Þjóðólfur - 20.03.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.03.1903, Blaðsíða 1
AUKABLAÐ M 2. 55. ÁRG * Þ JÓÐÓLFUR. Aukabl, Reykjavík, föstudaginn 20. marz 1903. Jú 2. Hvað þýðir Akureyrarfriðurinn? Hafi nokkur verið í vafa um það, hvað byggi undir friðarboðun þeirra Akureyr- eyrarmanna, þá ættu undirtektir valtýska málgagnsins »Norðurlands« undirvæntan- legt þingmennskuframboð Hannesar Haf- steins í Eyjafjarðarsýslu, að taka þann vafa af. Ef að friðarboð þetta væri af einlægni gert, þá væri bein afleiðing þess sú, að báðir flokkar yrðu samtaka um það, að spilla ekki fyrir þingmennsku helztu og beztu mannanna úr hvorum flokki, að minnsta kosti ekki í þeim kjör- dæmum, þar sem þeim mönnum er haldið fram 1 skörð annara manna a f s a m a flokki. — Nú telur heimastjórnarflokk- urinn Hnnnes Hafstein einn hinná mikil- hæfustu og mætustu manna síns flokks, og virðist því svo sem það sé bæði eðli- legt og sjálfsagt, að þeir vilji gjarnan koma honum í sess einhvers þess manns í sínum flokki, sem skortir þingmennsku- hæfileika við hann. En ekki er fyr hafizt handa í þessa átt, en blað valtýska flokks- ins í »norðurlandi«, undir handleiðslu Páls Briems, rýkur upp til handa og fóta með æsilegar óhróðursgreinar móti Hannesi Hafstein, svo æsilegar og ósannar, að þær geta ekki verið á annan hátt í berari mótsögn við áskoranir og tillögur »friðar«- flindarins. — Þessar árásir »Norðurlands< skaða að vísu ekki Hannes Hafstein né spilla fyrir kosningu hans, öðru nær. Sem betur fer, eru enn svo opin augu flestra »Norðlendinga«, að þeir telja það vott hins betra málefnis, að »Norðurland« ausi auri, hvað sem er. En eru nú nokkr- ir svo blindir, að þeir sjái ekki af þessu Og ýmsu fleiru, hvað Valtýingarnir á Ak- ureyri ætla sér með friðargasprinu. Að þeir ætla sér að stinga heimastjórnarflokkn- um svefnþorn, og ginna hann eins og þursa við kosningarnar í vor, ginna hann svo, að hann hjálpi sér til þess að koma að svo mörgum úr valtýska flokknum, að hann verði t meiri- hluta, og geti ráðið hér á landi lögum og lofum um mörg ár, geg n því, að valtýsku málgögnin tái einkaleyfi til þess að leggja í einelti og svtvirða beztu menn heimastjórnarflokks- ins íram að kosningunum. Sömuleiðis eiga þeir að hjálpa sendli valtýska flokks- ins í Húnavatnssýslu, Páli amtmanni Briem, til þess að rtða niður mætan mann af h ei m as t j ó r n ar fl okk n u m í því kjör- dæmi, þótt hann ætti vísa kosningu, ef hann vildi í öðru kjördæmi (Skagafirði), en auðvitað í skarð Valtýings, sem flýtur þar á kaupmannafylgi og verzlunareymd, miklu fremur en trausti hinna sjálfstæðari og mætari manna í kjördæminu. Þurfi nokkrir heimastjórnarmenn frekari gögn en þetta, um friðarboðstilgang hinna valtýsku bullukarla á Akureyri, þá held eg megi segja ttm slíka menn: »sjáandi sjá þeir ekki, og heyrandi heyra þeir ekki né skilja«. En vilji maður geta sér ein- hvers til um það, á hvað valtýski flokk- urinn muni hyggja, nái hann meiri hluta á þingi, þá liggur ekki annað nær, en að athuga stefnu hans á undanförnum þing- um, þegar hann réð miklu þar, en