Þjóðólfur - 03.04.1903, Qupperneq 1
55. árg.,
Reykjavík, föstudaginn 3. apríl 19 03.
M 14.
Stjórnmálafundur
var haldinn hér í Iðnaðarmannahúsinu í
fyrra kveld, samkvæmt fundarboði frá for-
manni Framfarafélagsins Tryggva Gunn-
arssyni og eptir áskorun frá því félagi.
Var húsið troðfullt af kjósendum, en aðr-
ir áttu.ekki að fá inngöngu. Þó var mörg-
um óatkvæðisbærum mönnum, þar á með-
al mörgum stúdentum hleypt inn. Á fund-
inum voru og ýmsir gestir, er boðiðhafði
vetið t. d. Lárus Bjarnason sýslumaður,
séra Sig. Gunnarsson, séra Sig. Jensson,
dr. Valtýr o. fl., en enginn þeirra tók
þátt íumræðum nema Lárus. Var stjórn-
arskrármálið fyrst á dagskrá, en um
það spunnust svo rniklar umræður, að
ekki vannst tími til að taka önnur mál
fyrir. Var fundi þó ekki slitið fyr enkl.
rúml. hálf i í fyrri nótt, og höfðu þá um-
ræður staðið yfir rúma 4*/2 klst. —
Fundarstjóri var Jón Jakobsson forn-
gripavörður og skrifari Halldór Jónsson
bankagjaldkeri, og honum til aðstoðar
Bjarni Jónsson kennari.
Umræðurnar snerust að mestu um það,
hvort kippa ætti orðunum »í ríkisráðinu«
út úr stjórnarskrárfrv. síðasta alþingis eða
ekki. Þeir sem töluðu með því að sam-
þykkja ætti frumvarpið óbreytt á næsta
þingi voru : Hannes Þorsteinsson, Jón
Ólafsson, Lárus Bjarnason, Sighvatur Árna-
son, Halldór Jónsson ög Þórhallur Bjarnar-
son, en úr flokki hinna svonefndu »Land-
varnarmanna« töluðu Jón Jensson, Bjarni
Jónsson, Jón Jónsson sagnfræðingur, Magn-
ús Einarsson dýralæknir, Jón Sigurðsson
bæjarfógetaskrifari og Benedikt Sveins-
son stúdent, og vildu þeir allir láta um-
steypa frumvarpinu. Urðu orðskipti milli
sumra ræðumanna allhörð stundum, en
ys og ókyrrð opt mikil f salnum með.
stappi og upphrópunnm, ogjafnvel pípna-
blæstri af hálfu unglinga nokkurra, erLand-
varnarflokkinn fylla, og nokkurra roskinna
Valtýinga, er trúlega fylgdust með þeim í
þessum ópsektum, og virðast slík drengja-
læti lítt sæmandi ráðnum mönnum og
rosknum. Væri í sjálfu sér rétt, að stimpla
opinberlega jafn ósiðlegt háttterni á fund-
um með því að nafngreina þessa herra,
er ekki geta setið á strák sínum undir
stillilegum umræðum, því það er bæjarfé-
laginu til vansa. En auðvitað hefur
þetta átt að fylla upp f eyðurröksemdanna
þeim megin. Af hinna hálfu var fullkomins
velsæmis gætt, þá er »Landvarnarmenn«
töhiðu, og fengu þeir óhindrað að láta
skoðanir sfnar í ljósi.
Hér er ekki rúm til að skýra neittnán-
ar að sinni frá umræðum þessum. En
sérstaklega viljum vér leyfa oss að benda
á, að frá lögfræðilegu sjónarmiði tætti
Lárus sýslumaður algerlega sundur allar
röksemdaleiðslur og lögflækjtivef Jóns Jens-
sonar í hinum nafnkunna »uppgjafa«-rit-
lingi hans, er getið hefur verið um hér í
blaðinu, og mikið veður hefur verið gert
út af hér í bænutn. Sýndi Lárus fram á
það með rökum, að staðhæfingaryfirdóm-
arans í ritlingi þessum væruýmist byggð-
ar á þekkingarleysi, misskilningi eða rang-
færslum, einmitt frá stranglagalegu sjón-
armiði, og leitaðist Jón ekki einu sinni
við að andæfa því að neinu. Var Lárus
stundum allóhlífinn í garð Jóns og þó
ekki um skör fram. Væriekki vanþörf á
og enda nauðsynlegt, að þessi »lexía«,
sem yfirdómarinn fékk hjá Lárusi fyrir
alla frammistöðuna birtist á prenti.
