Þjóðólfur - 16.10.1903, Blaðsíða 3
167
einna mest að jarðabótum 1 Árness- og
Borgarfjarðarsýslu, enda hafa bsendur í
þessum sýslum borið úr býtum drjúgastan
skerf af Ræktunarsjóðsverðlaununum. Væri
mjög fróðlegt, að birtar væru í blöðunum
skýrslur um dagsverkatölu þeirra bænda
í hverri sýslu, er mest hefðu unnið að
jarðabótum, t. d. á síðustu 5 árum, því
að margs er getið opinberlega, sem ómerk-
ara er. Þeir sem ganga á undan öðrum
í ræktun landsins eiga skilið, að nöfnum
þeirra sé haldið á lopti. Til þess að
skýrslur þessar yrðu sem áreiðanlegastar,
þyrfti jafnframt að tilgreina tölu verkfærra
heimilismanna bóndans, því að miklu
skiptir, hve mikinn vinnukrapt hver ein-
stakur bóndi hefur, og hvernig efnahags-
ástæður hans að öðru leyti eru, en auð-
vitað verður slíkt aldrei séð til fulls af
skýrslum einum. Samhliða dagsverkatöl-
unni verður að taka tillit til efnahags
mannsins, þá er uin verðlaun er að ræða.
Vér höfum í höndum skýrslu úr Árnes-
sýslu yfir jarðabóta-dagsverkatölu þeirra
bænda þar, er nú fengu verðlaun úr Rækt-
unarsjóðnum og nokkurra fleiri, er næst
stóðu í þetta sinn, og sótt höfðu einnig
um þau. Talan milli sviga er dagsverka-
talan samanlögð á síðastliðnum 5 árum:
Ágúst Heigason, Birtingaholti (588),
Jóhannes Einarsson, Ormsstöðum (515),
Jón Sigurðsson, Syðri-Gróf (425), Hannes
Magnússon, Stóru-Sandvik (405), Símon
Jónsson, Selfossi (393), Jón Sveinbjarnar-
son, Bíldsfelli (388), Steinþór Eiríksson,
Arnarhóli (380), Eggert Einarsson, Vað-
nesi (371), Magnús Magnússon, Laugar-
vatni (358), Sigmundur Jónsson, Vatns-
enda (334), Magnús Guðmundsson, Haga
{296), Guðmundur Guðmundsson, Hróars-
holti (295), Þorvarður Jónsson, Meðalholt-
um (293), Gísli Einarsson, Ásum (261),
Gunnl. Þorsteinsson, Kiðjabergi (253).
Þessir allir fengu nú verðlaun. En næstir
þessum að dagsverkatölu voru:
Guðrún á Hrauni (227), Ingvi Þor-
steinsson, Snæfoksstöðum (210), Jón í
Sandlækjarkoti (205), Jón Guðmundsson,
Skeggjastöðum (171), Eiríkur á Kirkjuferju
(160), Magnús í Arabæ (159), Gamalíel
í Gróf (144).
Þá er litið er á verðlaunaupphæðina,
er hver verðlaunaþegi hefur fengið, sem
skýrt er frá í síðasta blaði, þá er sum-
staðar allmikil ósamkvæmni milli hennar
og dagsverkatölunnar, er hlýtur að stafa
af því, að búnaðarfélagið hafi haft annan
mælikvarða en dagsverkin, t. d. efnahag
marina, eins og rétt er, en sumstaðar verð-
ur samt ekki séð, hvað fyrir félaginu hef-
ur vakað, þá er t. d. menn likt efnum
búnir, fá jafnmikla upphæð, enda þótt
annar hafi unnið helmingi færri dagsverk
en hinn, eða þá er einn bóndi (í Árnes-
sýslu) fær 50 kr. verðlaun fyrir 425 dags-
verk, en annar 75 kr. fyrir 261 dagsverk,
og mun þó hinn síðartaldi vera fullt eins
vel efnum búinn og hinn, eða öllu betur,
eptir því sem oss er kunnugt um. Hér
hljóta því að vera teknar til greina ein-
hverjar aðrar framkvæmdir en jarðabætur
við svona lagaða úthlutun. Er þessa hér
getið til þess, að búnaðarfélag landsins
gæti þess sem bezt, að beita hinni mestu
vandvirkni og samvizkusemi við þessar
verðlaunaúthlutanir eptirleiðis. Þar á og
má ekki komast að nokkur ójöfnuður eða
hlutdrægni.
