Þjóðólfur - 02.10.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.10.1903, Blaðsíða 2
158 laust, hélt það að það gæti fengið fínni vinnu og léttbærari, og i kaupstöðunum væri þó glaumur og gleði, þótt ekki kæm- ist hann í hálfkvisti við alsæluna í Ame- riku. Liðu nú árin hvort af öðru, og hélt fólkið áfram að flytja til Ameríku og í kauptúnin og að sjónum. Urðu nú bændnr vinnuhjúalausir eptir á jörðum sínum, og blekktust svo aí tali Ameríku-agentanna, að þeir rifu sig upp af jörðum síAum og beztu búum, seldu allt sitt og fóru til Ameriku; brugðust vonir þeirra svo mjög, er þar kom, að sumir þeirra urðu hálf geðveikir, en sum- ir unnu alla vinnu utan við sig, og gátu hvorki fellt sig við land eða þjóð. Auð- vitað fóru margir bændur til Ameríku, sem undu þar allvel hag sfnum, en ekkert urðu þeir ánægðari þar en hér, og sann- ast á Ameríkuförunum, »að þeir vita hverju þeir sleppa, en ekki hvað þeir hreppa«. — Allt fram að árunum 1894 hélzt flutn- ingur héðan af landi stöðugt áfram til Ameríku. Hreppsfélögin gerðu það axar- skapt, að kosta fátækar fjölskyldur til Ameríku, og þóttust vinna með þvf mjög þarft verk, bæði fyrir land og lýð. »Þeir mættu víst fara þessir ræflar, sem alltaf lægju á hreppnum; til hvers væri að ala upp þessa ræfla, sem mann fram af manni væru alltaf þurfamenn og ósjálfbjarga ? Nei, það væri svo sem sjálfsagt að kosta þá til Ameríku og losastviðþá;þá yrðu útsvörin lág og bændur kæmust vel af«. Kvað 1 sumum hreppum svo ramt að þessu, að þeir tóku fátækar fjölskyldur og drifu til Ameríku með yngstu börnun- um, en þau sem gátu unnið fyrir sér hér, voru látin verða eptir, og ekkert hugsað um uppeldi þeirra, og á þann veg skáru hreppsfélögin í sundur með valdi það sterka kærleiksband, sem bindur öll börn við foreldrana, og alla foreldra við börnin sín. Hreppsfélögin þóttust hafa himinn hönd- um tekið með þessari happasælu aðferð, en gættu þess ekki, að opt getur orðið stórt bál af litlum neista, og að ítið korn, sem sáð er í góða jörð, getur borið góð- an ávöxt. Sumar þær fjölskyldur, sem kostaðar voru til Ameríku af sveitarfé, höfðu vel þroskað sálarafl og hraustan líkama; hlutu börn þessara foreldra þeirra góðu eiginlegleika að erfðum ogurðu nýtir og góðir menn í Ameríku, og hefðu orð- ið það eins hér, ef fé það, sem sveitá- sjóðirnir lögðu til að kosta fólk til Ame- ríku, hefði verið varið til að mennta þessi börn í uppvextinum. Það er opt, að miljónaeigandinn er ekki eins ánægður eins og daglaunamaðurinn, og að fátækur daglaunaanaður er eins góðum gáfum gæddur eins og heimspekingurinn, og að öll staða mannlífsins eins virðingar- verð, hvort sem hún er há eða lág, og það er eins ástæðulaust fyrir fátæklinginn að fyrirlíta ríkismanninn, eins og fyrir ríkismanninn að fyrirlíta fátæklinginn. — Með þessari lúalegu aðferð unnu hrepps- félögin landinu mikinn skaða, og áttu ó- beinlínis þátt f því, að ættjarðarástin fór alltaf minnkandi hjá alþýðu hér á landi. Fyrir aðgerðir hreppsfélaganna fór fjöldi af ungu og velvinnandi fólki burtu úr landinu. Á meðan sveitafélögin héldu áfram að kosta fátækar fjölskyldur til Amerfku, var allur þorrinn af fólki með hugann í Ameríku, þótt líkaminn væri hér aðgerðalítill, hugsandi áð eins um para- dísina vesturheimsku, sem 1 þeirra augum var eins fögur og sólin, þegar hún á fögru sumarkveldi kastar sínum síðustu geislum gyllandi hæðirnar og fjallahnúkana með svo undurfögrum töfrablæ. Þessi