Þjóðólfur - 12.06.1903, Side 3
95
Kaupið engin önnur orgel
en frá Aktiebolaget J. P. Nyström, Karlstad, Svíþjóð,
sem sökum sinna ágætu kosta hafa fengið alheimsorð á sig. Hljóðfæri til
sýnis hjá umboðsmanni verksmiðjunnar hr. Markúsi Þorsteinssyni,
Reykjavík, sem gefur nánari upplýsingar.
pó dómarar vanir að verða ekki út und-
an, þegar krossaglingrinu er úthlutað. Er
svo að sjá, sem stjórnin kunni lítt að meta
embættisröggsemi þessara manna, eða hina
pólitisku starfsemi þeirra, og er það leitt
fyrir þá, að fá hvergi þakkir eða viður-
kenningar úr neinni átt.
„Vesta“
fór héðan norður um land áleiðis til
útlanda 5. þ. m. Með henni fór Sigfús
Eymundsson snögga ferð til Englands, en
til Ameríku frk. Þórdfs Guðlaugsdóttir frá
Kirkjubæjarklaustri, Guðrún Sigurðardött-
ir kona Helga kaupm. Helgasonar, Stefán
Einarsson Gudjohnsen o. fl. Til ísafjarð-
ar fór Haraldur Blöndal myndasmiður.
Amtsráðsfundur Vesturamtsins,
er átti að vera um 6. þ. in. fórst fyrir í
þetta sinn, af þvl að nógu margir amts-
ráðsmenn sóttu hann ekki, svo að hinir,
sem komnir voru, urðu að hverfa heim
aptur við svo búið, og á svo að halda fund-
inn seint í júlí. Verður það tvöfaldnr
kostnaður og hann lítt þarfur. Undarlegt,
að svo margir skuli vilja halda fast í þessa
stofnun, jafn óþörf sem hún virðist vera,
og ætti þingið í sumar að taka af skarið
og leggja amtsráðin niður, eða breyta þeim
eitthvað um leið og nýja stjórnarbreyting-
in verður gerð.
Ferðamenn
rnjög margir hafa verið hér í bænum
undanfarna daga, víðsvegar af landinu,
sumir sem fulltrúar á Stórstúkuþing Good-
templara, sumir á amtsráðsfund o. s. frv.
Af andlegrar stéttarmönnum voru hér með-
al annars prestarnir JóhannL. Sveinbjarn-
arson á Hólmum, Sigurður Sivertsen á
Hofi í Vopnafirði, Páll Ólafsson í Vatns-
flrði, Þorvaldur Jakobsson í Sauðlauksdal,
Magnús Þorsteinsson í Selárdal, Páll Step-
hensen á Melgraseyri, Helgi Arnason í
Ólafsvík, Stefán Jónsson á Staðarhrauni,
Skúli Skúlason í Odda. Af öðrum kunn-
um mönnum voru t. d. Sigurjón Jónsson
læknir á Staðarhrauni, Einar Markússon
kaupm. í Ólafsvík, Snæbjörn Kristjánsson
hreppstj. í Hergilsey, Guttormur Jónsson
fyr í Hjarðarholti, Benedikt Sveinsson frá
Borgareyri í Mjóafirði, Guðmundur Þor-
bjarnarson á Hvoli í Mýrdal, o. m. fl.
Strandferðabátarnir
báðir „Hólar" og „Skálholt" fóru héðan
í fyrra dag með fjölda farþega.
Sektir fyrir meiðyrOi
hefur ritstjóri „Norðurlands" Einar Hjör-
leifsson fengið í héraði fyrir árás þá, er
hann gerði á Lárus sýslumann Bjarnason
i „Isafold" sumarið 1901. í grein með
fyrirsögninni: „Lárus skiptir búi" hafði E.
H. vikið meiðandi aðdróttunum og sakar-
giptum að sýslumanni, og eru þau um-
mæli dæmd dauð og ómerk og sekt á-
kveðin 50 kr. Ber Einar sig illa í „Norð-
urlandinu" út af þessu.
Botnverplll handsamaður.
