Þjóðólfur - 11.04.1903, Blaðsíða 1
AUKABLAÐ M 3. 55. ÁRG.
Aukabl.
Reykjavík, laugardaginn ll.apríl 1903
Jú 3.
Ræða
Lárnsar sýslumanns H. Bjarnason
á borgarafundinnm í Reykjarík
1. apríl.
Eg sleppi alveg ræðu herra Jóns
Jenssonar hér á fundinum, því að, eins
og hann tók sjálfur fram í upphafi
ræðunnar, sagðist hann ekki ætla að
fara að færa ástæður sín&r fram á
fundinum, þær gætu menn lesið sér
til í bæklingi hans, og það loforð hélt
hann trúlega. Ræðan var ekki annað
en ófyndin ónot í garð herra Hannesar
Þorsteinssonar og herra Jóns Ólafsson-
ar, sem talað höfðu á undan honum.
Eg sný mér því strax að bæklingn-
um, en læt jafnframt þá von í ljósi,
að fundarmenn gæti þess, að eg á
nokkuð erfitt aðstöðu, þar sem eg
bæði verð að berjast við röksemda-
leiðslu, sem ekki hefur komið fram í
áheyrn fundarmanna, og sem auk þess
er alveg sérfræðisleg, algerlega lög-
fræðisleg.
Hr. J. J. byrjar með því að búa
til deiluefni milli Dana og Islendinga.
Hann segir hvað eptir annað í bækl-
ingnum, að Dani og ísletidinga hafi
alltaf greint á um gildi grundvallar-
laganna. Þannig segir hann á bls.
24: „Skoðanamunurinn milli Dana
og íslendinga er fólginn í því, hvort
grundvallarlögin gildi fyrir sérmál vor
eða ekki“.
Þetta er tilhæfulaust, eins og hr. J. J.
var vorkunnarlaust að vita. Stjórn
Dana hefur enda þvert á móti hvað
eptir annað, bæði beinlínis og óbein-
línis viðurkennt, að grundvallarlögin
gildi ekki fyrir ísland, og eg get, í
þeim sporum, sem eg stend, tilfært 7
sannanir fyrir mínu máli, sem eg er
viss um, að hr. J. J. hvorki þorir að
vefengja né getur vefengt.
Stjórnin hefur óbeinlínis kannaztvið
það, að minnsta kosti þrisvar. í fyrsta
lagi er 1. gr. frumvarps þess, er stjórn-
in lagði fyrir þjóðfundinn 1851 óræk-
ur vottur þess. Sú grein byrjar svo:
„Grundvallarlög Danmerkurríkis frá 5.
júní 1849, sem tengd eru við lög þessi,
skulu vera gild á íslandi". í þessum
orðum liggur ótvírætt, að þau hafi
ekki gilt þar áður. Þessvegna er
farið fram á, að lögleiða þau með
greininni. — í öðru lagi er stjórnar-
skráin tvímælalaus sönnun móti hr.
J. J. 1 Danmörku hefur löggjafarvaldið
síðan 1849 verið hjá konungi og rík-
isdeginum í sameiningu; en nú vita
allir, að konungur gaf stjórnarskrána
einn, gaf hana sem einvaldur konung-
ur íslendinga, eða sem löggjafi þeirra.
Hefðu grundvallarlögin gilt fyrir ís-
land, hefði konung brostið heitnild til
þess, og ráðgjafinn, sem skrifaði und-
ir stjórnarskrána með konungi, hefði
verið lögsóttur af þjóðþingi Dana,
og dæmdur af ríkisrétti, en hvorugt
varð, af því að grundvallarlögin giltu
hér ekki. — í þriðja lagi ber hið nýja
ákvæði, sem nú er gerður mestur hvell-
ur út af, ljósan vott þess, að stjörnin
hefur ekki einu sinni álitið ákvœði
grundvallarlaganna um ríkisráðið.hvað
þá heldur öll grundvallarlögin gilda
fyrir ísland. -Því fer stjórnin nú fram
á, að hið íslenzka löggjafarvald, al-
þingi og konungur, lögleiði það.
Og beinlínis hefur stjórn Dana við-
urkennt þetta að minnsta kosti þrisvar.
— Það er tekið fram með berurn orð-
um í ástæðunum fyrir stjórnlagafrum-
varpinu, sem lagt var fyrir alþingi
1867, að ríkisvaldið varði ekkert um
sérmál í.slendinga. Hinu sama er játað
í dómsmálastjórnarbréfi 27. apríl 1863.
-— Og loks var því lýst yfir á ríkis-
þinginu 1870, er stöðulögin voru þar
til umræðu.
Að endingu má telja 7. ástæðuua,
og hún er sú, að grundvaldarlögin hafa
aldrei verið birt á íslandi, en eins og
hver maður veit, sem kominn er til
vits og ára, er það óumflýjanlegt skil-
yrði fyrir gildi hverra laga sem er, að
lögin séu birt þeim, sem eiga að hlýða
þeim.
