Þjóðólfur - 26.06.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.06.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 26. júní 1903. 26. Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson, Landsbankinn. ♦■■■■-- Nœstkomandl júlí og ágúst- mánuði verður afgreiðslu- stofa bankans opin kl. ÍO. f. h.-kl. i e. h. hvern virkan dag. Bankastjórnin er til viðtals kl. 10V=— il1/* f- m. Landsbnnkinn í Eoykjavík, 24. júní 1903. Tryggvi Gunnarsson. Alþingiskosningar. IV. í Austur-Skaptafellssýslu er kosinn: Þorgrímur Þórðarson héraðslæknir á Borgum með 58 atkv. Þorleifrir Jónsson í Hólum fékk 39 atkv. — Sérajónpróf. Jónsson á Stafa- felli bauð sig ekki fram. Sendiför Jóns Jenssonar hefur mjög verið höfð að umtalsefni hér í bænum, síðan það vitnaðist 1 hverjum er- indagerðum maðurinn er sendur: að koma glundroða á stjórnarmál vort, og reyna að ónýta 20 ára baráttu þjóðarinnar fyrir inn- lendri stjórn. Eins og búast mátti við, þykjast Valtýingar eða Framsóknarflokk- urinn, er svo kallar sig, engan þátt eiga i þessari sendiför, því að flokkurinn sér, að hann hefur gert sig beran að banaráð- um við stjórnarbótina, eí hann kannast við það opinberlega, að hann hafi gert Jón Jensson út. Þessvegna verður að telja mönnum trú um, að erindreki þessi sé sendur af Landvarnarmönnum einum, hann hafi farið að „Framsóknarflokksstjóminni íornspurðri" og án alls styrks frá henni. Þetta segir Isafoldarritstjórinn þvert ofan í það sem öllum bæjarmönnum er kunn- ugt, að stöðugir leynifundir voru hér með- al valtýsku forkólfanna, hvern daginn eptir annan, áður en Jón sigldi, náttúrlega til að semja erindisbréf sendiherrans og og leggja honum llfsreglurnar. Hvað eptir annað sást Jón skjótast inn á ísafoldar- skrifstofuna, og síðast gerði hann þangað lykkju á leið sína um leið og hann var að að ganga til skips, sjálfsagt til að fá síðustu biessunina hjá mannninum, sem 1 bónda- beygjuna nafnkenndu komst í vetur, er hann fordæmdi Landvarnarsérkreddu Jóns, en vann þó að kosningu hans eptir mætti. Þetta sendifararlaumuspil „hinna samein- uðu“ hefur nfl. ekki farið svo dult, að það þýði nokkurn skapaðan hlut að telja fólki trú um, að Jón hafi farið þessa for- sendingu að „fimminu" fornspurðu. Hitt getur verið1, að einhver einn eða tveir úr fimminu hafi ekki verið farar þessarar sér- lega eggjandi, eða „fimmið" sjálft hafi lagt fram peninga úr eigin vasa Jóni til farar- eyris. Þess mun ekki hafa þurft, nógu safnað áður í guðskistuna. I sjálfu sér skiptir það ekki harla miklu, hverjir mest hafa gengizt fyrir þessari sendi- för, hvort heldur Valtýingar eða Land- varnarmenn, eða hvorttveggja í samlögum. Aðalatriðið er, að ferðin er stofnuð til að hnekkja hinni væntanlegu stjórnarbót, og leita liðs hjá hægrimönnum í Danmörku til þess, svo framarlega sem ráðherrann þykir ekki nógu stimamjúkur við sendi- herrann. Það mun rétt reiknað hjá hon- um og þeim, sem sendu hann, að ekkert sé auðveldara en að fá einhverjar yfirlýs- ingar, sem „passa í kramið" hjá römum hægrimönnum, sem hata vinstri stjórnina, og setja sig tír engu færi til að niðra gerð- um hennar og koma henni fyrir kattarnef. Þeim mundi því vera harla ljúft og kær- komið, að fá þarna tækifæri til að svala sér á Alberti og stjórninni, með því að ljá „erindrekanum" liðsinni sitt og gefa honum yfirlýsingar um, að allar aðgerðir stjórnarinnar í vorn garð í þessu máli byggðust á lævisi einni, hrekkvísi og ill- vilja, og tilgangurinn væri enginn annar en sá, að svipta ísland öllum landsréttind- um og gera það að undirlægju Dana í öllum greinum. Það er svo sem auðvitað, að J. J. leggur ekki mikla áherzlu á að fá