Þjóðólfur - 16.10.1903, Blaðsíða 2
ekki þurfi annað en selja allt sitt og
stökkva til Ameriku.
Eins og eg hef áður minnst á, er það
hugsunarleysið, burtfararheimskan og allir
fylgifiskar hennar, sem knýr fólkið til að
fara til Ameríku. Hugsunarleysið kemur
því til að ímynda sér, að það komist bet-
ur af í Ameríku en hér heima, og hafi
þá meira handa á milli og með minni
fyrirhöfn. Hugsunarleysið kemur því til
að ímynda sér, að það muni grípa upp
stórfé 1 Ameríku með lítilli fyrirhöfn,
þegar þarlendir menn, svo skiptir mörg-
um þúsundum eru svo fátækir, að þeir
vita ekki í dag með hverju þeir geti
borgað fæði sitt á morgun. Hvað er þetta
annað en hugsunarleysi ? Hvað er það
annað en hugsunarleysi, þegar gamlir
menn 70—80 ára, eru að rífa sig upp og
fara til Ameríku? Til hvers fara nú þess-
ir menn burtu af landinu? Hverju ætla
þeir sér að afkasta vestan hafs? Auð-
vitað ekki neinu, nema deyja; þeir fara
til þess, að íslenzk mold fái ekkiaðhylja
bein þeirra, það er allt stórvirkið. Elska
þessir menn landið sitt? Nei. Er þjóð-
ræknistilfinningin rlkjandi í sál þeirra?
Nei. Eru engar minningar frá löngu liðn-
um dögum þeim kærar? Nei. Eru allar
gleðistundir æskuáranna, minning ástvina,
sem íslenzk mold hylur, og í einu orði
allt. sem henni hefur verið kærthér, horfið
úr huga þeirra í djúp gleymskunnar ? Já,
og aptur já. Ekki hinn minnsti neisti af
ættjarðarást eða þjóðræknistilfinnningu er
ríkjandi í brjósti þeirra, þeir eru kaldir,
dauðir og tilfinningalausir fyrir öllu því,
sem lifir, hrærist og er á Islandi.
Hvað er það annað en hið mesta hugs-
unarleysi, að foreldrarnir skuli fara til
Ameríku og skilja börnin einsömul eptir.
til að berjast hér fyrir tilveru lífsins, efna-
laus og vinalaus, einungis af því að
börnin elskuðu meira föðurlandið en for-
eldrarnir, af því að þjóðræknistilfinningin
var meir ríkjandi í þeirra hálfþroskuðu
sálum, en i foreldranna fullþroskuðu. Já,
það er það hræðilegasta hugsunarleysi, að
foreldrarnir skuli með tvíeggjuðu sverði
hugsunarleysisins og vanans skera í sundur
það sterka kærleiksband, sem ætti að
binda alla foreldra við börnin sín, og öll
börn við foreldrana. Stundum er föður-
og móðurástin meiri hjá börnunum, en
þjóðernis- og ættjarðarástin, og fara þá
með foreldrunum til Ameríku, en litlu er
það betra en að skilja þau eptir, því með
því að neyða börnin til að fara til Ame-
ríku, merja og nísta foreldrarnir allar blíð-
ustu og göfugustu hugsanirnar úr brjóst-
um þeirra.
Þrjú bréf
frá
jómfrú Klóthildi Dupont
til
Artúrs Illyríukonungs.
Juvenis þýddi.
Ath. þýðandans: „Pólitíken" hét fyr-
ir skömmu 100 króna verðlaunum fyrir beztu
smásögu, er henni yrði send — ekki lengri
en 200—300 línur, en hvers efnis milli him-
ins og jarðar, er vera skyldi. — Þessi „ þrjú
bréf" fengu fyrstu verðlaun; höfundurinn er
alkunnugt vísnaskáld í Danmörku, Eðvarð
Söderberg. Næstu verðlaun fékk dr. Norman-
Hansen.
Fyrsta bréf.
Yðar hátign! Það væri bæði rauna-
legt fyrir mig sjálfa, og leiðinlegt fyrir
yður, að eg færi að kvarta og kveina við
yður, en með því að kringumstæðurnar
neyða mig, leyfi eg mér hér með virðing-
arfyllst að minna yður á stúlku, sem yð-
ar hátign einu sinni þóknaðist að líta f
náð til. Eg get fullvissað yðar hátign
um, að í bágindum og mótlæti mínu er
það eina huggunin, að minnast þeirra
166
yndislegu stunda, er yðar hátign þóknað-
ist að líta í náð sinni til mín.
