Þjóðólfur - 13.03.1903, Síða 3

Þjóðólfur - 13.03.1903, Síða 3
43 stofnsett fyrir mörgum árum. Þá hefðu ekki farið jafnmargar þúsundir króna út úr landinu, eins og farið hafa stðustu ár- in til útlendra klæðaverksmiðja. Tóvinnu- vélar þær, er stofnaðar hafa verið á síð- ustu árum hafa að vísu verið betri en ekki, en að þeim geta þó ekki orðið hálf not í samanburði við fullkomna klæða- verksmiðju, sem enn er engin hérálandi, því að vísir sá sem er á .ílafossi er of ófullkominn til þess, að veita þessari iðn- aðargrein nokkurn viðgang. Eins og áður hefur verið skýrt frá í Þjóðólfi eru nú settar á stofn vandaðar tóvinnuvélar við Reykjafoss í Ölfusi, mest fyrir dugnað og framtakssemi 3 efnalítilla manna. Mörgum mundi þykja leitt, ef það fyrirtæki liði nokkurn hnekki við stofnun þessarar klæðaverksmiðju hér í bænum, eða ef þessar stofnanir spilltu hvor fyn'r annari með óeðlilegri samkeppni, sem óumflýjanlegt mundi, ef ekkert sam- band yrði á milli þeirra. En slík sam- keppni mundi hafa illar afleiðingar í för með sér, því að þá færu menn að skiptast í flokka, þar sem hvor um sig drægi taum annararstofnunarinnar, en spillti fyrirhinni, og ( iðnaðarmálum ekki síður en annar- staðar gæti sllk tvídrægni orðið óheilla- rík fyrir þrif og þroska þessara stofnana. Til þess að koma í veg fyrir þessa sundr- ungu og til þess að gera allt fyrirtækið sem öflugast og kraptmest, væri mjög æskilegt og endabráðnauðsynlegt, að sam- bandssamningar kæmust á millum þessara stofnana, þannig að öll yfirstjórn þeirra beggja væri í höndum sömu manna, og að þær hjálpuðu hvor annari til að gera iðnað þennan sem ábatasamastan, hvort sem þær rynnu algerlega saman, yrðu full- komin sameign eða ekki. Tóvinnuvélarn- ar við Reykjafoss gætu t. d. rnikið hjálpað klæðaverksmiðjunni hér, með því að und- irbúa til klæðagerðar ullina úr sveitum austanfjalis, svo að menn þyrftu ekki að flytja hana alla leið suður o. s. frv. Það mun einmitt þegar hafa komið til tals, að samband yrði millum þessara stofnana, og munu bseði forgöngumenn fyrirtækisins hér og eigendur tóvinnuvélanna við Reykja- foss gjaman óska, að það gæti orðið, enda ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu, ef liðlega er að farið á báðar hliðar. Mun það og sannast, að það verður affarasæl- ast 'fyrir þrif beggja þessara stofnana, og því mjög æskilegt, að slíkt samband gæti komizt á, því að sameining styrkir, en sundrung veikir, í hverju sem er. Og vér íslendingar þolum ekki dreifingu krapta ' vorra, þeir eru ekki ofstyrkir samt. Einkennileg samvizkusemi. í síðustu ísafold veltir ritstjórinn sér með fúkyrðum miklum yfir höfund ritgerðarinn- ar „Ríkisráðssetan", er prentuð var í prent- smiðju Þjóðólfs, ritgerð sem vér höfum áð- ur gert athugasemdir við f blaðinu 27. f. m. En fram hjá því gengur hinn sannleikselsk- andi Isafoldarstjóri alveg, því að svo stóð á, að vinur hans ritstjóri Þjóðólfs hafði sett hann í óþægilega bóndabeygju 6. þ. m., sem hann gat ekki losazt úr og í vanmætti sín- um finnur pilturinn engin önnur ráð, en að eigna vini sínum ummæli um Jón Sigurðs- son og Benedikt Sveinsson, eptir annan mann(!l) nfl. höf. ríkisráðssetunnar og Þjóð- ólfi að öllu leyti óviðkomandi. En þar ferst honum ekki hönduglegar en svo, að hann segir að það sé útlátalaust(.H) að láta Bene- dikt Sveinsson njóta sannmælis úr því að hann sé dauður(H). Er það ekki einkenni- lega ísafoldarlegt áð tarna? Að láta B. Sv. njóta sannmælis ( lifanda lífi, það var nokkuð, sem þessu ísafoldargöfugmenni kom aldrei til hugar. Nei, síður en svo. Hann játar það beinlínis sjálfur manntetrið auð- vitað í ógáti af venjulegri hugsanaskerpu(H) og snilld(H) í orðfæri. Að öðru leyti mun höf. „Ríkisráðssetunnar" naumast geta leitt hjá sér að svara öfugmælum og fjarstæðum ritstjórans í bóndabeygjunni. OfviOri mikið var hér dagana 8. og 9. þ. m., fyrri daginn af landsuðri, en gekk svo skyndilega til norðurs með allmiklu