Þjóðólfur - 11.04.1903, Blaðsíða 2
6
sjá bls. 33. En þó skal eg gera hr.
J. J. það til geðs, að fara með það
sem sönnunartilraun af bans hendi og
leiða gagnrök að því, að það er stað-
laus sleggjudómur.
Mér er óskiijanlegt, hvernig lögfróð-
Uf fiiaður getur haldið því fram án
þess að roðna, að ráðgjafi vor eigi
heima í Danmörku, þó að hann komi
þangað tvisvar á ári annaðhvort ár.
Sýslumenn eiga eins og kunnugt er,
að þinga í hverjum hreppi einu sinni
á ári, og eptir því ættu þeir að eiga
heimili á hverjum þingstað. Eptir því
ætti mér að vera löglega stefnt t. d.
á Hellum í Breiðuvíkurhreppi. Þetta
er svo fjarstætt, að eg er viss um, að
hr. J. J. frávísaði strax slíkri stefnu
sem ólöglegri.
Og jafnfjarstætt er hitt, að ráðgjafi
vor verði danskur grundvaliarlagaráð-
herra, þegar ríkisráðsákvæðið í heima-
stjórnarfrumvarpinu er orðið að lög-
um. Að minnsta kosti kemur það
ekki vel heim við það, sem hr. J. J.
segir á bls. II. Þar er hann „Corp-
us juris“, sem varði ríkisráðssetuna
fastast í ísafold 1897, samdóma um
að ráðherrann eigi að halda því fram,
að hann sitji í ríkisráðinu „samkvœmt
stjórnarskrá vorri einni, en ekki sam-
kvœmt grundvallarl'ógum Dana“ .* Hafi
nú ráðherra vor réttilega getað haldið
þessu fram hingað til, enda þótt ekk-
ert ákvæði í þá átt finnist í stjórn-
arskránni, ætti hann sannarlega ekki
síður að geta haldið því fram, að hann
sitji þar samkvæmt stjórnarskránni,
eptir að búið er að taka ákvæðið upp
í stjórnarskrána. Ráðherra vor verð-
ur hér eptir heimilisfastur á íslandi,
hann tekur laun úr landssjóði, hann
fer eingöngu með íslandsmá! og verð-
ur vafalaust skipaður af íslenzku stjórn-
arvaldi, þ. e. konungi með undirskript
næsta íslandsráðherra á undan, og þó
á hann að heita „danskur ráðherra",
bara af því að hann þarf að leita stað-
festingar koríungs í sumum málum.
Hr. J- J- gæt> eptir því alveg eins
heitið danskur yfirdómari og öllu frem-
ur, því að hæstiréttur getur bæði stað-
fest og ónýtt dóma hans.
Og alveg er mér óskiljanlegt, hvern-
ig hr. J. J. getur haldið því fram í
alvöru, að ráðherra vor verði að bera
ábyrgð fyrir ríkisþinginu, ef heima-
stjórnarfrumvarpið verður að lögum.
Það er þvert á möti útilokað með
heimastjórnarfrumvarpinu Eptir nú-
gildandi stjórnarskrá og valtýskunni
1897, sem hr. J. J. varði með svo
miklum vaskleik, var það hinsvegar
mögulegt. í 3. gr. stjórnarskrárinnar
stendur svo : „Alþingi kemur fyrir sitt
leyti ábyrgð fram á hendur ráðherr-
anum ..." Og samskonar ákvæði
var í valtýskunni 1897. Þar var um
opnar dyr inn að ganga fyrir ríkisþingið
eða réttara sagt fyrir þjóðþingið, neðri
málstofu ríkisþingsins. Ogþó segirhr.J.
