Þjóðólfur - 26.06.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.06.1903, Blaðsíða 3
103 þjóðernistilfinninguna". Á þessum aðal- grundvelli eru fyrirlestrarnir byggðir. Eins og höf. kemst sjálfurað orði, leggur hann minni áherzlu á, að skýra frá viðburðun- um sjálfum, en frá orsökum þeirra og af- leiðingum.-------Það eru aðalstraumarnir í sögu landsins, örlagaþráðurinn í lífi þjóð- arinnar, sem einkenndur er og rakinn í þessum fyrirlestrum og höf. tekst víða mjög vel upp. Hann hefur ljósa og glögga sjón bæði á sögu landsins í heild sinni, og hinum einstöku stefnum, er einkenna sér- stök tímabil í henni og skipta henni í einskonar þætti. Honum tekst víðast hvar vel, að halda þræðinum óslitnum og tengja saman orsök og afleiðing viðburðanna á hinum ýmsu tímabilum. Að vísu geta orð- ið skiptar skoðanir um einstök atriði, eða hvort niðurstaða sú, er höf. kemst að, sé alstaðar sögulega hárrétt, en svo verður jafnan um alla söguritun, er dregur álykt- anir af viðburðunum og byggð er meira á hugleiðingum og skýringum höf. sjálfs (subjektiv), en á þurri frásögn um gang viðburðanna sjálfra (objektiv). Það liggur 1 hlutarins eðli, aðfyrirlestrar þessirheyra til hinni „subjektivu" söguritunaraðferð, en þar er hættan jafnan meiri, að skakkar á- lyktanir séu dregnar af viðburðunum, og er það ekki nema á hinna beztu sagnarit- ara færi, að fara þar ekki oflangt eða of- skammt. Yér Islendingar eigum mjög fátt af slíkum ritgerðum úr sögu vorri, og því virðingarverðara er þetta stutta og kjarn- orða yfirlit Jóns sagnfræðings um aðal- drættina 1 sögu þjóðar vorrar frá byrjnn. Mun margur hafa bæði skemmtun og gagn af því, að kynna sér bók þessa, og verða fróðari í sögu þjóðar sinnar eptir en áður. Má því búast við, að hún seljistvel. Mun það flestra manna mál, að höf. hafi með bók þessari sýnt þá hæfileika, sem flesta íslenzka sagnaritara hefur allmjög skort, og að árangurinn af styrkveitingu þingsins til hans hafi orðið hinn bezti. Ávarp, Hreppstjóri Guðm. Þorvarðarson í Sandvík! Þegar það fór að kvisast á kjörfundinum að Selfossi, þann 3. þ. m., að ekkert þing- mannsefnanna hefði náð helmingi greiddra atkvæða, nema Hannes ritstj. Þorsteinsson, en að ritstjóra séra Ólaf Ólafsson mundi að eins vanta 1—2 atkvæði, riðuð þér í snatri ofan í Flóa til þess að sækja atkv. handa hönum. Þegar þér svo komuð apt- ur, fullum 2 tímum eptir að lokið var at- kvæðagreiðslu, og rákuð á undan yður gamlan bónda, sem þér höfðuð auðvitað kennt fræðin á leiðinni, kallaði eg til yð- ar og spurði yður, hvort þér hefðuð verið að sækja þetta atkvæði, sem séra Ólaf vantaði. Þér svöruðuð með mesta þjósti, að mér kæmi það ekkert við. Eg held þetta sé dálítill misskilningur, herra hreppstjóri! Víð mætum ekki sem hreppstjóri og læknir á kjörfundi, heldur sem kjósendur, og höfum þar báðir jafn- an rétt. Gerið svo vel, að líta í kosningalögin. Þau segja skýrt, að þegar að eins einn af fleiri frambjóðendum nær fullum helm- ingi greiddra atkvæða, þá skuli kosið apt- ur um hina. En þar stendur ekki orð um, að einhver dugnaðarvargur skuli þá ríða á stað til þess að smala mönnum í þeim tilgangi, að kjósa einn ákveðinn fram- bjóðanda, sem vantar eitt eða fá atkvæði. Eg áleit