Þjóðólfur - 01.05.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.05.1903, Blaðsíða 3
71 Hafís á Húnafióa. Siglingar tepptar. Með hvalveiðabát, erkom af Vestfjörð- iim í gær fréttist, að »Ská!holt« komst ekki leiðar sinnar norður um land vegna hafíss á Húnaflóa. Það lagði af stað frá ísafirði 20. f. m., en komst þá ekki lengra en norður undir Horn, fór þá inn á Að- alvik og lá þar tii 22., reyndi þá aptur, en komst þá ekki lengra en að Straurn- nesi og sneri þar við til Isafjarðar og lá þar enn 27. f. m. (á mánudaginn var). Er mælt, að ekki hafi séð út fyrir ísinn við Horn af hæstu fjöllum, ög fíóirtn að innanverðu var að fyllast, því áð fregn var komin um það úr Steingrímsfirði. Er því sennilegt, að nú séu komin hafþök fyrir Norðurlandi vestanverðu að minnsta kosti, enda segir svo í bréfi af Skaga- strönd 15. f. m. (hér fyr í blaðinu), að þá þegar hafi allt verið fullt af ís úti fyrir Skagafirði. Er þetta illur gestur oggeig- vænlegur ofan á mikil vetrarharðindi víð- asthvar um land, óg er Sennilegt, að'fs- inn verði landfastur mjög lengi fram ept- ir, og er þá ekki að því að spyrja,'hver áhrif það hefur á vorgróða allan og vor- hlýindi, ekki að eins á Norðurlandi, held- ur hvarvetna á landinu. Mislingap hafa flutzt' með Norðmönnum ttl Ön- undarfjarðar. Veiktusf 3 biirn á hval- veiðastöðinni Sólbakka. Héraðslæknir Andrés Fjeldsteð, er var staddur á ferð á Flateyri, skpðaði þörnin og fyrirskipaði þegar sóttkvíun á Fateyri allri, til að hepta frekari útbreiðslu sýkinnar, og er þvf vonandi, að takast kunni að hepta hana. En ekki hafði sóttkvíunarfyrirskip- unum læknis verið hlýtt sem skyldi, seg- ir »Vestri«, og er það vítavert kæruleysi. Mannalát. Bjarni Siggeirs- son kaupmaður á Breiðdalsvfk, bróðir ekkjufrú Stefaníu í Hraungerði, andaðist á Seyðisfirði 18. marz, hálfsextugur að aldri. Hann var kvæntur Jensínu, dóttur séra Jóns Björnsens á Dvergasteini, og eiga þau 2 börn á lífi uppkomin: Ólaf og Jónínu. Bjarni heitinn var ötull maður og bezti drengtir. Látin er 3. f. m, að Ósi í Bolungar-vfk, hjá tengdasyni sínum, Ólafi bóndá öíssurs- syni, merkiskonan Sigríður Bjarna- dóttir, ekkja Páls Halldórssonar, sem bjó í Hnífsdal, en móðir Halldórs Páls- sonar í Búð f Hnífsdal (drukknaði 1882) og þeirra fleiri systkina, er öll voru hin efnilegustu. —Sigríður heit. var komin nær nfræðu. Var mesta tápkona og sómakona. Prestvígsla. Hinn 26. f. m. var cand. theol Bjarni B. Hjaltested vígður aðstoðarprestur hjá dómkirkjuprestinum hér séra Jóhanni Þor- kelssyni. Prestkosning er um garð gengin að Tjörn á Vatns- nesi, og var kosinn séra R. Magnús Jónsson að Hofi á Skagaströnd með öll- um atkvæðum þeirra, er fund sóttu. Enskt botnvörpuskip »Adeline« frá Hull strandaði aðfara- nóttina 18. f. m. (sömu nóttina sem Glas- gow brann) við Hafnarbjarg 1 Hafna- hreppi. Skipverjum varð bjargað af öðru botnvörpuskipi. Stranduppboðið þar syðra haldið í dag „Satt er bezt . f grein