Það er nú svo sem auðvitað, hvað
hr. J. J, hefur gengið til þess, að slá
frain pessitm s'ógulegu ósannindum,
sem allur bæklingur hans byggist á.
Það þurfti að gera ákvæðið í heima-
stjórnarfrumvarpinu um ríkisráðið tor-
tryggilegt. Hann þurfti að sýna fram
á, að stjórnin hefði haft illt í huga
gagnvart íslendingum, með því að fá
þá til að ganga að því.
Svo þegar það er búið, slær hann
fram næstu villunni, höfuðmeinlokunni.
Hann segir, að ákvæðið í heimastjórn-
arfrumvarpinu, um að ráðherra vor
skuli „bera upp fyrir konungi í ríkis-
raðinu lög og mikilvægar stjórnarráð-
stafanir" þýði það, að grundvallar-
l'ogin gildi hér á landi.
Svo koma sannanirnar.
* Fyrsta sönnunin, sem hann færir
fram, er sú, að löggjafarvald vort, kon-
ungur og alþing, geti eigi sett rað-
gjafa vorn í ríkisráðið, sem sé d'ónsk*
stofnun, hafi hann eigi átt þar sæti
áður. Nú hafi heimastjórnarfrumvarp-
ið gert það, og því hljóti það að vera
byggt á þeirri skoðun, að ráðherra
vor ætti sæti í ríkisráðinu, sanikvœmt
grundvallarl'ógunum. *
En þetta er ekki rétt. Það stend-
ur í ýyrsta lagi ekkert um það, hvorki
í frumvarpinu sjálfu, né ástæðum stjórn-
arinnar fyrir því, að ráðherra vor eigi
sæti í ríkisráðinu samkvæmt grund-
vallarlögunum. í ástæðunum stendur
að eins, að það sé „stjórnarfarsleg nauð-
syn“, í dönsku útgáfunni „forfatnings-
mæssig Nödvendighed". Og hvorug
orðatiltækin þurfa að benda til grund-
vallarlaganna. Þau geta vel átt við
þá föstu 29 ára gömlu venju, að mál
vor hafa alltaf verið flutt í ríkisráðinu.
í annan stað er það ekki rétt, að
ríkisráðið sé einungis d'önsk stofnun.
Það er þvert á móti H/ézkstofnun, eins
og í sjálfu orðinu liggur. Það er sitt
hvað, konungsríkið Danmörk og Dan-
merkurríki. Konungsríkið Danmörk
* Auðk. af höf.
táknar land hinna dönskumælandi
þegna, en Danmerkurríki öll lönd rík-
isþegnanna. Og af því leiðir, að vér
eigum sem aðrir ríkisþegnar hlutdeild
í ríkisráðinu.
í þriðja lagi er til óræk, söguleg sönn-
un fyrir því, að hið sérstaka löggjafar-
vald vort hefur gert ákvæði um stofn-
un, sem engu síður mætti heita dönsk
en rfldsráðið. Eins og vikið er á að
framan, er löggjafarvald Dana síðan
1849 1 höndum konungs og ríkisdags-
ins. En hjá oss var það í höndum
konungs eihs, þangað til stjórnarskráin
gekk í gildi. Og þó hefur löggjafar-
vald vort, sem sé konungur, í 2. ákvörð-
uninni um stundarsakir aptan við stjórn-
arskrána, skyldað hœstarétt til að fara
með og dæma mál þau, sem höfðuð
verða móti ráðherranum fyrir stjórn-
arskrárbrot án þess að ríkisvaldið hafi
átt nokkurt atkvæði þar um. Að vísu
stendur í 3. gr. stöðulaganna svoköll-
uðu frá 2. janúar 1871, að „engin breyt-
ing (verði) gerð á stöðu hæstaréttar
sem æzta dóms í íslenzkum málum,
án þess að hið almenna löggjafarvald
ríkisins taki þátt í því“. En með því
er hæstarétti ekki fengið einkadóms-
vald í málum móti ráðherranum, sbr.
orðið „œsta dóms“, enda getur þar ekki
verið átt við stjórnarskrárbrot, því að
stjórnarskráin varð fyrst til fullum 3
árum seinna.
Fyrsta sönnun yfirdómarans er því
dottin um koll.
Þá kemur önnur sönnun hr. J. J.,
og hún er sú, að orðalagið á ríkis-
ráðsákvæðinu í frumvarpinu: „skal . . .
fara, svo opt sem nauðsyn er á, til
Kaupmannahafnar til þess að bera upp
fyrir konungi í ríkisráðinu lög og mik-
ilvægar stjórnarráðstafanir", bendi til
þess, að hér sé ekki um nýmæli að
ræða; það hefði átt að vera orðað
„einhvernveginn á þessa leið: Ráð-
gjafi íslands skal hafa rétt til að bera
sérmálin upp í ríkisráði Dana".
