Þjóðólfur - 12.06.1903, Page 2

Þjóðólfur - 12.06.1903, Page 2
94 meiri hluta kjósenda. Nokkrir vildu biðja um milliþinganefnd í málið, en aðrir vildu að frumvarp til laga um aðflutningsbann á áfengum drykkjum yrði lagt fyrir al- þingi. Það upplýstist, að af 22 kjördæm- um landsins hafa að minnsta kosti 15 þeirra samþykkt á þingmálafundum sínum- aðflutningsbann, og vildu ýmsir skoða það þannig, að meiri hluti kjósenda landsins óskaði þess. Að lyktum var samþykkt svo hljóðandi tillaga: „Stórstúkan felur framkvæmdarnefnd- inni á hendur að leggja fyrir næsta alþing frumvarp til laga um bann gegn aðflutn- ingi áfengra drykkja. Stórstúkan gefur jafnframt framkvæmd- arnefndinni heimild til að fara þess á leit, aðjalþingi, sjái það sér ekki fært að ráða málinu um aðflutningsbann til lykta nú á þessu þingi, þá skipi það milliþinganefnd til þess að undirbúa það undir þing 1905, svo og heimild til að skora á þingið að beina áskorun til stjómarinnar um að hún leiti álits og vilja kjósenda um mál þetta í öllum hreppum landsins". Samþykkt var að biðja kirkjustjórn lands- ins, að hlutast til um það, að prestar pré- dikuðu að minnsta kosti einu sinni á ári bindindi í ræðum sfnum. Engum öðrum en prestunum stendur nær að ganga á undan öðrum í góðu eptirdæmi, og hvetja menn til þess að breyta vel. Prestarnir ættu að finna til þess, hve skylt þeim er að veita bindindismönnum lið, þar sem þeir berjast fyrir því að efla siðgæði og bæta hugsunarhátt manna, en opt lítur út, sem þeir gleymi því. Mikil óánægja ríkir með núgildandi áfeng- islöggjöf, og koma þær raddir hvarvetna fram. Sérstaklega hefur mikið verið kvart- að um land allt undan því, að gufuskip þau, er ganga kringum landið, selji ólög- lega vín í land, var skorað á landstjórn- ina að hafa strangt eptirlit með því, að ólöglegar veitingar áfengra drykkja eigi sér ekki stað á skipum. Sömuleiðis var skorað á hana, að hún bannaði lyfsölum að selja áfengi optar en eitt sinn eptir sama lyfseðli. Hefur sumstaðar, sérstak- lega á Seyðisfirði, verið kvartað undan því, hversu opt væri notaður sarni lyfseð- illinn; ennfremur var þess óskað, að hún bannaði að selja hoffmannsdropa o. fl. slíka dropa öðruvísi en eptir lyfseðli. Það er ekki óalgengt, að drykkjumenn á sunnu- dögum biðji nokkuðoptum: „fyrir 5 aura hoffmannsdropa" og haldi því áfram, þar til þeir eru ölvaðir, sjá allir að slíkt rná ekki líðast. Eitt af því, er vakti nokkrar umræður, var hvar ætti að halda næst stórstúku- þing. Voru ekki allir á eitt sáttir í því, efni, töldu nokkrir að allt réttlæti mælti með því, að það yrði haldið á Akureyri, en öðrum fannst það ástæðulítið. Sam- þykkt var að halda það 1 Reykjavík árið 1905. Ofurlítið var rætt um stofnun lífsábyrgð- ar og sjúkrasjóðs fyrir íslenzka Good- templara. Höfðu borizt um það tvö frum- vörp, og annað þeirra að áliti nefndar í því máli allgott, en sökum tímaleysis henn- ar gat hún eigi gefið ítarlega skýrslu. Var samþykkt að setja þriggja manna nefnd 1 málið, er gæfi skýrslu á næsta stórstúku- þingi 1905, og voru kjörnir í hana Halldór Jónsson bankagjaldkeri, Jón Magnússon landritari og Pétur Zóphóníasson. Það væri mjög gott fyrir regluna og landið í heild sinni, ef slíkt félag gæti komizt á fót, þau eru algeng ytra, en vér Islending- ar höfum lítið af þeim. Nú þegar vér er- um að feta oss áfram, og oss fer ávallt meir og meir fram með hverju ári, verður þeirra ekki langt að