Þjóðólfur - 02.10.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.10.1903, Blaðsíða 1
Reykjavík, föstudaginn 2. október 1903. 55. árg. Ofna og eldavélar selur Kristján Þorgrímsson. ^ESIÐ þETTAj ÓVENJULEG KOSTABOÐl i i i Þeir, sem ekki hafa keypt ÞjÓÐÓLF áður ættu að byrja á því nú frá i. okt. þvl að þá fá þeir það, sem eptir er af ár- ganginum til nýárs fyrir 50 a., eða að eins helming verðs og svo þar að auki í þokkabótnm leið ogþeirborga 4 kr. fyr- ir næsta úrg. (56.) 1904 : Þrenn sögusöfn blaðsins, 9., 10. ogr 12. hepti. ii. heptið er nú þrotið, og lítið eptir af 12. heptinu, svo að þeir, sem ætla sér að ná í það, þurfa að hraða sér. Þeir, sem ekki verða nógu fljótir geta samt i þess stað fengið 13. heptið, sem væntanlega verður fullbúið um nýár. Með því að ÞjÓÐÓLFUR hefur að undanförnu orðið að verja miklu rúmi fyr- ir pólitiskar greinar hefur hann að eins af skornum skammti getað flutt þýddar neðanmálssögur og aðra skemmtun, sem almenningur metur mikils. En nú, þá er hin langvarandi stjórnarbótarbarátta og fleira, sem henni fylgdi, er til lykta leitt um sinn, að minnsta kosti, mun blaðið geta flutt meira af ýmiskonar fróðleik, sem fólk- ið girnist, þar á meðal ýmiskonar íslenzk- an sagnafróöleik, sem margir unna. Um næsta nýár eða fyr verður byrjað að flytja ueðanmáls í blaðinn nafnfræga og ,spennanði‘ sögn eptir einhvern hinn frægasta enska skáldsagnaliöfund, sem nú er nppi. Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst. Stækkun Reykjavíkur og framtið hennar. Breyting sú, er orðið hefur á höfuðstaðn- um næstliðin 20 ár, er sjálfsagt miklu meiri, en nokkur maður hérlendur hefði getað gert sér hugmynd um kringum 1880. Það hefði víst þótt harla mikil fjarstæða og draumórar einir, hefði nokkur spáð þvf þá, að fbúar höfuðstaðarins yrðu um 8000 að rúmum 20 árum, samfelld bygg- ing komin inn undir Rauðará, og Skugga- hverfið allt og Þingholtin alsett snotrum timburhúsum og steinhúsum. íbúatala bæjarins hefur hér urn bil ferfaldazt síðan um 1880. En er vöxtur bæjarins, einkum síðastliðin 5—10 ár, eðlilegur? Þessari spurningu er auðsvarað. Vöxt- ur bæjarins þessi slðustu ár, er hvorki óeðlilegur né undarlegur. Það er aðallega aukning þilskipaútvegarins, er hefurbyggt bæinn. Og það var sjálfsögð og eðlileg afleiðing af þessari aukningu, að fólk úr sveitunum flutti hingað til bæjarins, þar sem svo mikla og arðsama atvinnu var að fá, miklu arðsamari en landbúnaðurinn gat veitt. En með því að stækkun bæj- arins stendur í svo nánu sambandi við aukinn þilskipaútveg, þá leiðir af sjálfu sér, að komi hnignun eða apturkippur í þann atvinnuveg að nokkru ráði, þá kem- ur einnig apturkippur 1 vöxt bæjarins, og hann alvarlegur. Reyndar dettur mér ekki í hug að segja, að framtíð Reykja- víkur byggist eingöngu á þilskipaút- vegnum, en eins og nú stendur er atvinna og velmegun fjölda heimila hér í bæ, al- gerlega honum bundin, algerlega honum háð. Það er ekki nóg að til séu nægir peningar í banka, ef frarpleiðsluna vant- ar. En peningar eru nauðsynlegir til að efla framleiðsluna, þá er vel og skynsam- lega er með þá farið. En eg er dálítið smeikur um, að peningum þeim, sem hér hefur verið völ á, þótt ekki hafi miklir verið, með því að setja þá fasta í húsa- byggingar. Eg hygg að ýmsir hér hafi byggt yfir efni fram, og það sé gott með- an góðu náir, en stórhættulegt ef eitthvað ábjátar. Það er víst altítt, að nær efna- lausir menn, menn, sem að eins lifa á handafla sínum, byggja hér stórhýsi, að því er svo má kalla, eingöngu upp á lán. Það er einskonar byggingaræði, sem grip- ið hefur almenning hér. Þetta getur allt verið gott og blessað, meðan atvinna er næg, og aðsóknin að bænum helzt. En hvernig fer, ef atvinnubrestur