þá og álít enn, að þér hafið ólög- lega raskað úrslitum kosninganna, og þótt- ist og þykist hafa fullan rétt til þess að mótmæla slíku háttemi. Og hverju hafið þér svo áorkað? Að líkindum svipt kjördæmið öðrum þingmanninum á næsta þingi, og aflað gömlum, heiðvirðum bónda athlægis og lítilsvirðingar. Eg öfunda yður ekki af árangrinum. Eyrarbakka 19. júní 1903. Asgeir Blöndal. Hroðalegr morð og stjórn- arbylting í Serblu. Sú fregn hefur borizt frá útlöndum, að aðfaranóttina 11. þ. m.hafi uppreisnarmenn í Belgrad, höfuðstað Serbíu, ráðizt á kon- ungshöllina og drepið þar Alexander kon- ung, drottningu hans Draga og marga af hirðmönnum, ennfremur tvo bræður drottn- ingarinnar og-2—3 ráðherra konungsins. Orsök þessa hryðjuverks, er herliðið beitt- ist fyrir, er aðallega talin óánægja lands- manna með konung og gerræði stjómar hans, óvild gegn Draga drottningu, ervar af lágum stigum og hafði miðlungi gott orð á sér fyrir siðferði, þótti hún hafa vél- að konung til giptamála, og reri síðan að því öllum árum, að fá bróður sinn sam- þykktan sem ríkiserfingja, þá er útséðvar um, að hún ætti afkvæmi með konungi. Til að koma í veg fyrir þetta ráðabrugg, ætla menn, að stjórnarbylting þessi hafi gerð verið, líklega meðfram sakir undir- róðurs frá Pétri Karageorgevitsj fursta (f. 1844), er menn segja nú til konungs tek- inn í Serbíu, en hann hefur jafnan gert tilkall til ríkis þar, síðan faðir hans Alex- ander Karageorgevitsj (f 1885), veltist þar úr völdum, en hann var stjórnandi lands- ins 1842—1858. — Alexander konungur, sem nú var veginn, var sonur Mílans kon- ungs 1. af Obrenovitsjættinni, er síðan 1816 hefur lengstum setið að völdum í Serbíu. Hin nánari atvik að þessum hroðalegu vfgum verða frekar greind í næsta blaði, þá er áreiðanlegar fregnir eru um þau komin, því að í fyrstu hraðfréttum er opt hætt við allmiklum rangfærslum á einstök- um atvikum. Málarallst í Danmörku (Dan- marks Malerkunst) nefnist bók ein all- merk, er „Det nordiske Forlag" hefur ný- lega sent út nýtt boðsbréf að. í bók þess- ari, er safnvörður Chr. Been telst útgef- andi að, eru fallegar eptirmyndir af helztu og merkilegustu málverkum Dana, og fylg- ir þeim sögulegt yfirlit eptir listasögufræð- inginn Emil Hannover. Nýir áskrifendur að bókinni fá fyrst annað bindi hennar, svo að þeirkynnast strax hinum alþekktu listamönnum, er uppi voru um miðbik aldarinnar, sem leið, t. d. Dalsgaard, Sonne, Exner, Lundby, Skovgaard, Kyhn o. s. frv. Bókin kemur nú að nýju út 1 20 stórum heptum, og kostar hvert 1 kr. Læknapróf. í fyrra dag (24. þ. m.) luku þeir Matt- hías Einarson og Jón Rósenkrans við fyrri hluta lceknaprófs á læknaskólanum. Matthias fékk 66 stig og Jón SJ1!* stig. Embœttisprófl við prestaskólann luku 19. þ. m. þeir: Ásgeir Ásgeirsson Eink. Stig. með I 85 Lárus S. Halldórsson — I 81 Stefán Björnsson — II 76 Jón N. Jóhannesen — II 75 Verkefni í skriflega prófinu: Skýring Nýjatestamentisins: Jóh. 3, 8- Trúfrœiti: Að gera grein fyrir hinni svonefndu apokatastasis kenningu, og hrekja mótbárur hennar gegn hinum kirkjulega útskúfunarlærdómi. Sidfræði: Hver er nytsemi og tilgangur Iögmálsins? Kirkjusaga: Grísku kirkjufeðurnir á blómaöld guðfræðinnar. Ræðutextar: Matt. 13, 31—33; Mark. 12, 41—44; Lúk. 10, 38—42; Jóh. 10, 22 —3o- ___________ Eldgosið. Það er nú talið áreiðanlegt, að stöðvar eldgossins eystra séu í Skaptáijökli milli Grænafjalls ög Hágangna, en ekki í Skeið- arárjökli, eins og fyrst var ætlað. Hefur Guðlaugur sýslumaður Guðmundsson, sem nú er nýkominn að austan skýrt svo frá, að gosunum haldi áfram annan og þriðja hvern dag, og að öskufall nokkurt hafi orðið 1 Öræfum, en lítt eða ekki á Síð- unni. Úr Árnessýslu víða hafa menn séð reykjarmökkinn af gosinu og jafnvel eld- neistaflugið. Landskjálfta hafa menn enn ekki orðið varir við í sambandi við gos þetta. Þilskipin héðan úr bænum hafa flest fengið meðalafla frá lokum, um 1000 á hvern háseta undir færi, sem er réttasti mælikvarði til að miða við, því að hlutar- hæðin alls á hvert skip sýnir ekki hið rétta hlutfall, af því að hásetatalan á skip- unum er svo mismunandi. Sum þilskipin hafa 1 þetta sinn aflað með minnsta móti, en fá eða engin afbragðsvel. Mannalát. Hinn 29. apríl sfðastl. dó á Nýjabæ á Eyrarbakka J ó n M a g n - ússon sonur merkishjónanna þar Magn- úsar Magnússonar og íngigerðar Jónsdótt- ur. Hann var fæddur 12. marz 1875, °o lá hann veikur 3 síðustu ár æfi sinnar. Hann var bindindisfrömuður hinn mesti og hvers manns hugljúfi. S. Soramark ísafoldarritstjórans er auðþekkt á grein með yfirskript „Oflangt farið" í valtýska málgagninu 20. þ. m. Ritstj. kallar sig ,,Stjórnarbótarvin‘‘(l), en atferli hans á síðustu tímum sýnir Ijósast, hvort hann á það nafn með réttu. Vonzkan í manninum snýst ein- göngu að Þjóðólfi, af því að hann ljóstraði upp „forsendingu" Jóns Jenssonar. En það ger- ir ekki mikið til, þótt maðurinn ausi mold yfir höfuð sér, því að hann moldar ekki Þjóðólf með því sparki, þótt hann langi til, heldur sjálfan sig og álit blaðs síns, sem aldrei hefur burðugt verið, en þó stórhrakað á síðustu árum, svo að menn eru alveg steinhættir að taka nokkurt mark á ummæl- um þess í pólitík, og tillögur þess því einskis virtar,endaviðurkenna flokksmenn mannsins sjálfir, að hann og hans blað hafi með rithætti sínum og fávfslegri framkomu unnið flokkn- um mikið ógagn og stuðlað að því, aðjarð- syngja valtýskuna þeirra og sundra liðinu. Það skiptir því ekki miklu, hvoru meginn hryggjar náungi þessi liggur. Að minnsta kosti er honum ofraun að geta unnið Þjóð- ólfi nokkurn geig með fúlyrðum sínum. Hann hefur spreytt stg á því til hlítar, karltetrið. Bæiarskrá Reykiavíkur 1903 er nýkomin út. Fyrst er þar heimilaskrá, er hún að mestu rétt. Kalkofnsvegur sést þar hvergi, en Höfn og Sölfhóll, er verða að teljast við þá götu, eru talin við Hafn- arstræti. Iðnó er talin í Pósthússtræti en er í Vonarstræti. Barnaskólann finnst mér réttast að telja f Lækjargötu, en ekki við Laufásveg eins og gert er. Fleira er þar af slfku. Þá er nafnaskrá. Hún er öll meira og minna röng og ósamkvæm. Waage Hall- dóra er talin hér í bæ, en hefur ekki verið hér í meira en ár, og svo er um fleiri, en aptur vanta þar ýmsa bæjarbúa. Auk þess er mjög mikil ósamkvæmni í henni. Susie Briem er t. d. talin með Briem, en Eiríkur Briem með Eiríkum og svo er á ótal stöð- um. Er það slæmt, því fyrir það er mikið verra að nota bókina. Þorvaldur er talinn