Krá útlöndum eru engin markverð
tíðindi, að þvf er séð verður af nýjustu ensk-
um blöðum. Þeim verður tíðræddast um
ráðaneytisskiptin þar. Hertoginn af Devon-
shire hefitr nú einnig fengið lausn úr stjórn-
inni, svo að nú eru allir mótstöðumenn Cham-
berlains burtu úr ráðaneytinu. Balfour vildi
fá Milner landstjóra í Suður-Afríku í sæti
Chamberlains, en Milner neitaði. Sá heitir
Alfred Lyttelton lávarður (f. 1857). sem orð-
inn er nýlendumálaráðherra í stað Chamber-
lains. Hann er systursonur konu gamla Glad-
stones. Hermálaráðherra er Arnold Forster
(f. 1855, áðuríráðaneyti Salisbury’s), en Brod-
rick hefur þokað úr því sæti og er orðinn
Indlandsráðherra í stað Hamiltons, er frá fór.
Austen Chamberlain, er var póstmálaráð-
lierra, hefur sleppt þvf embætti og tekið em-
bætti Ritchie’s í ráðaneytinu. Sá heitir Stan-
ley, sem orðinn er póstmálaráðherra (f. 1865).
Sæti hertogans af Devonshire var óskipað
er síðast fréttist. — Japanár hafa stöðugt
herbúnað mikinn og haldið, að þeir muni
þá og þegar leggja í Rússann á Kóreu.
Komin frétt um, að ófriður sé hafinn, en bor-
in aptur til baka. Á Balkanskaga allt við
sama. — Nýtt ráðaneyti myndað í Serbfu.
Gruitch hershöfðingi er ráðaneytisforseti og
bera menn mikið traust til hans. — Ríkis-
þingíð danska sett 5. þ. m. Forsetar og
varaforsetar-í landsþinginu og fólksþinginu
endurkosnir. Með helztu laganýmælum tal-
ið frv. til laga um endurreisn Kristjánsborg-
arhallar.
„Ceres“
fór héðan vestur og norður um land
áleiðis til Hafnar 10. þ. m. Með henni
fór Þórður læknir Pálsson til héraðs síns
í Axarfirði og kona hans Guðrún Björns-
dóttir (ritstj.). Til Akureyrar fór frk. Ing-
veldur Matthíasdóttir (skálds).
Eptirmæli.
Hinn 4. júní s'íðastl. andaðist að Frosta-
stöðum í Blönduhlíð merkisbóndinn G í s 1 i
hreppstj. Þorláksson 59 áragamall. Hann
var fæddut á Yztugrund í sömu sveit, og ólst
þar upp hjáforeldrum sínum, Þorláki bónda
Jónssyni frá Hóli í Tungusveit og Sigríði
Hannesdóttur prests að Rfp. Vorið 1865
byrjaði hann búskap á Yztugrund, og gipt-
ist á því ári Sigríði Magnúsdóttur bónda
frá Stóru-Seilu, Magnússonar prests að
Glaumbæ; móðir hennar er María Hannes-
dóttir prests að Ríp, og voru þau hjón því
systrabörn. — Vorið 1872 fluttust þau hjón
að Hjaltastöðum, og bjuggu þar þangað til
vorið 1888, að þau fluttu að Frostastöðum
og keyptu jörðina. Þau áttu einn son barna,
Magnús að nafni, sem síðari árin hefur að
nokkru leyti haft félagsbú með föður sínum,
líkur honum að mörgu og bóndaefni mikið.
Gfsli sál. naut eigi menntunar á æskuár-
um, en hann var vel gáfaður, og aflaði sér
því sjálfur allmikillar menntunar eptir að
hann óx upp, og varð vel að sér í þeim
greinum, sem bændum eru nauðsynlegastar.