yrði mikill, þilskipaaflinn t. d. brygðist að meira eða minna leyti, og aðsóknin að bænum stöðv- aðist eða því sem næst, svo að fjöldi húsa stæðu auð, af því að menn færu að flytja burtu? Eg vildi gjarnan óska, að slíkt kæmi ekki fyrir, en þáð gæti komið fyrir. Vér höfum þegar dæmi af nokkrum kaup- túnum, sem mörg ár hafa verið í allmikl- um uppgangi, svo að fólk befur streymt þargað úr sveitinni, mest vegna sjávar- aflans, en svo er hann hefur brugðizt uokkurn tíma, þá hefur kauptúnum þess- um hnignað hröðum fetum, og fólk þyrpzt þaðan burtu. Eg get í þvl sambandi t. d. bent á Seyðisfjörð, sem nú er í afarmik- illi apturför, og yfir höfuð flest kauptún á Austurlandi, enda Ólafsvík og Eyrar- bakka o. fl. Auðvitað má segja, að það hafi ekki verið þilskipaafli, sem hleypt hafi þessum kauptúnum upp um stund, heldur bátfiski, er sé stopulla og óvissara. Að vísu er svo, en öllum er þó ljóst, að þilskipaútvegur getur að minnsta kosti um stund töluvert hallazt, bæði sakir veðuráttu og verðfalls á fiski o. fl. Eg geri ekki ráð fyrir að sú ógæfa komi yfir Reykjavík, að fólk, sem hingað er flutt, færi að flykkjast héðan burtu aptur, því að það væri þjóðaróhamingja, og eg vona að hún komi ekki. En þjóðaróhamingja yrði það á tvennan hátt, fyrst og fremst vegna þess, að það fólk mundi ekki flytja heim í sveitirnar aptur, heldur af landi burtu til Amerlku, og svo vegna þess, að slíkur burtflutningur hleypti svo miklum óhug í þjóðina, að hún myndi örvænta um framför og framtíð landsins. En stærra ólán er ekki tif fyrir þjóð, sem vill halda uppi sérstöku þjóðerni, en að missa trúna á sjálfa sig og landið sitt. Þá eru dagar þeirrar þjóðar taldir. Þótt landbúnaður vor hafi á síðustu ár- um orðið fyrir allmiklum hnekki vegna flutnings fólks til Reykjavíkur, og vinnu- krapturinn þannig dregizt úr sveitunum, þá er enginn efi á því, að 1 Reykjavík hefur staðnæmzt fjöldi fólks, er annars hefði flutt af landi burt. Og því er þó óllku saman að jafna að flytja til Reykja- víkur og flytja til Ameríku, þá er um al- menna þjóðarheill er að ræða, því að sveitirnar hafa á ýmsan hátt hag af því, að Reykjavík eflist sem mest, verði sem öflugust, að því er aukinn markað snertir o. m. fl., en af Ameríkuflutningnum hefur þjóðin öll bölvun og tjón 1 nútíð og fram- tíð, hversu mikið sem vesturheimskir skrum- arar og leigðir mannaveiðarar þaðan eða búsett leigutól þeirra hér bulla um »straum- ana« hollu að vestan inn í þjóðlíf vort og gagn(!l) það, sem vesturflutningamir vinna þeim, sem hér eru eptir, það gagn(!) mun helzt fólgið 1 því, að senda hingað fargjöld til ættingja sinna og kunningja, svo að þeir geti komizt í sömu vistina. En eigi Reykjavík að verða sá garður, sem Ameríkustraumurinn brotnar á, og það ætti hún að verða, þá er afaráríðandi, að framtíð hennar geti verið svo tryggð, sem frekast er unnt. En í þilskipaútvegnum eins og hann er nú rekinn, er ekki fólgin næg trygging fyrir því, að Reykjavík haldi áfram að eflast og þróast. Húsabygg- ingarnar einar eru enginn mælikvarði fyrir því, að Reykjavík séá sannarleg- um framfaravegi, þær eru góðar meðan aðstreymið helzt, en húsin skapa það ekki; þá er aðstreymið þverrar, eptirspurnin eptir húsrúmi minnkar, þá fara hússkrokk- arnir, sem hrófað var upp af vanefnum og byggðir fyrir lánsfé, að standa auðir, hús hrynja í verði og lenda í höndum peningastofnunar þeirrar t. d. landsbank- ans, sem mest hefur lánað út á þau. Og stór vandræði geta þá orðið úr öllu sam- an, bæði fyrir peningastofnunina og ein- staka menn, því að engin eign er svo ill, svo lftilfjörleg, sem hús, er enginn vill kaupa eða leigja. Þetta verða menn vel að athuga. Þess vegna er svo afar- nauðsynlegt að huga vel að öllu, og sjá ein- hver