frosti. Manntjón á þilskipum hefur því miður orðið í ofviðri þessu, og eru þó ekki enn hafðar fregnir af nema fáum skipum. A snnnudaginn 8. þ. m. var þilskipið »Valdimar« (skipstj. Magnús Brynjólfsson úr Engey) í Eyrarbakkaflóan- um, og fékk þá tvo stórsjói, svo að skip- ið lagðist á hliðina, lá á seglunum, og hefði alveg hvolft, ef það hefði ekki vilj- að til allrar hamingju, að stórseglið rifn- aði, svo að skipið réttist við aptur. En í þeim svifum tók út 2 menn, en hinn 3. meiddist svo á þilfarinu, er sjórinn skall yfir skipið, að hann andaðist á þriðjudags- kveldið. Hann hét Halldór Helga- son vinnumaður úr Engey. En hinir 2, er drukknuðu voru: Stefán Runólfs- son til heimilis hér í bænum og Ingi- mundur nokkur, vinnumaður frá Auðn- um á Vatnsleysuströnd. Kom »Valdi- mar« hingað inn í gærkveldi með þessar sorgarfregnir. — I gær kom einnig í Hafn- arfjörð eitt af fiskiskipum Sveins Sigfús- sonar, »Sigr(ður«, oghafði húnmisst stýri- m a n n i n n útbyrðis í veðrinu, og af skip- inu »Sigríði« héðan úr bænum (Th. Thor- steinson) er kom inn í nótt, fórst einn maður, Guðmundur Guðmundsson af stýrimannaskólanum, systurson séra Magnúsar á Gilsbakka, efnismaður. Skip þetta var mjög hætt komið alveg á sama hátt og »Valdimar«. Aeinu fiskiskipi »Guð- rúnu Sofffu« handleggsbrotnaðieinnmaður. —Eru mjög fá skip enn komin, svo að enn er ekki séð fyrir endann á skemmdum þeim eða manntjóni, er þetta ofsaveður kann að hafa valdið. Vonandi samt, að öll skipin komi fram. Skipströnd og tjón. Snemma morguns 9. þ. m. rak á land hér við »batteríið« austfirzka fiskiskútu, »Loch Fyne«, eign Stefáns Th.Jónssonar kaupmanns á Seyðisfirði. Skipshöfninni varð bjargað á báti. Hafði skipið brugðið sér snöggvast hingað einhverra nauðsynja vegna, og hitti þá svona vel á. Er það mjög brotið, því að það lenti á stórgrýti. Það kvað hafa verið vátryggt í Noregi. í þessu sama veðri sleit upp siglulausan skipskrokk »Randers« eign Geirs Zoéga kaupmánns, er hafður var til að geyma salt í. — Frakknesk fiskiskúta slitnaði einnig upp, og rak hana upp í sandinn við Fischersbryggjuna, en skemmdist lítið, og var dregin aptur á flot af »trollara« eptir veðrið. Fyrir miklum skaða varð Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri (í Bakka- búð) er missti nýjan bát, með steinolíu- hreyfivél. Hann sökk á höfninni, en hafði áður slitnað frá akkerinu, er hefur náðst, en báturinn ekki. . Inn á Eiðisvík sökk fiskiskútan »Sturla«, eign Sturlu kaupm. Jónssonar og hafði annað skip (»Stóri-Geir«) lamist við hana, sett gat á hana, og sjálft brotnað að mun. — Frétzt hefur, að fiski- skútan »Litla Rósa« úr Hafnarfirði hafi strandað í Herdísarvlk eða þar nálægt. Mannalát. Hinn 5. jan. slðastl. andaðist Sigurð- ur Guðmundsson bóndi á Svelgsá 1 Helgafellssveit, 67 ára gamall, »sæmdar- maður í hvlvetna, greindur vel og sæmi- lega efnaður, lætur eptir sig ekkju og 9 börn, öll uppkomin og mannvænleg*. Hér f bænum andaðist 3. þ. m. frú Jóhanna Friðriksdóttir, kona Gunn- ars Einarssonar kaupmanns. I fyrri nótt varð bráðkvaddur (úr hjarta- slagi) Hinrik Jónsson verzlunarmað- ur, nær hálfþrítugur að aldri, son Jóns A. Thorsteinsson bókbindara á Gríms- stöðum og bróðir séra Páls Hjaltalíns á Svalbarði. Var kvæntur Guðrúnu dóttur Daníels Thorlacíusar í Stykkishólmi og Guðrúnar Jósepsdóttur læknis Skaptasonar. Gallagripur hefur ísafold lengi verið, mannýgð alla tíð fyrir stráklega meðferð á „kálfsárunum", og farið svo með „nytina sína", að hún hef- ur sjaldnast verið til annars hæf, en að drýgja með henni áburðinn. Nú er það einnig komið í ljós, að hún muni vera „kálf- laus", og engar líkur til, að það geti lagazt. Eins og kunnugt er, er enginn hlutur óhult- ur fyrir æði slfkra óeðlis-skepna; þær klyfa á hverju sem fyrir verður, milligerðum, hest- um, mönnum o. s. frv. og ímynda sér, að hvað sem er, sé „stór boli". Nýlega hefur „sú kálflausa" rekið sigá „Þjóðólf".