Varðskipið „Hekla" náði 8. þ. m. ensk-
um botnverpli við ólöglegar veiðar, og
var hann hlaðinn af afla, enda hlautvarð-
skipið að elta hann alllengi og skjóta að
honum, áður en það höndlaði hann. Var
hann fluttur til Vestmanneyja og fékk hina
hæstu sekt, sem enn hefur verið dæmd
fyrir slík brot: 150 pd. sterl. = 2700 kr.
Afli og veiðarfæri auk þess gert upptækt.
Botnverpill þessi var frá Hull.
Próf i forspjallsvísindum
tóku 9. þ. m. stúdentarnir Lárus Thor-
arensen og Halldór G. Stefánsson með
eink. dável -P, en Eiríkur Stefánsson og
Sigvaldi Stefánsson með einkuninni vel-f.
Dáin
er nýlega á Akureyri merkiskonan S i g -
urborgÓlafsdóttir, ekkja Eyjólfs kaup-
manns Jóhannssonar frá Flatey og móð-
ir Ólafs kaupm. á Akureyri á 56. aldurs-
ári. Hún var dóttir Ólafs Guðmundsson-
ar í Flatey og Guðrúnar Oddsdóttur Hjalta-
líns læknis, en móðir Guðrúnar var dönsk,
Dorothea Bornemann af nafnkunnri ætt í
Danmörku.
Jafnvel þótt Þjóðólfur taki ekki mark á
draumum, þá mun ýmsum lesendum hans
þykja alleinkennilegt að heyra 2 óvenju-
lega skýra drauma í sambandi við fráfall
þessarar konu. Það var fyrir mörgum ár-
um, að Jón kaupmann Guðmundsson í
Flatey, er margir munu hafa heyrt nefnd-
an, dreymdi, að hann þóttist ganga upp
stiga í húsi nokkru þar á eynni, og er hann
var kominn upp taldi hann höptin og voru
þau 44. Þennan draum sagði hann kunningj-
um sínum, og réð hann svo, að hann mundi
verða 44 ára gamall. Jón kaupmaður and-
aðist nokkrum árum síðar (1888), er hann
var einmitt 44 ára. Að 3—4 árum liðnum
dreymdi Sigurborgu heit., er þá var einmitt
um 44 ára að aldri, að hún mætti Jóni heitn-
um á götu í Flatey, og heilsaði hún hon-
um, því að þau höfðu verið vel kunnug.
Vissi hún í svefninum, að hann var látinn,
og þóttist segja við hann, að opt hugsaði
hún um draum hans, hvernig hann hefði
rætzt, og kvað hann já við því, hann hefði
staðið heima, en svo bætti hann við: „en
þú ert ekki búin með 56. árið enn". Og
svo skildu þau; þennan draum sagði Sig-
urborg heit. ýmsum, og réð hann svo, að
hún mundi ekki verða fullra 56 ára, en
vinir hennar réðu hann á annan hátt. Nú
síðast í vetur, er hún var komin á 56. ár-
ið, ritaði hún kunningja slnum vestra og
minntist á drauminn, hafði hún þá alllengi
verið veik, og lét í ljósi, að hún mundi
eiga skammt eptir, og það varð, því að
hún andaðist fyrir skömmu á Akureyri, og
var þá ekki fullra 56 ára. — Nú munu
ýmsir segja, að draumar þessir hafi rætzt
af því, að dreymendur trúðu því svo fast-
lega, það séu sálarleg (psykisk) áhrif,
sem þar komi mest til greina. Um það
skal ekki þráttað hér.
Frá þessum einkennilegu draumum hef-
ur Snæbjörn hreppstj. í Hergilsey skýrt
oss, en hann er nákunnugur fólki því, er
hér á hlut að máli.
Halldór Daníelsson,
bæjarfógeti í Reykjavík,
Geri kunnugt: að Árni Jónsson söðla-
smiður í Gunnarsholti hér í bænum
hefur tjáð mér, að hann að fengnu
konunglegu leyfisbréfi, dags. í gær, sé
tilneyddur að beiðast ógildingardóms
á veðskuldabréfi, dags. 7. ágúst 1885,
þingl. 13. s. m. að upphæð 300 kr.
frá Guðmundi Jónssyni til Gunnars
Gunnarssonar með veði í húseign-
inni Gunnarsholti við Garðbæjarstíg í
Reykjavík, með því að skuldabréf þetta
sé innleyst, en hafi síðar glatazt án
þessað vera afmáð úr veðmálabókunum.
