Þjóðólfur - 08.05.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.05.1903, Blaðsíða 2
74 nafni nefnist. Og þótt séra Magnús hefði eflaust talið það mestan heiður, sem hon- um hefði getað hlotnazt á æfinni, og mestu þjóðargæfu að fá Valtý í sæti sitt, þá var samt sá hængur á því, þráttfyrir valtýskan álrúnað Mýramanna, að hæpið þótti að treysta því, að séra Magnús gæti afhent doktornum atkvæði sín. En á það mundi þó hafa verið hætt, ef í öll skjól hefði fokið. En þá vildi svo giptusamlega til, að sæti var sagt lausu í öðru kjördæmi, sem lengi hefur verið arinn valtýskunnar svona á borð við Mýrar, eða öllu betra. En það var 1 Gullbringu- og Kjósarsýslu. 2. þingmaðurinn þar, Þórður Thoroddsen héraðslæknir, hefur látið það boð út ganga, að hann ætti örðugt með að sitja á næsta þingi, og skorað á kjósendur sína, að iáta Valtý njóta atkvæða sinna. Segjá sumir, að Gullbringu- og Kjósarsýslubúar muni láta sér þá afhendingu vel lynda, en aðrir efast um, að þeir muni almennt una þeim kaupum vel, og muni því annað- hvort sitja heima, eða greiða öðrum at- kvæði en dr. Valtý, ef kostur væri. Nú er að minnsta kosti víst, að Halldór Jóns- son bankagjaldkeri verður þar í kjöri af hálfu heimastjórnarmanna, og ættu nú allir þeir, sem illa una uppgjöf læknisins og atkvæðaafhendingu til Valtýs, að koma sér saman um að kjósa Halldór ásamt einhverjum innanhéraðsmanni t. d., er þeir ættu að geta fengið til að gefa kost á sér. En ástæðán fyrir því, að Þórður Thor- oddsen dregur sig nú í hlé, kvað ein- göngu vera sú, að hann hafi ákveðið lof- orð frá þeim Warburg og Arntzen, að fá bankastjóraembættið við hlútabankann þeirra, og er því eðlilegt, að hann geti ekki snúizt við þvi að sitja á þingi, svona fyrst í stað að minnsta kosti. Þingmennsku- uppgjöf hans nú, er ekki beidtrr skiljanleg á annan hátt, því að hitt er ekkert nema fyrirsláttur einn, að yfirvöldin hér hafi gert eða hafi ætlað að gera honum erfitt fyrir, með því að fá mann til að þjóna embættinu í hans stað um þingtímann, því að oss er kunnugt um, að lækna- skólastúdent einn, sem ekki hefur enn tekið próf, var hálft um hálft ráðinn til hans, ef tii þyrfti að taka, og að land- læknir mundi ekkert hafa haft á móti því. Þetta er því ekki ástæðan fyrir upp- gjöfinni, heldur hin fyrirhugaða banka- stjórastaða. Er fátt um þetta að segja, því að hverjir skyldu standa nær til að hljóta góðs af réttunum en þeir, sem mest hafa barizt fyrir stofnun þessa hluta- banka? Auðvitað varpar þetta dálítið ein- kennilegu ljósi yfir baráttuna. En það sáu margir fyrir löngu. Fyrir valtýska fiokkinn á þingi verða það ekki hagfelld skipti, ef Valtýr kemur í sæti Þórðar, enda hálfleiðinlegt fyrir doktorinn að geta hvergi komizt að í neinu kjördæmi, nema með því að láta einn hinn færasta mann flokksins á þingi standa upp fyrir sér. Þetta er satt að segja hálf vesaldárlegt. Og sámt er ekki víst að það dugi. Það er ekki alveg áreiðanlegt, að allur meginþorri kjósenda í Gullbringu- og Kjósarsýslu sé svo hlýðinn, að kjósa Valtý í stað Þórðar, ekki víst að sömu mennirnir, er ætluðu sér að kjósaÞ. Th., geri sér að góðu að vera afhentir Valtý, eins og nokkurskonar verzlunarvara. Til Skúla. .... „vér viljum benda hinum aflagða frelsispostuia á það, að snúa sér heldur að því fyrir al- vöru, að selja gráfíkjur og skötu- börð, heidur en að hlutast til um pólitlk landsins" .... (Dagskrá 84. bl. 4. des. 1897). Skúla Thoroddsen hefur orðið heldur bumbult af því að eg