Þjóðólfur - 01.05.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.05.1903, Blaðsíða 2
70 vallaskólahússins á þinginu 1901, sbr. lýsingu hans á því 1902. Það getur ver- ið, að Stefán sé framfaramaður í munnin- um, en mestur er hann líklega þar. En þótt við Skagfirðingar margir séum ó- menntaðir og einfaldir, þá mun það naum- ast rétt, að við stöndum gapandi af að- dáun, hvenær sem Stefán lýkur uppmunni sínum, eins og við höfum heyrt eptir hon- um, sem líklega á að sýna, að honum sé létt verk að leiða þessa einfeldninga í hring eptir vild sinni með eintómri mælgi. En brugðizt getur það nú samt. Og geta má þess, að mörgum okkar þykir ferða- kostnaðarreikningur Stefáns frá síðasta þingi harla ríflegur, enda mun honum vera sýnt um, að semja slfka reikninga. Að minnsta kosti hef eg heyrt getið um, að hann hafi fyrri reiknað hátt ferðir sfnar, því að skilorður rnaður sagði mér, að hann hefði séð »kvitteraðan« reikning frá honum, þarsem hann hafi sett 180 kr. ferða- kostnað frá Möðruvöllum að Hólum til skoðunargerðar á skólabúinu. Og við Skagfirðingar þekkjum að minnsta kosti, hversu þessi vegur er langur. En þótt Stefán sjálfur meti persónu sína hátt, þá er ekki víst, að allir geri það. Og svo er fyrir þakkandi, að við Skagfirðingar eigum ýmsa ínnanhéraðsmenn, sem við metum eins mikils og kennarann á Möðru- völlum, og höfum miklu betra traust á, til að fylgja okkar málum af alhug og einlægni, þótt ef til vill séu ekki jafn tungumjúkir á mannfundum, og loforða- liðugir við kjósendur, eins og Stefán. Við þurfum alls ekki að seilast út fyrir kjör- dæmið til að fá mann í fulltrúasætið, er við treystum tii að skipa það betur en St. fyrir flestra eða allra hluta sakir, mann, sem kunnur er að sjálfstæði, drengskap, hreinlyndi og fölskvalausum framfaraá- huga, ekki að einsí o r ð i, heldur einn- ig í verki. Ogþessi maðurerhr. Fló- vent Jóhannsson skólabústjóri á Hól- um, ungur maður, ötull og efnilegur. Mun þess hafa verið farið á leit við hann af mörgum, að hann gæfi kost á sér til þings, og mun hann hafa tekið því líklega, svo að við væntum þess fastlega, að hann geri það, endaefast eg ekki um, að hann fái mjög mikið fylgi, og ætti að verða Stefáni skeinuhættur, ef nokkur dugur er í Skagfirðingum. Skall hurð nærri hæl- um síðast, að St. yrði útilokaður frá þing- mennsku, en nú gæti svo farið, að það tækist að loka hann heima, og mundi sá hnykkur óvíða mælast illa fyrir, enda lít- ill hnekkir fyrir þing og þjóð. En dr. Valtýr mundi þá klæðast í sekk og ösku við missi þessa kæra fóstbróður síns og fylgispakasta jábróðurs fyr og síðar«. Fjósið á Hólum í Hjaltadal. í 22. tölubl. „Norðurlands" sýnir amt- maðurinn fyrir norðan, hve ógeðfellt honum er, ef blað þeirra félaga eða amtsráðið yfir norðuramtinu, fær eigi óhindrað að fara með dylgjur, er miða að því, að niðra verk- um annara. Hvað skýrslurnar snertir, þá var sú venja, að afrit af búreikningum og öðrum skýrsl- um skólabúsins á Hólum, var sent til endur- skoðenda og síðan til amtsráðsins, er lagði fullnaðarúrskurð á máhð, og hefi eg því talið víst, að þar væru öll þau skjöl geymd, þar sem þau voru eign amtsins, er var og er yfirráðandi skólans. Um þetta skal eg þó eigi deila, en hitt er víst, að þegar eg fór frá Hólum vorið 1896, eða þegar skólinn hafði staðið þar 14 ár, þá var frumritið til af öllum mjólkur- skýrslum yfir allan tímann, og var geymt í töflubókum skólans, og stóð því undir um- sjón og yfirráðum amtsins. Eigi get eg skilið, að skýrslum þessum hafi síðan verið glatað, og sízt af öllu, að það hafi verið gert til hlífðar við mig. Það getur verið villandi, hvernig fjósinu