á undan Þórði, þvert á móti því, sem er gert yfirhöfuð f íslenzkum nafnaskrám, og það með engum rétti. Ef bæjarskráin á að eiga framtíð fyrir höndum, verða útgefendur hennar að vanda meir nafnaskrána en hér hefur verið gert. Þá tekur við félagaskrá og stofnana. Þar eru líka talsverðar villur, og sérstaklega óftrilnægjandi upplýsingar. Við dómkirkjuna er sleppt bæði umsjónarmanni, gjaldkera og aukapresti, og þurfa þó víst fleiri að vita, hver og hvar gjaldkerinn er, heldur en t. d. hringjarinn eða organleikar- inn, sem báðir eru taldir. Good-templarreglan er talin frá i. febr. og svo er um meðlimafjölda, en formenn sumra stúknanna eru teknir frá i. maf, sem er gersamlega rangt, þegar miðað er við i. febr. Umdæmisstúkan er sögð að hafa 30 meðlimi, en hefur víst yfir 300 meðlimi, og fulltrúar eru um 40, en ekki 30. Við holds- veikraspítalann eru allir starfsmenn taldir, nema gjaldkéri, er á að telja þar. Vonandi, að næsta bæjarskrá verði gerð betur úr garði. Æ Svar til Sigurb], Guðleifssonar. í 27. tölublaði ísafoldar 16. þ. m., hefur Sigurbjörn Guðleifsson í Ólafsvfk ritað all- langa ósanninda- og óhróðursgrein um mig, sem ekki má vera ómótmælt, og skal eg því leyfa mér að biðja yður, herra ritstjóri, að leyfa eptirfylgjandi línUm rúm í.yðar heiðraða blaði. Það, sem Sigurbjörn Guð- leifsson segir um mig í grein þessari, lýsi eg hér með helber ósannindi. Fyrst og fnemst það, að eg hafi sagt frá réttarhaldi því, er Sigurbjörn ritaði um í ísafold 24. jan. þ. á., og sem hafi verið, að séra Helga Ámasyni í Ólafsvík viðstöddum, því að þar snýr Sig- urbjörn hinu rétta í ósannindi, og er sann- leikurinn sá, að það var séra Helgi Árna- son, sem sagði frá réttarhaldinu, en eg var viðstaddur. Sömuleiðis eru það ósannindi, að eg hafi „auðkennt" Sigurbjörn Guðleifs- son á nokkurn hátt, og heldur ekki sagt eitt orð um það, að hjá honum „hafi brunn- ið f Lækjarbotnum". En eg vonast til á sínum tíma, að fá tækifæri til að hrinda af mér því, sem Sigurbjörn Guðleifsson í Ólafs- vfk hefur skrifað ósatt um mig. Og í fullu trausti um það, legg eg niður pennann að þessu sinni. Ólafsvík 30. maí 1903. Jón Jónsson. (hreppstj.) Veðurótta hefur verið mjög vætusöm að undanförnu, optast stórrigning á hverjum degi og kalsi allmikill í veðrinu, en nú far- ið heldur að hlýna. Gróðri hefur farið all- mjög fram þessa dagaua, en er þó enn í minnsta lagi um þetta leyti árs.— Hafíshroði allmikill er sagður á Húnaflóa, en líklega hindrar hann ekki skipaferðir. ■HtiiiataiiiaraiiiiiaiiifiaiwaiiiaiaiiiiiaiiiiiiiaiaiaiiiaiiiimiiiftviiiititiiiiiiiiiMtflraiBi ifliainiiiiiiiiiiiiaiflifliflMiiiiiiiiiflifliaifliaiaiaiaiflifliaiaiaia ÓYENJULEG K03TAB0Ð Þeir, sem gerast kaupendur a9 55. árg. ÞJÓÐÓLFS frá 1. ]úlí næstkomandi, geta fengið síðari hluta þess árgangs til ársloka fyrir aðeins 2 krónur og auk þess f kaupbæti; tvö sögusöfn blaðsins sérprentuð (11. og 12. hepti) með ágætum skemmtisögum. En borgun (2 kr.) "mrnmmmmm^^^mmmmmmmmmmmm^ verður að fylgja pöntuninni frá mönn- um, sem ritstjðra blaðsins eru ekki áður kunnir; áskriptin er jafnframt bindandi allt næsta ár (1904). OC Nýir kaupondur gefl sig fram sem fyrst.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.