Fyrir því stefnist hér með sá eða
þeir, sem kynni að hafa fyrtéð veð-
skuldabréf í höndum til að mæta á
bæjarþingi Reykjavíkur á venjulegum
stað (bæjarþingstofunni) og stundu
(kl. 10 árd.) fyrsta fimmtudag í októ-
bermánuði 1904 og þar og þá koma
fram með veðskuldabréfið og sanna
löglegan eignarrétt sinn að því, með
því að stefnandinn að öðrum kosti
mun krefjast þess, að veðskuldabréfið
verði ógilt með dómi.
Til staðfestu nafn mitt og
embættisinnsigli.
Bæjarfógetinn í Reykjavík
23. maí 1903.
Halldör Danlelsson.
Gjald 50 —
fimmtíu — aurar.
H. D.
Halldór Danielsson,
bæjarfógeti í Reykjavík,
Geri kunnugt: að Árni Jónsson söðla-.
smiður í Gunnarsholti hér í bænum
hefur tjáð mér, að hann að fengnu
konunglegu leyfisbréfi, dags. í gær, sé
tilneyddur að beiðast ógildingárdóms
á veðskuldabréfi. dags. 24. október
1887, þinglesnu 10. nóvember s. á.
að upphæð kr. 148.17, frá Guðmundi
Jónssyni til kaupmanns J. O. V. Jóns-
sonar með veði í húseigninni Gunn-
arsholti við Garðbæjarstíg f Reykjavfk,
með því að skuldabréf þetta sé inn-
leyst, en hafi síðar glatazt án þess að
vera afmáð úr veðmálabókinni.
Fyrir því stefnist hér með sá eða
þeir, sem kynni að hafa fyrtéð veð-
skuldabréf í höndum til að mæta á
bæjarþingi Reykjavíkur á venjulegum
stað (bæjarþingstofunni) og stundu (kl.
10 árd.) fyrsta fimmtudag í október-
mánuði 1904 og þar og þá koma fram
með veðskuldabréfið og sanna lögleg-
an eignarrétt sinn að því, með því
að stefnandinn að öðrum kosti mun
krefjast þess, að veðskuldabréfið verði
ógilt með dómi.
Til staðfestu nafn mitt og
embættisinnsigli.
Bæjarfógetinn í Reykjavík
23. maí 1903.
Halldór Danielsson.
Gjald 50 —
fimmtíu — aurar.
H. D.
Halldör Danielsson,
bæjarfógeti í Reykjavík,
Geri kunnugt: að Árni Jónsson söðla-
smiður í Gunnarsholti hér í bænum
hefur tjáð mér, að hann að fengnu
konunglegu leyfisbréfi, dags. í gær, sé
tilneyddur að beiðast ógildingardóms á
veðskuldabréfi ds. i8.janúar i887,þingl.
3. marz s. á., að upphæð 80 kr., frá
Guðmundi Jónssyni til Steingríms kaup-
manns Johnsen með veði í húseign-
inni Gunnarsholti við Garðbæjarstíg í
Reykjavík, með þvf að skuldabréf þetta
sé innleyst, en hafi síðar glatazt án
þess að vera afmáð úr veðmálabókinni.
Fyrir því stefnist hér með sá eða
þeir, sem kynni að hafa fyrtéð veð-
skuldabréf í höndum til að mæta á
bæjarþingi Reykjavíkur á venjulegum
stað (bæjarþingstofunni) og stundu (kl.
IO árd.) fyrsta fimmtudag í október-
mánuði 1904 og þar og þá koma fram
með veðskuldabréfið og sanna lögleg-
an eignarrétt sinn að því, með því að
stefnandinn að öðrum kosti mun krefj-
ast þess, að veðskuldabréfið verði ó-
gilt með dómi.
Til staðfestu nafn milt og
embættisinnsigli.
Bæjarfógetinn í Reykjavík
23. maí 1903.
Halldór Daníelsson.
Gjald 50 —
fimmtíu — aurar.