hún hefur verið sú: 1. Að látahlutafélagsbankann útlenda gleypa landsbankann. og gefa svo þeirri stofnun seðlaútgáfurétt landsins í 90 — níutíu — ár. 2. Að kotna Austurlandi (Seyðisfirði ?) í beint rafskeytasamband við önnur lönd, og gera höfuðstað landsins þannig að hornreku annara staða á landinu að þessu leyti. Eg nenni ekki að telja fleira upp af þessu tagi, en nefni þetta td þess að almenningur minnist fortlðarinnar, og geti leiðst til þess að íhuga, hve heillarík muni verða starfsemi valtýska flokksins, nái h a n n tökum á þingi og stjórn. En eg man ekki til þess, að neitt hafi komið fram, sem bendi á það, að valtýski flokkurinn hafi breytt stefnu sinni í þeim tveim mál- um, sem hér eru nefnd, né öðrum mál- um, sem ekki eru talin hér. 24/3 1903. Arni Arnason. Gistihús á Lækjarbotnum. Fyrir alla ferðamenn, ér Hellisheiðar- veginn fara suðurogsunnan — en það mun vera langfjölfarnasti vegur á landinu — er Kolviðarhóll nauðsynlegur áfanga- og gististaður, eins og allir vita. Án gistihúss þar, væri illfært eða ófært á vetrardag þessa leið, og þótt ekki sé nema 10—20 ár síðan viðunanlegur gististaður varð á Hólnum, og menn yrðu áður að sætta sig við lítinn, ónýtan og óbyggðan sæltl- húskofa, þá var það ( sjálfusér óhæfilegt fyrirkomulag. En þá voru það mestlaus- gangandi menn, er þennan veg fóru á vetrum, því að vetrarferðir með ábttrðar- hesta, voru þá mjög fátíðar, en nú mjög almennar síðan gistihús kom á Hólinn. Og þess má einnig geta, að ferðamenn láta mjög vel yfir öllum viðtökum hjá ábúandanum hr. Guðna Þorbergssyni, sem hefur áunnið sér almenna hylli og með miklum ötulleik og dugnaði staðið mæta vel í 'ninni erfiðu og ónæðissömu stöðu sinni, því að það er ekki á allra færi, að veita gistihúsinu þar forstöðu, jafnmikil aðsókn og þangað er orðin, og jafnmikið umstang sem því er samfara, jafnhliða þv( að íullnægja öllum sanngjörnum kröfum ferðamanna. En með því að vetrarferðir með hesta austan yfir fjall hingað suður eru svo mjög farnar að aukast, hafa menn fundið til þess betur og betur, að brýn þörf væri á öðru gistihúsi nær Reykjavík, en Kolviðarhóll er, því að vegalengdin milli þessara staða er um 30—40 kíló- metrar eða 6—8 kl.tíma ferð með lest á sumardag, og á vetrardag að jafnaði miklu meira, en hvergi á þeirri leið neinn gist- ingarstaður fyrir ferðamenn, nema lítils- háttar í Árbæ rétt fyrir ofan Elliðaárnar, og má þó geta nærri, að bóndinn þar getur ekki nema af mjög skornum skammti veitt ferðamönnum þann greiða, er þeir þarfnast, allra sízt að því er húsrúm eða húsaskjól snertir fyrir menn og skepnur, enda liggur engin skylda á honum til þess. Á Lækjarbotnum, hér um bil miðja vegu millum Kolviðarhóls og Reykjavíkur, hafa nokkrir ferðamenn reyndar getað fengið gistingu, en húsrúm er þar bæði lítið, illt og óþægilegt, svo að bóndiim þar getur ekki, hversu feginn sem hann vildi, fullnægt neinum þeim kröfum, er til gistihúss verður að gera. Kvartanir férðamanna um vöntun gistihúss milli Kolviðarhóls og Reykjav(kur verða þvl dag frá degi háværari. Það virðist því bera brýnanauðsyn