Þjóðólfur - 13.03.1903, Qupperneq 2
42
nútíð og framtíð muni líta svo á, að
skilningur sá, sem blaðið heldur fram
sé rangur, og að það væri hið mesta
glappaskot, ef stjórnarbót þeirri, sem
nú er í boði væri hafnað fyrir þetta
ákvæði.
Misskiiningur „Landvarnar"-mann-
anna á ákvæðinu virðist stafa af því,
að þeir eru ekki búnir að núa nægi-
lega stýrurnar ur augunum eptir það
ástand og þær stjórnmálaskoðanir, sem
ríkt hafa til þessa, og glæpast á gömlu
meinlokunni um gildi dönsku grund-
vallarlaganna að því er snertir sérmál
íslands. Af því að dönsku grundvall-
arlögin skipa svo fyrir, að öll lög og
mikilsvarðandi stjórnarathafnir skuli
borin undir ríkisraðid {„forhandles i
Statsraadet"), þá telja þeir sjálfsagt,
að þetta verði einnig látið grípa yfir
sérmál íslands, sem eptir x. grein
stjórnarskrár vorrar lúta undir konung
og alþingi út af fyrir sig. Þeir gæta
þess ekki, að ríkisráðsákvæðið í I. gr.
stjórnarskrárfrumvarpsins nýja er allt
öðruvísi en framangreint ákvæði grund-
vallarlaganna, og að það einmitt, í
fullu samræmi við stjórnarskrá vora,
leggur skýra áherzlu á, að íslandsráð-
gjafinn beri malin upp ýyrir konungi,
o: konungí einum, í stað þess. að
grundvallarlögin skipa, að bera mál
þau, sem pau grípa yfir, undir raðið,
þ. e. ráðgjafana í sameiningu (sbr. 15.
grein grundvallarlaganna). Oll rök-
semdaleiðsla „Landvarnar"-manna og
allar ályktanir þeirra byggjast því á
þeim ranga grundvelli, að það sé eitt
og hið sama, að bera málefni undir
álit og atkvæði fundar eða samkomu,
eins og að bera það upp fyrir einum
rnanni í aheyrn fundar eða samkomu.
En það er sitt hvað, eins og flest-
ir munu sjá.
Hér kemur einmitt fram einn aðal-
munurinn, sem verður á stjórnarfarinu
eptir hinu nýja frumvarpi, og stjórnar-
farinu, eins og það hefur verið til þessa.
Hingað til hefur íslandsráðherrann set-
ið í ríkisráðinu eins og hver annar
danskur ráðgjafi, án þess að verksvið
hans þar væri á neinn hátt takmark-
að. Hann hefur setið þar í krapti
danskra grundvallarlaga, og þar af
leiðandi borið sérmál íslands fram á
ráðgjafastefnum og í ríkisráðinu, und-
ir álit og atkvæði ráðsins, eins og
önnur ríkismál. Þetta hefur íslending-
um að vonum þótt koma í bága við
I. gr. stjórnarskr., og þess vegna hef-
ur verið barizt á móti þannig lagaðri
rfkisraðssetu. Slík ríkisráðsseta hcfði
haldizt óbreytt, þó að meiri hlutafrum-
varpið frá 1901 hefði náð fram að
ganga, og allt fram á síðustu tíma hafa
ýmsir íslenzkir stjórnmálamenn geng-
ið með þá meinloku, að þetta hlyti
jafnan þannig að verða. Ein vinstri-
mannastjórnin tók af skarið, svo að
þessi hégilja fauk út í veður og vind.
Hún hefur slegið því föstu, að ráð-
gjafinn fyrir sérmál íslands hafi alveg
sérstaka stöðu gagnvart hinum ráð-
gjöfunum, að hann sé svo laus við
ríkisráðið, að hann geti haft heimili
sitt og bækistöðu í 300 mílna fjar-
lægð frá samkomustað þess, og að
danskir ráðgjafar geti engin stjórn-
skipuleg skipti haft af sérmálum ís-
lands fremur en Islandsráðherra af mál-
um Dana. í hinu nýja frumvarpi er
það skýrt afmarkað, að hann á ekk-
ert við ríkisráðið saman að sælda ann-
að en það, að hann hittir þar kon-
unginn til þess að bera fram fyrir hann
lög alþingis m. m. En á hinn bóg-
inn er hann skyldur til að bera málin
upp fyrir konunginum einmitt þar^ en
ekki annarstaðar, og þar með er það
útilokað, að íslandsmálum sé nokkurn
tíma til lykta ráðið í ráðgjafasamkundu
(Ministerraad) þar sem afl atkvæða
ræður (sbr. 16. gr. grundvallarlaganna).
