Þjóðólfur - 17.07.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.07.1903, Blaðsíða 3
an rjómabúin væru tekin til starfa, og lík' ur fyrir, að þau efldust mjög í framtiðinni. Önnur skipun d biskuþsembœttinu. Lárus Bjarnason og Magnús Andrésson flytja frv. um, að biskupsembættið skuli sameinað forstöðumannsembættinu við prestaskólann, þegar núverandi biskup lætur af embætti, og skuli þá ákveða með konunglegri til- skipun, hver störf biskupinn skuli hafa á hendi. Árslaun þessa sameináða embætt- is skulu vera 5000 kr. og auk þess skrif- stofufé handa biskupnum 500 kr. á ári. Ofrihm d sel. Samhljóða frv. því, er flutt var á þingi 1901. Flm.: þingmenn Árnesinga. Samþykkt er í báðum deildum þingsá- lyktunartillaga um, að stjórnin hlutist til um, að útvegaður verði og sendur hingað svo fljótt sem verða má sérstakur falibyssu- bátur til strandgæzlu á Faxaflóa. Samgöngur í Árnessýslu. Með þessari fyrirsögn er grein í Fjall- konunni 24. tbl. þ. á. eptir séra Stefán Stephensen í Austurey. Af því hann í nefndri grein gerir Sogsbrúarmálið að aðal- umtalsefni, vil eg leyfa mér að fara um hana nokkrum orðum og sýna frara á sannleikann í því máli, sem höfundurinn virðist að miklu leyti hafa sneitt hjá, Höf. byrjar aðallega á því að tala um Geysisveginn, og telja mönnum trú um, að hann sé aðalkaupstaðarleið meiri hluta Grímsness og Biskupstungna; en það er ekki rétt, að minnsta kosti ekki, að því er Grímsnesið snertir, — hinu er eg minna kunnugur, — því fyrst og fremst er spurs- mál um, hvort það er meiri hluti þeirra Grlmsnesinga, sem verzla í Reykjavík, sem fara þá leið, að þeim meðtöldum, sem gera sér stóran krók til að spara sér sund, peningaútlát, bið eptir ferjumanni og fleiri óþægindi og erviðleika, sem ferju- flutningur hefur f för með sér, og í öðru lagi kemur hann, eins og allir vita, ekki að notum fyrir þá sem verzla á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem eru æði margir, og eins og kunnngt er, fer þar viðskíptamagn- ið sívaxa'ndi, og ber margt til þess, bæði verzlunarsamkeppnin, sern gerir það að verkum, að nú á seinni árum hafa menn getað fengið þar allt eins góð kaup og í Reykjavík, og jafnvel betri á ýmsu, svo sero timbri o. fl. Og svo eru kaupfélögin ekkert lítill hluti í viðskiptamagninu eða flutninga- og ferðamagninu til og frá Eyrarbakka og Stokkseyri, þar sem fjöldi af bændum úr þessum sveitum báðum, Grímsnesi og Biskupstungum, panta megn- ið af nauðsynjum sínum, og telja það eitt af aðalhlunnindunum við pöntunarfélögin austan fjalls, að flestir geta farið allt að 2 ferðir niður á Eyrarbakka og Stokkseyri, meðan ein er farin suður; auk þess sem betur hagar til með haga fyrír hesta á þeirri leið. Ogennmundi viðskiptamagn- ið á Stokkseyri og Eyrarbakka aukast að stórum mun, ef brú kæmi á Sogið og menn þyrftu ekki að sundleggja til og frá 1 hverri ferð, og þó maður spái engu um framtíðina, geri aðeins ráð fyrir því, sem er, þá munu allir kunnugir, sem unna sannleikanum í þessu máli, viðurkenna að verzlanirnar á Stokkseyri, sem ekki voru áður, og pöntunarfélögin á Stokks- eyri og Eyrarbakka, vega margfaltá móti blómlegu verzluninni, sem höf. segir að hafi verið nýrisin upp í Þorlákshöfn, þeg- ar fyrst var farið fram á að brúa Sogið. Höf. segir, að Tungnamenn hafi lýst því yfir, að brú á Sogið væri þeim gagnslaus, fengist ekki jafnframt upphleyptur vagn- vegur