til, að á þessu verði bót ráðin sem allra fyrst, með því að reisa allviðunanlegt gistihús áLækjarbotn- um eða öllu heldur við Hólmsá nálægt brúnni, svo að þeir sem Mosfellsheiði fara gætu einnig haft not þess, er þeir gætu síður haft, ef það væri heima á Lækjar- botnum, með því að það væri ofmikið úr leið fyrir þá. Gistihús þetta ætti land- sjóður að reisa með einhverjum styrk sýslu- sjóðanna ( Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaptafellssýslum. Þykir sennilegt, að sýslunefndir þessar hreyfi málinu til und- irbúnings undir næsta alþingi, því að eptir undirtektum og tillögum sýslunefnd- anna fer það mikið, hvernig þingið mundi taka ( það. Þetta er nauðsynjamál, sem fyrnefnd sýslufélög ættu að hrinda áleið- is, því að taki þau vel í málið er ólík- legt, að þingið snerist illa við jafn sann- gjarnri og réttmætri beiðni. Það er var- ið fé úr iandsjóði til ýmiskonar meiri ó- þarfa en þess, að veita hlýindi, hvlld og þægindi köldum og þreyttum ferðamönn- um, er í ófærð og vetrarhörkum verða að brjótast sér til bjargar langa, erfiða og hættulega leið yfir fjöll og firnindi. Ósannindi í ,Norðurlandi‘. „Hægt ( logni hreyfir sig, sú hin kalda undiralda; ver því jafnan var utn þig ... Þessar hendingar eptir skáldið duttu mér í hug, þegar eg sá fréttabréfið úr Skaga- firði í 15. tbl. „Norðurlands" þ. á., sér- staklega þar sem bréfritinn minnist á kosn- ingar og þingmenn okkar og býst við, að þeir verði í kjöri við næstu kosningar, og telur sjálfsagt, að þeir verði endurkosnir, „þvl ekki sé trúlegt, að heimastjórnar- flokkurinn 1 Vík og landsbankastjórnin sendi aptur mann sunnan úr landi til höf- uðs þeim". Það er svo að skilja að minni meiningu, að bréfritarinn hafi þá hugsun, að það hafi verið óærlegt eða eitthvað meira, að Jón Jakobsson skyldi gerast svo djarfur, að bjóða sig fram fyrir þingmann hjá okkur Skagfirðingum við síðustu kosn- ingar; þess utan eru það hreinustu ósann- indi, að Jón Jakobsson hafi verið sendur af bankastjórninni eða heimastjórnar- flokknum ( Vík til þess að bjóða sig hér fram til þingmennsku. En sannleikur- inn er sá, að þegar mönnum hér yfir- leitt var fullkunnugt um, að ekki mundi önnur þingmannsefni verða í vali við þá 1 hönd farandi kosningar en gömlu þing- mennirnir, þá voru allmargir góðir bænd- ur og yfirleitt betri bændur, sem fóru að leita fyrir sér, hvort ekki mundi mögulegt að fá mann til þess að bjóða sig fram til þingmennsku, sem þeir gætu borið traust til, því þá vantaði algerlega traustið á öðrum þingmanni okkar og vantar enn hjá þeim sömu. En svo sáu þeir, að það var Jón Jakobsson, sem þeir gátu af kur.n- ugleik, reynslu og fleiru borið fullt traust til setn þingtnanns, því hanti var í mörgu búinn að sýna það, að harnn var bænda- vinur og vildi þjóð sinni vel. Þessi bréfkafli er því óefað skrifaður í þeim tílgangi, að vekja kalda undiröldu, en hafa hið „norðlenzka logn“ til þess að flytja hana, þangað til hún er runnin að þeirri strönd, sem til er ætlazt, eins og reyndar fleiri greinar, sem „Norðurland- ið“ flytur. En allt er hreinum hreint. Á