Þjóðólfur - 04.06.1903, Blaðsíða 1
55. árg
Reykjavík, fimmtudaginn 4. júní
1903,
Jú 23.
MuóJadá JftaAýaAlTv
ÓYENJULEG KOSTABOÐ
Þeir, sem gerast kaupendur að
55. árg. ÞJÓÐÓLFS frá 1. júlí
næstkomandi, geta fengið síðari
hluta þess árgangs til ársloka
fyrir aðeins 2 krónur
og auk þess í kaupbæti;
tvö sögusöfn blaðsins sérprentuð
(11. og 12. hepti) með ágætum
skemmtisögum. En borgun (2 kr.)
verður að fylgja pöntuninni frá mönn-
um. sem ritstjöra blaðsins eru ekki
áður kunnir; áskriptin er jafnframt
bindandi allt næsta ár (1904).
8C Nýir kaupendur gefl sig
fram sem fyrst.
Alþingiskosningar.
, i.
í Rangárvallasýslu voru á kjörfundi
á Stórólfshvoli 2. þ. m. kosnir þeir:
Eggert Pálsson
prestur á Breiðabólstað með 240 at-
kvæðum og
Magnús Stephensen
landshöfðingi með 228 atkv.
Magnús sýslum. Torfason hlaut 184
atkv., Þórður hreppstj. Guðmundsson
124 og Tbmas hreppstj. Sigurðsson 44.
í Mýrasýslu valinn 2. þ. m.:
Magnús Andrésson
prófastur á Gilsbakka.
í Árnessýslu voru á kjörfundi á
Selfossi 3^þ. m. kosnir þeir:
Hannes Þorsteinsson
ritstjóri með 209 atkv. og
Ólafur Ólafsson
ritstjóri með 1 79 atkv.
Eggert Benediktsson í Laugardælum
fékk 172 atkv., en Pétur Guðmunds-
son kennari 154. — þá er allir hrepp-
ar sýslunnar höfðu kosið, haíði H. Þ. einn
náð löglegri kosningii. Hugðu menn þá,
að kosið yrði aptur, en úr því varð ekki,
því að kjörstjórnin beið rúmar 2 kl.stund-
ir meðan verið var að sækja einn kjós-
anda suður í Flóa, og svo greiddi séra
Ólafur sjálfum sér atkvæði, og þaðnægði.
Líkaði mörgum alllila atferli kjörstjórnar-
innar.
Háttvirtu kjósendur
Rekjavíkurl
Á morgun eigið þér að kjósa þingmann
til 6 ára fyrir kjördæmi þetta. Það er
einkar áríðandi, að kosningin takist vel
og verði bænum til sóma og landinu til
heilla.
I kjöri eru tvö þingmannsefni, sem eru
bæjarbúum vel kunn, en hvort upp á sína
vísu.
Tryggvi bankastjóri Gunnarsson er ein-
hver hinn mesti dugnaðarmaður, sem land
vort hefur eignazt á öldinni sem leið. Hon-
um er kærara að vinna að framförum, en
gaspra um þær. Hann er maður ósín-
gjarn og ósérhlífinn, er hefur varið kröpt-
um sínum og atgervi landi og lýð til heilla.
Hann ber gott skyn á bjargræðisvegi
vora og finnur vel, hvar skórinn kreppir.
Bæjarfélag vort, og meira að segja allt
landið, ber margar og miklar menjar dugn-
aðar hans og starfsemi. Flestum Reyk-
víkingum mun vera það fullkunnugt, hversu
ómetanlegt gagn hann hefur unnið bæjar-
búum með ýmsum nýjungum, er lúta að
útveg og fiskiveiðum. Það er nóg að
drepa á íshússtofnunina, vátrygging skipa
við Faxaflóa, reknetafélagið og núna síð-
ast fiskikvíarnar.
Hver sem skoðar alþingishússgarðinn
eða bankann, sem er tvennt það markverð-
asta og fegursta hér í bæ, sér þar ljósan
vott smekkvísi og' handbragðs Tryggva
Gunnarssonar.
Þá er ekki minnst um það vert, hversu
bankinn hefur eflzt og fært út kvíarnar
undir stjórn hans og handleiðslu. Auð-
vitað hefur hann stundum átt við ramman
reip að draga, svo sem megnan andróður
og samblástur þeirra manna, er vildu og
hafa til þessa dags viljað landsbankann
feigan. Með öflugu fylgi þjóðrækinna og
hygginna manna, hefur honum tekizt að
bj^rga landsbankanum „yfir brim og boða“
og koma honum í samband við erlenda
banka, er honum má mikið gagn af verða,
ef rétt er á haldið. Á þingi hefur hr.