er lýst, en þegar þess er gætt, að milli mæni- ásstoða voru tvennar rúmgóðar jötur og all- breiður gangur milli þeirra, þá styttist bilið milli mæniáss og hliðaráss eigi Iítið. En eins og eg tók fram í grein minni, þá varð eg að hafa risið þar á milli minna en eg hefði kosið, sökum þess, að viðirnir voru ofstuttir. En þegar það er athugað, að ris- hæðin er þó 2 al. á liðlega 4 al. hafi, þá þekkja margir, að þegar þök eru vel lögð og orðin vel grasgróin er eigi á Norður- landi svo hætt við að þau leki. — Eg segi ekki í „Norðurlandi", því að þar er risið hátt, en lekur ejgi að síður. En hér er eigi að ræða um þetta, heldur hvort það er satt eða ósatt, að fjósið, sem eg byggði á Hólum, hafi „reynst afarilla og þessvegna hafi kýr verið á Hólum í mjög bágu lagi“. Amtmaður rengir orð mín viðvíkjandi fjósinu, og ber fyrir sig, að hann hafi hlust- að á menn, sem sagt hafi hið gagnstæða, og væri því vert fyrir hann, að rannsaka, eptir skýrslunum, hvort þessir menn hafi eigi verið með „Marðareðlinu". Af því að eg var hér dómari í minni eig- in sök, gat eg ekki búizt við, að mér yrði almennt trúað, og þessvegna óskaði egept- ir réttum útdrætti úr mjólkurskýrslunum, því þær hljóta að segja hið sanna um það, hvernig kýrnar reyndust. Allir, sem nokkra þekkingu hafa í þessu efni, vita, að því betri sem kýrnar eru, því viðkvæmari eru þær fyrir öllu, og að mjög fátt hefur jafn- skaðleg áhrif á nythæð þeirra, sem leki í fjósi._ Eg þori óhikað að taka svo djúpt í ár- inni, að síðari árin, sem eg var á Hólum, reyndust kýr þar betur, en á flestum eða öllum binum stærri kúabúum hér á landi, og þó var það eigi fyrir þá sök, að góðar kýr væru keyptar að, heldur að eins fyrir umbætur og heppilegt val af þeim stofni, er var á Hólum, þegar eg tók við skólanum vorið 1888. Ef þetta er satt, þá er það ó- satt, að kýr hafi reynst i vijög bdgu lagi á Hólum. En þeir, sem vilja hrekja þessi orð mfn, verða að gera það með áreiðanlegum skýrslum, en eigi með röngum sögnum. Amtmaður segir: „Þegar Jósef tók við af Hermanni voru viðirnir orðnir svo fúnir, að þakið þoldi eigi sinn eigin þunga". Eg hefi áður fært eðlilegar ástæður fyrir þessu, en allt fyrir þetta er þó fjósið látið eiga sig hátt á fjórða ár, frá því að eg fór, þar til nokkuð af þakinu datt inn, „og var mildi að kýrnar, sem inni voru, biðu eigi bein- brot eða bana", segir amtmaður, og þó þol- ir hann alls eigi, að eg nefni þetta „van- rækslu eða miður góða hirðingu". Ósatt er það hjá amtmanninum, að eg kasti steini að Jósef, eða hallmæli honum fyrir þetta. Eg lagði engan dóm á það, hvort sökin væri hjá honum, eptirlitsmanni, amtsráði eða formanni þess. Því ástæðm minni eru dylgjur amtmanns í minn garð um Jósef. Eg mótmæli því líka fastlega, að eg hafi nokkru sinni borið út ósannan óhróður um þann mann, enda aldrei haft minnstu hvöt til þess. I þessu máli sannar það ekkert, hvað Guðm. læknir Hannesson hefur ritað um þekkingu á byggingum. Því mótmælir eng- inn, að þekking í þeim efnum sem öðrum er ómissandi, en eigi er hún einhlít, ef efn- ið vantar, og muh hiö sama gilda, þótt hún sé útlend. Jafnlítið sönnunargildi hefur það fyrir nyt- hæð kúnna og líðan þeirra í fjósinu á Hól- um, hvað nánustu fylgismenn mínir „setja saman um" amtmann. Þingeyium 7. marz 1903. Hermann Jónasson. Fátieyrð þrælmennska er það, sem frétzt hefur um, að framin hafi verið á niðursetningi nokkrum, 10 ára gömlum dreng, í Skaptárdal, efsta bæ og austasta á Sfðunni í Skaptafellssýslu. Drengur þessi að nafni Páll Júlíus Páls- son (Hanssonar) sonarson Hólmfríðar Páls- dóttur (systur Lárusar homöopata) hafði síðastl. fardagaár verið