yfirlýsingar, sem telja frumvarp síðasta þings algerlega hættulaust. Hann tekst ekki ferð á hendur til Danmerkur til að fá sina eigin skoðun brotna á bak aptur, heldur fer hann sem „procurator" fyrir sinni sérkreddu, og vinnur að því af öll- um mætti, að fá frumvarpinu hnekkt og ákvæði þess talin skaðleg. En til þess getur hann ekki vænzt liðsinnis nema hjá hinum römustu hægrimönnum og aptur- haldsseggjum, sem fjandsamlegastir eru stjórninni og aldrei hafa skoðað Island öðruvísi en ósjálfstæða réttindalausa undir- lægju Danmerkur, með öðrum orðum: lið- sinnis danskra hægrimanna er leitað til að koma sjálfstjórnarmáli voru, heimastjórn- inni, fyrir kattarnef, og láta þannig loforð Valtýs á stúdentafundinum 30. nóv. 1901 rætast, allt undir yfirskyni þjóðrækni og ættjarðarástar náttúrlega. Slíkt atferli mun einhverntíma fá sinn dóm, og verða kallað sínu rétta nafni. En sem betur fer, mun alls enginn árangur verða af þessu sendi- fararflani. Kosningarnar í vor hafa tryggt forlög málsins á þingi. Er landinu að fara aptur? Margir hafa framsett þessa spurningu og optast fengið það svar, að svo væri, og hafa þeir, sem þetta svar hafa gefið, fært það því til sönnunar, að landið fram- fleytti ekki eins mikið af kvikfénaði, sem það gerði til forna. Sumir halda því Iíka fram, að veðurátta hafi verið blíðari í forn- öld, en hún er nú, og því til sönnunar segja þeir, að fénaður hafi gengið sjálfala á vetrum þá, en ekki nú. — I fljótu bragði sýnist þetta vera svona, en þegar betur er að gáð, lítur það öðru vísi út. Að vísu mun það líklegt vera, að í fornöld hafi hér ver- ið meiri kvikfénaður en hann er nú. En hann getur verið hér meiri, ef menn vilja. Líka varð fé þá betra að ganga sjálfala á meðan skógarnir voru svo miklir, og mikl- ar líkur til, að fjárkyn hafi þá ver- ið hraustara en það er nú hjá oss. En þó að fjáreignin hafi verið meiri hjá forn- mönnum, hefur hún verið stundum ærið stopul, því opt er þess getið í fornsögum vorum, að fénaður féll hrönnum saman, þegar harðir vetrar komu. T. d. veturinn 1225 féllu hjá Snorra Sturlusyni í Svigna- skarði stórt hundrað nauta (120), og hefur það verið ljót sjón að sjá allan þann naut- pening falla úr hor og harðrétti; fleiri dæmi má nefna, er sýna, að fjáreign hjá fornmönnum hefur verið stopul, þegar harðæri kom, enda var það ekki von að vel færi, þar sem bændur áttu ekki hús handa öllum fénaði sínum fram eptir öll- um óldum. Af þessu finnst mér ekki hægt að dæma um það, að landinu hafi farið aptur síðan í fornöld með veðuráttu, en aptur er það líklegt, að þvf hafi farið aptur að ein- hverju leyti við eldgos og jökulhlaup og illri meðferð landsbúanna sjálfra; því ó- hætt er að fullyrða, að skógamir hafi mik- ið eyðst af trassaskap og vanhyggni manna. En allt fyrir það álít eg, að hægt sé að framfleyta jafnmiklum og jafnvel meiri kvikfénaði nú en gert var f forn- öld, eða að minnsta kosti er hægt að gera fénaðareignina vissari nú en hún var þá. Þeir sem halda því fram, að landinu hafi farið aptur, ættu að hugleiða eptirfarandi orð, sem einn af merkustu náttúrufræð- ngum landsins hefur sagt fyrir skömmu: „Síðan landið byggðist er það eigi sjáan- legt, að eðli og náttúra þess hafi breytzt að neinum mun". Þessi orð bera vitni um það, að hann hefur ekki álitið, að ,'andinu hafi farið aptur síðan í fornöld, og er það gleðilegt að heyra, ef það gæti fært mönnum heim sanninn um það, að enn sé vel hægt að lifa á gamla Fróni. Eins og flestir hafa játað, er framtíðar- heill landsins byggð á landbúnaðinum; af því leiðir, að menn verða að leggja á- herzlu á það, að efla og auka hann af öllum kröptum, því „bóndi er