ame- ríkska paradís var líka í vestrinu, og hafa sumir haldið, að gleði- og hamingju- sólin mundi þar aldrei ganga til viðar. Margt fleira leiddi af Amerfkuferðunum, sem skaðleg áhrif hafði á hugsunarhátt þjóðarinnar, og sem hepti stórlega fram- för lands og þjóðar, og var augljóst að þeir, sem af sjálfsdáðum fóru til Ame- ríku, höfðu enga ættjarðarást til að bera. Einkanlega var það sorglegt, hvað ættjarð- arástin fór minnkandi á þessum 20 árum (frá 1875—1895), og leiddi það mest, ef ekki alveg, af Ameríkuferðunum. Erþað og alkunnugt, að sá sem ekki elskar landið og sína eigin þjóð, hann vinnur henni lftið gagn. Aðalorsökin til þess, hvað ættjarðar ástin fór minnkandi á þessu 20 ára tímabili, var að mínu áliti Ameríkuferðirnar, og afleiðingarnar af minnkandi ættjarðarást voru svo margar og vondar, að enginn getur reiknað þær allar með tölum eða útlistað þær með orðum. Fólkinu fækk- aði og allt stóð kyrt, á menningar- og framí ara brautinni. Eptir 1895 fóru Ameríkuferðirnar ögn að minnka, og fór þá ættjarðarástin strax að glæðast, baráttan um heimastjórn vakti menn upp af svefnmóki hugsunarleysisins og alsælunnar, sem menn í anda lifðu alltaf á í Ameríku, en urðu aldrei að- njótandi; hefur ættjarðarástin farið talsvert vaxandi sfðan 1895, og hefur landi og þjóð miðað talsvert áfram menningar- og framfarabrautina á þessum fáu árum, og er það Ijós vottur þess, hvað Ameríkuferð- irnar eru skaðlegar fyrir land og þjóð, að strax, þegar þær minnka, fer landinu og þjóðinni að fara fram. Þótt ættjarðarástin hafi glæðzt dálítið á síðustu árum aldarinnar, vantar mikið, já, stórkostlega mikið til þess, að hún sé eins mikil og hún ætti og þyrfti að vera. Sérstaklega finnst mér það lýsa hugsunar- leysi og megnasta skftrti á ættjarðarást, að fólk skuli aptur byrja nú að flytja til Aroeríku, þar sem bæði danska og ís- lenzka stjórnin gerir sér mikið far um að bæta hag landsmanna á ýmsan hátt, þar sem tíðin hefur verið góð undanfarin ár, engin óhöpp komið fyrir, svo sem drep- sótt, eldgos eða ísalög o. s. frv., og má með sanni segja, að Ameríkuferðirnareru ískyggilegur faraldur fyrir hugsunarhátt þjóðarinnar. + Ólafur Davíðsson er dáinn. Ha>nn drukknaði f Hörgá í Hörgárdal sunnudaginn 6. sept. Varhann á heimleið úr grasaleit; hafði hann verið að safna þörum niðri á Gásum allan sunnudaginn, og hafði heim á leið með sér fullan grasakassa með þörum og grjóti með ýmsum ávöxtum. Ætla menn, að kassinn hafi haldið honum í kafi, þegar hann losnaði við hestinn. Ólaíur var að vísu orðinn þjóðkunnur maður fyrir langa löngu hér á landi, og nafn hans víða til góðs kunnugt erlendis, en öllum þorra manna mun þó ekkivera fullljóst, hvert skarð er orðið og hvað mikils er í misst við fráfall hans, né held- ur hvað mikið var í hann varið í raun og veru eptir réttu mati og þekkingu. Eg þekkti Ólaf um langt skeið æfi okkar beggja; við urðum, frá því hann kom f skóla 1877, samferða í latínuskólanum og útskrifuðumst þaðan sama dag, urðum síð- an samferða til háskólans, og öll þau 15 ár, sem Ólafur dvaldi í Kaupmannahöfn hafði eg hin nánustu kynni af honum, bæði á Garði og víðar, því að svo mátti kalla, að Ólafur væri daglegur gestur á heimili mínu þar. Má því engan firna, að eg minnist hans, því að mér sem öðr- um, er þekktu hann, þykir minning hans góð. Æfiatriði hans eru í fæstum orðum sögð þau, að hann er fæddur á Felli í Sléttu- hlíð 26. janúar 1862; útskrifaðist úr lat- ínuskólanum í