hafði eptir blað- sneypu hans ummæli þess um heimastjórn- arflokkinn f amtmannsgrein minni í Þjóð- ólfi í vetur, og þeysir nú spýjunni í and- lit mér úr vatnsbyssu sinni 30. f. m. Hann neitar því harðlega, að hann hafi nefnt heimastjórnarflokkinn »Estrúpsiiða«, heldur nokkurn hluta, sem hann kallar »apturhaldsliða«. En sama blaðið, sem flytur mér ávarp Skúla, flytur einnig afar- æsilega grein móti heimastjórnarflokkn- um, sem hann kallar Estrúpsliða 1 hverju orði, og verður ekki annað af þeirri grein ráðið, fremur en hinni, en að allurheima- stjórnarflokkurinn eigi þar óskiiið mál, því auk þess, sem margir helztu menn hans eru taldir þar upp sem »styrktar- menn« Estrúpsliða, þá er Þjóðólfur að- alblað heimastjórnarflokksins, kallað að- almáltól Estrúpssveitarinnar. Og þang- að til »Þjóðv.« birtir greinil. skipting heimastjórnarflokksins mun eg og aðrir heimastjórnarmenn álíta, að átt sé við flokkinn allan, þrátt fyrir þessa ragmann- legu tilraun Skúla, til þess að þiggja suma þeirra undan titlinum. En þó »Þjóðviljinn« segi það satt, að hann eigi ekki nema við nokkurn hluta heimastjórnarflokksins, þá sjá það þó all- ir menn, að nafnið er uppnefni, þvl Estrúp kemur heimastjórnarmönnum e k k - ert við, hvorki beinlínis né óbeinlfnis; var hann og orðinn valdalaus maður löngu áður, en heimastjórnarflokkurinn varð til. Og smánandi uppnefni er það vegna þess, að Estrúp þessi er illa þokkaður í sínu landi. — Aðalatriði þessa máls er það , að »Þjóðv.« hefur »uppnefnt« mót- flokk sinn og haftgetsakir um hann þvert ofan í áskoranir friðarfundarins á Akur- eyri, sem hann taldi sér »ljúft verk og vandalítið að verða við«. Þessu getur Skúli ekki neitað, og þó hann reyni það, og fái prestinn í Vigur til þess að neita með sér, þá dugir það ekki fyrir hæsta- rétti -- almenningsálitinu. En Skúli hefði átt að vera svo næmur, að finna það, að eg gat þessa ekki til þess að niðra honum, heldur til þess að sýna pólitiska einfeldni hans og leiða þannig vorkunsemi almennings að honum, svo hann yrði dæmdur vægara en ella fyrir þetta athæfi sitt. — Vænti eg því þakk- lætis Skúla, þegar eg er búinn að koma honum í skilninginn um þetta, sem eg vona að mér endist þolinmæði til. Það, sem Skúli segir um hæfileika mína og hefur eptir einhverjum (ólýgnum ?), læt eg mig litlu varða, alveg jafnlitlu og þó það væri heima bruggað hjá kaup- manninum; en sneggri umskipti gerði »Þjóðv.« og »Isaf.« á Guðmundi áSandi hér um árið, þegar hann hljópst yfir í Valtýsflokkinn, heldur en þó þau gerði mig »vitran og vel reyndan«, ef eg yrði einhverntíma svo vitlaus, að eg gengi undir merki þeirrarklfkuoggerðist hlaupa- seppi hennar. Aptur er eg neyddur til þess, að lýsa Skúla Thoroddsen opinberan ósanninda- mann að þvf, að eg hafi verið launað- ur atkvæðasmali við kosningarnarhér í fyrra. Þykir mér leitt að þurfa að gera þetta, því eg álít engu á Skúla bætandi, en hann má sjálfum sér um kenna. Eg get sagt Skúla það með sanni, að eg hef verið sjálfs míns húsbóndi í pólitfskum efnum og er enn, og sömuleiðis það, að eg hef beðið töluverðan skaða fyrir af- skipti mín af pólitík, þótt eg hafi ekki boðið mig tii þings, og þvf ekki þurft að eyða fé til þess að greiða ferðakostnað, »aukaþóknun« né þvfumlfkt; og er það ekki mín sök, ef Skúli ersvo langt leidd- ur, að hanr. geti ekki trúað þessu, Til lítils mun það koma Valtýingum, þótt þeir reyni að hafa mig fyrir grýlu á Húnvetn- inga, enda h 1 ý t u r það að vera gert m ó t i