Þjóðólfur - 12.06.1903, Page 1
55. árg.
Reykjavík, föstudaginn 12. júní 1903.
Jfo 24.
J'luáÁzdá jlúrtýa'tiAL
Ofna og eldavélar
s e 1 u r
Kristján Þorgrímsson,
Þingmálafundir.
Við nndirskrifaðir höfiim ákveðið að
halda þing'inálafniidi fyrir Árnessýslu:
á Húsatóptum föstudaginn 19, júní
kl. 12 á hádegi og
á Selfossi laugardaginn 20. júní kl.
11 f. h.
Reykjavík 7. júnf 1903.
Hannes Þorsteinsson.
Ólafur Ólafsson.
Alþingiskosningar.
11.
í Dalasýslu kosinn 2. þ. m.:
Björn Bjarnarson
sýslumaður með 82 atkv.
Séra Jens Pálsson fékk 77 atkv.
Sama atkvæðatala hjá báðum eins og
í fyrra.
í Barðastrandarsýslu
Sigurður Jensson
prófastur með 36 atkv.
Séra Böðvar Bjarnason hætti við að
bjóða sig fram á kjörfundi.
í Norðut-ísafjarðarsýslu
Skúli Thoroddsen
með 1 84 atkv.
Árni Sveinsson kaupm. fékk 42.
í Reykjavík 5. þ. m.:
Tryggvi Gunnarsson
bankastjóriy með 244 atkv.
Jón Jenssson yfirdómari fékk 224
atkv.
í Gullbringu- og Kjósarsýslu
Björn Kristjánsson
með 265 atkv. og
dr. Valtýr Guðmundsson
með 229 atkv.
Halldór Jónsson bankagjaldkeri fékk
89 atkv. og Ágúst Fl. Þórðarson
57 atkv.
í Vestmannaeyjum
Jón Magnússon
landritari með 34 atkv. Aðrir ekki
í kjöri.
í Borgarfjarðarsýslu
Þörhallur Bjarnarson
lektor með 99 atkv. Bjórn Bjamar-
son í Gröf fékk 60 atkv.
í Húnavatnssýslu
Hermann Jónasson
á Þingeyrum með 1 6 1 atkv. og
Jón Jakobsson
forngripavörður með 1 44 atkv.
Páll Briem amtmaður fékk 132 atkv.
Bjórn Sigfússon 109, og Júlíus Hall-
dórsson læknir 18 atkv.
í Suðurrnúlasýslu
Ólafur Thorlacius
læknir með 1 28 atkv. og
Guttormur Vigfússon
með 1 20 atkv., báðir við endurtekna
kosningu. Axel Tulinius sýslumaður
fékk 119 atkv. Auk þeirra buðu sig
fram: Ari Brynjólfsson fyrv. alþm.,
Guðm. Ásbjarnarson fríkirkjuprestur,
séra Jón Guðmundsson í Nesi og séra
Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi, en
fengu allir fremur fá atkvæði við fyrstu
kosningu.
í Mýrasýslu var þríkosið. Við fyrstu
kosningu fékk séra Magnús Andrés-
son 42 atkv., Jóhann Eyjólfsson í
Sveinatungu 41 atkv. og Indriði Ein-
arsson revisor 26 atkv. Við aðra
kosningu fékk séra Magnús 44 atkv.,
Jóhann 43 og Indriði 21 og varð hann
þá að hætta, var svo séra Magnús
kosinn með 48 atkv. en Jóhann fékk 46.
Kosningarnar
hafa að því er enn er frétt um gengið
heimastjórnarflokknum í vil, afstaða flokk-
anna enn sem komið er lík og í fyrra og
engar líkur fyrir, að Valtýingar vinni að
samtöldu neinstaðar í þeim kjördæmum,
sem enn eru ekki komnar fregnir úr. Má
því hér um bil ganga að því vísu, að
heimastjórnarflokkurinn haldi óskertum
meiri hluta sínum frá síðasta þingi, þrátt
fyrir samtök „hinna sameinuðu" Valtýinga
og Landvarnarmanna víðast hvar. Það
samband virðist ekki hafa eflt gengi Val-
týinga, enda hefur enginn þingmaður, sem
enn er kosinn, lýst yfir fylgi sínu við
Landvarnarstefnuna, þvert á móti alstað-
ar mjög ákveðnar yfirlýsingar 1 gagnstæða
átt: um samþykkt á frumvarpi síðasta
þings öldungis óbreyttu. Sprenging heima-
stjórnarflokksins út af þessu Landvarnar-
uppþoti hefur því algerlega mistekizt.