Reykjavík 1882 með bezta vitnisburði og sigldi samsumars til Kaup- mannahafnarháskóla. Árið eptir 1883) tók hann heimspekispróf með góðum vitnis- burði, og lagði sig um hríð eptir náttúru- vísindum, en ekki varð af prófi í þeirri grein, enda hneigðist hann jafnframt að margskonar . fræðum öðrum á alla vegu. Sótti hann að vísu ekki fyrirlestra háskól- ans fastar en margir aðrir, en á bóka- og fræðisöfnum, sem mest spekt og vísdóm- ur er í fólginn, voru fáir tíðari gestir en hann á Hafnarárum sínum. Teiknaði hann þar upp hvern þann fróðleik, er honum þótti nokkurs varða það, sem hann vildi vita. Það, sem hann hefur viðað að sér á þennan hátt af lærdómi þeim, er af bókum má fá, um íslenzka náttúrufræði og íslenzka siðmenning, venjur og sagnir held eg sæti býsnum, enda hugsa eg, að aldrei nokkurn tíma hafi verið lærðari maður, hvorki fyr né síðar á sllka hluti en hann var1 2 1). Rit þau, er hann samdi og gaf út, bera og öll með sér óræk merki hins djúpsettasta lærdóms og hinna víðtæk- ustu rannsókna, og hefur hann reist sér með þeim minnisvarða þann, sem ekki brotnar um langan aldur. Aðalrit hans eru hin miklu verk:um íslenzkarí- þróttir, leika og skemmtanir og Vikivakarnir, sem hvorttveggja útaf fyrir sig er stórvirki, einkum þegar litið er til þess, hvaða feikna atorku og afl þurfti til þess að afla sér verkefnisins í þau. En auk þessa ritaði Ólafur fjölmargt bæði i íslenzk blöð og tímarit, dönsk blöð og útlend tímarit, sem allt bar vott um lærdóm hans, rannsóknir og rækt við það, sem hann ritaði um!). Ólafur var mikilla og merkra manna að ættum: Faðir hans, Davíð prófastur Guðmundsson á Hofi í Hörgárdal, systur- sonur Jóns bókavarðar Árnasonar — Ól- afur og Guðmundur læknir Magnússon voru systkinasynir, — en móðir Sigríður dóttir Ólalp Briems á Grund í Eyjafirði, orðlags gáfumanns, og er sú ætt alkunn. En móðir Sigríðar konu Daviðs prófasts var Dómhildur, dóttir Þorsteins Gíslason- ar á Stokkahlöðum, af ættÞorsteins pró- fasts Ketilssonar á Hrafnagili. Var Þor- steinn einn af helztu bændum í Eyjafirði á fyrra hluta 19. aldar og fróðleiksmaður mikill. Stóð því að Ólafi á allar hendur manndómur og atgerfi á hverja Iund. Það er og með sannindum sagt, að hann var ekki úrkynja. Hann var fágætur maður að gerð. Líkaminn og heilsan voru svo traust að grundvelli, að það var lengi vel, eins og þeim yrði aldrei ofboðið. Starfs- þrekið og hraðvirknin voru fádæmin sjálf; get eg skröklaust vottað það, því að ól- afur hefur unnið með mér missirum sam- an heima hjá mér á Hafnarárum okkar, og er mér ánægjulegt að minnast þess, hve óvílinn, öruggur og úrtölulaus hann var til allra verka. Og það var eins og það hrini ekkert á honum, þegar til rit- starfanna kom, þó að hann hefði gefið sig nokkuð út í annan soll um hríð. Hann var eins og nýr, þegar hann tók á þeim aptur. Aðdáanlegt var það, hvað hann var fljótur að skilja, setja sig inn í og átta sig á hverju, sem hann fékkst við, en það var ekki fátt né við eina fjölina fellt. Það var eins og hann væri strax inni í öllu. Við eigum í fórum okkar nógu mikið af mönnum, sem hvorki eru 1) Eptir að Ólafur kom til íslands aptur (1897) safnaði hann og miklu af sögnum og því um líku eptir munnlegri frásögn manna, svo og grösum, og átti mikið safn í þeirri grein. Talsvert af söfnum sínum missti Ól- afur þegar síðast brann á Möðruvöllum. 