Þjóðólfur - 13.03.1903, Qupperneq 4
44
Steinolíuvélar
(Petroleumsmotorer)
til notkuuarbæði á sjó og landi úr
beztu vélaverksmiðju í Danmörku fást
með ábyrgð.
Gert við steinolíuvélar.
Chr. Petersen
vélasmiður.
Kipkjustpæti 4. II. lopti.
Jörðin 8TÓRU-VOGAR
með hjáleigunni GARÐHÚSUM í
Gullbringusýslu, er til sölu fyrir mjög
lágt VOPð. — Borgunarskilmálar
hgœtir.
Landsbankinn í Reykjavík
26. febr. 1903.
pr. Tr. Gunnarsson.
Eirikur Briem.
Heimslns TÖndnðnstn og1 ódyrustn
Orgel og Piano
fást fyrir milligöngu undirritaðs frá:
Mason & Wamlin Co, Vocalion Organ
Co, W. W. Kimball Co, Cable Co, Beet-
hoven Piano & Organ Co. og Messrs. Corn-
ish & Co.
Orgel úr hnottré með 5 áttundum, tvö-
földu hljóði (122 fjöðrum). o. s. f. kostar í
umbúðum á „Transit“ í Kaupmannahöfn
150 krónur. Enn vandaðra orgel úr hnot-
tré með 5 áttundum. þreföldu hljóði (177
fjöðrum. þar af 28 Contrabassafjaðrir) o. s.
f. kostar í umbúðum í K.höfn 230 krónnr.
Þetta sama orgel kostar hjá Petersen &
Steenstrup í umbúðum 847 krónur og 50
aura. Onnur enn þá fullkomnari orgel
tiltölulega jafn ódýr.
Orgelin eru í minni ábyrgð frá Ameríku
til Kaupmannahafnar, og verða að borgast
1 peningum fyrirfram, að undanteknu flutn-
ingsgjaldi frá Kaupm.höfn hingað tillands.
Verðlistar með myndum,*ásamt nákvæm-
um upplýsingum, sendast þeim sem óska.
Einka-umboðsmaður á Islandi.
I'orsteinn Arnljótsson.
Sauðanesi.
UMBOÐSMAÐUR
beztu KLÆÐAVERK8MIÐJUNNAR A islandi
er kaupmaður JÓN HELGASON, Aðalstræti 14.
Góðar, íslenzkar vörur teknar sem borgun upp í vinnulaunin á tauunum eptir
samkomulagi við umboðsmanninn.
Gestur Pálsson.
Rit hans í bundnu
O0
óbundnu máli.
Útgefendur: Arnór Árnason og
Sig. Júl. Jóhannesson.
Eru gefin út í Winnipeg.
Fyrsta heptið (af þremur) er fullprentað,
og verður sent til íslands með fyrstu
ferð. Bókin verður öll um
sextíu arkir.
Þúsund blaðsíður.
\
Ágóðanum af sölunni verður varið
Öllum til þess að reisa
Minnisvarða
y f i r
Gest Pálsson.
I fyrsta heptinu er mynd og æfisaga
höfundarins.
Nákvæmir reikningar verða birtir
yfir kostnað og tekjur, til þess að menn
sjái, að þetta er ekki gróðafyrirtæki.
Hjálpið til þess að koma upp minn-
isvarðanum, með því að kaupa bókina.
B a k a p i .
Maður, sem er vel æfður í bakara-
störfum gntur fengið atvinnu nú þeg-
ar í bakaríi Emils Jensen’s.
Kennari,
æfður í að tala og lesa ensku,
og sem getur kennt börnum almennar
námsgreinar, getur fengið atvinnu á
sveitarheimili nálægt Rvík næstkom-
andi 2 mánuði (apr.—maí). — Ritstj.
vísar á.
Munið eptir
að eg hef fyrirliggjandi mikið af góð-
um og fallegum
FATAEFNUM.
Úrval af allskonar
HÁLSUÍNI
og ailt því tilheyrandi — hvergi
ódýrara.
Með s/s „Laurakemur enn þá meira
í viðbót. Þar á meðal mörg ný—
móðins FATAEFNI afskop
in í einn og einn klæðnað og margt
fl. Hvepgi í Reykjavík jafn ó-
dýrt og í
Klæðaverzlun Bankastræti 12
GUÐM. SIGURÐSSON.
Nú er mikið alsaumað af JÖKKUM,
VESTUM ogBUXUM, einnig REIÐ-
JAKKAR og ULSTERS í saumum
nú, allt saumað eptir máli og passar
flestum. Skoðið þau áður en þið
kaupið föt annarstaðar.
K O M I Ð
ullarsendingum ylckar til Egils Eyjólfs-
sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið
svo tauanna eptir c. 2 mánuði, líka geta
menn fengið tauin um leið og sendingin
er afhent. Eftir nokkurn tíma verður
nóg fyrirliggjandi af tauum. Eptir 14.
maí verður afgreiðslan á Laugaveg 24,
nn Laugaveg 31.
Virðingarfyllst. E. Eyjólfsson.
Lítil peningabudda hefur fundizt
skammt frá Mýrarhúsaskóla. Réttur eig-
andi getur vitjað hennar á skrifstofu Þjóð-
ólfs.
Slæm melting.