Hér í Reykjavík féll höfuðátrúnaðargoð
þessarar hreyfingar, Jón Jensson, og Ind-
riði Einarsson hið eina þingmannsefni auk
hans, er boðið hefur sig fram upp á þetta
„progratn" téll við lítinn orðstír hjá Mýra-
mönnum, þrátt fyrir það, þótt sýslumað-
ur legði fram alla krapta sína til að koma
honum að. Og fullvissir þykjast menn
þess, að höfuðpaur þessa Landvarnarupp-
þots, Einar Benediktsson muni ekki sækja
gull í greipar Lárusi sýslumanni í Snæ-
fellsnessýslu, þótt enn sé ekki fregn kom-
in um úrslitin þar. Auðvitað var það
fyrirsjáanlegt, að þessi breytingastefna og
banaráð við stjórnarbótarfrumvarpið mundi
harla lítið fyigi fá hjá þjóðinni, en naum-
ast munu þó forsprakkar þessarar stefnu
hafa vænzt þess, að jafn lítið tillit yrði
tekið til alls hávaðans og ærslanna í Land-
vörn og dilk hennar, eins og nú er raun
á orðin, En það mun meðfram einmitt
vera vegna þessara óhemjuláta og óhóf-
legu frekju, að Landvarnarfarganið hefur
verið „hundsað" af þjóðinni. Mönnum hef-
ur nfl. ekki skilizt, að svona löguðum ærsl-
um þyrfti að beita til að vekja eptirtekt
og vinna fylgi fyrir þessari stefnu, hefði hún
verið heppileg. Að syngja í alþekktum
ísafoldarróm og enda enn ver, hefur aldr-
ei verið og getur aldrei orðið neinum mál-
stað til stuðnings eða meðmæla.
Það yrði nógu lagleg syrpa, ef safnað
væri í eitt skýrslum um allt athæfi Valtý-
inga og Landv.manna við þessar kosning-
ar og hverjum meðulum þeir hafa beitt
við kjósendur til að koma sínum mönn-
um að. Róðurinn frá Valtýinga hálfu hefur
aldrei verið eins harður og nú, aldrei eins
ofsafenginn. En Rangæingar héldu fast
saman sem fyr og bifuðust ekki, hvernig
sem sýslumaður og hans liðar létu. í Ár-
nessýslu var auðvitað eingöngu róið að
því, að koma útg. þessa blaðs burtu. Og
reyndu Landvarnarmenn sérstaklega að
hjálpa til þess. Væri alllöng saga að segja
frá öllu því atferli, t. d. hvernig Landvarn-
arstúdent kominn frá Höf.i var tekinn ai
skipsfjöl og sendur dagfari og náttfari
austur í Grímsnes á ættstöðvar sínar,
hvernig hann gekk af reiðskjóta sínum
dauðum á Kolviðarhóli, hvernig verzlun-
arstj, P. Nielsen á Eyrarbakka hagaði sér
gagnvart kjósendum þar, viðskipti hans
við hafnsögumanninn og sending gufu-
bátsins „Odds“ í ófæru (veðri, m. fl., er
Eyrbekkingum er kunnugt um og þess væri
vert, að „stimplað" væri opinberlega, hlut-
aðeiganda til maklegs lofs(!), því að mönn-
um eiga ekki að haldast uppi slíkar að-
farir óátalið. Það liggtir samt við, að þáð sé
bæði skömm og gaman að öllum þessum
ærslagangi, einkum þegar hann ber eng-
an ávöxt.
Þá ætluðu „hinir sameinuðu" að böggla
Reykvíkingum í kút, sóttu vanaða, halta
og blinda kjósendur á kjörfund til að kjósa
Jón Jensson, en ekkert dugði. Mesta
skemmtun höfðu menn þóaf því, aðheyra
Kristján -Jónsson yfirdómara greiða Jóni
atkvæði. Datt víst engum í hug, að hann
væri gæddur svo miklu sálarþreki, að hann
mundi geta fengið af sér, að greiða Jóni
atkvæði 1 heyranda hljóði, og töldu flestir,
að viðkunnanlegra hefði verið fyrir hann
að sitja heima og fara hvergi, hugsaheld-
ur um að svara Jóni einhverju upp á and-
mæli hans gegn ritlingi hans (Kr. J.), er
Lv.menn álitu, að J. J. hefði hnekkt. En
jafnframt því að gera það ekki og láta J.
