Þjóðólfur - 20.02.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.02.1903, Blaðsíða 2
máli til stuðnings. En það virðist vera með öllu óþarft, að tefla á tvær hættur með kreolinið, þar sem vér samkvæmt rit- gerð O. Myklestads í Búnaðarritinu höf- um kláðameðal, sem er áreiðanlega hættu- minna og engu dýrara þ. e. tóbaksseyðið. Þá ætla eg að minnast lítilsháttar á lagaheimildina fyrir þessum fjárböðunum hér í Austuramtinu. i. gr. laga nr. 40 frá 8. nóv. 1901 hljóðar þannig: »Amt- manni er heimilt að valdbjóða almenna skoðun og böðun sauðfjár, einangrun fjár og sótthreinsun fjárhúsa í amti sínu, þótt eigi sé fullsannað, að kláða hafi orðið vart þar, sem ráðstöfunin er valdboðin, en hafa verður amtmaður til þess ráð dýralæknis eða annars kláðafróðs manns«. Hvað er nú »kláðafróður maður«, og hverjar kröfur getum vér gert til þess manns, sem svo er nefndur ? Vafalaust hinar sömu og til allra þeirra manna, sem hafðir eru til ráðaneytis fyrir landstjórn og yfirvöld í opinberum málum, annaðhvort að þeir hafi leyst af hendi opinbert próf 1 þeirri grein, er starf þeirra ræðir um, eða að þeir séu viðurkendir og löggiltir til starfsins af landstjórninni. Nú er ekki nema einn maður hér á landi, sem sannað verði, að fullnægi þessum skilyrðum, og það er dýralæknirinn í Reykjavík, en hans ráða hefur ekki verið leitað, áður en ráðstafanir þær, sem hér ræðir um, voru gerðar, heldur segist amt- maður hafa gert þær »í samráði við kláða- fróða menn í amtsráði Austuramtsins og með ráði fleiri kláðafróðra manna«. I amtsráði Austurarntsins sitja nú sem stendur : 1 sýslumaður, 1 læknir, 1 prest- ur og 1 bóndi, attk forseta, oghefureng- inn mér vitanlega heyrt þess getið fyr, að þeir menn væru neitt kláðafróðari en fólk flest, hvað þá að þeir hefðu nokkura laga- kröfu til að bera það nafn, enda ímynda eg mér, að mönnunum sjálfum detti það naumast í hug, að þeir séu nokkurir sér- fræðingar í þessari grein. Hverjir þessir »fleiri« kláðafróðu menn eru, fær maður ekki að vita, en fyrst dýralæknirinn, Magn- ús Einarsson, ekki er einn í þeirra tölu, þá má víst óhætt telja þá jafnfróða amt- ráðsmönnunum í þessari grein. Og þótt hér væri um útlenda dýralækna að ræða, þá hefur landstjórnin ekki gefið neinum útlendingi leyfi til, að »praktisera« sem dýralæknir hér á landi, og hvorki hún né dómstólarnir geta því tekið tillit til ráðlegg- inga slíkra manna frekaren annara, enda eru útlendingar alveg ókunnir hér öllum staðháttum. En hvað sem nú þessu líður, að ráða- nautar amtmannsins séu kláðafróðir menn eða eigi, þá virðist síðasta setning 1. gr. í ofangreindum lögum frá 1901 eindreg- ið benda til þess, að hún sé þar sett til þess, að takmarka vald amtmanns í þessu efni. En hvað verður úrþessari takmörk- un, ef amtmaður kveður sjálfur á um hverjir menn séu kláðafróðir og velur sjálfur sína ráðanauta ? Alls ekkert. Ept- ir því gæti amtmaðurinn í Suður- ogVest- uramtinu gengið fram hjá ráðum dýra- læknisins, ef þau féllu eigi saman við skoðanir og vilja hans sjálfs, og tekið sér til ráðaneytis einhverja aðra, sem hann kallaði kláðafróða menn t. a. m. einhvern amtsráðsmanninn, sem honum væri sam- hentari. Slíkt getur þó að llkindumtæp- lega verið meining laganna. Herra amtmaðurinn hefur haldið því fram í »Austra«, að það hafi verið em- bættisskylda sfn, að fyrirskipa þessar baðanir. Það fæ eg með engu móti séð. Lögin veita honum að eins h e i m i 1 d , en leggja honum enga skyldu á herðar í þessu efni, og þótt amtsráðið kynni að hafa gert einhverja fundarályktun í þessu máli, þá fæ eg ekki séð, að amtmaðurinn hafi verið neitt við hana bundinn, þar eð ráðstafanir til útrýmingar fjárkláða liggja algerlega fyrir utan verksvið amtsráðanna. í allri vorri fjárkláðalöggjöf eru amtsráð- in ekki nefnd á nafn, og þeim ekkert