Hvernig á eg að haga orðum mínum
svo, að eg þurfi ekki að bera kvíðboga
fyrir því, að eg brjóti bág við þá siði,
sem eg ekkert þekki til ?
Hvernig á eg að snúa mér til yðar, án
þess að minnast Iiðinna stunda ? Yður
þykir þetta nú ef til vill nærgöngult og
þér eruð kannske búinn að gleyma öllu
— konungarnir eru gleyrnnir. Fyrirgefið,
að endurminningarnar sækja svo á mig,
að eg fæ ekkert við ráðið; þær brenna
ennþá í brjóstinu, sem bærðisteinu sinni
blítt og stolt við brjóst yðar hátignar —
bála í hjartanu, sem ennþá er yðar eign,
þrátt fyrir allt, sem okkur skilur; hvorki
tíminn eða aðskilnaður getur rýmt mynd
yðar hátignar úr hjarta mfnu.
Ó, yðar hátign! Munið þér ekkert ept-
ir henni Klóthildi litlu? Einu sinni leizt
yður samt nógu vel á hana. Eruð þér
búinn að steingleyma bláu stofunni í
Rivoligötu? Þar þótti yður samt einu
sinu Ijúft að lifa, þegar það fór að skyggja.
Þar var margur eiðurinn gefinn, margt
ástaratlotið sýnt og þegið. Ef allt, sem
veggirnir hérna voru vottar að, þegar allt
var f uppnámi, þegar ákafinn var sem
mestur, þegar------Guð minn góður, þeg-
ar eg lít til baka.........
Stundum finnst mér eg heyra málróm
yðar, þegar eg er einsömul; ennþá finn
eg til handarinnar á herðunum á mér; og
mér er sem eg sjái augun yðar leita minna
í myrkrinu ! Þegar eg svo vakna af þess-
um draumum, og sé aptur þann sýnilega
heim, finnst mér hann helmingi eyðilegri
en nokkru sinni áður, svo óttalegum erfið-
leikum bundinn. —
Skamma stund skipast veður í lopti!
Og er það ekki miskunarlaust, hvernig líf-
inu er stundum fyrir komið 1 Hver, sem
nemur staðar á veginum og virðir þetta
fyrir sér, hlýtur að vikna, verður bæði
hryggur og hræddur. Fyrir tæpu ári var
allt sól og sumar hvert sem eg leit, yndi,
eptirvænting og fögnuður! En sá hjart-
sláttur, sem eg hafði, þegar eg var að
lesa miðana yðar á morgnana, þegar eg
mátti búast við heimsókn yðar! Eg las
þá að minnsta kosti tíu sinnum! Tutt-
ugu sinnurn kyssti eg blómin frá yður,
hundrað sinnum gáði eg á klukkuna —
loksins, loksins komuð þér. En sá æsing-
ur og algleymingur, en þær spurningar
og svör, faðmlög og ástarleikir! Munið
þér eptir mér í hvfta kjólnum, sem yður
þótti eg fallegust í, eins og hann var þó
tildurslaus ? Munið þér eptir því, þegar
þér bunduð perlubandið um hnakkann á
mér ?
Ó, hvernig er nú orðið ástatt: Forlög-
in eða hvað það er, sem þvf nafni er
nefnt, sem engar bænirheyrir, hafa kom-
ið okkur að óvörum og fyrir löngu skilið
leiðir okkar. Og hver veit, hvort við eig-
um eptir að hittast frámar? Braut yð-
ar liggur upp á við, mín liggurtil baka
í myrkrið. Nú sækja áhyggjurnar á m i g
úr öllum áttum, en þ é r eigið að fara að
taka við feðrakrónunni, með drottningu
við hlið yðar.
Og var það annað en augnabliks mis-
skilningur, að við skildum ? Skæðar tung-
ur höfðu rægt mig við yðar hátign; ó-
tugtarkindur, sem aldrei mega til þess vita,
að öðrum líði bærilega, breiddu út þvað-
ur um mig og flýttu sér að koma því til
yðar. Þér urðuð eðlilega gramur af þessu
og kröfðust útskýringar á þessu af minni
hálfu, en þegar eg af vanhugsun neitaði
að svara, styrktist grunur yðar og þéryf-
irgáfuð mig. — Ef við bæði hefðum gætt
okkar betur það kveld, er eg viss um, að
sannleikurinn hefði komið í ljós og þessi
rógur hefði ekki orðið mér að fótakefli.