Hann var hreppstjóri f Akrahrepp 22 ár,
mörg ár í hreppsnefnd og nokkur ár odd-
viti, sáttamaður var hann öll sfn búskapar-
ár. Öll þessi störf leysti hann vel og sam-
vizkusamlega af hendi, og undu menn vel
stjórn hans. Heimilisfaðir var hann ágætur,
stjórnsamur mjög og ástsæll af hjúum sínum;
sambúð þeirra hjóna var ætíð hin innileg-
asta; hann var gestrisinn jafnt við alla, hvort
sem þeir áttu að sér mikið eða lítið; frið-
semi hans í allri stjórn, bæði á heimili og
sveitarstjórn var viðbrugðið, og þó var hann
skapmaður að náttúrufari, en hann sá fljótt,
að hægra var að koma sínu fram með lip-
urð og stillingu, enda heppnaðist honum
það optast mjög vel. Hann var áhugamik-
ill og bóndi með lífi og sál, og lét sér ekki
nægja einungis að tala um framfarir, en
framkvæmdi því meira, og munu Frostastað-
ir lengi bera menjar áhuga hans og atorku.
Jörðin var öll í kalda koli, þegar hann flutti
þangað, en nú skarar hún fram úr öðrum
bændabýlum hér í sveit, bæði hvað bygg-
ingu og jarðabætur snertir. Þrátt fyrir mik-
inn tilkostnað, græddi hann allmikið á bú-
skap sínum, og bar mörg síðari árin liæst
sveitargjald allra bænda f hreppnum, og
mátti teljast ríkur maður eptir því sem hér
gerist. Mörg sfðari ár æfinnar leið hann af
brjóstveiki, og var opt mjög lasinn, en hann
bar veiki sína sem hetja, og hélt gleði sinni
og jafnaðargeði til hins síðasta, því skoðun
hans á Iífinu var heilbrigð. — Gfsli sál.
var mörg ár sannlcallaður höfðingi þessarar
sveitar, og munu Akrahreppsmenn lengi
minnast hans með virðingu og þakklæti, fyr-
ir hið mikla dagsverk í þarfir félagsins.
R. B.
Auka-
fundur í þilskipaábyrgð-
arfélaginu við Faxaflóa
verður haldinn laugar-
daginn hinn 31. okt, þ. á.
kl. 5 e. m. á Hotel Island.
Umræðuefni*. skaðabæt-
ur fyrir „Winifred“ sem
sökk á Vestfjörðum í
sumar.
Áríðandi að allir mæti.
Reykjavík G/io—'03.
Stjórnin.
Alþýðufyrirlestur.
Laugard. 17. þ. m. heldur Jón Þorláksson
cand. polyt. alþýðufyrirlestur í Iðnaðar-
mannahúsinu kl. 8 e. h. um
Rakann og kuldann.
Nýkomnar
margar tegundir af
NÆRFATNAÐI
úr skozkri alull; mjög hlýr og góður
fyrir gigtveika.
SKINNHA NZKA R fyrir kvenn-
fólk og karla úr völdum skinntegund-
um, sem ekki springa.
MILLUMSKYRTUR hvítar og mislit-
ar með gæða-verði.
FLIBBAR og BRJÓST, allar
stærðir.
Mikið af fínum, Ijósum SLAUFUM
og HUMBUGUM. Bindingsslipsi
að eins 0,50 stk.
Vetrarhúfup, ekta skinn með
silkifóðri. HATTAR og HÚFUR
o. m. fl.
Mikið af fínum Yetrarfrakkaefnum
— Alfataefnum — Buxnaefnum o. fl.
Guðm. Sigurðsson.
klæðskeri.
TIL NEYTENDA HINS EKTA
KtNA-LÍFS-ELIXtRS.
Með því að eg hef komizt að raun
um, að margir efast um, að Kína-lífs-
elixírinn sé eins góður og áður, skal
hér með leitt athygli að því, að elix-
írinn er algerlega eins og hann hefur
verið, og selst sama verði og fyr, sem
sé 1 kr. 50 aur. hver flaska, og fæst
hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi.
Ástæðan til þess, að bægt er að selja
hann svona ódýrt, er sú, að allmiklar
birgðir voru fluttar af honum til ís-
lands, áður en tollurinn var lögtekinn.