vald gefið til að fjaila um það mál. Það verður því fremur að álltast sem kurteis- isskylda en lagaskylda amtmanna, að bera ráðstafanir sínar gegn útbreiðslu fjárkláða undir atkvæði amtsráðanna, þar eð þær eru amtsráðunum sem slíkum óviðkom- andi. Herra amtmaðurinn hefur því, að mfnum dómi, einn veginn og vandann af þessari fyrirskipun. Loks skal eg geta þess, að þótt eg hafi gerst til þess, að setja mig á móti þess- um fyrirskipunum herra amtmannsins í þetta sinn, af ofangreindum ástæðum, þá ber eg alla virðingu fyrir hinum mikla áhuga hans á, að útrýma kláðanum, sem að lokum hlýtur að leiða til sigurs og snúast honum til heiðurs. En hvað bíð- ur sinnar stundar. Innan skamms eigum vér von á, að fá æfða kláðalækna, sem vit hafa á starfi sínu, og tekst þeim von- andi með viturlegri stjórn, að vinna bug á þessum forna fjanda. Gæti eg nokkuð að því stuðlað, að gera þeim starf þeirra eins létt ogauðið er, þá skal enginn verða fúsari til þess en eg það sem mín aðstoð nær. Sum blöð hafa borið það á borð fyrir lesendur sína, að þetta austfirzka baðana- mál sé »æsingamál«. Að því er eg til þekki, þá eru þetta tilhæfulaus ósannindi, og sé þessum »æsingum« serstaklega beint að mér, af því að eg hef einn orðið til þess, að rita um þetta mál, þá vísa eg þeim getsökum frá mér sem algerðum uppspuna, enda vil eg ekki vinna mér hægara verk en að sanna hið gagnstæða. Búlandsnesi 21. jan. 1903. Ólafnr Thorlacius. íslenzkar sagnir. Um Hjaltastaðafjandann. (Niðurl.). í verkunum framkvæmdí hann þetta eptirfylgjandi.að hann fleygði skarni framan í menn og sagði undir eins við þann sama, sem það á kom: »Þín skál N. N.!« »Gott ár N.N. !« Blessi þig guð N.N.U Hann kastaði og til manna tré og stein- um, en þó það hitti þá ei gjarnan, fyrir utan prestinn séra Grím á hvers hrygg hann fleygði steini, sem að vísu vóg 3 pund, svo honum var lengi dátt eptir f bakinu. Vefjargrjótið flutti hann hingað og þangað um bæinn svo og út í fjós og brunnhús og fleygði því til mannanna, þeg- ar þá minnst varði, en sá kvennmaður, sem þóttist sjá hann, sagði hann hefði ekki reitt til, þegar hann kastaði, heldur varpað fram undan sér. Á sýslumann Wí- um fleygði hann rekkjuvoð úr skálanum, þá hann var staddur í bæjardyrunum þar á móti. I einn karlmann þar á bænum fleygði hann nokkrum sinnum tréspítum, af hverju hann (sérdeilis einu sinni) kenndi mjög til í öxlinni. Til séra Grfms kast- aði hann fram í bæjardyrnar silfurspæni mörkuðum með þessum bókstöfum : E. B. S. og sagði hann skyldi eiga hann, hver spónn átti að vera inni í húsi áðurnefnds Sigurðar smiðs; presturinn spurði hann að, hvort hann ætlaði að gefa sér þenn- an spón, svaraði [hann] »Já« ; framar að- spurður hvers fangamark væri á spænin- um, sagði Einars Bjarnasonar bróður henn- ar Guðrúnar hérna, hvað og satt var, en þar um hafði enginn getið á bænum svo menn vissu. Inn í áðurnefnt hús Sigurð- ar lézt þessi andi lengi fram eptir ekki mega koma vegna eins hlutar, sem þar inni væri, hverju hann vildi þó aldrei nafn- greina, hvar fyrir nokkrir af heimamönn- um Iágu þar á kistum um næturnar, hvað hann lét svo sem sér stórlega mislíkaði. Elztu dóttur prestsins, sem þávarisvetra að aldri, var hann mjög svo fylgjandi, hvar sem hún var stödd, bæði dag og nótt, nema þá hún var í þessu húsi, hvar fyrir sýslumaðurinn Wfum bað að allir menn, sem á staðnum væru, kæmu fram í bæjardyr, hvar, þegar þeim öllum var niðurraðað, lét hann þessa stúlku ganga út og innan hjá mannröðinni, hvað þá hún gerði, spurði hann þennan anda að, hvar hann væri nú, og svaraði hann all- tíð úr því plátzi, sem stúlkan þá stað- næmdist. »Eg er hérna;* þetta var til- reynt í heilar þrjárreisur. Úr stofuglugg- anum þar á staðnum braut hann 3 rúður þann 12. Martii og sá presturinn sjálfúr til, þá kljásteini