Eg get vel sagt yður það hér og eg
veit að þér munið trúa orðum mínum:
Eg þekkti einu sinni manninn, sem mest
var slaðrað um í sambandi við mig, og
eg hef hatað hann síðan. Eg get svarið
það, að eg segi það satt!
En eg sný mér ekki til yðar til þess
að kvarta yfir liðinni tíð. Fortíðin er
runnin og eg óska mér þess ekki, að eiga
að lifa hana upp aptur. Mér finnst það
eins og sæll draumur, sem eg lifði, eins
og liðið æfintýri, sem eg dirfist ekki að
vænta framhalds af hérna meginn.
(Framhald síðar).
Bruninn á Hvanneyri.
Aðfaranóttina 6. þ. m. brann til kaldra
kola búnaðarskólahúsið á Hvanneyri í
Borgarfirði og mjólkurskálinn þar. Bún-
aðarskólahúsið var jafnframt íbúðarhús.
Varð skólastjórinn Hjörtur Snorrason fyrst-
ur var við eldinn um kl. 1 um nótt-
ina. Hafði kviknað í eldhúsinu í skóla-
húsinu, að því er menn helzt halda í
öskukassa, er stóð nálægt uppgöngunni
upp á loptið. Var eldurinn orðinn svo
magnaður niðri, er hans varð vart, að
ekki var unnt að komast niður stigann
af loptinu, enda var stiginn þá allmjög
brunninn. Heimilisfólkið, er bjó uppi,
kastaði sængurklæðunum út um glugga.
Hlupu þar nokkrir heimamenn út, og
reistu stiga upp við húsið, og björguðust
svo menn allir. Ur skólahúsinu varð litlu
bjargað. Brunnu þar skjöl skólans, reikn-
ingar o, fl., ennfremurallirhreppsreikningar
Andakílshrepps, kirkjureikningar,allarbæk-
ur skólastjóra, mestallir innanstokksmunir
hans o. fl., er mun allt hafa verið óvátryggt.
En skólahúsið sjálft var vátryggt. Er
ráðgert að búa um fólkið úr búnaðarskóla-
húsinu í skemmulopti, en repta yfir kjallar-
ann undir hinu brunna skólahúsi og hafa þar
geymsluhús. Verður piltum í vetur haldið til
verklegrar kennslu og til aðdrátta til að
búa undir byggingu skólahússins á næsta
vori, en bókleg kennsla verður engin í
skólanum í vetur.
Mjólkurskálinn sneri gaflinum að hlið
búnaðarskólahússins, og stutt á milli, um
10 álnir. Stóð vindurinn á mjólkurskál-
ann og varð því ekki varinn, enda slökkvi-
áhöld engin. Skálinn var vátryggður fyrir
4500 kr., og áhöldöll og munir fyrir 1500
kr., en mestöllu var bjargað úr skálanum.
Enginn vegur var til að koma húsinu
upp í vetur; húsrúm hefði mátt fá fyrir
kennsluna á Hvítárvöllum, en svo miklir
örðugleikar voru á að koma skólanum
þar niður, að stjórn Búnaðarfélagsins sá
það eigi fært.
Nú sem stendur er hörgull á bústýrum
til að standa fyrir rjómabúunum, sem þeg-
ar eru komin, en allmörg ný bú væntan-
leg að vori, og er því óumflýjanleg nauð-
syn að gefa þeim 8 stúlkum, sem skólann
vildu sækja í vetur, kost á að verða full-
numa, og var því tekið það ráð, að flytja
stúlkurnar og áhöldin til Reykjavíkur, og
fór flóabáturinn aukaferð upp í Borgar-
nes til að sækja allt saman, 13. þ. m.
Er staður fenginn fyrir kennsluna, bæði
verklega og bóklega, í húsi Magnúsar
snikkara Árnasonar hér í bænum. Því
er treyst, að næga mjólk verði að fá úr
því kemur fram að nýjári, ogþarsemhér
er auðseld undanrenning fyrir hátt verð,
er óvlst að smjörgerðin hér verði mún
dýrari fyrir félagið. Ráðgert er að veita
stúlkunum nokkurn styrk, þar sem dvölin
verður þeim dýrari í Reykjavík en á
Hvanneyri.
Vegavinnan á Mýrunum 1903.
Hr. Erlendur Zakaríasson vegfræðingur
hefur í sumar staðið fyrir vegagerðinni
vestur á Mýrum, og er nú nýkominn heim.