upp Grímsnes, og getur það vel verið, að einhver Tungnamaður hafi talað á þá leið, en hitt mun hægt að sanna, að á sfðasta sýslunefndarfundi Árnesinga, er 115 Sogsbrúarmáiið kom til umræðu, lýsti sýslunefndarmaður Biskupstungna, sem er mjög rnerkur maður, því yfir á fundinum, í áheyrn höfundarins, að brú á Sogið kæmi Biskupstungnahreppi að miklum notum. Mér finnst því rangt í þessu tilfelli, að taka prívat umsögn einstakra manna gild- ari, og færa þær 1 letur í opinberu blaði, en yfirlýsingu fulltrúans á opinberum stað og í embættisspofum. Höf. segir einnig, að það sé aðeins suðurhluti Grímsness, sem brú á Sogið geti komið að veruleg- um notum, og að æði margir á því svæði ekki mundu nota hana til aðdráttar, þar eð hún yrði mikið úr leið, þegar sótt er til Eyrarbakka eða Stokkseyrar. Þetta er sú ijarstæða,-sem engu tali tekur, því allir viðurkenna að brúarstæðið hjá Alviðru sé á hentugasta stað, sem hægt er að hugsa, fyrir allflesta, sem yfir Sogið fara, hvort heldur farið er til Reykjavíkur, Eyrarb. eða Stokkseyrar, því það er einmitt hjá fjölfarnasta ferjustaðnum til allra nærliggj- andi kauptúna og verstaða. Höf. segir, að Hvltá sé opt á ís að vetr- arlagi, en ekki býst eg við, að þeir verði margir, sem næstir henni búa og bezt þekkja hana, sem votta það með honum, því það er ekki nema í einstöku tilfellum, heldur er hún á flestum stöðum optast ó- fær fyrir hesta að vetrarlagi, ýmist af vatnavöxtum, skörum, ísskriði eða hrönn- um, sem safnast í kringum hana, svo að ekki er hægt að komast að henni með hesta. Höf. segir einnig, að efri hluti Grímsness hafi viljað sameina flutningaþörf tveggja væntanlegra rjómabúa í Grímsnesi með því að biðja um álmu af póstveginum nál. Hraungerði 'upp að Hvítá nál. Arn- arbælisferjustað, koma þar dragferju á ána, og að öll sveitin lagaði eptir þörfum og megni veginn upp sveitina frá drag- ferjunni. Um þetta hef eg nú reyndar ekki heyrt nema eina rödd hljóða úr þeirri átt, en hvað um það, þetta hefði vel getað samrýmzt, ef ekki vantaði þau skilyrði, sem gætu gert þetta mögulegt, en nú er sá galli á, að nálægt Arnarbæl- isferjustað er víst ekki hægt að ha Írag- ferju sökum grynnro^ { ánni, sem opt er svo gnir.T, þar á blettum, að tómir ferju- Dátar ganga ekki á henni, og vegurinn frá Arnarbælisferjustað upp sveitina er tómir mýraflákar og til þess að þar gætii geng- ið um vagnar, þyrfti upphleyptan veg með ofaníburði, sem hvergi er til á því svæði. Því verð eg að álíta það réttara, hyggi- legra og hagkvæmara fyrir þarfir og kröf- ur framtíðarinnar, að bíta sig nú svo fast í brúna, eins og höf. kemst að orði, að hún gangi á undan öllu bráðabyrðarkáki, í samgöngubótum til Grímsness og Bisk- upstungna, því að það mundi verða var- anleg undirstaða til sannra samgöngubóta, og undirstaða, sem eptirmenn vorir gætu verið þekktir fyrir að byggja ofan á. Höf. virðist færa að sýslunefndinni fyrir brjóstgæði í okkar Grímsnesinga garð, en það er svo fyrir að þakka, að við Árnes- ingar 1 heild sinni höfum þar mörgum góðum drengjum á að skipa, sem ekki vilja láta Ktilfjörlega eigin hagsmunasemi sitja í fyrirrúmi fyrir nauðsynlegum fram- farafyrirtækjum meðbræðra sinna, hvar svo sem þeir búa, innan þess takmarks, sem þeirra verkahringur nær til. Að endingu vil eg geta þess, að eg er höfundinum mjög þakklátur fyrir, að hann í enda greinar sinnar kemst þ'ó