Þjóðólfur - 13.03.1903, Page 1
ÞJÓÐÓLFÖR.
55. árg.
Reykjavík, föstudaginn 13. marz 19 03.
Jú 11.
jfútáJadi jHíiÁýa/ílrt
Ofna og eldavélar
s e 1 u r
Kristján Þorgrímsson.
,Bagalausa sérkreddan‘I
Isafold í bóndabeygju.
Ótal sinnum hefur aðalmálgagn Val-
týinga hér í bæ, gert flokksmönnum
sínum óþægilega og afaróviturlega
»bjarnargreiða«, ýmist með ótímabærri
framhleypni, ósönnum söguburði eða
kerlingaþvaðri um hitt og þetta, órök-
studdum og heimskulegum hnjóðsyrð-
um og skömmum um mótstöðumenn
sína, eða þá með kjánalegum og van-
hugsuðum tillögum um mál, er verið
hafa mest á dagskrá. Þau eru ekki
fá pólitisku axarsköptin, sem smíðuð
hafa verið í verksmiðju ísafoldar síð-
ustu árin. Jafnvel þótt einskis sé því
örvænt úr þeirri átt, mun þó ýmsum
fylgismönnum blaðsins, hvað þá held-
ur öðrum, bafi brugðið í brún, er þeir
lásu fyrsta »Ieiðarann« á I. og 2. dálki
síðustu ísafoldar 7. þ. m., um »Þing-
mannsefni í Reykjavík«. Þjóðólfur
hafði verið svo ónotalegur daginn áð-
ur, að gera heyrum kunna kosninga-
smalamennsku Valtýirrga fyrir Jón
Jensson, og benda á, að þeir gætu ekki
haft hann fyrir sinn kandídat, ef þeir
vildu ekki verða taldir berir að svik-
ráðum og banaráðum við stjórnarskrár-
frumvarp síðasta þings, með því að
það væri öllum ljóst, að Jón Jensson
væri höfuðburgeis hinna svonefndu
»Landvarnarmanna«, er teldu samþykkt
frumvarpsins með orðunum »f ríkis-
ráðinu«, hvorki meira né minna en
hrein og bein landráð, þjóðfrelsisglöt-
un íslands og þar fram eptir götunum.
En nú komst Isafoldartetur í illan
bobba. Ritstjórinn klóraði sér í höfð-
inu, og varð alveg ráðalaus, hvern-
ig hann ætti að smeygja sér úr
þessari ólukkans klípu, þessari bann-
settu bóndabeygju, er Þjóðólfur hafði
hneppt hann í. Annars vegar voru
ótvíræðar yfirlýsingar, bæði frá sjálf-
um honum og í stefnuskrá flokks hans,
að það kæmi ekki til nokkurra mála,
að hreyfa við nokkru í frumvarpi síð-
asta þings, heldur samþykkja það öld-
ungis óbreytt. Opinberlega var því
ekki svo þægilegt, svona rétt fyrir
kosningarnar, að ganga nú þvert ofan
í þetla, og segja að það hefði verið
fleipur eitt og heimska, mennirnir hafi
aldrei meint neitt með þessu. Svo
mikil hamskipti gátu orðið afarhættuleg
fyrir flokkinn í kosningunum, hreinasti
dauðadómur yfir honum. Þessi vegur
var því ófær. En svo var hins vegar
Jón Jensson, elskulegur, margreyndur
Valtýingur, maður, sem flokksmenn
hans margfr voru búnir að vinna fyr-
ir með undirskriptasmölun í margar
vikur, og slíta mörgum sólum í því
ferðalagi. Það var hart, að gera allt
það erfiði ónýtt, og enginn annar
maður sjáanlegur í öllu liðinu, er að
öllu samtöldu væri jafn hugþekkur
höfðingjunum þar, eða lfklegri til að
fá fleiri atkvæði. En þá var þessi
»sérkredda« hans um ríkisráðið alveg
þvers um í götunni. Hvernig átti rit-
stjóranefnan að leysa þann ólukkans
hnút? Hann vissi að það hjálpaði
ekki, að »flagga;< með yfirlýsingu frá
Jóni um, að hann væri alveg horfinn
frá þessari kreddu, vafasamt, hvort
hann vildi nú þegar gefa yfirlýsingu
þvert ofan í sjálfan sig á hálfs árs
fresti, en hins vegar vafalaust, að al-
menningur mundi ekki trúa henni. Nú
voru góð ráð dýr, því að ekki matti
sleppa Jóni. Ef hann kæmist á þing,
væri ekki örvænt um, að valtýskan
gamla staulaðist á lappirnar aptur. Og