Þorraþræl 1903. Skagjirdingitr. Vanhöld fremur mikil hafa verið síðustu árin í sálna- hirðatölu séra Jóns hál-ærða í Winnipeg. Hver presturinn af öðrum hefur orðið að segja af sér eða farið frá viljugur. Þar á meðal eru þeir alkunnu rithöfundar séra Friðrik Bergmann, sem vestanblöðin kalla „prófessor" í Winnipeg, (hann var orðinn þreyttur á prestsþjónustunni), og séra Jónas Sigurðsson, sem fegurst talaði hér heima og snilldarlegast(ll) skrifaði um þá ferð sína. Geistlegheitin urðu einhvernveginn óvart laus við hann, þennan dýrling, og var það leitt, því að aldrei hafði Einar Hjörleifsson þekkt annan eins guðsmann, eða andríkari og á- gætari mann. Nú vilja þeir vestra fá nýjan Friðrik fyrir sálusorgara, og þess vegna hafa Argyle-búarkallað ogkosið í einu hljóði séra Friðrik Hallgrímsson á Útskálum, og er mælt, að hann fari vestur í vor. En vesturheimskur prestur eða kandícfat, er var í kjöri með honum, fékk engin atkvæði. Þeir halda víst þar vestra, að þesskonar vara sé betri aðflutt, en heimabökuð þar, undir handarkrikanum á þeim hál-ærða. G. Afmæli. Hinn 6. þ. m. varð einn af merkisborg- urum bæjarins, Jóhannes Hannesson Olsen áttræður að aldri (f. hér í Rv(k 6. marz 1823). Mun hann vera einna elztur þelrra Reykvíkinga, sem bornir eru og barnfæddir hér í bæ, og hafa alið hér allan sinn aldur. Hann og G. Zoéga kaupm. eru systkinasyn- ir, en stjúpsonur bans er Guðm. Olsen kaupm. Afmælis þessa var minnst með veifu á hverri stöng í bænum, og um dag inn gengu 12 heldri bæjarbúar, flest garnlir borgarar, heim til J. Olsens, og færðu hon- um kvæði (eptir Ben. Gröndal) og mynd af honum og konu hans. Afhenti biskupgjöf- ina með nokkrum ávarpsorðum. — Hr. J, Olsen er nú að mestu kominn í kör, hefur jafnan verið mikið fatlaður, síðan hann varð fyrir eldingu suður á Vatnsleysuströnd fyrir nærfellt 40 árum, og furða mikil, að hann lifði það „slag“ af. Leiðrétting. í 3. tbl. „Norðurlands" 1901, og 72. tbl. „ísafoldar" s. á., segir svo frá Jóni Guð- jónssyni þeim, sem kveikti f húsi sínu í fyrra haust á Mjóafirði, og drekkti sér á eptir, að hann hafi verið ættaður og upprunninn úr Húnavatnssýslu. Sumum mun virðast, sem ekki hafi borið brýn nauðsyn til þess að skýra frá ætterni og óðali Jóns þessa, en úr því það var gert, þá átti að gera það r é 11. En hin heiðruðu blöð hafa skýrt r a n g t frá þessu. — Jón heit. Guðjónsson var ætt- aður úr, og fæddur og uppalinn ( Skaga- fjarðarsýslu, en ekki Húnavatns- sýslu, og eg þykist mega fullyrða, að hann hafi aldrei átt heima í Húnavatnssýslu. Fróð- legt væri að vita, hvað hinum virðulegu blöðum hefur gengið til þess, að segja rangt frá þessu, en hafi það átt að vera gert Húnvetningum til vanza, þá er nú komið ( veg fyrir það, og verður þá eitthvað annað til þess að tína. Annars þætti mér bezt hæfa, að hinir dauðu fengju að liggja í friði, og það hefði Jón Guðjónsson fengið fyrir mér, ef ósann- indi „Norðurlands" og „ísafoldar“ hefði ekki neytt mig til að gera þessa leiðréttingu. En reyndar efast eg um, að jón heitinn

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.