J. um það frumvarp á þingi sbr. Alþt.
1897 B. bls. 678: „Og eitt hið greini-
legasta dæmi þess, að það sé játað,
að Island hafi sérstök landsréttindi,
það er, að grundvallarlögin ekki gildi
þar á sama hátt og í öðrum ríkishlut-
um Danaveldis, er það, að ráðgjafi
íslands ber ábyrgð fyrir alþingi ís-
lendinga* og á að mæta í þeim ábyrgð-
armálum fyrir sérstökum dómi, hæsta-
rétti ríkisins" og á öðrum stað á sömu
bls. segir hann : „Það er því að eins
misskilningur að ætla, að eigi verði
komið fram ábyrgð á hendur ráð-
gjafanum þótt hann sitji í ríkisrhðinu" .*
En nú þegar dyrunum fyrir þjóðþing-
inu er lokað, þegar orðin „fyrir sitt
leyti" eru felld úr heimastjórnarfrum-
varþivu, á ráðherra vor, að „bera á-
byrgð fyrir ríkisþinginu fyrst og fremst".
Lítur hún svona út, hin marglofaða
samvizkusemi og lögspeki yfirdómar-
ans ?
Sannanir hr. J. J. eru þannig vænt-
anlega að velli lagðar. En þó að þær
hefðu ekki verið svo fráleitar, sem
raun er orðin á, hefði þó engan veg-
inn verið sannað með þeim, að hið
nýja ríkisráðsákvæði hefði lögleitt
* Auðk. af höf.
grundvallarlógin óll, svo sem hann
hefur haldið fram. Það sér strax
hver maður, sem hefur glætu af heil-
brigðri skynsemi, að með því ákvæði
gæti ekki verið lögleiddur annar eins
lagabalkur og grundvallarlögin eru,
95 greinar alls og innihaldandi mjög
svo margbreytilegt efni. Eða ætti 4.
og 5. kafli þeirra, kaflinn um ríkis-
þingið danska, t. d. líka að gilda á
íslandi ? En af því að grundvallar-
lögin gilda hér ekki öll, leiðir beinlín-
is að ekkert af þeim, ekki ein einasta
grein þeirra getur gilt hér. Eða hver
ætti að tiltaka, hvað gilti og hvað ekki
gilti ? Það yrði handahóf eitt úr því,
ef að vinsa ætti úr þeim greinar, er
gilti hér.
Það getur ekki komið til nokkurra
mála, að nokkur grein þeirra gildi
hér á landi. í hæsta lagi yrði það
ráðið af hinu margnefnda ákvæði, að
15. gr. grundvallarlaganna og upphaf
16. gr. gilti fyrir flut?nng málanna í
ríkisráðinu. En 15. gr. hljóðar svo :
„Raðherrarnir í sameiningu mynda
ríkisráðið og tekur ríkisarfinn sæti í
því, þegar hann er orðinn fullveðja.
Konungur hefur forsæti í því nema
þegar svo stendur á, sem gert er ráð
fyrir í 7. og 8. gr.“ Og upphaf 16.gr.
er á þessa leið: „Ræða skal í ríkis-
ráðinu öll lög og mikilvægar stjórn-
arráðstafanir".
Þessar reglur lúta að meðferð mál-
anna í ríkisráðinu. Þær eru fiokkurs-
konar þingskóþ fyrir það. Og eg sé
oss enga hættu búna, þó að þœr giltu
fyrir meðferð mála vorra, enda sæti
sízt á hr. J. J. að gera mikið veður
út af því. Hann segir sjálfur á bls.
11 : „og þessi staður (í ríkisráðinu)
getur verið heþþilegur* vegna eptirlits
þess með takmörkum sérmálasvæðisins
gagnvart alrikinu, sem vér íslendingar
að sjálfsögðu viðurkennum, að alríkis-
stjórnin þurfi að hafa".
En nú vill svo vel til, að það verð-
ur ekki einu sinni sagt.
Ákvæðið, sem menn þykjast hræð-
ast svo mjög í heimastjórnarfrumvarp-
inu, er á þessa leið : „Hann (0: ráðherr-
ann) skal hafa aðsetur í Reykjavík, en
fara svo opt, sem nauðsyn er á til
Kaupmannahafnar, til þess að bera
uþp fyrir konungi í ríkisráðinu* lög
og mikilvægar stjórnarráðstafanir".