niðursetningur í Hörgsdal, en fór að Skapárdal næstl. vor, því að bóndinn þar, Oddur Stfgsson, (frá Brekkum í Mýrdal) hafði boðizt til að taka hann fyrir 30 kr. minni meðgjöf. Piltur þessi varð bráðkvaddur 26. marz síðastl. lin með því að kvis hafði kom- izt á um iila meðferð á honum, lét sýslu- maður, er hann fékk tilkynningu frá hreppstjóra um látið, sækja bóndann og líkið um illan veg og 1 ófærð mikilli. Var líkið svo skoðað af 2 læknum Bjarna Jenssyni og Þorgrími Þórðarsyni, oglýstu þeir því yfir, að það bæri ljósan vottum viðurværisskort. Var líkið svo horað, að telja mdtti beinin í pví d löngu fœri, en svórt kolbrandssdr voru inn i bein d bdðum stóru tánum, eyrun rifin og klótuð, en bak- ið skaddað og blóðrisa eptir barsmfð. Mælt er, að húsbóndinn hafi loks játað fyrir sýslumanni, að hann hefði misþyrmt drengnum. Sannist þáð, sem talið er vafalaust, að drengurinn haii dáið úr hor og misþyrmingitm, mun húsbóndi hans eða hjónin bæði fá vist 1 hegningarhús- inu um hríð, enda verðskuldar slík þræl- mennska harða hegningu. En sem betur fer, munu lfk dæmi mjög fátíð orðin á þessum tímum. Aður fyrrum var þetta miklu algengara og þá sjaldan hart á því tekið. Piltur þessi hafði verið fremur efnilegtir, en dálítið baldinn að sögn, en það afsakar ekki jafn óhæfilegt hátterni húsbændanna. (Tekið eptir bréfi úr Skaptafellssýslu). Húnavatnssýsln (Skagaströnd) 15. apríl, Tíðin hefur yfirleitt verið mjög vond; síð- an fyrir jól í vetur sífelldar hríðar, rok og umhleypingar og nú upp á síðkastið einlæg- ir norðanbrunasteytingar, og hríðarveður á hverjum degi. Nú er og ísinn tekinn að reka hér inn flóann, sáust fyrstu jakarnir nú í dag og fjölga óðum, en hve mikill hann er verður ekki sagt enn, en þó er nýkom- inn hér maður norðan úr Laxárdal, sem fór hér yfir fjöllin í gær, og sagði fullt af hafís að sjá úti fyrir Skagafirði. Lftur allilla út, ef ísinn er mikill, því búast má við, að hann liggi lengi fyrst hann er svona seint á ferð- inni. Hér í sýslu hefur — eins og annarsstað- ar — gengið megnt kvef ogkíghóstií vetur. Hafa nokkur börn dáið, einkum hér vestur í sýslunni, t. d. á einum bæ í Hrúta- firði, Óspaksstöðum, 2 börn á 12. og 9. ári. Einnig hafa nokkrir fullorðnir dáið og má af þeimtelja Hannes bónda Þórðarson í Galtarnesi. Hann var maður á sjötugs- aldri, 65—66 ára, og hafði búið lengi í Galt- arnesi í Vtðidal, en sá bær er rétt við þjóð- veginn og var Hannes heit. því mörgum kunnur ög öllum að góðu, enda var hann drengur hinn bezti, gestrisinn og sanngjarn í viðskiptum. Hann var gildur bóndi ávallt. Stefán bóndi á Sauðadalsá missti í vetur konu sína og dóttur, sem Margrét hét, var hún um þrítugt og talin efnilegasta stúlka. Þá hefur séra Jón Þorláksson á Tjörn misst þrjú börn sín í vetur: dóttur fullorðna og tvö börn yngri. Þá er það með tíðindum að telja, að frú Elín Eyjúlfsson hefur sagt af sér forstöðu kvennaskólans, en óráðið hver við tek- ur í hennar stað; væri óskandi, að yrði einhver, sem væri vaxin því starfi, úr því við verðum að sitja undir stofnun þessari nauðugir — viljugir. Það má og telja með tíðindum, að maður einn, Magnús búfræðingur Stefánsson frá Flögu í Vatnsdal, er að hefja „contant"- verzlun hér á Blönduósi. Hann byrjaði 1 haust er leið og fékksértöluverðar vörurmeð „Vestu", sem hann selur svo ódýrt, að slíkt er dæmalaust hér, — en lánar ekkert. Hef eg heyrt, að kornvörur séu frá 3—8 kr. ó- dýrari hjá honum en öðrum kaupmönnum, og annað þó hlutfallslega enn ódýrara. — Oska allir Magnúsi góðs gengis ( þeirri von, að þetta verði stórt spor f þá átt, að koma af lánsverzluninni og vöruskiptapranginu, sem hvorttveggja