Ymsir ræðumenn úr heimastjórnar-
flokknum tóku fram, hversu grunsamt allt
þetta makk milli »Landvarnarmanna« og
margra Valtýinga væri, og það gæti ekki
orðið skilið öðruvísi en banaráð við frv.
síðasta þings af hálfu Valtýinga, að mið-
stjórn þess flokks hér í bænum héldi fram
til kosninga manni, sem gengi þvert of-
an í yfirlýsta meginreglu flokksinsí stefnu-
skrá hans og vildi frv. síðasta þings feigt.
Þetta væri óskiljanlegur og öldungis óvið-
urkvæmilegur viðrinisháttur af þessari svo
nefndu miðstjórn, er kjósendur bæjarins
hlytu að hafa fyrirlitningu á. Einn
miðstjórnarmaðurinn, ritstjóri Isafoldar,
treystist heldur ekki til að koma á fund-
inn, var búinn ao negla sig svo á mót-
sögnum og markleysuhjali, í meðmælum
með Jóni Jenssyni og mótmælum þó gegn
Landvm., að hann hefði ekkert getað
sagt, og ekki getað greitt atkvæði með
neinu án þess að verða sér til enn meiri
minnkunar, svo að honum var hollast að
halda sig heima, átti ekki annars úr kosti
eptir frammistöðu sína.
Að lokum var svo látandi tillaga (frá
Hannesi Þorsteinssyni) borin upp og sam-
þykkt með 86 atkv. gegn 58.
„Fundurinn skorar á alla kjós-
endur til alþingis í landinu að I
kjösa nú þá eina til þings, er lofa
því statt og stöðugtað samþykkja
stjórnarskrárfrumvarp siðasta
þings öbreytt“.
Að svo margir greiddu þó atkvæði gegn
þessari tillögu, var eingöngu fólgið í því,
að mjög margir Valtýingar hlupu þar
undir bagga með »Landvarnarmönnum«,
sem eru afarfamennir af kosningarbærum
mönnum, og sýnir það ljósast, hvað undir
býr af Valtýinga hálfu, og hversu gjarn-
an þeir vilja stytta frv. síðasta þings ald-
ur, ef þeir mættu ráða. En auðvitað á
allur sá flokkur ekki hér óskilið mál,
því að margir eða að minnsta kosti nokkr-
ir hinna hyggnari og gætnari manna í
þeim flokki, greiddu annaðhvort atkvæði
með tillögunni, eða greiddu alls ekki
atkvæði, hvorki með né móti, og er þess
skylt að geta til að sýna, að til eru ýms-
ir í þeim flokki, er ekki vilja vera leng-
ur með 1 þessum grímuleik eða skolla-
leik valtýsku miðstjórnarinnar og Isafold-
ar, er hrundið hefur frá sér fylgi margra
hinna beztu manna sinna, með þessum ó-
afsakanlega tvíveðrungí og óheilindum.
Onnur tillaga, erjón Jensson bar fram
var svo almenns efnis og óákveðin, að
hún var ekki borin upp til atkvæða. Hún
gekk í þá átt, að samþykkja ekki neitt
á næsta þingi, er skerði landsréttindin(l).
Eins og nokkrum komi það til hugar!
Hefði tillagan verið svo orðuð, að kippa
skyldi burtu orðunum »í ríkisráðinu«, þá
var öðru máli að gegna. Það var ákveð-
ið. En svo lagaða tillögu treystust þeir
ekki til að flytja, vissu að hún mundi
falla með miklum atkvæðamun, eins og
samþykkta tillagan færði þeim heim sann-
inn um.
Þess 'má geta, að meðan fundurinn stóð
yfir voru ærsl mikil og gauragangur úti
fyrir fundarhúsinu, og ollu því unglingar
þeir og skólapiltar, er ekki fengu inngöngu
á fundinn. Lenti þar að sögn í barsmíð-
um, og það voru jatnvel lagðar hendttr á
lögregluþjónana, er þeirvildu skakka leik-
inn,-— Er enginnefi á, aðeföllutn hefði
verið leyfð innganga, þá hefði verið reynt
að hleypa upp fundinum, en nú strönd-
tiðu þær tilraunir á stillingu og alvöru
heimastjórnarflokksins.