Það • sér hver maður, að þetta á-
kvæði er orðað allt öðruvísi en upp-
haf 16. gr. í grundvallarlögunum. Ept-
ir ákvæðinu hjá oss á ráðherrann við
konung einan. Eptir grundvallarlaga-
ákvæðinu á að ræða málin í ríkisráð-
inu, og það verður ekki skilið á ann-
an veg, en að allir, sem þar eiga
sæti, megi leggja til hvaða máls sem
er. Hefði dönsku ráðherrunum verið
ætlað að láta- sérmál vor til sín taka
á sama hátt og dönsk mál, hefði vafa-
laust verið tekið eins til orða í frum-
varpsgreininni og gert er í grundvall-
arlagagreininni.
Ákvæði frumvarpsgreinarinnar er
svo sjálfstætt, að það þarf ekkert að
sækja til grundvallarlaganna. Og það
er svo einskorðað, að dönsku ráðherr-
arnir mega því að eins taka fram
í fyrir ráðherra vorum, að hann
annaðhvort stofnaði ríkinu í hættu eða
réðist á jafnrétti Dana. Geri ráðherra
vor það, er hinum ráðherrunum skylt
að leiða athygli konungs að því, ekki
af því að það er áskilið í athuga-
semdunum við frumvarpið, heldur af
því að landið er „óaðskiljanlegur hluti
Danaveldis".
Vér þurfum því ekki að óttast það,
að ríkisvaldið þröngvi kosti vorum,
meðan lög vor og stjórnarráðstafanir
halda sér innan vébanda sérmálanna.
Og sérmálaflokkarnir eru svo skýrir,
að það ætti að vera vorkunnarlaust
fyrir þing og stjórn að halda sér inn-
an þeirra. Sérmálasvæði vort er auk
þess svo yfirgripsmikið, að vér getum
náð fullum þjóðþrifum, ef vér förum
vel meðsérmálin, þótt vér ekki seilumst
eptir svökölluðu sameiginlegu málun-
um.
Ráði þing vort og stjórn úrslitum
mála vorra, má oss því nær á sama
standa, hvar þau eru lögð undir úr-
skurð konungs.
Og í öllu falli versnar hagur vor
* Auðk. af höf.
ekki, þótt það sé tekið upp í frum-
varpið, því að eins og allir vita, hafa
sérmál vor allt til þessa dags verið
borin upp í ríkisráðinu, og mundu eins
og allir kannast við, hafa verið borin
þar upp framvegis, enda þótt það
hefði ekki verið áskilið í frumvarpinu.
Það er enda viðfelldnara, að sérmál
vor séu borin upp í ríkisráðinu lögum
samkvæmt, en lögum gagnstætt, eins
og hingað til hefur átt sér stað.
Vér höfum og ólíkt öflugri tök á
þessu ákvæði, er það er komið í lög
vor, ef það kynni að reynast illa. Þá
getum vér fellt það úr, eins og vér
nú tökum það upp. Hingað til höf-
urn vér ekki náð til þess, og sá óvin-
ur er jafnan hættulegastur, sem maður
nær ekki til.
Þess verður og vel að gæta, að
Danir eiga sömu þegnréttindi hér á
landi eins og vér, sem og þess, að
skaðinn mundi skella á þeim, ef vér
gengjum of nærri rétti annara þjóða,
þjóðaréttinum svokallaða, og því er
ekkert eðlilegra, en að þeir áskilji sér
færi til að geta haft gætur á gerðum
vorum.
Þetta viðurkennir Ifka hr. J. J. á bls.
II, en honum sem öðrum „föðurlands-
vinum" hefur láðst, að kofna með til-
lögu um, hvernig þvf eptirliti skyldi
vera háttað, ef ríkisráðsákvæðið yrði
fellt burtu.
Eg spyr: Hvernig á eptirlitið þá
að vera ? Leysi þeir úr sem geta.
Eg get það ekki —
Eg get vel skilið, að ungir tilfinn-
ingasamir menn setji þetta ákvæði
fyrir sig, úr þvf að svo ólíklega fór,
að lögfróðir menn gerðu það einu
sinm að öíWdeiluefni.
En eg get með engu móti skilið,
að rosknir, lögfróðir menn vilji leggja
út í langa, vonlausa baráttu út af jafn-
meinlausu ákvæði nú. ■— Það hefði
horft öðruvísi við, að fella það úr í
fyrra, en að fella það burtu nú, tel eg
ganga brjálsemi næst.