bíða. Fjöldi innanreglumála voru afgieidd, t. d. var umdæmisstúkunni nr. 1 í Reykjavík veittur styrkur til þess að breiða út bind- indi. Sagði stórtemplar Indriði Einars- son um hana, að hún hefði unnið mikið og gott verk á síðasta ári. Ákveðið var að breyta blaðinu Goodtemplar í hálfsmán- aðarblað, og jafnframt verða að því rit- stjóraskipti. Til þess að mæta sem full- trúar á hástúkuþinginu í Belfast árið 1905 voru kjörin ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir og Indriði endurskoðari Einarsson. í framkvæmdarnefnd fyrir næsta stór- stúkuár voru kosnir: Stórtemplar Þórður J. Thoroddsen læknir. St.kanzl. Ásgeir Péturss. kaupm. Akureyri. Stórvt. frú Margrét Magnúsd. Stórólfshvoli. St.gæzl. kosn. Helgi Sveinss. verzlm. Isaf. St.g. ungt. Jón Árnason prentari Rvík. St.ritari Borgþór Jósepsson verzlm. Rvík. St.gjaldk. Halldór Jónss. bankagjaldk. Rvík. St.kapelán D. Östlund prentsm.eig. Seyðisf. Stórstúkuþing þetta er hið lengsta, er hefur verið haldið hér á landi, enda hefur það einnig afrekað mikið meira en önnur stórstúkuþing, og er eitthvað hið bezta stórstúkuþing, er hefur verið haldið hér. X. Kosningin í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nú er Isafoldarklíkan kát, henni hefur tekizt í dag, að koma höfðingja sínum, Val- tý Guðmundssyni að þingmennsku í „svart- asta bletti" landsins. Kjósendurnir hafa viljað hirða þann mann, sem ekkert ann- aó kjördæmi en Gullbringu- og Kjósar- sýsla vildi eiga. Það er víst búið að reyna svo fyrir sér í vetur, að hvergi á landinu hefði hann getað komizt að nema hér. — I fyrra voru menn um allt land þakklát- ir Vestmanneyingum fyrir það, að þeir höfnuðu Valtýr þá, en nú er þeim vorkun, þó þeir gjaldi kjósendum Gullbringu- og Kjósarsýslu verðskuldaða vanp'ókk fyrir atferli sitt. — Sagt er, að sumir af „agentum" Valtýs hafi ginnt kjósendur með því, að gefa þeim í skyn, að hann yrði ráðgjafi, og þá væri gott fyrir sýslubúa, að hafa hann fyrir þingmann, því með þeim hætti mundi hann mörgu kippa í lag fyrir þá. En kjósend- ur áttu að gæta þess, að þeir voru eigi að kjósa þingmann fyrir sig eingöngu, heldur landið allt. Þeir gátu vitað, að mikill meiri hluti landsmanna vildu eng- an Islending síðurkjósa, en Valtý Guðm.- son, eptir öll þau vandræði og vanþrif, sem hann undanfarin ár hefur reynt að kóma landinu í. Það er ekki honum að þakka, þó margt af því sé nú fallið fyrir hjálp heimastjórnarmanna. — Hann barðist fyrir því á þingi 1894, að hálfútlent fjárlaust félag fengi einkarétt yfir öllum póstskipaferðum til landsins og með ströndum þess í 30 ár, sama félag átti að fá einkarétt til að leggja járnbraut frá Reykjavík upp í Árnessýslu Fyrir þetta átti landið að greiða árlega 100,000 kr. eða 3 milj. kr. í 30 ár. I svonefndu „Vestumáli“ var hann einn af forsprökkununi 1895, að íandið sjálft tæki á leigu eða keypti gufuskip til póst- ferðanna.' Það kostaði landið nálægt 160,000 kr. — í fréttaþráðsmálinu barðist hann gegn því, að Kjósar- og Gullbringusýsla ásamt öðrum héruðum sunnanlands hefðu not þráðarins, nema af skomum skamti, þá lagði hann kapp á, að þráðurinn væri lagð- ur frá útlöndum til Austfjarða. 