til réttrar viðurkenningar, þar sem hann, eptir að hann hefur gert Sogsbrúarmálið að aðal- umtalsefni, segir meðal annars: „Því eng- in mun neita því, að málið er afarþýð- ingarmikið í heild sinni, og óhætt að telja það lífsskilyrði fjölmennustu sýslu lands- ins, sem einnig mun hafa í sér fólgin fleiri og betri skilyrði til stórkostlegra framfara en nokkurt annað hérað". Um þetta get eg verið höfundinum að vissu leyti samdóma, en alls ekki, að það sé lítið tjón fyrir héraðið, að Sogsbrúarmálið nái ekki til framkvæmda. Klausturhólum 1. júlí 1903. Magnús Jónsson. Embættispróf i lögfræði við háskólann háfá tekið Eggert C1 aesen með I. einkunn og Jón Svein- björnsson með II. einkunn. Embættispróf i læknisfræði hefur Magnús Sæbjörnsson tekið með II. einkuón. Embættisprófhefur og Þorkell Þor- kelsson tekið með I. einkunn. Höfuð- námsgrein eðlisfræði. „Bothnia“ fór héðan 12. þ. m. Með henni fóru Kr. Ó. Þorgrímsson kaupm., Árni Einars- son verzlunarmaður, Björn Jónsson Isa- foldárritstjóri (til lækninga að sögn), ekkju- frú L. Fjnnbogason með tvær dætur sínar, stórkaupmennirnir Braun frá Hamborg og H. J. Bryde, frk. Engel Jensen, stud. med. Guðm. Pétursson o. fl. „Skólholt“ kom að vestan 14. þ. m. Með henni komu ýrnsir farþegar, þar á meðalúr Ól- afsvík Halldór Steinsson læknir, Bjarni Þorkelsson skipasmiður alfluttur hingað og Einar Markússon verzlunarstj., ennfremur BjÖrn Ólafsson augnlæknir, MortenHansen skólastj., PéturM. Bjarnason frá Isafirði o. fl. „Pervie“ skip frá Thorefélaginu kom frá útlönd- um 14. þ. m. Með því kom Sigfús Ein- arsson stud. jur., Jakob Möller stúdent. »Pervie« fór í fyrra kveld til Vestfjarða. Mannalát. Hér í bænum andaðist í fyrra dag Sigtryggur Sigurðsson lyfsala-assi- stent, hniginn að aldri, ættaður úr Eyja- firði. Hann var vel að sér í sinni mennt og hafði mjög lengi verið hér í lyfjabúð- inni, og þaðan mörgum kunnur fyrir still- ingu, lipurð og samvizkusemi. Sonur hans Sigurður stundar nám við háskólann. Látin er og hér í bænum ungfrú Þór- dís Þorleifsdóttir, uppeldisdóttir frú Guðlaugar Jensdóttur, stúlka ábeztn og hin efnile<ro-u< Hún dó I2 þ_ m > cn degi síðar Vilhelm Ólason (verzl- unarmanns á Isafirði Ásmundssonar), kom- inn í 2. bekklærða skólans og efnispiltur. Dáin er á Miðteig á Akranesi 2. þ. m. húsfrúMargrétJónsdóttir (frá Hraun- um Ólafssonar), bróðurdóttir Björns Ól- sens á Þingeyrum, hálfníræð að aldri (f. 22. júlí 1818), fyr gipt Teiti Magnússyni Bergmann, en síðar Hallgrími Jónssyni dbrm. í Miðteig (Guðrúnarkoti), sem enn lifir. Af fyrra hjónabandi hennar lifir 1 dóttir, Guðrún kona fyrv. kaupm. Snæ- bjarnar Þorvaldssonar í Rvík og af síðara hjónabandi sömuleiðis ein dóttir: frú Hall- dóra kona Jóns prófasts Sveinssonar á Akranesi. Margrét heit. var myndarkona sem hún átti kyn til, og mjög vel þokkuð. Ný kosningakæra hefur verið send til þingsins úr Suður- Múlasýslu, auðvitað fyrir tilstilli sýslumanns, sem mun hafa þótt hart að falla fyrir Guttormi. Kæra þessi kvað aðallega byggð á þvf, að kjörskrárnar hafi verið í ólagi, og einhverjir því kosið Guttorm, er teknir hafi verið ólöglega á kjörskrá. En þetta getur ekki haggað gildi kosningarinnar, því að kjörskrám verður ekki breytt, eptir að þær eru gengnar í gildi, nema með dómi, og það er algild og sjálfsögð regla við kosningar, að fylgt sé kjörskrán- um brotalaust, án tillits til þeirra