Hægrimannastjórnin hefur sagt oss,
hve mikið hún vildi veita oss mest.
Vinstrimannastjórnin hefur líka gert
það. Hvorug vill sleppa ríkisráðsá-
kvæðinu, og það eru engar Ifkur til
að aðrir stjórnmálaflokkar komist til
valda í Danmörku um langan aldur.
Eptir hvaða stjórn eigum við þá að
bíða ? Líklega eptir stjórnleysingjum.
Þeir einir fengjust til að láta oss sigla
vorn eigin sjó eptirlitalaust.
Það er annars sorglegur skollaleik-
ur, sem hér er verið að leika. Þeir
menn, sem varið hafa ríkisráðssetuna
með mestum vaskleik hingað til, berj-
ast nú með hnúum og hnjám á móti
henni. Rétt eins og vér, sem erum
margar aldir á eptir öllum öðrum sið-
uðum þjóðum, gætum ekkert þarflegra
haft fyrir stafni, en að rífast um orð-
in ein. Annað er hér ekki bariztum.
Og til þess að koma ár sinni sem
bezt fyrir borð, blása þessir menn nú
að hatrinu gegn bræðraþjóð vorri,
Danahatrinu, sem mátti heita útkuln-
að, með því að hrópa á „uppgjöf lands-
réttinda", með því að sá því út, að
Danir séu að „fordanska" oss með
þessu og þar fram eptir götunum. Og
þetta gera þeir vísvitandi, vitandi sem
er, að það er hægra að vinna við-
kvæmt hjarta, en heilbrigða skynkemi.
En vonandi verður þeim ekki kápan
úr því klæðinu. íslendingar eru engu
óskynsamari en þeir eru viðkvæmir,
enda á skynsemin, köld og langsýn
betur heima í pólitíkinni, en tilfinning-
in, heit og nærsýn.
Pólitisk ruslakista.
Það verður æ berara og berara hið póli-
tiska háttalag Isafoldar, hvert hennar
markmið er eiginlega í stjórnarskrármál-
inu.
Frásögn hennnr af pólitiska borgara-
fundinum hér 1 Reykjavík 1. apiíl sýnir
allgreinilega, hvað undir býr.
Það undrast enginn nú orðið, þótt hún
rangsnúi öllu, sem fer fram á opinberum
mannfundum, það er gamall vani; það
undrast heldur enginn, þótt hún viðhafi
ruddaleg og rótarleg orðatiltæki um kjós-
endur bæjarins og fundi þeirra, því að
það er líka gamall vani, sem kjósendur
kunna að meta.
En úr því að hún er alltaf annað veifið
að leitast við að telja þjóðinni trúum, að
hún vliji, að næsta þing samþykki óbreytt
stiórnarskrárfrumvarpið 1902, þá undrast
menn það, að hún skuli leggja sig eins í
framkróka og hún gerir nú f 16. tölubl.,
að óvirða og draga dár að gerðum þeirra
manna á fundinum, sem héldu svörum
uppi fyrir aðgerðum alþingis 1902, sem
vörðu þann málstað, sem hún sjálf þyk-
ist fylgja, — en hælir hinum á hvert
reipi, sem lýstu gerðir þingsins landráð,
og krefjast þess, að þær verði ónýttar á
næsta þingi, — haugar lofgerð á þá fyrir
frammistöðu sína, sem halda fram málstað,
sem hún kallar »sérkreddu«, smarghrakið
og sundurtætt dót«, og hún þykist sjálf
vera á móti.
Það verður æ fleira og fleira, sem kem-
ur því upp um Isafold, hvert hún er að
stefna. Það skín æ betur og betur í gegn
um götóttu flíkina, að hún vill brugga
frumvarpinu 1902 banaráð, náttúrlega til
þess að komaað óskabarninu, frumvarpinu
fræga frá 1901. Hún brosir fyrst blítt til
»Landvarnar«, klappar svo »i2-köngun-
um« og stingur dúsum upp í þá. Þeir
eru himinlifandi, ofsækja heimastjórn-
arflokkinn f gríð og ergi, og nudda sér
upp við Isafoldarliðið; þeir eru því sam-
herjar.
Svo er kakan bökuð.