Af því að konan mín hafði um nokk-
urn tíma þjáðst af slæmri meltingu af-
réð eg að láta hana reyna Kína-Iífs-el-
ixír þann, er Waldimar Petersen í
Friðrikshöfn býr til. Þegar hún var
búin að taka inn úr einu glasi fór mat-
arlystin þegar að örvast. Ogeptirað
hún enn hafði tekið inn úr 2 glösum
fór heilsan dagbatnandi; en undir eins
og hún hætti að brúka þetta ágætis-
lyf fór að sækja í sama horfið og áð-
ur; má hún því sem stendur ekki án
meðalsins vera.
Þetta get eg vottað með góðri sam-
vizku og vil því ráðleggja hverjum
þeim, er þjáist af sama kvilla og kon-
an mín, að nota þennan heilsubitter.
Jón Ingimundsson
Skipholti.
KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum
kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll-
hækkunar, svo að verðið er öldungis sama
sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir
v.p
að líta vel eptirþvi, að þ " standi á flösk-
unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji
með glas í hendi, og firmanafnið Walde-
mar Petersen.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
82
„Hafið þér stokkið út úr járnbrautarvagni ? Ósköp er að heyra
þetta!-----------Og vegna hvers?"
Hún vildi vita, hvað hefði komið honum til slíkrar ofdirfsku.
„Eg er stjórnmálamaður. Hafið þér heyrt þeirra getið?"
Hvort hún hafði heyrt þeirra getið. Hann Vania hennar, hann kæri
Vania hennar, sem hún hafði beðið fyrir, sem hún hafði grátið yfir, af
því henni fannst hann glataður, hann var líka stjórnmálamaður.
„Stjórnmálamaður! Hvers vegna sögðuð þér mér það ekki undir
eins?"
Hann brosti. „Þér gáfuð mér ekki ráðrúm til þess", sagði hann.
Hún brosti líka, því að henni flaug í hug, hversu ástæðulaus hræðsla
hennar hefði verið, og þessi bros urðu þess valdandi, að þeim fannst
þau vera gamlir og góðir kunningjar. Hann virti hana fyrir sérogspurði:
„Hefi eg ekki hitt yður einhversstaðar áður?"
„Nei, það getur ekki verið", sagði hún. „Eg hefi ekkert farið að
heiman í þrjú ár. En það stendur á sama; eg skal gera allt, sem í
mínu valdi stendur fyrir yður, alveg eins og við værum gamlir kunningj-
ar......... Eg vil gera það vegna Vania", sagði hún blíðlega, eins og
hún talaði við sjálfa sig. „Segið mér, hvers þér æskið".
„Eg vil komast yfir fljótið".
„Það kann að takast. Komið þá niður í bátinn".
„Fáið mér árarnar", sagði hann, „eg get róið Þér eigið eptir að
róa heim aptur og verðið þreytt".
„Nei, cg hefi opt róið þennan spotta".
Þau þögðu um hríð. „Andlit yðar er blóðugt", sagði unga stúlk-
an allt í einu. „Það er þurka í körfunni þarna".
Hann tók þurkuna, dýfði henni niður í vatnið og þerrði andlit sitt
með henni".
„Setjið þér yður lengra niður í bátinn, þar fet betur um yður".
Hann hlýddi henni, eins og hann væri barn.
„Hverja ætlið þér að finna í þorpinu?" tók hún aptur til orða.
„Eigið þér þar ættingja eða vini?“
83
„Nei, eg á enga kunningja þar“.
„Hvers vegna viljið þér þá láta ferja yður yfir fljótið".
Þau voru komin miðja vegu út á hinn stóra vatnsflöt og voru alein
milli himins og jarðar. Þau gátu rétt að eins eygt ströndina báðum meg-
in yfir vatnsflötinn. Tré og hús voru smávaxin, sem væru þau á málverki.
Ef litið var á bátinn frá ströndinni, hlaut hann að líta út, eins og hnot-
skurn, er rakst fyrir vindi.
í þessari einveru á hinum hvíta fleti gleymdu þau, hversu kynlega
fundum þeirra hafði borið saman og voru vingjarnleg og blátt áfram
hvort við annað.
Ungi maðurinn brosti ofurlítið að hinum einlægnislegu spurningum
stúlkunnar.
„Vitið þér, hvað það er, að fela fótspor einhvers" ?
„Nei, eg veit það ekki".
„Þá vona eg, að þér þurfið aldrei að læra að þekkja það“.
Hann reyndi ekki til að skýra þessi orð fyrir henni Hann var
orðinn svo magnþrota, að honum var áreynsla að tala,
„Eg skil yður“, sagði hún, „það er að gera mönnum örðugt að
elta einhvern og taka hann fastan".
Hann hneigði sig.
„En hvernig getið þér komizt leiðar yðar? Þér eruð svo lasburða,
að þér getið naumlega setið uppréttur", sagði stúlkan.
„Það tekst", sagði hann. „Nú hvíli eg mig, og þegar við komum
yfir á ströndina hérna á móti, þá fer eg að lifna aptur".
Hún leit á hann og hristi höfuðið.
„Þér trúið mér ekki. Við skulum vita hvernig fer".
„En þér eruð veikur".
„Ónei, það er ekki neitt", svaraði hann.
Stúlkan svaraði engu, en var mjög hugsi. Hún setti hrukkur á
ennið á sér og andlitsdrættirnir urðu fastir og ákvarðaðir.
„Hvað gerið þér? Þér stýrið ekki rétt!" kallaði hann, þá er hann
varð þess var, að hún hafði snúið bátnum og reri undan straumnum.