Tryggvi Gunnarsson einatt verið í tölu
hinna nýtari þingmanna, einkum hefur
hann haft vakandi áhuga á atvinnu- og
samgöngumálum.
Hitt þingmannsefnið, herra Jón Jensson,
hefur í mörg ár haft á hendi yfirdómara-
embættið, og um nokkur ár verið alþingis-
maður og bæjarfulltrúi Reykjavíkur. En
vér treystum oss ekki til að nefnanokkur
þau afskipti hans af opinberum eða al-
þjóðlegum málum, er vér getum talið
honum til lofs. Nú sfðast hefur hann
gerzt forsprakki og forgöngumaður „Land-
varnarhreyfingarinnar", er hyggnir menn
brosa að eða vilja sem fæst tala um.
Háttvirtu kjósendur! Kjósið hinn ötnla
og dngandi frnnikvæmdarmann Tryggva
bankastjóra Glnnnarsson fyrir þingmann
liér í bæ.
•Starffýsn hans og dugnaður er hinn
sami og verið hefur, þó að árin séu farin
að færast yfir hann. Staðfesti hans og
stefnufesta er alkunn, og þá ekki síður
hin einlæga viðleitni hans að láta hvervetna
gagn eptir sig liggja og gott af sér leiða.
Útlendar fréttir.
—o—
Kaupmannahöfn 8. maí.
Óeirðirnar á Baikanskaganum eru
sífellt að fara í vöxt og eru menn jafn-
vel farnir að telja efasamt, hvort Tyrk-
ir muni geta friðað landið af eigin
rammleik. Uppreisnarhreyfingin er
þegar orðin mjög mögnuð, svo að allt
má heita í báli og brandi. 30. f. m.
var tiiraun gerð í borginni Saloniki
til þess að sprengja í lopt upp mörg
hús með dýnamíti. Ottomannski bank-
inn og fleiri hús skemmdust mikið.
Sprengikúlum var einnig kastað úti
fyrir; komst allt í uppnám og var
barizt á götunum. Hefur verið leitað
í húsum manna og mikið fundizt af
sprengikúlum. Fjölda manna hefur
verið varpað í fangelsi, sumar fregnir
segja um 1000. Tyrkir þykjast hafa
fundið gögn fyrir því, að flestir eða
allir Búlgarar þar í borginni hafi ver-
ið við sprengingar þessar riðnir, og
muni tilgangurinn upphaflega hafa ver-
ið að sprengja alla borgina í lopt upp.
Nokkur herskip hafa stórveldin sent
til Saloniki, til þess að vernda þegna
sína þar, ef meira skyldi verða aðgert.
í borginni Yskýb eru menn einnig
mjög smeikir um, að likt muni vera
í ráði. Er strangur vörður hafður um
borgina og öll helztu opinber stórhýsi
þar. í Konstantínópel hafa menn einn-
ig fundið sprengikúlur í húsum Búlg-
ara, og hafa margir þeirra verið sett-
ir í fangelsi. Hafa Tyrkir allmikinn
viðbúnað til þess að afstýra óeirðum
þar, ef á þarf að halda. Auk þess
eiga Tyrkir í sífelldum smáorustum
við Búlgara frá Makedóníu og Búlg-
aríu og hafa sumar þeirra jafnvel orð-
ið harla skæðar. Ósætt töluverð er
milli Tyrklands og Búlgaríu út úr þessu
máli. Hefur soldán sent Búlgaríufursta
allharðorð skeyti, en hann býst við að
svara aptur í sömu mynt, ef soldán
dregur ekki úr orðum sínum.
13 menn, sem sakaðir hafa verið
um, að hafa verið riðnir við spreng-
ingarnar í Saloniki hafa verið skotnir,
og Tyrkir látið Búlgara þar í borginni
sæta þungum búsifjum. Menn hafa
þar orðið varir við leynigöng neðan-
jarðar, sem náðu inn undir Ottomannska-
bankann og fannst mikið af dýnamíti
þar niðri í, svo að ef það hefði sprung-
ið, hefði það hlotið að verða mörgum
hundruð manna að bana. í borginni
Monastir hafa einnig orðið allmiklar
óeirðir og dýnamítsprengingar afhálfu
Búlgara, en Tyrkjum hefur þó tekizt
nokkurn veginn að koma þar kyrrð á.