betri vitund, því það er engum kunn- ugra en Valtývum, að Húnvetningar flestir láta e n g a teyma sig, og sýndi það sig rækilega í fyrra, þegar mestöll embættis- stétt sýslunnar ogöll verzlunarstéttin lögðu sig í bleyti til þess að koma að grímu- klæddum Valtýing, en fengu ekki teymt nema örfáa kjósendur út í það forað, þó það liti út eins og slétt grund. Þetta er annars ekki í fyrsta sinn, sem ráðizt er á Húnvetninga, og sérstaklega mig, út af kosningunum í fyrra. »Norð- urland« var ekki lengi á sér, og bar út ósannindí um mig og fleiri; en eg — fyrir mitt leyti — áleit »ómæt ómagaorð- in«, þar sem var bull Einars Hjörleifsson- ar, og þagði þvt við rausi blaðsins; en vilji nú valtýsku blöðin ekki sitja á strák sínum gagnvart okkur hér eptir og þegja, þá geta þau átt kost á því, að opinberað verði háttalag þeirra, sem beittust fyrir kosningu Páls Briem’s í fyrra, þó þeim hafi verið hlíft við því til þessa. Heima- stjórnarflokkurinn hér í sýslu hafðist ekk- ert ólögmætt né ósæmilegt að við kosn- ingarnar í fyrra, og þarf þvf ekki að hlffa amtmannsliðinu vegna þess, að hann sé hræddur um sig, enda hefur það verið gert, eingöngu vegna friðarins, sem á sér eins einlæga vini hér, eins og þá sem stjórna »Norðuriands«friðin- um og getsakaslogninua.1) Þá mætti og um leið minnast framkomu amtmanns á kjörfundinum, þó hlífst hafi verið við því til þessa einnig. En hvað sem þessu líður, þá munu Húnvetningar allir, eg sem aðrir, halda óskerðum heiðri, hvað sem Skúli Thor. fleiprar um okkur, og þó hann hefði gert það, áður en »hann gerðist það lítilmenni að greiða sjálfum sér atkvæði«, eins og Valdimar heitinn Asmundsson komst að orði um hann í »Fjallkonunni«, en ekki alþingisrímunum. Þá segir Skúli það, »að naumast sé hægt að fara með meiri stórlygar«, en að gefa það í skyn, að Valtýingar ætli að láta hlutafélagsbankann gleypa landsbank- ann, og gera Reykjavík að hornreku, að því er snertir fregnskeytasamband við út- lönd. Þetta byggði eg á framkomu Val- týva í þessum málum að undanförnu, og að því er snerti bankamálið, sérstaklega kapp það, sem valtýski flokkurinn í neðri deild 1901 lagði á það, að bana lands- bankanum. En svo hefi eg meira fyrir már, og það er einkum grein í »Norð- urlandi« í fyrra, sem sló því föstu, að ef annarhvor bankinn yrði að víkja fyr- ir hinum, þá yrði landsbankinn að víkja fyrir hlutafélagsbankanum. Verður að álfta, að sú grein hafi verið skrifuð fyrir munn valtýsku höfðingjanna norðlenzku, enda sé eg ekki, að hún komi í nokkurn bága við yfirlýsing Valtýsflokksins 23. ág. í fyrra, þar sem hann Jýsir yfir því, að það sé »uppspuni að hann vilji leggja niður landsbankann«, eins og núsékom- ið horfum þess máls; því strax og »horf- um málsins« er þannig »komið«, að hlutafélagsbankinn þrífst ekki eða miklu miður en æskilegt þætti, eða þannig að auðsætt þyki, að báðir bankarnir hafi ekki nóg starfssvið — þá »verður lands- bankinn að víkja«, samkvæmt lögmáli »Norðuríands«, og án þess slfkt komi í bága við nefnda yfirlýsing Valtýinga, því þá verður »horfum þess máls komið« á annan veg en 23. ág. 1902. Annað mál væri, ef Valtýingar vildu lofa því skil- yrðislaust, að sýna landsbankanum aldr- ei nokkurt tilræði framar, og jafnframt því að auka aldrei hlunnindí hlutafé- lagsbankans á nokkurn hátt, beinlíniseða óbeinlínis, þá gætu þeir gert sig gilda, og mælt digurt um »getsakir« o. s. frv. — og þó myndi eg ekki trúa þeim öll- 1) Sbr. greinina: „Kosningarnar" í 24. bl. „Norðurl." 