Meira að segja — ráðherrann hefur
hér eptir enga heimild né átyllú til
þess að mæta á ráðgjafásamkundum.
Hann á að eins við konunginn í rík-
israðinu.
Þetta ákvæði heggur á þann hnút,
hversu fyrir skyldi koma hinu svo
nefnda „eptirliti" með því að hið sér-
staka löggjafarvald — konungur og al-
þingi — fari ekki út fyrir það verk-
svið, sem því er afmarkað með stjórn-
arskránni. íslendingar hafa viðurkennt,
að það sé ekki nema eðlileg krafa, að
alríkisstjórnin geti að minrtsta1 kosti
vitað hvað fram fer, meðan Danmörk
ein ber alla ábyrgð á framkomu ís-
lands gagnvart öðrum löndum. Ýms-
ar tillögur voru um þetta efni. Sum-
ir vildu, að ráðaneytisforsetinn kynnti
sér málin, áður en íslandsráðgjafinn
bæri þau fram fyrir konung. Sumir
töluðu um sameiginlega nefnd íslend-
inga og Dana, sem ætti að segja til
um það, hvort farið væri út fyrir tak-
mörkin eða ekki o. s. frv. Hvern veg,
sem farið hefði verið, varð aldrei girt
fyrir það, að konungur ráðfærði sig
við aðra ráðgjafa sína, áður en hann
undirskrifaði 'ög íslandsráðgjafans, og
ekki gat það a neinn hátt verið betra,
heppilegra eða mannborlegra fyrir ís-
land, þótt slík fáðaleitan færi frain bak
við íslandsráðgjafann heldur en í við-
urvist hans. Það hefur því af vinstri-
mannastjórninni verið álitið heppilegast,
að þessu atriði væri þannig fyrirkom-
ið, að ráðgjafi íslands beri mál sin
upp fyrir konungi í heyranda hljóði í
ríkisráðinu, þannig, að aðrir ráðgjafar
hans geti heyrt hvað fram færi, og
vakið athygli konungs á því í áheyrn
íslandsráðgjafans, ef þéim þætti hann
fara út fyrir starfsvið sitt, þannig, að
honum gefist þá kostuf á, að standa
fyrir máli sínu. — Það er álit mitt,
að þetta sé aðalástæðan fyrir þvf, að
fruir.varpsgreinin er orðuð, eins og hún
er orðuð, og skilst mér ekki, að þjóð-
in meðþví að samþykkja hana, afsali sér
neinum réttindum, heldur aðeins ráðstafi
fyrirkomulagi eða formi, sem viðkunn-
anlegra er, að íslendingar sjálfir ráði,
heldur en því sé ráðstafað að forn-
spurðu þingi og þjóð. — Þeir menn,
sem geisast hafa móti ákvæði þessu,
geta naumast neitað því, að einhverj-
ar reglur þurfa að vera fyrir því, hvar
og hvernig sú athöfn fer fram, að ráð-
gjafinn beri málin undir konung. En
þeim hefur alveg láðst að segja, hvar
eða hvernig það á að gerast, ef það
er ekki gert í ríkisráðinu á þannhátt,
sem frumvarpsgreinin segir.
Heimastjórnarmenn þurfu vonandi
ekki að taka sér mjög nærri, þótt
kastað sé á þá ábyrgðinni á því, að
þetta ákvæði er komið í lögin. — Ef
það skyldi reynast óhentugt, má breyta
því aptur eins og hverju atriði stjórn-
arskrárinnar, úr því það er komið inn
undir löggjafarvald þingsins.
Eg geng út frá því sem gefnu, að
þingið á komandi sumri taki það skýrt
fram, að það samþykki þetta ákvæði
sem fyrirkomulagsatriði á sambandi
ráðherrans við konung og alríkisstjórn-
ina, og leggi fulla áherzlu á það, að
þar með sé ríkisráðinu ekki veittur
neinn réttur yfir þeim málum, sem ept-
ir stjórnarskra vorri eru sérstakleg mál-
efni íslands, eins og eg einnig vona,
að það verði gert nægilega Ijóst, að
með þessu er lokið öllum afskiptum
ráðherrasamkundunnar af sérmálum ís-
lands".