Nokkur orð
um stjörnarskipunarmálið og
bankamálið, í sambandi viO
nœstu kosningar.
Nú fer óðum að liða að næstu þing-
kosningum — ef til vill hinum þýðingar-
mestu þingkosningum, sem farið hafa fram
hjá oss nú um langan tíma. Eg ætla
mér nú eigi að skrifa langa ritgerð um
það, hvernig menn yfirleitt óska, að al-
þingismennirnir næstu eigi að verða. Eg
hef séð nokkuð af þessháttar greinum í
blöðunum í vetur, og mér hefur fundizt,
að þær sumar hverjar hafi gert nokkuð
strangar kröfur. Það er auðvitað, að þing-
mennirnir eiga að vera vandaðir menn og
samvizkusamir, og einnig vitrir og vel að
sér, eptir því sem kostur er á, enda munu
kjósendur hingað til optast nær hafa haft
þetta hugfast, þótt það hafi ef til vill
misheppnazt stundum. Eg er frá því, að
ætla, að vér getum nú fremur en áður,
sent engla í mannsmynd á þing, eins og
mér virðist ^sumir gera ráð fyrir, og er
enda eigi alveg viss um, hve heppilegt
það yrði, þótt það væri reynt.
Það sem eg ætla mér með þessum lín-
um, er að minnast á tvö mál i sambandi
við þingkosningarnar — mál, sem við
síðustu kosningar voru aðalmálin, sem
menn skiptust um, og sem eg álít, að
eigi séu úr sögunni enn; eg á við stjórn-
arskipunarmálið og bankamálið. Það er
eigi hægt að neita því, að ef dæma á eptir
flestu því, sem rætt er og ritað nú um
stundir, þá er eins og allur þorri manna
sé á þeirri skoðun, að frá þessum tveim-
ur málum sé nú búið svo að ganga, að
við þau sé ekkert athugavert framar, og
því sé, með tilliti til þeirra, alveg sama,
hverjir kosnir verði á þing fyrir þetta 6
ára tímabil, sem í hönd fer. Að minni
hyggju er þetta hinn mesti og hættuleg-
asti misskilningur, og vil eg reyna hér í
stuttu máli að færa nokkrar ástæður fyrir
því áliti mínu. Svo eg minnist fyrst á
stjórnarskipunarmálið, þá mun nú varla
þurfa að óttast, að frumvarp það, er sam-
þykkt var á síðasta þingi, verði eigi sam-
þykkt af nýju. Hafi nokkrir þeir menn
verið á síðasta þingi, sem ekki hafa af
fúsum vilja gefið því atkvæði, þá eru þeir
nú búnir að binda sig svo, að þeir geta
ekki vanvirðulaust snúið við blaðinu, þótt
þeir verði endurkosnir; og slandvarnar-
flokkur« Einars Benediktssonar fær víst
ekki neitt tylgi neinstaðar á landinu, svo
hann þarf ekki að óttast. En þó að þetta
megi telja nokkurn veginn víst, þá er það
að mínu áliti hættulegur misskilningur hjá
kjósendum, ef þeir ímynda sér, að á sama
standi í þessu efni, hverjir kosnir verði
fyrir næsta kjörttmabil. Það er vafalaust
að vfsu, að með búsetu hinnar æðstu
framkvæmdarstjórnar í landinu sjálfu, höf-
um vér fengið fullnægt fyrsta og helzta
skilyrðinu fyrir því, að hér geti myndazt
þingbundið stjórnarfyrirkomulag í orðsins
réttu merkingu, eða með öðrum orðum:
þingræði. En það er og jafn-vafalaust, að
til þessa er Þúsetan eigi einhlít. Það er
engum vafa bundið, að þótt innlend stjórn
sé mjög mikið líklegri til þess, en útlend
stjórn, að verða í fullu samræmi og góðri
samvinnu við löggjafarþingið, þá getur
einnig svo farið, að þetta bregðist. En
ef slíkt kemur fyrir, þá er þingræðinu
hætta búin, nema því að eins, að svo sé
um hnútana búið, að þingið hafi ætíð