með fyriráögninni: „Glasgow-brun- inn" í 21. tölublaði ísafoldar, 25. apríl þ. á., fræðir ritstjórinn lesendur sína um það, að meðal þess sem vátryggt var af því sem fórst í brunanum, hafi verið nokkuð afefni- við í hús, og það hafi átt embættismaður einn hér í bænum, „er tók sig til og vá- tryggði, er þar kviknaði eldur fyrir nokkr- um vikum, en fyr ekki". Það virðist nú að vera næsta þýðingarlftið í sjálfu sér, og lít- iil fróðleikur fyrir lesendur ísafoldar að fá vitneskju um það, hvenær þessi efniviður MUSTAD-MBSKt MARGARlN ER BÚIÐ TIL ÚR HINUM ALLRA BEZTU EFNUM, OG MEÐ OPINBERU EPTIRLITI. Mustad’s norska margaríii hefur í sér fólgið jafnmikið næringargildi sem fínasta smjör, og getur þvt alveg komið í stað þess. Mustad’s norska margarin er bezta margarín ið, sem fjytzt í verzJanir. Þessvegna Kaupið Mustad’s norska margarín. var vátryggður; en úr því að ritstjóranum hefur þótt þetta atriði máli skipta, þá hefði mátt búast við, að hann segði satt og rétt frá því, en það er öðru nær en svo sé. Sannleikurinn er sá, að efniviður þessi var fluttur hingað með gufuskipinu „Morsö" í desember í vetur, og eigandinn vátryggði hann, þegar er hann var kominn í liús — brunabótaskírteinið er dagsett 16. desember 1902 — en það var meira en 3 mánuðum seinna — 25. marz 1903 — að eldur sá kviknaði, sem ritstjóri ísafoldar vill téljá mönnum trú um, að hafi verið tilefni til þess, að eigandi viðarins „tók sig til" og vátryggði. Kunnngur. Kjörþing fyrir Árnessýslu verður haldið að Sel- fossi miðvikudaginn 3. júní þ. á. og byrjar á hádegi, Á þar fram að fara kosning á 2 alþingismönnum fyrir kjördæmið fyrir næstu 6 ár, samkvæmt opnu bréfi 25. sept. f. á. og lögum um kosningar til alþingis 14. sept. 1877. Skrifstofu Árnessýslu, 21. apríl 1903. Sigurður Ólafsson. Bókbands- verkstofa ný verður opnuð í þessum máhuði f Hafnarstræti. Guðm. Gamalíelsson. MÖBLUR vandaðri að efni og smíði, en menn enn þá geta feng- ið hér á landi, pantar undirritaður frá einni af hinum beztu Möbluverksmiðj- um í Danmörku. Komið og lítið á teikningar og sýnishorn. GUflM. (f AMALÍ ELSSON. Hafnarstræti. Reykjavík. Þar sem líkur eru til, að þessar við- skiptabækur við „sparisjóð Húsavíkur" hafi glatazt í eldsvoðanum á Húsavík 2.6. nóv. f. á., allar samkvæmt inn- leggsbók A: nr. 3 bls. 5, nr. 4 bls. 7, nr. 48 bls. 70, nr. 49 bls. 71, nr. 54 bls. 76, nr. 69 bls. 91, nr. 70 bls. 92, nr. 92 bls. 114, nr. 107 bls. 129, nr. 112 bls. 134, nr. 118 bls. 140, nr. 120 bls 142 og nr. I24bls. 146, stefn- ist hér með samkvæmt tilskipun 5. jan. l874þeim,sem kynnu að hafaofantaldar viðskiptabækur undir höndum með 6 mánaða fyrirvara til þess, að segja til sín. I stjórn sjóðsins Jónas Sigurðsson, Bjarni Bjarnarson. Uppboðsauglýsing, Miðvikudaginn 6. tnaf næstkomandi verður opinbert uppboð haldið á Bakka við Bakkastíg hér í bænum og þar selt timburbrak úr skipinu „Randers" o. fl. Uppboðið byrjar kl. 11 árdegis og verða söluskilmalar birtir á uppboðs- staðnum á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavík 29. apríl 1903. Halldór Danielsson. RIBS 35 aura stk., selur Einar Helgason. af góðu íslenzku SM J ÖRl fæst í verzlun BJÖRNS ÞÓRÐARSONAR. fást yönduð 0g ódýr hjá Jónatan Þorsteinssyni. 