var kastað í 2 af þeim inn á stofugólfið og var enginn maður úti fyrir nálægur. En þann 17. ejusdem um kveldið, þá sýslumaðuripn og séra Grímur voru nýkomnir, kallaði hann uppi í baðstofugöngunum: »Nú er eg búinn að gera gott að glugganum þínum séra Jón« (svo kallaði hann þann gluggann, sem var á móts við rúmið f stofunni) og var þá búið að brjóta úr honum eina rúðu; það sama hótaði hann að gera við kirkju- gluggann, hvað hann þó aldrei framkvæmdi. Snjókekkjum kastaði hann og á fólk og þá presturinn einu sinni með öðrum manni fór að rannsaka, hvar snjórinn hefði ver- ið upptekinn, sá hann tvö kringlótt för, að hverjum engin spor lágu, viðllka hvort um sig sem eptir hrafnsklær 16 að tölu. Rúmfötin dró hann ei sjaldan ofan af fólki þá það svaf, svo það lá eptir nak- ið; hann gerði og vart við sig tvisvar sinnum inn undir fötunum í rúmunum og var þá að finna eins og loðinn uppblás- inn kálfsbelgur, í hvern þegar slegið var ýlfraði hann og bað að láta sig kyrran og með því honum var ekki gegnt í því, veik hann í burtu. Skæni afgluggum reif hann optlega og einu sinni þá fjalir voru skorðaðar með hamri fyrir innan einn glugga í húsi áðurnefnds Sigurðar um kveldið, tók hann þær í burtu um nótt- ina, svo þeir til heyrðu, sem þar inni voru. Á meðal annars bar það til hans þar- veiutíma, að einn maður Sigurður að nafni var næturgestur á Hjaltastað, og lá á pall- inum í baðstofunni, þá var þessi andi að brígsla honum um eitt ' og annað, sem hann gert hafði, þar til Sigurður tók kopp, sem hland var í, og fleygði úr honum í þá átt, sem hann heyrði raustina; þá heyrð- ust þessi orð: »Það hefði verið sæmilegra Siggi, að eg hefði skolað þér um kollinn, en þú mér«. Engu spillti hann þar af mat né eyddi á nokkurn máta; ekkert mein gerði hann heldur gripunum, nema hann sleit einu sinni upp kú í fjósinu, hver bundin var með kaðalbandi, sem virtist eins og það væri sundur skorið með hnífi, hvað hann sagðist gert hafa með gloppunum (c: höndunum) á sér. Eptir það sýslumaðurinn Wíum og sera Grímur fóru í burtu, var þessi andi miklu espari og grimmari við mennina, því nóttina ept- ir 20. Martii, þá fleygði hann tóbaksjárni í höfuðið á kerlingunni, sem hann iðug- lega kallaði konu sína, svo á henni sá í andlitinu, bæði fyrir ofan og neðan aug- að, og með því að presturinn var ekki óhultur um það, að áður umgetin dóttir hans, hverri hann var jafnan fylgjandi, mundi og einnig fá skaða af honum, þá resolveraði hann að láta hana fara burt af bænum um nokkurn tíma, hvað þegar hann varð var við um morguninn þann 23. ejusdem, sagði hann: »Nú er mér bezt að fara í burt«, og til kerlingarinn- ar sagði hann: »Kona mín, fáðu mér vetlingatetrin mín og skáiri húfuna mfna etc. Eg ætla nú að taka beizlið, tötrið mitt, og sækja hestinn minn« (hvað þó reyndar var ekkert), og eptir það stúlkan var af stað farin þann sama dag, þá varð ekki framar vart við þennan óvin, hvorki nærri henni né á staðnum; hann hét þó sinni apturkomu eptir páskana, hvað þó ekki skeði. * * * Þessi Relation er með eigin hendi séra Jóns Oddssonar, er þá hélt Hjaltastað og af honum svoleiðis samsett. Ketilsstöðum þann 10. jan. 1784. P. Thorsieinsson.1) Skagafirði 27. janúar. Pað sem af er þessum vetri, ér með beztu vetrura, sem rnenn muna, að undanteknu snjókasti, sem gerði fyrri part nóvembers. Allopt frostlaust daga og nætur, og starfað var að túnasléttu fram á jólaföstu, en mjög vindasamt, og orðið vfða nokkrir skaðar af því. Mjög litið var farið að gefa sauð- *) þ. e. Pétur Þorsteinsson sýslumaður í Múlaþingi (f 1795). Séra Jón Oddsson dó 1768. fé á jólum, og hross ganga úti almennt enn. Talsverður áhugi virðist vera vaknaður hjá ýmsum bændum með að bæta jarðir sínar, og sagt hefur verið, að einn bóndi hafi pantað járn til girðinga á næsta