2) Seinasta kveðjusendingin, sem kunn- ingjar Ólafs hér syðra fengu frá honum, var ritgerð ein á þýzku (í Zeitschrift der Vereins fíir Volkskunde) um íslenzka galdrastafi og galdrabækur, og kom kveðja sú sömu dag- ana og lát Ólafs fréttist hingað. gamlir né nýir og vita eiginlega ekki neitt til gagns, en af þeim eigum við offáa, sem eru eins og Ólafur var, að þeir séu b æ ð i gamlir og nýir. Ólafur skrifaði um allskonar forn tíðindi, fyrnsku, kreddur og kerlingabækur, og þekkti það allt út í hörgul, en hann gat líka skrifað (í And- vara) um það, hvort arðvænlegri væru fiskiveiðar á þilskipum eða opnum bátum, og hlotið fyrir verðlaun af Guttormsgjöf- inni. Þó að Ólafur hafi ritað margt og fróð- legt, er þó því miðurtyrfður með honum svo mikill ónotaður íslenzkur lærdómur af allskonar tagi, sem hann hafði aflað sér, að margra meðalmanna mannsaldur samanlagður þrýtur fyr, en þeir heyi sér þann fróðleik aptur1). í Ólafi var svo margt gott, elskulegt og áreiðanlegt, að þeim, sem þekktu hann, verður hann ógleymanlegur. Hann barst ekki mikið á, en leyndi á sér; var fámál- ugur, en orðheppinn á náttúrlegan hátt, og tilsvör hans mörg minnistæð. Ogsvo finnst mér nú, þegar hann sjálfur er horf- inn, sem hann sé mér enn minnistæðari en áður var hann. Reykjavík 27. sept. 1903. Jón Þorkelsson. Saltfisksmarkaðurinn í Genúa 1. apríl 1902 tíl 31. marz 1903. Eptir Árvak. (Niðurl.). Á þessum tíma kom til Genúa færeyskur fiskur, er var verkaður eins og Labrador-fiskurinn. Sá fiskur, seg- ir konsúllinn, að hafi litið vel út, ogver- ið góður, svo tilraunin hafi heppnazt hvað það snertii. Hvort ágóðinn hefur verið jafnmikill og fiskurinn var fallegri er ó- víst. Jafnframt því, er mikið barst af fiski frá Islandi, kom og meira af fiski frá Labrador; þannig kom t. d. í miðjum okt. 1902 4 gufuskip og 1 seglskip sama dag með fisk frá Labrador, og var hleðsl- an á þeim 14,000 qvintöl, og á sama tíma um 5,800 qvintöl af norskum ogís- lenzkum fiski. Á þeirri viku féll fiskverð um 11 líra á qvintalinu. Aldrei áður hefur verið flutt jafnmikið af fiski til Genúa. Árið 1898—1899 var flutt til Genúa 2,501,125 kilogr. af ís- landsfiski. Árið 1899—1900, kilogr. 2116880. —r- 1900--1901, -- 2791899. — I90I — I902, — 2999394. — 1902—1903, — 3434865. En frá Labrador voru flutt alls 3846596 kilogr. af fiski til Genúa síðastliðið ár, en 1898—1899 voru það 2225000 kilogr. Alls voru seld á markaðinum í Genúa 29,038,898 kilogr. af allskonar fiski, en 1898—99 var það liðug 21 miljón kilo- gr. Eins og sjá má af þessu, hefur fisk- 1) Eptir Ólaf liggur óprentuð ritgerð um galdra og galdrabrennur hér á landi, sem hann hlaut fyrir tveim árum verðlaun fyrir af „Gjöf Jóns Sigurðssonar". — í bréfi til mín 16. sept. kemst Stefán kennari Stefáns- son á Möðruvöllum meðal annars svo að orði um Ólaf: „Þjóðfræði og grasafræði landsins mátti heldur ekki vera án hans. Það, sem hann hefur unnið fyrir íslenzka grasafræði siðustu árin er ómetanlegt. Hann hefur safnað ó- grynni af plöntum og fundið margt nýtt og með öllu óþekkt áður. Sérstaklega hefur hann safnað sveppum, skófum og mosum, sem Ktið hafði áður verið fengizt við, og þessu ætlaði hann að halda áfram með því þreki og elju, sem honum var eiginleg. Eg tel því fráfall hans stórtjón fyrir íslenzkar bókmenntir og vísindi. . . . . í gær var hann jarðaður, og er það mál manna, að sú jarðarför hafi fjölmennust verið hér á Möðruvöllum síðan Þorsteinn I Daníelsson á Skipalóni var fluttur til moldar".

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.