í Kypril hefur musteri Múhameðstrú-
armanna þar í borginni verið sprengt
í lopt upp og 200 Múhameðstrúar-
menn, sem voru í því, létu þar líf sitt.
Maður sá, sem framdi verk þetta, skaut
sig á eptir. — Tyrkir hafa nú látið
verða úr því, að snúa sér gegn upp-
reisn Albana. Þeir hafa sent lið gegn
þeim úr tveim áttum, er sezt hefur í
borgina — eina af hinum helztu borg-
um Albana. Urðu áður nokkur vopna-
viðskipti milli þeirra og eptir orustu,
sem háð var við Debatat, eyddu Tyrk-
ir húsum Albana f sjö þorpum þar
nærlendis. Við Búlgara í Makedóníu
hafa Tyrkir einnig átt nokkrar smá-
orustur og hvervetna vegnað betur og
hefur frétzt, að Tontsjev, einn af for-
ingjum uppreisnarmanna hafi fallið í
einni þeirra. Uppreisnarmenn munu
sjá það sjálfir, að þeir mega ekki við
Tyrkjum í orustu, en með því að þeir
vilja með öllu móti losna undan oki
þeirra, hafa þeir tekið það ráð, að
auka óstjórnina með sprengingum, og
gera ástandið með alls konar óeirðum
svo ófært, að stórveldin neyðist tilað
taka í taumana, ef vera kynni, að
Makedónía geti þá losnað undan yfir-
ráðum Tyrkja, og annaðhvort orðið
sjálfstæð eða orðið lögð við Búlgaríu.
í Búlgaríu hefur ráðaneytið allt far-
ið frá völdum og leiða menn ýmsum
getum um, hver vera muni orsökin.
Sumir ætla hún sé sú, að ráðaneytis-
forsetinn fyrverandi, Danew, hafi hald-
ið of mjög taum Rússa og vilji furst-
inn fá ráðaneyti, sem meira tillit
taki til þjóðarviljans, en hann er al-
veg á bandi Makedóníubúa, en aðrir
hyggja, að orsökin muni einungis vera
persónuleg óvild furstans við einn af
ráðherrunum. Petrow hershöfðir.gi hef-
ur nú myndað nýtt ráðaneyti.
Ungverjaland. í Króatíu hafa orð-
ið alvarlegar óeirðir, svo að jafnvel
hefur legið við, að uppreisn yrði haf-
in. Króatía lýtur Ungverjalandi, en
hefur að sumu leyti stjórn út af fyrir
sig. íbúarnir eru flestir Slafar (Kró-
atar og Serbar) og vilja þeir algerlega
losna undan yfirráðum Ungverja, og
hafa þeir um mörg ár barizt fyrjr því,
.
að fá fullkomið sjálfstæði og verða ó-
háð sambandsríki; en Ungverjar hafa
tekið því illa, og á margan hátt ieit-
azt við, að koma þar inn ungversku
þjóðerni og máli. En nú er óánægj-
an orðin svo mikil, að Ungverjum er
þar lítt vært. Það hafa verið gerðar
árásir á járnbrautarlestir og brautar-
stöðvar og margir menn hafa verið
særðir. Fjölda manna hefur verið
kastað í fangelsi sakir þessara óeirða,
en á einum stað tókst félögum þeirra
að losa þá alla aptur.
RÚSSland. Mandsjúrímálið má nú
heita dottið úr sögunni. Þá er Eng-
land, Japan og Bandaríkin tóku svo
illa undir skilmálana við Kínverja,
flýttu Rússar sér að lýsa því yfir, að
þetta hefði allt verið misskilningur,
og þeim hefði aldrei dottið í hug, að
útiloka aðrar þjóðir úr Mandsjúríinu.
Þetta létu hinir sér nægja. En auð-
vitað hafa Rússar öll ráðin í Mand-
sjúríinu og flýta sér víst ekki að sleppa
þeim aptur, þó að þeir lofuðu Kín-
verjum því í fyrra.
Gyðingaofsóknir. Á sjálfan páska-
daginn urðu Gyðingar í borginni Kis-
' chenen fyrir hroðalegum ofsóknum af