yfirtökin, ef missætti verður. En þetta
verður að eins með því móti, að stjórnin
beri fulla ábyrgð allra gerða sinna fyrir
þinginu, og það ekki einungis í orði, held-
ur einnig á borði. Það stendur nú að
vísu í stjórnarskránni, að ráðherrann beri
þessa ábyrgð, en það ákvæði ér alveg
þýðingarlaust á meðan ekki eru til lög,
sem nákvæmlega taki fram hvemig ábyrgð-
inni hagar, eða með öðrum, hverjar gerðir
ráðherrans eða aðgerðaleysi baki honum
ábyrgð, og á hvern hátt, og á meðan ekki
er til í landinu sjálfu pólitiskur dómstóll,
sem þingið geti kært ráðherrann fyrir og
fengið dóm yfir honum, ef hann hefur til
þess unnið. Stjórnarskráin hefur einnig
að geyma heimild til að setja lög um
þetta efni og skipa dómstólinn; þessa
heimild þarf að nota, og láta lög um þessi
tvö atriði verða samferða stjórnarskránni
til samþykkis konungs. En vinnist ekki
tími til þess á því þingi, sem í hönd fer,
þá verður að gera það á næsta þingi.
Það má með engu móti dragast úr hömlu
þangað til — hver veit hve fljótt? — að
missættið er komið, því þá er mjög hæp-
ið, að það sé hægt lengur. Þannig fór
fyrir Dönum, að þeir hirtu eigi um, að
setja ábyrgðarlög á meðan stjórnin og
þingið kom sér vel saman, og svo þegar
sá tími kom, að á lögunum hefði þurft
að halda, þá voru þau engin til, og þá
voru auðvitað engin ráð til að koma þeim
á. Og þetta var helzta orsökin til, að
Danir lentu í þeim pólitisku ógöngum,
sem nærri höfðu riðið landinu að fullu,
og sem þeir loks komust úr við stjórnar-
skiptin iqoi. Það yrði of langt mál, að
færa hér þær ástæður, sem hægt er að
færa fyrir því, að oss muni eigi síður en
Dönurm, vera þörf á að vanrækja þetta
ekki, á meðan tími er til; en eg vil 1
því efni vísa mönnum á ritgerð um ábyrgð-
arlög eptir Jón Ólafsson í 7. árg. And.
vara, sem er mjög ljóst og vel rituð, og
vona eg, að menn af henni geti sannfærzt
um, að eg hef rétt að mæla, því þótt nú
séu að sumu leyti nokkuð aðrar kringum-
stæður en þá yoru, þá munu hin sömu
rök enn hafa fullt gildi. Og þótt þetta
hér talda sé það, sem mest rfður á, þá
er þess utan margt annað, sem hin næstu
þing geta unnið í sjálfsforræðisáttina, og
yfirleitt verður það þeirra hlutverk, að
leggja undirstöðuna undir sjálfsforræði
þjóðarinnar og koma á þeirri stjórnarvenju,
sem lengi mun elda eptir af, hvort held-
ur til góðs eða ills.
En halda nú kjósendur, að á sama standi,
hvort þeir til þessa starfa kjósi þá menn,
sem á undanförnum tíma hafa staðið fastir
í baráttunni fyrir sjálfsforræði þjóðarinn-
ar, og ekki viljað láta sér nægja neitt
minna en það, sem vér nú höfum fengið,
eða hina, sem með framkomu sinni hafa
ljóslega sýnt, að þeir hafa viljað láta hina
útlendu apturhaldsstjórn og útsendara
hennar skammta oss sem mest úr hnefa
réttindi vor, og sem jafnvel hafa viljað
sætta sig við þá kosti, sem verri voru en
þeir, er vér áður höfðum ? Eg vonast til,
að íslenzkir kjósendur séu almennt svo
glöggskyggnir, að þeir sjái, að þetta stend-
ur alls eigi á sama, og að hér er ekki
um lítilsvert atriði að ræða. Og hinu
treysti eg einnig, að þeir viti vel, hverj-
um óhætt er að treysta og hverjum ekki;
því mennina er ætíð óhultast að dæma