7. marz f vetur. u m . En eins og »horfunum« er nú komið ættu þeir að þegja, eða lýsa yfir þessu, sem eg hefi bent þeim á, og geya svo. — Og ef þeir vildu vera líkir »góðu börnunum«, þá ættu þeir jafnframt að biðja þjóðina in'nil. fyrirgefningar á þvf, - að þeir voru svo flónskir árið 1901, að láta seðlaútgáfurétt landsins af hendi fyr- ir svo sem ekkert, í stað þess að láta þjóðina njóta alls þess arðs, sem hann gefur af sér. Aður en eg skilst við Skúla, get eg ekki gert honum betur til, en að minna hann á ráð »Dagskrár«, sem er sett fyrir ofan þessa grein, og ráða honum til þess, að breyta ekki út af því í neinu, en nú vantar ekki annað til, en að hann hætti hinum pólitiska kálfadans, sem flestum er tekið að leiðast á að horfa, svo stirðleg- ur og klúr er hann ávallt. En þurfi Skúli að »minnast« mfn »bet- ur« með ósönnum áburði og brígslum, þá skyldi eg álíta hann dreng að betri, ef hann gerði það heldur í »Isafold«, en »Þjóðv.«, því hún kemur hér á næstu grös við mig »sú gamla«, en »Þjóðviljann« get eg ekki náð f, nema með svo miklit ferðalagi og fyrirhöfn, að eg tel mér það með öllu ókleyft, þvf eg get ekki ætlazt til, að mér verði sent blaðið, eins og kunningi minn syðra gerði í þetta sinn. — Það munu flestir hafa eitthvert þrif- legra starf með höndum. Höfðahólum 15. apríl 1903. Árni Árnason. Blóðvatnslækning gegn kíghósta. Læknir nokkur í Belgíu, dr. Leuriaux, er Iengi hefur fengizt við rannsóknir á kíghóstanum, hefur nú fundið »bakterí- una« sem veiki þessari veldur og reynt með góðum árangri blóðvatnslækningu gegn veikinni á sama hátt og læknarnir Roux og Behring, er þeirri lækningaað- ferð beittu fyrst gegn »difteritis«. En dr. Leuriaux var ómögulegt að framleiða sjálfa veikina eða einkenni hennar í dýr- um þeim, er hann notaði við tilraunir sín- ar. Menn hafa aldrei getað sannað, að nein húsdýr vor hefðu kíghósta. En með því að spýta lifandi kfghóstabakteríum inn í dýr, og stækka skammtinn smátt og smátt, komu þessi sjúkdómseinkenni í ljós: hraðari andardráttur, samdráttur þind- arinnar, máttleysi fyrst í apturfótunum svo f framfótunum og brjóstvöðvunum, óreglu- legitr andardráttur, og Joksins stjarfi (stff- krampi) og dauði. Við innspýtingu á eitrinu sjálfu, er bakterían framleiðir urðu áhrifin hin sömu, er sýnir, að það er ekki að eins »bakterían« sjálf, er kveikir veikina, heldur hin eitruðtt efni, er hún framleiðir. Eins og dr. Rouxgerði hesta ómóttækilega fyrir difteritiseitrinu með innspýtingu, eins tókst dr. Leuriaux að gera hesta ómóttækilega fyrir áhrifum kíghóstaeitursins með innspýtingu, svo að eptir nokkra mánuði þoldu þeir stóra skammta án þess að sýkjast. Þá er svo langt var komið, tók hann þeim blóð og fékk þá það blóðvatn (serum), sem nú er farið að nota gegn kíghóstanum. Dr. Lorthioix, forstjóri St. Pierre spítalans f Brússel, þar sem blóðvatnslækning þessi hefur verið um hönd höfð með nákvæm- um vísindalegum athugunum fer svofelld- um orðum um hana: »Blóðvatnið fækk- ar hóstahviðunum, og notkun þess hefur aldrei haft í för með sér skaðleg áhrif, hvorki á einstaka líkamsparta né llffærin í heild sinni. Ein innspýting er ekki á- vallt nóg til lækningar, það getur þurft tvær eða þrjár, ef veikin tekur sig upp aptur. Að jafnaði er sjúklingurinn albata innan 10 daga. Bezt er að gera inn- spýtinguna þegar 1 byrjun veikinnar, und- ir eins og sjukdómseinkennin eru orðin full greinileg«.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.