J. þannig stinga upp í sig, labbar Kr. J.
á kjörfund og kýs hann(!). Voru menn að
stinga saman nefjum um það, að með
þessari atkvæðagreiðslu hefði Kr. J. sama
sem gert ómerkt allt það, sem hann sjálf-
ur hefði ritað gegn J. og þótti kynlegt,
því að ólíklegt virtist mönnum að hann
vildi eptir sem áður hafa á þing mann
með þessa skoðun, er hann hafði ritað
svo borginmannlega móti. — Um kosn-
ingaundirróður „hinna sameinuðu" hér í
bæ, ætlum vér ekki að tala. Sumt af því
mundi enda komast í óþægilega nálægð
við hegningarlögin, ef fullsannað yrði, og
yfir sumu því atferli munþegar hafaverið
kært af einstökum mönnum. Það er sann-
arlega ekki vanþörf á, að leynileg kosn-
ingaaðferð komizt á, sem fyrst, til þess að
hnekkja þessum ófagnaði.
Það mátti svo sem ávallt vænta þess,
að Gullbringu- og Kjósarsýslubúar mundu
hirða Valtýingana, sem í boði voru. Það
kjördæmi hefur lengi steininn klappað, þ.
e. að segja mestur hluti þess, og hefði víst
staðið alveg á sama, hvaða mannsmynd
úr valtýska liðinu hefði þar í boði verið,
hún hefði komizt að, gagnvart viðurkennd-
um hæfileikamönnum úrhinnaflokki, hverj-
ir svo sem verið hefðu. En þunnur sigur
er það nú samt fyrir valtýska flokkinn, að
verða áð láta jafn mikilhæfan þingmann,
sem Þórð Thoroddsen þoka fyrir Valtý.
Það er í rauninni enginn sigur, heldur ó-
sigur, og flokkurinn græðir ekki á þeim
mannaskiptum.
Um Húnvetninga má segja hið sama og
um Rangæinga, að þeir héldu drengilega
uppi fornum heiðri. Og þótt Páll Briem
sé að mörgu nýtur maður, þá var hann
orðinn svo samgróinn „Norðurlandsklík-
unni“, útvörðum valtýskunnar þar nyrðra,
að hann hlaut að falla 1 heimastjórnar-
kjördæmi, og hefði því Stefán átt að fara
eins að og Þórður Thoroddsen og þoka
fyrir Páli 1 Skagafirði. Það hefðu verið
hin álitlegustu mannaskipti og vafalaust
stórmikill vinningur fyrir valtýska flokkinn.
Stórstúkuþing Goodtemplara
hefur verið haldið hér í bæ 6.-9. þ. m.
Þingið var sett 6. þ. m. kl. 12 á hádegi,
og byrjaði með guðsþjónustugerð. Pré-
dikaði séra Friðrik Friðriksson. Á
þinginu voru mættir 44 fulltrúar frá 33
stúkum, meðal þeirra má nefna Þórð
Thoroddsen læknir, séra Sig. Sivertsen
Hofi. Guðmund Þorbjarnarson Hvoli, frú
Margréti Magnúsdóttur Stórólfshvoli, frú
E. Nielsen Eyrarbakka, Helga Sveinsson
verzlm. ísafirði, Guðm. Sæmundsson og
ísólf Pálsson frá Stokkseyri, Ólaf ísleifs-
son Þjórsárbrú og Benedikt Sveinsson
Mjóafirði.
Samþykkt var, að biðja alþingi um 4000
króna styrk á ári, næsta fjárhagstímabil,
til útbreiðslu bindindis, og af alefli að
breiða út bindisþekkinguna á næsta stór-
stúkuári.
Undirskriftum meðal kjósenda til al-
þingis um það, hvort þeir óskuðu helzt
aðflutningsbanns, vfnsölubanns eða nú-
gildandi laga, hafði verið safnað milli
þinga, samkvæmt samþykkt síðasta þings.
Víða að vantaði undirskriptirnar, voru
þannig að eins komnar undirskriptir úr
107 hreppum, en hrepparnir eru alls um
190 á landinu. Af þeim undirskriptum, er
voru komnar voru um 2000 aðflutnings-
bann, tæp 800 vínsölubann og 340 mót-
fallnir hvorutveggju, en von var á meiru.
Mjög var rætt um það, hvað heppileg-
ast væri að gera 1 þessu máli. Allir voru
ásáttir um það, að sú áfengislöggjöf, er
vér nú höfum, fullnægi ekki ósk og vilja