er til hins niesta niður- dreps hér sem annarstaðar. En kaupmenn- irnir gömlu líta illu auga til Magnúsar og óska honum einskis góðs; þeir kæra sig ekki um framfarir í verzlunarmálum, þótt þeir vilji fá „framsóknarmann"!! á þing. — Það má og telja spor í framfaraátt, að hér er í stofnun hrossakynbótafélag. Er Magnús í Hnausum hef jandi þess máls, og boð- aði til fundar um það með Sigurði á Húns- stöðum og sýslumanni. Var sá fundurhald- inn 4. aprfl á Blönduósi, og svo verður ann- ar fundur haldinn 20. þ. m. til þess að koma þessu á laggirnar. Gengu 20 menn í félag- ið á fyrri fundinum, en von um marga fleiri. Óska allir þessu máli framgangs, nema ef vera skyldi höfuðsmaður „fiamsóknarflokks- ins" hér í sýslunni, Árni bóndi á Geitaskarði, því hann reið heim til sín af Blönduósi kveldið fyrir fundinn og kom hvergi nærri, hafði hann þó verið þar neðra 3—4 daga fyrir fundinn. Húsbrunar. Frétzt hefur enn um 2 húsbruna, annan á Vopnafirði, hinn á Seyðisfirði, og utðu báðir sama kveldið 21. marz. A Vopnafirði brann veitingahúsið þar, eign Runólfs kaupmanns Halldórssonar, byggt fyrir 2 árum á rústum gamla veit- ingahússins, er sami maður átti og brann fyrir 3 árum. Fólkið bjargaðist með naumindum út úr eldinum, sumt á nær- klæðum einum. Vindstaðan var þannig, að logann lagði í þá áttina, sem ekkert íbúðarhús var fyrir. Næsta hús stóð 40— 50 álnir frá veitingahúsinu, og hugðu menn það í hættu um tíma, en af þv( að vindstaðan breyttist sakaði það ekkert. En veitingahúsið brann til kaldra kola. Kvað það hafa verið lágt vátryggt. Þar brann vöruforði Runólfs kaupmanns, hús- búnaður hans og húsbúnaður Bjarna veit- ingamanns Þorsteinssonar, allt óvátryggt, og var því skaði þessi allmikill, því að litlu varð bjargað. Haldið var, að kvikn- að hafi í tréspónum í smíðaverkstofu á 2. lopti. Á Seyðisfirði (Vestdalseyri) brann sama kveldið til kaldra kola húsið »Glaðheim- ur«, er fyrrum var veitingahús. Það var vátryggt fyrir 3550 kr. Bjargað varð miklu af húsmunum, en matvæli og rúm- föt brunnu. Hafði kviknað ( út frá ofn- píptt. Skipstrand. Sönnt nóttina, sem bruninn varð á Vopna- firði, strandaði þar skammt fyrir utan kaupstaðinn á svonefndu Tangarifi, verzl- unarskipið »Elinor« með vörur til Örttm & Wttlfs verzlunar. Lenti það á skeri milli brimboða, og varð mönnum bjargað í Iand á strengjum, eptir mikla erfiðis- muni, því að strengirnir slitnuðu tvisvar, þá er farið var að strengja á þeim. Varð 4 mönnum bjargað þann dag, en skip- stjóri og stýrimaður voru orðnir svo þrek- aðir, að þeir treystu sér ekki á strengjunum gegnum brimið, og var þeirn bjargað morguninn eptir. Gengu margir kaup- staðarbúar mjög rösklega fram við mann- björg þessa. Slysfarir. Hinn 8. marz urðu 2 menn úti á heim- leið úr Fljótum til Siglufjarðar. Voru kornnir yfir Siglufjarðarskarð og nálægt bæjum. Þeir hétu: Finnbogi Haf- 1 i ð a s o n bóndi í Leyningi og H e I g i Sigfússon, ókvæntur piltur, sonur bónd- ans í Skarðdalskoti. Dáinn hérí bænttm 25. f. m. Þó rð 11 r ’J or fa- son útvegsbóndi frá Vigfúsarkoti, erþar hafði ntjöglengi verið og fluttur var þaðan sjúkur 18. f. m., þá er Glasgow og Vig- fúsarkot brunnu (sbr. sfðasta blað). Hann var kominn á níræðisaldur. Faðir hans var Torfi stúdent Árnason á Mófellsstöð- um í Skorradal, ættaður austan úr Múla- sýslu, en kona Þórðar heit. var Ragn- heiður Jónsdóttir Björnssonar Stephensens sekretera Ólafssonar stiptamtmanns óg lifir hún marin sinn. Meðal barna þeirra, sem lifa, er Þorgrímur héraðslæknir á Borgum. Þórður heit. var dugnaðarmaður, skyn- samur og vel látinn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.