— Æð- inu þarf ekki að lýsa. B. B. Til ábúðar Þrjár hjáleigur Hraungerðispresta- kalls : Langstaðir, Heimaland og Stark- arhús fást til ábúðar í næstu fardög- úni. Hrg. 1. marz 1903. ÓI. Sæmundsson. 84 „Eg ætla að fara með yður heim til mín", sagði hún blátt áfram. Ungi maðurinn ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum. „Heim með yður! En hvers vegna? Þér vitið ekki hvað þér ger- ið. Það getur kostað yður — — — —" „Eg meir en veit það". Hún leit augunum niður eins og utan við sig, eins og hún reyndi til að forðast eitthvað, en þau voru svo björt og fögur, þá er hún reyndi að dylja þau. Andardrátturinn varð fljótari og litarhátturinn fegri. Hún var satt að segja yndisleg að líta þessa stund. „Þér fyllið eflaust flokk vorn", sagði hann í hálfum hljóðum og með aðdáun, um leið og hann leit til hennar. Augnaráð hennar lýsti trúnaðartrausti, er hún leit á hann og mælti: „Nei. — Haldið þér ekki, að eg geti hjálpað yður, þótt eg sé ekki flokksmaður yðar. Eg — eg geri það vegna Vania. Hann er ef til vill í sömu hættu staddur og þér, og guð er vís til, að verða honum náðugur og senda honum líka hjálp". „Þetta er góð og einföld stúlka", hugsaði hinn ungi maður. Hann langaði til að þiggja vernd hennar, en átti þó bágt með að fá sig til þess. „Bíðið", sagði hann, um leið og hann hallaði sér fram og tók ár hennar sér í hönd. „Þér búið að líkindum ekki ein. Vitið þér í hvaða vandræði þér getið komið ættfólki yðar með því að hýsa mig?" Það kom snöggvast hik á ungu stúlkuna, eins og hún væri að hugsa sig um. Loksins sagði hún: „Það gildir einu. Eg skal ábyrgjast allt. Aðrir skulu ekkert um það vita. Hvað á eg að kalla yður ?" Ungi maðurinn svaraði eptir nokkra umhugsun : „Hví viljið þér vita heiti mitt? Þér verðið talin tíu sinnum sekari, ef þér vitið hver eg er". „Fyrirgefið, en þér hafið ekki skilið mig. Vania hefur sagt mér, að þið leynduð heiti ykkar. Eg kæri mig eklcert um að vita nafn yð- ar, en segið mér, hvað eg á að kalla yður. Þér getið þó víst ekki ver- ið nafnlaus. Er ekki svo ?" 81 „Fyrirgefið ungfrú", sagði hann. Hún leit felmtruð til hans stóru bláu augunum sínum og ýtti svo fljótt aptur frá landi. „Þér megið ekki vera hrædd; eg ætla ekkert mein að gera yður. Farið ekki burt!“ kallaði hann. En hún lét sem hún heyrði ekki til hans. Hún settist niður og sneri bátnum. „Nei, bíðið, eg verð að tala við yður, eg bið yður í guðs bænum að bíða“. Yngismærin hélt kyrru fyrir. „Hvað viljið þér“? spurði hún. „Eg þarf að komast yfir fljótið til þorpsins þarna hinum megin við fljótið. Þér verðið að ljá mér bátinn yðar, eg skal senda yður hann apt- ur; eða róið þér sjálf með mig, þér eigið víst hægt með það“. Þessi uppástunga að hún skyldi róa yfir fljótið með þennan ókennda mann, sem var svo illa til reika, gerði hana dauðhrædda. „Eg er ekki ferjumaður", sagði hún, og reri aptur burt af öllum mætti. Litli, létti báturinn flaug eins og ör af streng yfir lygna fljóts- flötinn. Þegar hún hafði róið um stund og fann, að nú mundi engin hætta framar á ferðuin vera, sneri hún sér við. Ungi maðurinn stóð hjá eik, er hann studdist við fullur örvæntingar. Kraptar hans voru að þverra og það lá við, að hann hnigi í ómegin. Utlit hans var svo eymdarlegt, að stúlkan, sem hafði verið svo hrædd, fékk hjartslátt, þegar hún horfði á hann. Hún reri fljótt aptur að ströndinni og stökk á land. „Hvað gengur að yður? Eruð þér veikur ?“ sagði hún meðaumkv- andi og gekk til hans. „En hvað er þetta ? Þér eruð blóðugurl Hefur verið ráðizt á yður? Þér eruð særður. Hann horfði í góðlegu, bláu augun hennar og fór aptur að vona. Hann var viss um, að þessi stúlka, sem förlögin sendu honum, mundi hjálpa honum. En með því að hann vildi ekki skrökva að henni, vildi hann ekki svara með jái spurningum hennar. „Nei", sagði hann, „það hefur ekki verið ráðizt á mig. Eg hefi stokkið út úr járnbrautarvagni og hefi meitt mig".

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.