Þetta er, eins og hver maður sér,
ekki annað en meinlaus hártogun. Hr.
J. J. dregur af því, að ákvæðið er ekki
sérstök málsgrein, þá ályktun, að ekki
geti verið um nýmæli að ræða. En
það er hvorttveggja, að í lögum vor-
um er ómögulegt að finna neitt sér-
stakt form fyrir því, hvernig eigi að
orðfæra ný ákvæði, enda má benda á
mörg nýmæli, mýmörg, sem ekki koma
fram í sérstakri málsgrein. Eg læt
mér nægja að benda á nýju verðlags-
skýrslulögin frá 6. nóv. 1897, sem hr.
J. J. hefur átt atkvæði um, bæði sem
löggjafi og setn glöggur og óvilhallur
dómari. Aður en þau gengu í gildi,
bjó hreppstjóri og prestur, hvor í sínu
lagi tii verðlagsskýrslu fyrir hreppinn,
en nýju lögin bættu við 3. manninum,
og gerðu það með innskotssetningu.
í öðru lagi hefði orðalag hr. J. J.
að eins heimilað ráðherranum að sitja
í ríkisráðinu, en ekki slegið því föstu,
svo sem tilgangur stjórnarinnar var,
að hann skyldi eiga þar sæti. Hefði
orðalagið átt að sýna, svo að ekki yrði
út úr snúið, að hér var verið að lög-
leiða nýmæli, hefði átt að orða þaðá
þá leið, að ráðherrann skyldi hér eptir
bera málin upp í ríkisráðinu, en það
hefði verið hortittur, því að það þarf
ekki að taka fram, að lög nái ekki
aptur fyrir sig. Þau gera það aldrei,
nema því að eins, að það sé tekið
fram með berum orðum.
Vonandi er því 2. sönnunin farin
sömu leið og sú fyrsta.
Þá kemur 3. sönnun hr. J. J., og
hún er sú, að gildi grundvallar-
laganna fyrir sérmálin sé skýrt hald-
ið fram í ástæðum stjórnarinnar
fyrir frumvarpinu. Hann segir, að þar
sé því haldið fram, að það sé „stjórn-
lagaleg nauðsyn", að sérmáiin séu flutt
í rfkisráðinu, sbr. bls. 30, og á bls.
32 segir hann, að stjórnin lofi ekki
öðru, en að dönsku ráðgjafarnir skuli
láta íslenzka ráðherrann hlutlausan,
meðan hann færi ekki í bága við
danska pólitík" .*
Um þessa sönnun er þess fyrst að
geta, að hún ber ofmikinn keim af
prokuratornum, en of lítinn af dómar-
anum. Maðurinn fer ekki rétt með
orð stjórnarinnar. Það stendur ekki
í ástæðunum, að það sé „stjórnlaga-
leg“ nauðsyn, að sérmálin séu flutt í
ríkisráðinu. Það stendur „stjórnar-
farsleg* nauðsyn, og þau orð geta vel
att við venjuna. Það er heldur ekki
minnst á „danska pólitík“ í ástæðun-
um. Þar stendur, að „auðvitað gæti
ekki komið til mála, að nokkur hinna
ráðgjafanna færi að skipta sér af neinu
því, sem er sérstaklegt málefni ís-
lands" .* Og þau orð verða ekki teygð.
eins og danska pólitíkin yfirdómai;ans.
„Sérstakleg málefni íslands" eru svo
skýrt ákveðin í stöðulögunum, sem
mest má verða. Þeim er þar enda
skipt niður í 9 flokka.
Það er þvert á móti sagt í ástæð-
unum, neðst á bls. 4 og efst á bls.
I 5, að dönsku ráðherrarnir eigi ekki
að gæta annars en þess tvenns, að
mál þau, er ráðherra vor vildi hafa
fram „stofnaði eigi eining ríkisins í
hættu“ né skertu „jafnrétti allra danskra
ríkisborgara".
í annan stað skal eg geta þess, að
þó að hægt væri að fá ályktun hr. J.
J. út úr athugasemdunum með því að
rangfæra þær og nauðga málinu á
þeim, yrðu athugasemdirnar aldrei til-
færðar sem sönnuu fyrir gildi grund-
vallarlaganna. Þær hafa aldrei verið
lagðar undir úrskurð þingsins, og eru
f rauninni ekkert annað en röksemda-
leiðsla ráðherrans.
Þriðja sönnunin er því ekki þyngri
á metunum en hinar.
Og þá kemur 4. og seinasta sönn-
unin og hún er sú, að ráðherra vor eigi
að „bera ábyrgð fyrir ríkisþinginu
danska fyrst og fremst", hann sé
„danskur grundvallarlagaráðgjafi", sem
eigi „heima" í Danmörku. Þetta vetð-
ur nú reyndar ekki talin sönnun, því
að því er slegið fram alveg órökstuddu,
* Auðk. af höf.