ritstjórinn var farinn að sjá í anda of-
urlitla glætu af henni læðast inn í þing
salinn. Varð hann djarfari við það,
svo að Jón varð fastari í höfði hans
en fyr. Væri ekki reynandi að nota
hina fáliðuðu »Landvarnarmenn« fyrir
skálkaskjól. þeir vildu ólmir Jón Jens-
son, hvort sem væri, en ekki ijiætti
samt rétta þeim opinberlega nema
litla fingurinn, láta eins og ekkert þing-
mannsefni á landinu væri þessari sér-
kreddu fylgjandi, nema Jón Jensson
einn, því að annars væru Valtýingar
orðnir uppvfsir að svikráðum við stjórn-
arbótina, og orðnir hreinir Landvarn-
armenn. Það var þessi ótti við al-
menningsálitið og kosningarnar, sem
var versti þröskuldurinn til að komast
skammlaust yfir, og halda þó Jóni
uppi. En eptir nokkra umhugsun sarg-
aði ritstjórinn hnútinn sundur með
ryðskófu, því að honum var ómögu-
legt að leysa hann, og sagði um leið:
»Skítt með það, eg blessasamt; sett-
ist svo niður og ritaði brennheita með-
mælingargrein með Jóni JenssyniH
Það þarf ekki að ræða margt um
efni þessarar fáránlegu ísafoldargrein-
ar. Hún dæmir sig sjálf; svo fráleit
og afkáraleg er hún að hugsun allri,
að það er ótrúlegt, að nokkur Valtý-
ingur geti verið henni samþykkur, því
auk þess sem greinin er stórt pólitiskt
»gat«, stórt axarskapt frá upphafi til
enda, þá liggur til grundvallar fyrir
henni mjög viðsjárverð tilraun til að
sundra stjórnarbótarmáli voru, eins og
»Héðinn« sýnir fram á í aðsendri grein
annarstaðar hér í blaðinu. Það eru
fremur laglegar röksemdir eða hitt þó
heldur, að nú eigi höfuðstaður lands-
ins að gera það ærustryk, að senda mann
á þing til að vera einan þversum við alla
hina þingmennina, mann, sem einn síns
liðs greiði atkvæði gegn þeirri stjórn-
arbót, sem ráða á til lykta á næsta þingi,
þeirri stjórnarbót, sem á síðasta þingi
hafði í för með sér uppleysing þings-
ins og nýjar kosningar, og er þess
vegna aðalmálið, sem kosningar í
vor eiga að snúast um. En nú á Reykja-
vík að verða hið eina kjördæmi lands-
ins, sem á að drýgja þá pólitisku
fíflsku, að sénda þangað mann til að
drepa stjórnarbótina. Nei, nei, sussu
nei, segir ísafold, það er svo sem ekki
tilgangurinn með þessu vali, langt frá
því, »þessi sérkredda mannsinshlýturáð
verða alveg bagalaus«(!I), afþví að allir
hinirþingmennirnir(H) samþykkja stjórn-
arskrárfrv. síðasta þings óbrej'tt, það
er ekkert vit í öðru, segir blaðið. Það
er enginn maður á bandi þessara fá-
vísu Landvarnarmanna, enginn maður
sem vill líta við heimsku þeirra, nema
kandídatinn okkar, Jón Jenssoni! Er
það ekki ágætt? Hvað sýnist mönn-
um ? Sú rétta ályktun, sem út af þessu
verður dregin, er þessi:
Vér »Framsóknarflokksmenn« hérna í
höfuðstaðnum, ætlum nú að senda á
þing mann með ófétis »sérkreddu«,
sem okkur er meinilla við, og enginn
almennilegur maður vill líta við, þess
vegna verðið þér kjósendur í öllum
öðrum kjördæmum landsins fyrir alla
muni að gæta þess, að kjósa enga
aðra en þá, er kveða vilja niður þenn-
an draug, og þér þurfið því ekki að
hugsa um annað, en að hegða yður
við kosningarnar þveröfugt við það,
sem við höfuðstaðarbúar ætlum að
gera. Vér treystum því, að þér verðið
skynsamir, og bjargið stjórnarbótar-
málinu, þótt við séum flón, og hegð-
um okkur þvert á móti því sem á að
vera, samkvæmt loforðunum í stefnu-
skrá vorri, um eindregið fylgi við frv.
sfðasta þings.