1897 barðist hann fyrir því, að þær 30,000 kr., sem landsjóður átti að lána til skipkaupa, væru ekki látnar ganga til þilskipakaupa, heldur til að kaupa gufu- skip til „trawl“veiða, sem með útbúnaði kostar nálægt 100,000 kr., og eigi fleiri en 10 eða 12 innlendir menn geta haft at- vinnu við. Auk landsjóðslánsins hefðu þá landsbúar þurft að leggja til frá sér 70,000 kr. fyrir eitt skip. Hve mikinn skaða þeir hefðu beðið viö þá veiði, má renna grun í af afdrifum hr. Wards og félags þess, sem hr, Jón Vfdalín veitti forstöðu hér við land. Framkoma Valtýs í stjórnarskrármálinu árin 1897—1899 og 1901 er öllum kunn. Hefði hann og hans flokkur fengið sínum vilja framgengt, þá væri nú æzta stjóm landsins flutt burt héðan til Kaupm.hafnar. [ [Sama er|að segja um þá einu peninga- stofnun, sem landið á, að hefði hann og ísa- foldarklíkanjfengið sínum vilja framgengt, þá væri landsbankinn nú lagður niður ogútlendir menn fluttir inn íjnýju banka- bygginguna, einvaldir yfir ailri peninga- verzlun jlandsins~ með einkarétt í hönd- um. til seðlaútgáfu[í 30 ár, öruggir þess, aðj vera orðnir svo voldugir oglandsmenn svo volaðir að þeim tíma liðnum, að einka- rétturinn yrði framlengdur. Fyrir mann, sem þannig hefur litið á lands síns velferð, hefur undanfarinn tíma verið stór flokkur „agenta" hér í sýslunni eptir boði Isafoldarhöfðingjanna, til þess að fá menn með undirskriptum að skuld- binda sig til að velja V. til þingsetu. Þeir sem bezt hafa gengið fram og sjálfsagt mun þykja sómi að sfnu starfi eru: Þórð- ur bóndi Guðmundsson á Hálsi i Kjós, Jón faktor Gunnarsson, Sigfús Bergmann og Einar hreppstjóri Þorgilsson allir 1 Hafnarfirði, Björn kaupm. Kristjánsson í Reykjavfk og Þórður læknir Thoroddsen í Keflavík og Guðmundur Jakobsson land- varnarmaður í Reykjavík. 6. júní 1903. Gramur minni hl. kjósatidi í Gullbr.sýslu. Yflrlýsing. Út af fyrirspurn þeirri, er hr. amtmað- ur Páll Briem hefur í 35. tbl. „Norður- lands" 23. f. m. beint til stjórnar Heima- stjórnarflokksins, skal það tekið fram, að því fer svo fjarri, að fjárkláðaráðstafanir amtmannsins og amtsráðs Austuramtsins hafi verið notaðar af oss til pólitiskra æs- inga gegn amtmanni, að þetta kláðafargan þar eystra í Múlasýslunum hefur aldrei komið til umræðu á fundum vorum, aldr- ei verið neitt á það minnst, svo að allar ímyndanir amtmannsins um undirróður gegn honum af vorri hálfu í sambandi við það mál, eru á engu byggðar, enda lítur út fyrir, að sá, er fræddi hann um þetta hafi ekki verið sérlega kunnug- ur stjórn Heimastjórnarflokksins, þá er Magnús Einarsson dýralæknir er talinn einn stjórnendanna(l) gamall Valtýingur og nýr Landvarnarmaður, og hefði því amt- maður ekki átt að trúa svona óáreiðan- legum sögumanni eða gera rugl hans að blaðamáli. Þess skal loks getið, að einn samstjóm- anda vorra hefur ekki getað skrifað undir þessa yfirlýsingu, af því að hann er nú kominn á leið til útlanda snöggva ferð og hafði ekki séð þessa fyrirspurn amt- manns, er hann fór. I miðstjórn Heimastjórnarflokksins. Reykjavlk 9. júní 1903. Hannes Þorsteinsson. Jón Jakobsson. Tryggvi Gunnarsson. Þotleifur H. Bjarnason. Kldgos. Hlaupln Skeiðará. í Vatnajökli eða Skeiðarárjökli er eld- ur uppi. Úr Skaptafellssýslu sáust eld- strókarnir fyrst 28. f. m., og gnæfðu hátt á lopt upp, samfara miklum reykjarmökk, en brennisteinsfýlu afarsterka lagði um byggðina allt austur í Hornafjörð eða lengra. Á Austfjörðum varð vart ösku- falls um þetta leyti eða nokkru fyr, og lengi hafa menn haldið, að eldur væri uppi 1 jöklinurn, þótt hann hafi ekki sést fyr en nú. Úr Öræfum hafði einkum ver- ið mjög stórfenglegt að sjá eldinn, og austan úr Hornafirði er skrifað, að þaðan