31 Laugaveg 31. Skiptafur.dur í þrotabúi Helga kaupmanns Helga- sonar verður haldinn á bæjarþingstof- •unni laugardaginn 9. maí næstkom- andi á hád., til að gera ráðstafanir um fasteignir búsins og skip. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 30. apríl 1903. Halldór Daníelsson. Gólf- Bor3- Vaxdúkur ♦■♦ nýkominn í verzlun Sturlu Jónssonar. Samfagnaðarkort Veggmyndir. Þeir, sem útsölu hafa á samfagnað- arkortum og veggmyndum, þurfa eigi hér eptir að panta frá útlöndum, held- ur að eins snúa sér til undirritaðs, sem selur það með innkaupsverði, sam- kvæmt umboði. Guðm. Gamalíelsson. Hafnarstræti. Reykjavík. f á s t , í verzlu n Sturiu Jónssonar. Aptur eru komnar nýjar birgðir af hinu alkunna Mustad’s norska margaríni til Guðm Olsen URTAPOTTAR nýkomnir í verzlun Sturlu Jónssonar. Fyrri hluta desembr.mán. f. á. rak á Merkurfjöru f Vestur-Eyjatjallahreppi járndufl, toppmyndað í annan endann, 3 áln. á lengd og 2 áln. að þvermáli, með járnkeðju nál. 10 faðma á lengd. Hér með er skórað á eiganda vog- reks þessa, að segja til sín innan árs og dags frá síðustu birtingu vogreks þessa, sanna fyrir amtinu heimildir sín- ar til þess og taka við andvirði þess að frádregnum kostnaði og bjarglaun- um. Skrifstofu Suður- og Vesturamtanna. Reykjavík 17. apríl 1903. J. Havsteen. -----K A U P I Ð---- NORSKA MARGARÍNIÐ frá hinni nafnkunnu MUSTADS-verk- smiðju. Það fæst í tveim tegundum hjá Jóni Þórðarsyni. R ♦♦♦♦♦♦♦♦ ammalistar mjög ódýrir fást í verzlun Sturlu Jónssonar. VAÐSEKKl R ♦♦♦♦♦♦♦ OG Handtöskur ♦ ♦♦♦♦♦♦♦ nýkomnar í verzlun Sturlu Jónssonar. Kjörþing verður haldið í Goodtemplarahúsinu í Hafnarfirði laugardaginn þ. 6. júní næstkomandi kl. 12 á hádegi, til þess að kjósa tvo alþingismenn fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu til næstu 6 ára. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 15. apríl 1903. Páll Einarsson, Eg undirritaður hef síðastliðin 2 ár þjáðst af mjög mikilli taugaveikl- u n, og þótt eg hafi leitað ýmsra lækna, hef eg ekki getað fengið heilsubót. Síðastliðinn vetur fór eg því að neyta Kí na-1 ífs-el ixírs frá hr. Walde- mar Petersen í Frederikshöfn, og er það sönn ánægja fyrir mig að votta, að eg eptir brúkun þessa ágæta bitt- ers, finn á mér mikinn bata, og von- ast eptir að verða albata með stöð- ugri notkun Kína-lífs-elixírsins. Feðgum (Staðarholti) 25. apríl 1902. Magnús Jónsson. KLNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Klna-llfs-elixír, eru kaupendur beðnir v.p. að líta vel eptirþví, að p : standi á flösk- unum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsaon, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.