H. D.
Þakkarávarp. Nú hefi eg frétt af kjör-
þinginu á Stórólfshvoli, eg var svo- vesæll,
að eg ekki komst á kjörþingið, til að kjósa
þingmennina, ásamt ykkur, heiðruðu sýslu-
búar mínir, en hafið þið þökk og heiður
fyrir það, hverja þið kusuð til þingmennsk-
unnar, því af því hafið þið sóma og ánægju.
Það var snilldarlegt af ykkur, að lofa hin-
um frambjóðendunum, einkum M. og T. að
fara heim til sín aptur, þrátt fyrir hið mikla
álit, er þeir hafa á hæfileikum sínum, sem
ekki eru eins miklir, hvorki í mínum aug-
um né margra annara, er heima sátu kjör-
fundardaginn. — Rvík 9/6’ 03.
:• Rangœingur.
Tilbúin
Drengjaföt
allar stærðir. Verð frá 6,00—18 kr.
FLIBBA frá 0,5 aurum stykkið.
BRJÓST — 0,6 — —» —
MANCHETTUR frá 0,15 au. stk.
ALLAR STÆRÐIR. NYJASTA LAG-
Auk þess sel eg:
Hnappagatasilki — Maskínusilki — Sauin-
silki mislitt og svart — Klæðakrít —
Nálar. Allskonar Hnappa og Tölur.
Allt til FATA og FATAEFNI o. ft.
wr Stórt úrval af SLAUFUM og
HUMBUGUM.
Komið og skoðið. Því allt selst
með óvanalega lágu verði.
KLÆÐAVERZLUNIN
12 BANKASTRÆTI 12.
Guðm. Sigurðsson
klæðskeri.
2-3 herbergi í miðbænum með góð-
um húsbúnaði eru til leigu handa alþingis-
mönnum. Ritstj. vísar á.
Óskilakindur
seldar í Dalasýslu haustið
1902.
I Hörðudalshreppi:
1. Ær, hvítkollótt. m.: blaðstýft fr. biti
apt. h., hatnrað v.
2. Ær, hvtthyrnd, sneitt apt. h., sneitt
fr. hangfjöður apt. v.
3. Lambhrútur, hvítur, m.: miðhl. í stúf
biti apt. h., geirstýft v.
I Middalahteppí:
1. Sauður, veturgam., m.: stúfrif. gagnb.
h., geirsýlrifað v.
2. Ær, hyrnd, m.: sýlt stig apt. h., 2 bit.
apt. v., hornm.: stúfrif. gagnb. h.
3. Lambhrútur, m.: stýft fjöð. apt. h.,
stúfrif. biti apt. v., með ídrátt í eyr-
um.
I Haukadalshreppi:
1. Lambhrútur, hvítur, m.: fjöð. fr. h.,
sneitt apt. v.
2. Gimburlamb, hvitt, m.: biti fr. h.,
hamrað v.
3. Gimbur, veturg., m.: heilrif. biti apt.
h., hálft af apt. v.
4. Lamb, hvítt, m.: miðhl. hangandi fjöð.
apt. h., sneitt fr. hangandi fjöð. apt. v.
5. Lamb, hv., m.: sneiðr. fr. h., sneitt
apt. fjöð. undir v.
I Laxdrdalshreppi:
1. Hrútur, hvítkollóttur, veturg., m.: 2
bitar apt. h-, biti apt. v.
2. Gimburlamb, hvítt, tvístýft fr. fjöð.
apt. h., sneitt fr. stig apt. v.
3. Lambhrútur, hvítur, m.: geirstýft h„
stúfhamrað v.
4. Geldingslamb. svart, m.: sneitt fr. h.
5. Geldingsl., flekkótt með sama marki.
I Skardstrandarhreppi:
1. Gimburl. hvíthöttótt, m.: tvístýft apt.
h.
2. Ær, hvft, m.: sýlt h., sneitt apt. v.
3. Lambhr., hvítur, m., tvístýft fr. biti
apt. h., sneitt fr. v.
Hver sá, sem sannar, að hann hafi ver-
ið eigandi að kindum þessum, getur feng-
ið andvirði þeirra að frádregnum kostnaði
greitt hjá viðkomandi hreppstjóra fyrir 1.
okt. þ. á.
Skrifstofu Dalasýslu 1. apríl 1903.
Björn Bjarnarson.