vori, sem eigi að ná yfir hálfa mflu danska. Að þessum tíma hetur búskapur í sýsl- unni verið allþolanlegur, þvf sveitin er mjög góð sveit eptir íslenzkum mælikvarða. Það munu vera fullt 20 bændur hér í sýslu, sem eiga eignir á 16 þúsund krónur og þar yfir, en flestir eru það eldri menn. Síðan að skólafýsnin kom hér mest, hefur margt af unga fólkinu úr sveitinni, sem hæfileika hafði, farið á menntastofnanim- ar og svo eitthvað út í heiminn, og við það hefur sveitin tapað bezta fólkinu að líkindum. Haldi nú þessari stefnu áfram til lengdar, þá missir sveitin alla þá krapta, sem að líklegastir eru til framkvæmda, því að þeir, sem að þessurn tíma hafa starf- að að framkvæmdum, eru komnir á efri ár og smáfalla úr sögunni. En yngri kynslóðin, sem nokkur dugur er í, fer af skólunum og eitthvað annað en til átthaga sinna, en enginn innflutningur í sveitina af fólki á sér stað. Og með tímanum get- ur maður ímyndað sér hversu mikillar framkvæmdar má vænta hér í sveit, þegar þeir eru annaðhvort dauðir eða burt flutt- ir, sem að hæfileika höfðu til nokkurra framkvæmda, og eptir er að eins það fólk, sem minnst hefur skilyrðin til þess að sigra í lffsbaráttunni. Nú eru verklegu námsgreinarnar afnumd- ar sem skyldunámsgreinar við Hólaskóla, og af því er sagt, að aðsókn að skólanum muni aukast að mun. Það er víst mein- ingin, að allt verklegt við búnaðinn sé óþarft að læra með höndum, og t. d. að stjórna plóg, og aðrar verklegar fram- farir í búnaði sé nóg að læra á bók, bótt nemandinn hafi aldrei séð þær unnar. Hér er eyfirzka lognið í pólitfk vorri, enginn maður talarum þingmannaefni önn- ur en þá, sem við höfum áður haft og eru þó margir ekki sem ánægðastir með þá. Enginn maður minnist heldur á hvað hin tilvonandi nýja stjórn ætti að taka sér fyr- ir hendur til viðreisnar atvinnuvegunum og mun tvennt olla því, annað það, að við það muni óhreinkast hið pólitíska lopt og íognið minnka og þeir fyrir þá sök kall- aðir „pólitfskir stigamenn"; hin orsökin er að flokkurmanna hér hefur enn þá von, að frumvarpið frá síðasta þingi komist ekki á, sem stjórnarlög, með öðrum orðum verði ekki samþykkt af næsta þingi óbreytt eins og það nú er og stj 'irnin þvf ekki verði innlend. Allt útlit er fyrir, að ekki þurfi margir að mæta úr kjósendaflokknum a kjörfundi þeim, er haldast á fyrir næsta þing, þegar ekki er neina að velja, að eins tveir frambjóðendur og við sjálfsagðir að senda tvo menn á þing, að eins að kjör- stjórnin geri skyldu sína og mæti sjálf og einhverjir af hendi trambjóðenda og þessir menn noti kosningarrétt sinn, þá eru þeir löglega kosnir. Jón Jónsson bóndi fyrrum á Hjalta- stöðum, sem kom frá Anieríku í haust, er seztur hér að á Sauðárkrók. Hann vill ekki kannast við, að hann sé agent, en ferðir hans eru mjög líkar því, aðhannsé stjórnaragent. Hann víst finnur með sjálf- um sér, að ekki væri ósanngjarnt, eða mundi kannske vera, að lagaákvæði væri til um það, ef að búsettir menn hértældu fólk úr landinu til annara ríkja, eins og þeir útveguðu menn héðan f herþjónustu annara ríkja. Allt lofar karlinn þaðan nú. En fáir skynberandi menn trúa orðum hans, þar sem hann ekki getur fært aðrar sann- anir en sínar eigin sagnir. Sem betur fer á ekki Island marga búsetta menn hér, sem vinna það fyrir nokkurra króna hagnað, að lokka menn héðan af landi með röng- um frásögnum þjóðinni f heild sinni til stórtjóns. Leikfélag Reykjavikur. ,8kipið sekkur*, sjónleikur í 4 pdttum eftir ' Indriða Einnrsson, verður leikið annað kveld (laugard. kl. 8) og á sunnudagskveldið. Alþýðufræðsla stúdentafélagsins. Fyrirlestur í Iðnaðarmannahúsinu sunnu- daginn 22. þ. m. kl. 5 e. h. Jón Jónsson íslenzkt þjóðerni IV. Aðgöngumlðar hjá Fischer og B. S. Þórarinssyni. Prentsm. Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.