ráð til þess, að höfuðstaður landsins lendi ekki f þessum voða, sem komið gæti fyrir. Ekki veldur sá er varar. Eg fyrir mitt leyti get ekki betur séð, en að bráðnauðsynlegt sé, að þilskipaút- vegur vor breytist til muna, eða samhliða honum sé farið að stunda aðrar veiðar en þorskveiðarnar, t. d. síldveiðar í stórum stíl með reknetum, sem eflaust væru miklu arðsamari. Jafnframt væri mjög æskilegt, að farið væri að stunda fiskiveiðar á gufu- skipum, en til þess þyrfti auðvitað útlent fjármagn í byrjun. Á reynslu Vídalíns- félagsins hér við land er ekki mikið að byggja. Það væri undarlegt, ef land, sem næst er auðugustu fiskimiðum heimsins, ætti ekki góða og glæsilega framtíð fyrir höndum, og það væri kynlegt, ef höfuð- staður þess lands hefði ekki nokkra tugi þúsund íbúa árið 2000. M 40. Það verður sjórinn, gullnámurnar í hon- um, sem gerir Reykjavík að stórbæ, eptir vorum mælikvarða, er stundir líða, ef allt fer með felldu, og vit og vilji haldast í hendur til að ná gullinu upp af sjávar- botni. R—r. Um ættjarðarást og Ameríkuferðir, Eptir Ágúst Einarsson. II. *Þeim sem œfinnar magn fyrir móðurlands gagn hafa mestum af trúnaði þreytt, hljómar alþjóðalof yfir aldanna rof, því þeir óbomum veg hafa greitt. Steingr. Thorsteinsson, Ættjarðarástin hefur verið á mjög mis- jöfnu stigi hér á landi, og hafa ýmsar plágur, sem geisað hafa yfir landið, átt þátt í því. Menn hafa stundum nær þvf örmagnazt, að berjast móti hjátrú, hleypi- dómum og blindum vana, og stundum samfara því óblíðu náttúrunnar. Um þjóð- fundinn mikla 1851 var ættjarðarástin mikil hér á landi; þá fylktu menn sér með Jóni Sigurðssyni frá Kaupmannahöfn, sem einn maður væri, og hélzt ættjarðarástin vel vakandi meðal alls fjöldans hér á landi állt fram að 1874. Ur því fór hún held- ur að dofna, og fyrir alvöru þegar Ame- ríkuferðirnarhófust, og ameríksku agentarn- ir byrjuðu á þeim fallega starfa(U). Þá var alþýða hér lítt menntuð, og trúði öllum lygaþvættingi þeirra um Ameríku. Með sögum sínum og fortölum krömdu þeir og mörðu, nístu og drápu alla sanna ættjarðarást úr hjörtum alþýðu hér á landi, og fylgdu embættismenn með að nokkru leyti, þótt það væri mikið minni löngun, sem þeir fengu til að fara til Ameríku, en alþýða manna fékk við fortölur agent- anna. Agentarnir töldu alþýðu trú um það, að ísland væri aumasta land, sem til væri, að öll vinna hér væri skrílsvinna, en ekki menntaðra manna, að þeim ein- um, sem enga menntunarlöngun hefðu, og sem vildu leggja sig að hvaða erfiðisvinnu, sem fyrir kæmi, væri boðlegt að vera á íslandi, en öðrum ekki. — Það væri öðru vlsi í Ameríku, þar væri allt fágað og prýtt, þar gengju menn út og inn um skrauthýsi og þá auðvitað í fínum fötum, þar kæmi auðurinn nær því sjálfkrafa upp í hendurnar á mönnum, og öll vinna væri þar fín og líttbær o. s. frv. Þessir ame- ríksku agentar spöruðu engin meðul til að ginna fólk til að kasta frá sér allri virðingu fyrir íslenzku þjóðinni, og allri elsku til íslands, og fara til Ameríku. Af þessu leiddi hið mesta tjóu fyrir land og lýð. — Fjöldinn af ungu fólki fór til Vest- urheims, og flest miðaldra fólk, sem fór; en hitt, sem eptir sat, hafði allan hugann við Ameriku og vildi ekki vinna hér á landi, þótti öll vinna hér svo gróf, ljót og leiðinleg, erfið og umfangsmikil, að til megnra vandræða horfðist; hjúin vildu ekki vinna og sundrung komst upp á milli þeirra og húsbændanna, sem ekki vildu fara til Ameríku. Af þessu leiddi, að þjónandi fólk hélt áfram að flytja til Ame- ríku; hófst lausamennskuhugurinn þá fyrir alvöru hjá fólki hér, sem ekki var nema hnekkir fyrir landbúnaðinn. Lausafólkið streymdi í kaupstaðina, því ef það væri

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.