Þetta segir ísafold svo að segja
berum orðum, en sé hún betur krufin
til mergjar, þá má lesa millum línanna
svona lagaða hugsun:
„Með hægð, en þó alvarlega, skuluð
þér flokksmenn vorir vinna að því,
að kosnir verði þeir, sem þér vitið, að
fylgja sömu skoðun og kandídatinn
okkar, Jón Jensson, og ekki vilja sam-
þykkja ráðherrabúsetufrv., heldur ann-
að betra frumvarp. Þér skiljið hvað
átt er við, og skuluð þér nota til stuðn-
ings »Landvarnarmenn«, ef þeir eru
nokkrir til hjá ykkur, og segja þeim, í
laumi samt, að allur flokkur vor sé þeim
samþykkur, og vilji langhelzt, að rík-
isráðsákvæðinu sé sleppt burtu. Þér
munuð skilja, hve mikið vér meinum
með því. En þetta verður að fara
mjög dult, annars getum við gengið
hroðalega í vatnið við kosningarnar,
svo að meiri hluti flokksmanna vorra
falli. Opinberlega megið þér þvf ekki
láta annað uppi, en að sjálfsagt sé að
samþykkja stjórnarskrárfrumv. síðasta
þings, og þér megið, til þess að árétta,
gjarnan skamma okkur hérna f höfuð-
staðnum fyrir asnaskap í því að kjósa
Jón Jensson. Hvernig sem allt velt-
ist, verðum við að koniast í meiri
hluta í þetta sinn. Þá koma dagar
og þá koma ráð.
Þetta er nú eðlilegasta skýringin á
texta ísafoldar 7. þ. m. Hún getur
ekki verið betri, af því að textinn er
svo hræmulegur, svo að ísafold má
sjálfri sér um kenna, ef henni getzt
ekki að þýðingunni.
Heyrzt hefur, að fjöldamargir Val-
týingar hér í bæ hafi orðið svo hissa
á, hvernig ísafoldarritstjóranum tókst
hraparlega að flækja sig inn í mót-
sagnir og vitleýsur með þessari frammi-
stöðu, að þeir segja, að því sé engin
bót mælandi, og að þeim komi ekki
til hugar að kjósa Jón Jensson upp á
svona lagað »prógram«. Og Land-
varnarmennirnir eru líka óánægðir yfir
sparki því, er þeir fá, þar sem sagt er í
blaðinu, að enginn maður með viti
muni verða á bandi Jóns Jenssonar
og Landvarnarmanna á næsta þingi.
Heimastjórnarmenn einir geta verið
ánægðir yfir því, hvernig ísafold-
arm'aðurinn er hnepptur í bónda-
beygju, án þess að geta nokkra björg
sér veitt. Slíkur »pólitíkus« og slíkt
málgagn er nokkurs virði. Fyr má
nú vera eymdarfarangur fyrir skynsama
flokksmenn, að verða að dragnast með
önnur eins ósköp. En það er svo
sem ekki hætt við því, að karl sjái
að sér, því að ekki vantar þráann.
Hann sleppir ekki tökum á Jóni Jens-
syni, þvf að hann hyggur víst í ein-
feldni sinni, að þar sé björgunarhring-
ur valtýskunnar. Og hvað varðar þá
um þessa 19-földu stefnuskrá og þess-
ar margföldu yfirlýsingar um fylgi við
stjórnarbótina ? Ekki mikið.
»Skítt með það, eg blessa samt«.
Um
ríkisráðsákvæðið
hefur Klemens Jónsson sýslumað-
ur ritað langa og allítarlega grein í
„Norðurlandi" og sýnir þar fram á
með rökum, að ákvæði þetta sé fjarri
þvf að vera neitt hættulegt, og að
afstaða hins væntanlega hérlenda ís-
landsráðherra gagnvart ríkisráðinu sé
algerlega ólík afstöðu núverandi ís-
landsráðherra eða Hafnarstjórnarráð-
herrans, samkv. valtýska frv. — Um
sama efni ritar Hannes Hafsíein sýslu-
maður í „Vestra" 21. f. m. og færir þar
góðar ástæður fyrir sínu máli. Og til
þess að sem flestir geti átt kost á, að
kynna sér aðalefni þessarar hógværu og
vel rituðu greinar, birtum vér hér þann
meginhluta hennar, sem um þetta at-
riði ræðir. Höf. kemst þannig að
orði :
„Tilgangur minn með þessum fáu
línum er að eins sá, að lýsa stuttlega
skoðun minni á ríkisráðsákvæðinu, til
þess að reyna að gera rnitt til að koma
f veg fyrir rangan misskilning á því.
Væri sá skilningur, sem blaðið „Land-
vörn“ leggur í ákvæðið, réttur, þá
væri ekki furða, þó því væri andæft
sterklega, og þá gæti það orðið hættu-
legt fyrir farsællegan endi stjórnarbar-
áttunnar, sem flestir nú þrá. En til
allrar hamingju er málið þannig vax-
ið, að það er sannfæring mín, að bæði