Hefur hann látið oss í té eptirfarandi
skýrslu um þessa vegagerð :
Byrjað var að vinna 15. maí skammt
fyrir neðan Fíflholt og komið að Hítará
hjá Brúarfossi, þar er brúarstæði á ánni,
en áin var ekki brúuð 1 þetta sinn. Þessi
vegalengd er 1486 faðmar.
Ennfremur var lagður vegur frá Hítará
vestur eptir, og endað á Brúarhraunsás við
Garðamela. Þessi vegalengd er 1227 faðm-
ar. Öll vegalengdin, sem lögð var, er
2713 faðmar. 424 faðma langur vegur
var ruddur vestur á melana. Vinnunni við
þennan veg frá Fíflholti var lokið 6. ágúst.
Á þessu svæði var heldur gott að leggja
veg, miklum mun þurlendara en áður hef-
ur verið á þessum vegi, það gerði mikið
til, hvað tíðin var góð. Á þessum vegi
eru 17 þverrennur og ein lítil brú 7 ^ al-
in löng. Ofaníburður var heldur góður,
og víðast ekki mjög langt að aka honum.
Að þessu verki unnu flest 39 menn og
fæst 24, 15 vagnhestar (með 7 vögnum),
þar af 7 eign landsjóðs og 8 leiguhestar.
Borgun fyrir þá á dag kr. 0,45—0,50. Kaup
verkamanna kr. 2,50—3,00, unglingar kr.
2,10, flokkstjórar kr. 3,40.
Breidd vegarins er iofet. Allur kostn-
aður við þessa vegagerð er kr. 6244,49.
Hver hlaðinn faðmur í veginum, af þvl sem
er lagður vegur hefur kostað kr. 2,28, og
11 aura faðmurinn í því sem rutt var.
Öll vegalengdin úr Borgarnesi vestur að
Garðamelum eru rúmir 16 þúsund faðmar.
Þessi mæling erekki nákvæm, það þyrfti
að mæla allan veginn upp og setja vega-
lengdarsteina við hverja 5 kílóm. Það
hefur mikla þýðingu, ekki sízt ef menn
villast og koma að merkjasteini, þá eru
menn vissir að rata úr því, fyrir utan
hvað það er ánægjulegra, að vita upp á
víst, hvað búið er að fara og hvað ept-
ir er. Það er furða að ekki er búið að
setja þá á veginn að Þingvöllum. Útlend-
ingar sakna þess að minnsta kosti mikið.
Á veginum upp Borgarhreppinn var
byrjað 7. ágúst, og hætt 9. október við
Borgarnesveginn, þar sem hann beygist
vestur á Mýrarnar, og haldið upp Kára-
staðamýri yfir Grímúlfskeldu fyrir vestan
Hamar, yfir Hamarslæk og hann brúaður.
Brúin 9 álna löng, stöplarnir steinlímdir,
hæð þeirra 7fet, breidd stöplanna að
ofan 13 fet, að neðan n1/, fet; svo var
endað í miðjum flóanum milli Hamarslæks
og Bjarnhólalæks. Þessi vegalengd er
1758 faðmar. Vegurinn er 6 álna breið-
ur. Ofaniburðúr er heldur góður, en nokk-
uð langt að aka honum, minns-ta kosti
sumstaðar. Vegarstæðið er mýri þurlend
og mjög gott vegarstæði. Áþessum vegi
eru 7 þverrennur.
Að þessu verki unnu 24 menn, seinast
um 2 vikur rúmir 30 menn, i^vagnhestar
og 7 vagnar. Kaup sama og við hina
vegagerðina. Þessi vegagerð hefur kost-
að rúm 5 þúsund krónur. Brúin á Ham-
arslæk hefur kostað 4—5 hundruð krónur.
Eptir því hefur hver faðmur í veginum
kostað kr. 2,60.
Hvað kostnaðinn snertir, getur þessi
skýrsla ekki verið vel nákvæm. Það er
ekki búið að fullgera reikningana, en
miklu munar það ekki.
Verðlaunin úr Ræktunarsióðnum
fyrir unnar jarðabætur, munu eflaust verða
hvöt fyrir marga bændur til að leggja
meiri stund á jarðrækt, en hingað til hef-
ur átt sér stað, enda er það aðallega til-
gangur þessara verðlaunaveitinga, að örfa
bændur til frekari framkvæmda í jarða-
bótum, þvi að verðlaunin eru ekki svo
há, að þau út af fyrir sig geti borgað
kostnaðinn við jarðabótavinnuna. Þann
kostnað eiga jarðabæturnar sjálfar að
endurgjalda þeim, er gera þær.
Á síðustu árum mun hafa verið unnið