Isafold kveður tipp úr með að skora á
lið sitt, að kjósa Jón Jensson á þing, hinn
svæsnasta lögstirfing og stækasta mótstöðu-
mann allrar heimastjórnar, hann, sem
sýndi það á Reykjavíkurfundinum í fyrra-
sumar, að hans pólitiska »ídeal« er valtýsk-
an frá 1901, — en sem Isafoldarliðið
þorði þ á ekki annað en reka úr félagi
sínu.
Þennan sama, burtrekna og útskúfaða
Jón tekur nú ísafold upp á arma sína
aptur, — hann átti eiginlega alltaf heirna
í hennar pólitisku ruslakistu.
En þetta þarf að fóðrast, því að stjórn-
in hafði lagt frumvarp fyrir þingið 1902
og spurt: »Vi 1 jið þér þetta«? Og þingið
hafði svarað í einu hljóði: »Já,, þetta vilj-
um við«, og Isafold hafði svarað: »Já,
þetta vil eg«, og enginn mun svo »djarf-
ur«, að vilja það ekki.
Síðan skorar stjórnin og stjórnarskráin
á alla kjósendur þessa lands, að segja nú
til, hvort þeir vilji nú þetta fyrir al-
v ö r u . Þá rís Isafold upp og segir við
kjósendur: »Eg býst nú hálfpartinn við,
að enginn verði svo »djarfur« út um land-
ið, að þora að segja annað en »jd«, en
þér, kjósendur hér í Reykjavík, höfuðstað
landsins, þar sem aðal pólitiski kjarkur-
urinn ér saman kominn, sýnið þér nú,
að þér séuð »djarfir« og segið beinhart,
blákalt: »nei«, þetta frumvarp samþykkj-
um við aldrei«. Veljið þann mann á
þing, sem hrópar þennan vilja ykkar skýrt
op skorinort, utan þings og innan fyrir
þjóðinni og stjórninni«.
Það þarf kjark til að svara stjórnar-
skránni og stjórninni »nei«, þegar maður
af fastri sannfæring hefur nýlega svarað
»já«.
Það þurfti því’ að smyrja svona bita,
til þess að geta fengið vini sína til að
kyngja honum.
Hún huggar því vini sína og flokks-
bræður með því að segja þeim : » 'að gerir
ekkert til, það tekur enginn mark
áþví sem þiðsegið. Aðalatriðið
er, að geta bætt einum við í ruslakistuna.
Ef hún verður nógu full, koma tímar,
koma ráð«.
Og loksins nú síðast allt hólið um þá,
sem fella vilja frumvarpið 1902, hversu
þeim hafi »sagst vel«, en hinir sskammta
súrmjólk«, »hauga brigzlum« og »halda
ræður út ( hött«, sem verja gerðir þings-
ins 1902 og vilja svara stjórninni ogstjórn-
arskránni með »já«.
Og þrátt fyrir allt þetta lttur svo út,
sem blaðið ætlist til þess enn, að þjóð-
in og stjórnin trúi þvf, að það sé einlæg
ósk þess og flokksbræðranna, að samþykkja
frumvarpið óbreytt.
Hvernig í ósköpunum getur flokksstjórn-
in ímyndað sér, að nokkur geti borið hið
allra minnsta traust til þess flokks, sem
ekkert sýnir annað en tvíveðrungsskap og
siálfs sfn sundurþykki einmitt í aðalvel-
ferðarmáli þjóðarinnar ?" 5“''
Skyídi ekki hinum vitrari rmönnum í
flokknum, þeim mönnum, sem vilja hreina
og heiðarlega pólitík, ofbjóða annað eins
og þetta?
Skyldu Islendingar ekki hlakka til að
fá hinn fyrsta sérstaka ráðgjafa sinn úr
flokki þeirra manna, sem byrja á þvf, að
svíkja grundvöll sinnar eigin stefnuskrár?
Hugsazt gæti, að stjórnina (konung og
núverandi ráðgjafa Islands) mundi væma
við, að sækja hinn fyrsta sérstaka ráð-
gjafa íslands ofan í slíka pólitiska rusla-
kistu. H é ð i n n.
Prentsm. Þjóðólfs.