að sjá hafi eldurinn líkst stórkostlegum flugeldum. , Rétt áður en eldurinn sást eða 27. f.m. og aðfaranóttina 28. hljóp Skeiðará, og er því sandurinn alófær. Kirkjubæjarklaust- urspóstur var þá kominn f Öræfin, og ætlaði hann að reyna að komast vestur yfir „á jökli", sem kallað er, en óvfst, að það hafi tekizt. Kona séra Ólafs Magn- ússonar á Sandfelli, sem nú er orðinn prestur í Arnarbæli, ætlaði landveg þaðan úr Öræfunum suður, en varð að hættavið og fór austur á Hornafjörð og kom það- an með „Hólum" 8. þ. m. Líklega verð- ur Skeiðarársandur ófær langt fram eptir sumri. Nýip uppdrættir. Landmælingadeild herforingjaráðsins danska, er verið hefur hér við mælingar að undanförnu, hefur nú gefið út nýjan uppdrátt af Reykjavíkurbæ, nákvæman og vandaðan að öllum frágangi og þó mjög ódýran (1 kr.). Er uppdráttur þessi snið- inn eptir því, sem uppdrættir tfðkast af bæjum erlendis með götum og götunöfn- um öllum, svo að rata má eptir, en helztu byggingar merktar tölum, svo að finna má þær á augabragði á uppdrættinum eptir tilvísun á sama blaðinu. Landslag allt er og greinilega sýnt innan fráRauð- ará og vestur í Kaplaskjól, en til suðurs að Öskjuhlíð og suður fyrir Laufás. Svo er og annar lítill uppdráttur af Hafnarfirði, og hinn 3. af nágrenni Reykjavíkur, mill- um hennar og Hafnarfjarðar, ásamt Álpta- nesi og Seltjarnarnesi. Kvað vera von á stærri uppdrætti af því svæði og lík- lega lengra upp í sveitina (Seltjarnarnes- hrepp öllum, og ef til vill eitthvað af Mosfellssveit?). Allir þessir uppdrættir eru hinir eigulegustu og svo ódýrir, að fáum er ofvaxið að eignast þá. Á Land- mælingadeildin miklar þakkir skilið fyrir þetta mælingastarf sitt hér á landí, er hún hefur rekið með mikilli samvizku- semi og lofsverðuro dugnaði. En því er ekki enn nándanærri lokið. Fiskiskip sökk á Dýrafirði 21. f. m. Það hét „Winfred" eign Sveins Sigfússonar kaupmanns í Reykjavík. Skipshöfninni varð bjargað með naumindum. Hafði annað fiskiskip „Karólína" frá Mýrarhúsum rekizt á „Win- fred" svo að það sökk, og mun ekki enn til fulls upplýst, hverjum óhapp þetta er að kenna. ____________ Slys. Tveir menn, er voru við hvalveiðar frá Meleyri í Jökulfjörðum, drukknuðu þar nýlega, af því að hvalur, sem skotinn var, sló sporðinum í bátinn, sem mennirnir voru á og hvolfdi honum, en þriðji mað- urinn meiddist hættulega. Menn þessir voru allir norskir. Hvalveiðamennirnir misstu hvalsins, því að þeir urðu að höggva á skutulstrenginn, til þess að hvalurinn drægi ekki gufubátinn í kaf. Flothylki, er varpað var í sjóinn við Franzjósefs- land af Baldvin norðurheimskautsfara 11. júní f. á., hefur rekið á land 2. f. m. við Nýp í Vopnafirði á 65° 48“ n. br. og 140 46' vestl. lengdar. — Baldvin er eins og menn vita snúinn heim aptur, en það er ekki ófróðlegt hafstraumanna vegna, að sjá, hversu flothylki þetta hefur verið lengi á leiðinni. Prestkosning er um garð gengin á Stað á Reykjanesi. Kosinn var Jón Þorvaldsson cand. theol. frá Brjánslæk með 36 atkv. Séra Guðm. í Gufudal fékk 4 atkv- og séra Ásrnundur Gíslason á Bergstöðum 1. Heiðursmerki. Guðmundur Björnsson héraðslæknir er orðinn riddari af dannebrog, og munu sumir eldri embættísmenn hér í bænum, sem ókrossaðir eru, þykjast settir hjá t. d. yfirdómararnir báðir Jón og Kristján, sem stjórninni hefur ekki þóknast að punta með neinum tignarmerkjum enn, og eru

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.