudaginn 22. febr., ogr byrjar vígsluathöfnin kl. II1/* árdegis. Vfgslusöngvar verða til söln í bókaverzl- nn Sigf. Eymundssonar á laugardaginn, og kosta 10 aura. Einnig verða þelr seldir við kirkjnna vígsludaginn. Hagnýtið tímann. Heiðruðu bæjarbúar! Nú tek eg undirritaður að mér að raf- magnsplettera. En eptir einn mánuð flyt eg burt úr bænum með pletteringaverkfærin, nema eg verði mikið aðsóttur. — Sömul. bronza eg ýmsa muni, sem menn óska. Vinnustofa: Kirkjustræti nr. 8. Magnús Þórðarson. G Ó Ð U R Harðfiskur og Saltfiskur fæst í verz’un Sturlu Jónssonar. NÝTT Ibslðarhús er til sölu í Ól- afsvík, með geymsluhúsi og ágætri Ióð af- girtri, er liggur á mjög hentugum stað. Borgunarskilmálar góðir. Nánari upplýsing- ar fást á skrifstofu Þjóðólfs og hjá Bjarna skipasmið Þorkelssyni í Ólafsvík. MF~ Bróf um bankalán og borg- un skulda til Landsbankans ættu menn að skrifa utan á til Landsbankans, en e k k i til mín. Ef eg er eigi viðstadd- ur, þegar bréfin koma, liggja þau óupp- brotin þar til eg kem heim aptur. Tryggvi Gunnarsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.