Pólitisk hrekkvísi.
ísafold hefur nú í síðasta blaði heit-
ið á kjósendur hér í höfuðstaðnum, að
hjálpa sér til að koma Jóni Jenssyni
yfirdómara inn á þing.
Eins og allir vita, er ritstj. Isafold-
ar aðalmaðurinn í stjórn flokks þess,
sem skírir sig Framsóknarflokk.
í hinni alkunnu stefnuskrá flokks
þessa frá 18. ágúst 1902 segir svo:
„enginn mun gerast svo djarfur, að
reyUa að hreyfa við (stjórnarskrárfrum-
varpinu frá 1902) á næsta þingi", og
hver og einn einasti flokksmaður greiddi
frv. þessu atkvæði sitt, við nafnakall
á þinginu.
Allir skyldu því ætla, að allur flokk-
urinn og stjórn hans efndi það svika-
laust, að styðja að því eptir megni,
að frumvarp þetta gæti orðið að lög-
um, og tryggt yrði til fullnustu sjálfs-
forræði vort og þingræði.
En nú kemur það mptsetta upp úr
dúrnum.
Helzta og fyrsta málgagn flokksins,
stjórnað af aðalstjórnanda flokksins,
skorar á kjósendur höfuðstaðarins, að
senda á það alþing, sem á að leggja
smiðshöggið á frumvárp þetta, mann,
sem hefur og heldur fram þeirri „sér-
kreddu", að alþingi eigi að fella, drepa
frumvarpið.
Með öðrum orðum : ísafold og stjórn
flokksins gerist sjálf svo „djörf", að
búa frumvarpinu banaráð, hvetur kjós-
endur til að senda mann á þing, sem
hún viðurkennir sjálf, að hafi það mark-
mið, að „gerast svodjarfur", að drépa
frumvarpið, svipta landið stjórnarbót-
inni.
ísafold hefur líka sjálf fundið, að
þetta er í sannleika „svikráð við stjórn-
arbótina" og „blekking við hugsunar-
litla kjóséndur", en hún fær enga klýju
samt.
Svo reynir blaðið að krafsa yfir
þetta, reynir að telja kjósendum trú
um, að Jón yfirdómari muni verða
aleinn um dráps-„sérkredduna".
Er þá Jón Jensson svo ómerkilegur
maður, svo lítilsvirtur meðal lands-
manna og tilvonandi þingmanna, að
enginn muni fara eptir því. sem hann
segir, enginn virða neins skoðanir hans,
yfirdómarans, á stjórnmáli voru, og
hann muni því standa einn á móti33?
Það væri hálf leiðinlegt, að þurfa
að líta á sjálfan yfirdómarann með
slíkum augum, ekki sízt fyrir ísafold,
sem er að slá honum gullhamra fyrir
vitsmunasakir annað veifið.
Ef hér ætti hlut að máli einhver
pólitiskur vindhani eða lausagopi, —
það væri sök sér. F.n hér er einmitt
að ræðu um „stefnufastan", „sjáifstæð-
an“ vitsmunamann(i) að ísafoldar eigin
dómi.
Það er því fremur heimskukennt, að
ráða kjósendum til að senda hann á þing
„í því trausti", að enginn taki mark
á orðum hans og skoðunum í stærsta
velferðarmáli þjóðarinnar.
En kjósendurnir út um landið, hvern-
ig eiga þeir að haga sér? Eiga þeir
ekki einnig að hugsa eins og ísafold?
Eiga þeir ekki líka að senda menn á
þing, sem hafii „sérkreddu" JónsJens-
sonar? A að gilda annað hugsana-
lögmál fyrir þá, en fyrir stjórn flokks-
ins og ísafold ?
„Hvað höfðingjarnir hafast að, hin-
ir ætla sér leyfist það" að sjálfsögðu.
Hafa kjósendur úti um landið ekki
sama leyfi sem kjósendur í Reykjavík
til að hugsa sem svo: „Það gerir
ekkert til, þótt eg kjósi „sérkreddu"-
mann, hann verður einn á móti 33“.