bústólpi, en bú er landstólpi". Eins og liggur í aug- um uppi, er hægt að efla hann á ýmsan hátt; eitt meðal annars verða menn að gera sér ljósa hugmynd um, hvort landsmenn ættu að leggja meiri stund á fjárrækt eða nautpeningsrækt; í því efni munu vera mjög skiptar skoðanir manna, enda fer það mjög eptir staðháttum og landkostum, en að öllum jafnaði álít eg sjálfsagt, að heillavænlegra yrði fyrir land og lýð að leggja mun meiri stund á naut- peningsræktina en gert er nú, því að það mun æfinlega vera vissari eign nautpen- ingurinn en sauðfénaðurinn. Því eg állt, að vanhöld eigi sér miklu meir stað á sauðfénaðinum en nautpeningnum slðan kláðinn, bráðafárið og skitupestin er far- in að taka sér svo stöðuga bólfestu í sauð- fénaðinum. En ef svo væri, ættu menn að leggja meiri stund á nautpeningsrækt- iua, tel eg það sjálfsagt, þar sem lands- lag er því ekki til fyrirstöðu. En með aukinni nautpeningsrækt verða menn að breyta ýmsu í búnaðarháttum sín- um. Hingað til hefur það verið al- gengur vani, að hafa geldneyti 1 fjósi, en slíkt má ekki eiga sér stað, því með því móti þurfa þau miklu meira fóður, þegar þau finna töðulyktina frá mjólkurkúnum. Menn verða að hafa öll geldneyti í úthýsi, þar sem mátulega kalt er, því þá eta þau mjög óvandað fóður, engu síður en hest- ar. Jafnframt geta menn beitt uxum all- an veturinn eins og hestum, ef að veður leyfa. Eitt meðal annars, sem stendur land- búnaðinum fyrir þrifum, er hugsunarleysi landsbúanna sjálfra að nota sér afurðir landsins. Það er sorglegt að vita til þess, hvað menn nota lítið fjallagrös, sem eru holl og góð íæða og sem hægt er að fá fyrir enga peninga. Að vísu munu menn segja, sem satt er, að tíminn sé peningar, en allt fyrir það finnst mér, að bændur gætu haft miklu meiri not af fjallagrösum en þeir gera. Sama máli er að gegna um garðávexti, menn hugsa allt of lítið um það að hafa garða. Mér finnst, að ekki mætti minna vera, en garðar væru á hverjum bæ, sem gæfu af sér að minnsta kosti einar 10 tunnur í hverju meðalári; ef að svo væri, yrði það góð björg í búi manns. Margir munu segja, að til þess að stunda garðræktina þurfi mannafla, og er það rétt, en samt þarf ótrúlega lítinn mannafla til þess að viðhalda görðunum, þegar búið er að koma þeim upp á annað borð. Alstaðar eru að berast til eyrna vorra þessir kveinstafir: „Eg get það ekki, mig vantar vinnukrapt til þess", og er það víst ekki ástæðulaust, þó að menn kvarti unaan mannleysinu, sem nú er hér á landi og sem stendur landbúnaðinum svo herfi- lega fyrir þrifum. En fyrst að líkur eru til þess, að ekki sé hægt að ráða bót á þvf að auka vinnukraptinn í landinu, verða menn að hagnýta sér það afl, sem innifelst hjá einstaklingum þeim, sem til eru. Menn verða og að nota hestaflið betur en gert er og svo hin ótakmörkuðu náttúruöfl, sem til eru í landinu. Enda mun landinu aldrei fara fram til hlýtar fyr en menn kunna að nota liina miklu náttúrukrapta, sem ísland hefur í skauti slnu. Menn kvarta undan því, að engir málm- ar séu til í landinu. Það getur satt ver- ið, að málmar séu litlir, því ekki er gull eða gimsteinar hér til, eða aðrir dýrmætir málmar, en allt fyrir það hefur landið inni að halda dýrmæta málma, sem geta orðið ótæmandi auðsuppspretta fyrir land- ið. Þessir dýrmætu málmar eru fossarnir okkar, sem hafa steypzt fram af björgun- um í margar aldir, án þess að gera nokk- urt gagn, nema að auka náttúrufegurðina. Þeir eiga eptir mikið og fagurt hlutverk í framfarasögu Islands, þegar menn eru búnir að setja beizlin á þá og temja þá. Það verður gaman að lifa hér, þegar foss-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.