Neytendurnir áminnast rækilega um,
að gefa því gætur sjálfs síns vegna,
að þeir fái hinn ekta Kína-lífs-Elixír
með merkjunum á miðanum : Kínverja
með glas í hendi og firmanafninu Valde-
mar Petersen, Friderikshavn, og YúL
F.
í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist
elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni,
sem þér verzlið við, eða verði krafizt
hærra verðs fyrir hann en 1 króna 50
aurar, eruð þér beðnir að skrifa mér
um það á skrifstofu mína á Nyvej 16
Köbenhavn.
Yaldemar Petersen.
Frederlkshayn.
riÉR með er skorað á alla þá, sem enn
þá skulda við fyrv. verzlunina »Edinborg«
á Stokkseyri, að borga skuldir sínar, eða
semja við mig um borgunina hið allra
fy rs t a .
Reykjavík, Grettisgötu 10 15. okt. 1903.
Helgi Jóns son,
(frá Stokkseyri).
Á síðastliðnu vori hefur rekið á fjöru
Staðarstaðar í Staðarsveit innan Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu stóra
tunnu með rauðavíni. Hún er úr eik
með 6 járnböndum og 2 svigagjörð-
um, en ómerkt.
Hér með er skorað á eigendur vog-
reks þessa, að segja til sín innan árs
og dags frá síðustu birtingu þessarar
auglýsingar, og sanna fyrir undirskrif-
uðum amtmanni heimildir sínar til þess,
og taka við því eða andvirði þess, að
frádregnum kostnaði og bjarglaunum.
Skrifstofu Suður- og Vesturamtanna.
Reykjavík 1. október 1903.
J. Havsteen.
Á síðastliðnum vetri hefur rekið á
Hólkotstjöru í Staðarsveit innan Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu bugspjót
(klífurbóma) úr furu, 19 álnir á lengd,
4. áln. af lengd þess er tréð ferstrent,
en hitt sívalt; í mjórri endann er högg-
ið gat, á lengd xji alin. Að öðru leyti
er tré þetta ómerkt.
Hér með er skorað á eigendur vog-
reks þessa, að segja til sín innan árs
°g dags frá síðustu birtingu þessarar
auglýsingar, og sanna fyrir undirskrif-
uðum amtmanni heimildir sínar til þess,
og taka við því eða andvirði þess, að
frádregnum kostnaði og bjarglaunum.
Skrifstofu Suður- og Vesturamtanna.
Reykjavík 1. október 1903.
J. Havsteen.
Prociama.
Með því að J. P. Bjarnasen kaup-
maður hér í bænum hefur framselt bú
sitt til opinberrar skiptameðferðar sem
þrotabú, er hér með samkvæmt skipta-
lögunum 12. apríl 1878 og opnu bréfi
4. jan. 1861, skorað á alla þá, sem
telja til skuldar hjá nefndum kaup-
manni, að lýsa kröfum sínum og sanna
þær fyrir skiptaráðandanum í Reykja-
vík innan 12 mánaða frá síðustu birt-
ingu þessarar innköllunar. Skiptafund-
ur verður haldinn í búinu mánudaginn
26. þ. m. kl. 12 á hád. á bæjarþing-
stofunni, til ályktunar um ráðstöfun á
eigum búsins, skipun ráðsmanns o. fl.
Bæjarfógetinn í Reykjavík
7. október 1903.
Halldór Danielsson.
Proclama.
Hér með er samkvæmt lögum 12.
apríl 187$, og opnu bréfi 4. jan. 1861
skorað á alla, er telja til skulda í dán-
arbúi Þorsteins sál. Ólafssonar frá Búð-
arhólshjáleigu, er drukknaði í Vest-
manneyjum 22. júní þ. á., að lýsa
kröfum sínum og sanna þær fyrir undir-
rituðum skiptaráðendum, áður en liðnir
eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu aug-
lýsingar þessarar.
Einnig aðvarast allir þeir, er skulda
téðu dánarbúi, að gefa sig fram innan
sama tíma.
Hlíðarendakoti í Fljótshlíð
1. okt. 1903.
Fyrir hönd myndugra erfingja
Sigurþór Ólafsson, Ólafur Ólafsson.
Vel skotna fálka
kaupir Júlíus J'órgense n Hotel
ísland.