Eða eiga kjósendur í Reykjavík að
fylgja ísafold í því, að fremja þennan
pólitiska hrekk „í því trausti", að
engir aðrir kjósendur á landinu verði
svo vitlausir, að gera það líka?
Eða er þá ísafold orðin svo fyrir-
litin meðal kjósenda út um allt land,
að engin hætta sé á því, að nokkur
muni taka sér „þankagang" hennar til
fyrirmyndar? Útlit er fyrir, að hún
sjálf hafi þá trú — loksins. Því að
enn er þó ekki full ástæða til að síá
því föstu, að þessi „sérkredda", þetta
„marghrakta og sundurtætta dót“, sem
hún kallaði 8. nóvember síðastliðinn,
sé orðið nú hennar pólitiska trúar-
játning, þótt elcki sé gott að vita, því
að „margt er skrítið í Harmóníu".
Héðinn.
ísafold skeelir.
Enn þá standa stjórnvaldaauglýsingarnar
eins og kökkur fyrir brjóstinu á ísafoldar-
ritstjóranum. Hann má ekki óskælandi
hugsa til þess, að missa nú um næstu mán-
aðarmót 16 ára stjórnarölmusu, sem blaði
hans hefur verið veitt þennan tíma og nema
mun að minnsta kosti 20—25,000 kr. Það
er því engin furða, þótt maðurinn sé stúrinn
og úrillur. En hann ætti þó að bera sig
dálítið karlmannlega gagnvart almenningi.
Það er furðu lítil svölun í, þótt hann fari
að reikna út, hvað landsjóður eigi n ú að
fá fyrir þessar auglýsingar, því að þá verð-
ur farið að reikna út, hversu rnikið fé hann
hefur haft af landsjóði öll þessi ár, og sá
reikningur verður honum ékki til huggunar.
Hann má þakka hamingjunni fyrir, að þessi
ölmusa var ekki fyrir löngu tekin af honum,
og landsjóður látin njóta hennar, eins og
eptirleiðis á að verða. En að því er snert-
ir bréf til ráðherrans(ll) áhrærandi þessar
auglýsingar, sem hann er að þvæla um, þá
veður hann þar tóman reyk, og veit ekkert
upp né niður um slíkt, sem ekki er von,
því að vérvitumekki til, að hann hafi neinn
sendisvein á landshöfðingjaskrifstofunni, er
beri honum fréttir þaðan. En hann má
skæla (sig) svo lengi, sem hann vill yfirþess-
um missi, því að auglýsingar þessar fær
hann aldrei framar ókeypis.
Klæðaverksmiðju
er í ráði að stofnsetja hér í bænum, svo
fljótt sem unnt er. Hafa helzt gengizt fyr-
ir því Erlendur Zakaríasson vegfræðingur
og Knud Zimsen mannvirkjafræðingur.
Áætlað er, að 6o,oöo kr. þurfi ti) að komá
fullkominni klæðaverksmiðju á (ót hér, sem
verður nokknt dýrari sakir þess, að vatns-
afl verður ekki notað til að knýja vélarn-
ar, heldur gufuafl (kol). Að vísu mundi
nægilegt vatnsafl í Elliðaánitm til að reka
þessa verksmiðju, en bæði eru árnar illa
fallnar til þess (leggja á vetrum) og svo
eru fossar þeir í ánum, sem notaðir yrðtt
eign útlendinga. Hér er þv( ekki um
annað að gera, en nota gufuafl í stað
vatnsafls, en samt sem áður má óhætt full-
yrða, að fyrirtæki þetta muni borga sig
vel, enda hafa undirtektirnar undir hluta-
bréfateikningu í félagi þessu verið allgóð-
ar hér í bænum, þá er þess er gætt, að
hver hlutur er 500 kr., og því ekki gerandi
ráð fyrir, að aðrir en efnamenn ieggi 1
það. Mun nú þegar safnað um 25,000 kr.
í hlutabréfum og er það nægilegt til að
byrja á undirbúningnum, en svo er gert
ráð fyrir, að fyrirtæki þetta verði aðnjót-
andi styrks úr landsjóði. Er nú ákveðið, að
reisa verksmiðjuhúsin inn við Rauðarár-
læk niður undir sjónum, upp af Rauðarár-
vör, en þar er lending góð. Það má naum-
ast seinna vera, að höfuðstaður landsins
hefjist handa í því, að koma slíkri verk-
smiðju hér á fót, er hefði átt að vera