galla, er á þeim kunna að vera, eptir hinn lög- boðna undirbúning. Það er svo sem auð- vitað, að þingið muni ekki taka svona lagaða kæru til greina, en eptir þingsköp- unum var kosin nefnd í sameinuðu þingi í fyrra dag, til að athuga þessá kæru. I þá nefnd voru kosnir, auk beggja forseta deildanna, sem eru sjálfkjörnir: Júlíus Havsteen, Guðl. Guðmundsson og Hann- es Hafstein. „Laura“ kom í gærkveldi með fjölda útlendra ferðamanna, Hjálpræðishersofursta dansk- an, Richards að nafni og Landvarnar- hjálpræðið, Jón Jensson yfirdómara. Er mælt, að hann hafi fengið fremur þurleg- ar viðtökur hjá ráðgjafanum, og ekki orð- ið för sinni feginn, mundi því gjarnan óska, að hann hefði hvergi farið, þótt annað verði að líkindum uppi látið gagn- vart almenningi, því að sendiförin mun aldrei hafa verið í öðru skyni gerð, en að vekja meiri eptirtekt á Landvarnarból- unni, án nokkurrar vonar um nokkurn á- rangur. Viðskilnaður isafoldarrit- stjórans við blað sitt um næstl. helgi, varð með þeim ósköpum, að Lárus Bjarna- son sýslumaður stefndi honum sarna kveld- ið og blaðið kotn út (kveldið áður en Björn sigldi) fyrir frekleg meiðyrði og að- dróttanir í hinu nafnkunna verðlagsskrár- máli, sem nú hefur staðið eínna efst á dagskrá Isafoldar síðan það hófst, sem éinn aðalþáttufínn í öfsóknarsargi þéss blaðs gégn sýslumánní. Og framhalds- stéfhu frá Lóftisi fyrir ofðbragðsitt í sama tölubl. Isafoldar 11. þ. m., fékk Bjöfn, eptir að hann var kominn á »reisuna«. Skildi hann því fremur leiðinlega við sgarðana í Gföf«, því að enginn minnsti vafl er á, að hann fær mjög háaf sektir ■fyrir munnsöfnuð sinn, eins og optar hef- ur komið fyrir. Tilboð frá Frihöfninni í Kaupmannahöfn. Sjúkravín, áreiðanlega hrtm drúfu- vín, 1 kr. flaskan, kirsuberjavín 70 aura, sólberjaromm 70 aura, hitidberja- og jardarberjalíkj'ór 85 aura, Cacao líkj'ór 125 aura, sœnskt banco 75 aura, Roborrans bitter 60 aurá, Angostura bitter 85 aura flaskan. — Flöskvtr og aðrar umbúðir fást ókeyp:lS ef k^-’ ta(. eru 24 fl0sk.ro- '6endi:t kauýaJaað kosínaðarlausu með túilálagi 25 au. fl. og af bitter 75 au. fl. Chr. Funder. K O M I Ð ullarsendingum ykkar til Egils Eyjólfs- sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið svo tauanna eptir c. 2 mánuði, líka geta , menn fengið tauin um leið og sendingin er afhent. Ætíð nægar birgðir af taunm fyrirliggjandi. Afgreiðslan á Laugavegi 24. Virðingarfyllst. I E. Eyjólfsson. , WMWMWMMWM I Eg tel það skyldu mína að senda yður eptirfarandi vottorð: Eg hef mörg ár þjáðst af innvortis sjúkleika, matarólyst, taugatitringi og annari veiklun. Hafði eg árangurslaust fengið nokkrum sinnum meðul hjá ýms- um læknum. Nú síðustu árin hef eg neytt Kína-lífs-elixírs frá herra Walde- mar Petersen, Fredrikshavn, og ávallt fundið á mér bata við það, en sökum fátæktar minnar hef eg ekki haft efni á að hafa hann stöðugt, en finn það samt sem áður, að eg get ekki án el- ixírsins verið. Þetta get eg vottað með góðri samvizku. Króki í febrúar 1902. Guðbjörg Guðbrandsdóttir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldúngis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v.p. að líta vel eptir því, að —pA standi á flösk- unum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanunv. Kínverji með glas 1 hendi, og firmanafnið Walde- I mar Petersen.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.