Þjóðólfur - 20.11.1903, Síða 2

Þjóðólfur - 20.11.1903, Síða 2
i8 6 læra esperanto. Hér skal einungis sett eitt þeirra, með því að margir Islending- ar munu kannast við höfundinn og ef til vill þykja gaman að heyra, hvað hann segir um þetta efni. Maðurinn er Leo Tolstoj, rússneski rithöfundurinn nafn- kunni. Nokkrir landar hans báðu hann árið 1894 um að segja álit sitt um es- peranto. Svar hans var á þessa leið : »Eg get ekki fyllilega svarað því, að hve miklu leyti esperanto fullnægi þeim kröfum, sem gerðar verða til heimsmáls, því að eg er ekki bær um að skera úr því. En það eitt veit eg, að volapúk fannst mér vera mjög flókið, en esper- anto aptur á móti mjög auðvelt og það hlýtur hverjum Norðurálfumanni að finn- ast. Það er svo auðvelt að læra það, að þá er eg fékk fyrir sex árum málfræði, orðabók og greinar ritaðar á máli þessu, þá gat eg eptir tvær klukkustundir lesið það viðstöðulaust og jafnvel skrifað dá- lítið í því. Að minnsta kosti þarf hver Norðurálfu- maður svo lítið í sölurnar að leggja, þótt hann eyði nokkrum tíma til aðlæraþetta mál, en árangurinn hins vegarsvo mikill, sem af því gæti leitt, ef allir — að minnsta kosti Evrópu- og Ameríkumenn — allir kristnir menn — lærðu það, að menn mega ekki láta það ógert«. Um ættiarðarást og Ameríkuferðir, Eptir Agúst Einarsson. IV. Hvað er það annað en hugsunarleysi, þegar bændur, sem sitja á góðum jörðum 1 góðum efnum, rífa sig frá jörðum og búi og fara til Ameríku ? Til hvers selja menn allt sitt og fara til Ameríku ? Fæstir af þeim sem fara til Ameríku, gera sér mikla grein fyrir því, hvað þeir í raun og veru gera, þegar þeir fara burt af landinu. Þeir selja allar eigur sínar og borga með fargjald og fara til Amerlku. Eigur fjölda margra gera ekki betur en hrökkva í far- gjald og annan kostnað, og svo er þeim sleppt slyppum og snauðum á land í Ameríku. Hvað gera menn þá? Þá fyrst vita þeir, að hugsunarleysið hefur hlaupið með þá í gönur; þá fyrst sjá þeir að enginn kemst af í Ameríku nema vinna, og vinna vel •, þá fyrst sjá þeir hversu léttbært það er, að ryðja sér áfram hina örðugu lífs- braut, eignalausir og ókunnugir; þá fyrst vita þeir, að allar lofræðurnar um Ame- rlku voru eigi annað en yfirskyn og tál; þá fyrst sjá þeir, að lífið í Ameríku er eins og á íslandi: »AUt saman blóð- rás og logandi und, sem læknast ekki fyrri’ en á aldur-tilastund«; þá fyrst sjá þeir að gullið liggur ekki laust í hrúgum fyrir fótum þeim, að eini vegurinn til að ná því, er að vinna með trúmennsku og riugnaði. Allt það sem hér hefur verið talið upp, hefði Ameríkuförunum verið innan handar að vera búnir að sjá, ef hugsunarleysið hefði ekki blindað augu þeirra með ágirnd og öfundssýki. Hvað gera Islendingar þá, þegar þeir koma eignalausir og ókunnugir á land í Ameríku ? Þeim er þá nauðugur einn kostur, og það er að nenna að vinna, nenna að hjálpa sér sjálfir, nenna að vilja vera sjálfstæðir hér. Þvl fara þeir þá ekki á sveitina eða stökkva af landi burt, þeg- ar örðugleikarnir ógna þeim í Ameríku, eins og þeir gerðu hér, þótt örðugleik- arnir væru hálfu minni hér en í Ame- ríku fyrst þegar þeir komu þar f land? Af því að þeir geta það ekki. Þeirhafa enga peninga til að geta komizt burt af Iandinu, og sveitastjórnirnar eða fátækra- húsin liðsinna þeim ekki neitt. I Ame- rfku eru þeir neyddir til að vinna, neydd- ir til að hjálpa sér sjálfir, neyddir til að vilja vera sjálfstæðir menn. Þeir verða af eigin ramleik að brjótast það beint, þótt brött sé leiðin og grýtt. Það er leiðinlegur vitnisburður, að þurfa að fara í aðra heimsálfu, til þess að láta neyða sig þar til að vinna o. s. frv., en því mið- ur er það satt. Það Iýsti miklu göfugri hugsunarhætti og fríðari framkomu í mann- félaginu, að þeir sem fara til Ameríku nenntu að vinna hér, nenntu að vilja hjálpa sér sjálfir hér, og vildu vera hérsem sjálf- stæðir menn. Þeir hinir sömu lifðu þá eins góðu lífi hér og í Ameríku. Þar kemur hugsunarleysið, samfara ómennsku og framtaksleysi fram í sinni réttu mynd; og eptir margra ára erfiðustu vinnu og örðugustu kringumstæður komast Islend- ingar yfir álíka efni í Amerfku og þeir höfðu hér, áður en þeir fóru. Ef Islend- ingar, áður en þeir fara til Ameríku, hefðu haft eins sterkan vilja á að vinna og hjálpa sér sjálfir og vera sjálfstæðir menn, eins og þeir eru neyddir til að vera í Ameríku, þá mundu þeir eiga meiri efni hér, en þeir eiga í Ameríku. Þá hefur því ekki sjaldan verið haldið fram af Amerlkuliðinu, að Islendingar vestanhafs bæru ættjarðarást í brjósti sér, bæru hlýjan hug til Islands og íslenzku þjóðarinnar hér heiroa, sem þeir kalla það. Mig furðar ekkert á því, þótt ís- lendingar í Ameriku hati ekki íslenzku þjóðina, og mun engan furða á því, en ættjarðarást eða tilfinning fyrir velgengni fósturjarðarinnar hafa þeir litla eða enga. Ef þeir hefðu ættjarðarást til að bera, þá hefðu þeir aldrei farið, ef hún hefði kviknað 1 brjóstum þeirra eptir að þeir komu til Ameríku, þá kæmu þeir aptur. Gunnar á Hlíðarenda vissi ekki hve mikinn auð mátti hafa hér upp með jarðrækt, kvikfjárrækt og sjávarútvegi, og þó — þó vildi hann »heldur bíða he), en horfinn vera fósturjarðarströndum«. Hvað ætli að ættjarðarást Islendinga 1 Amerlku sé mikil í samanburði við ætt- jarðarást Gunnars? Ekki þurfa þeir að vera hræddir um líf sitt, þótt þeir séu kyrrir, eins og Gunnar mátti vera, Ljósasti vott- urinn hvað ættjarðarástin er lítil hjá Is- lendingum vestanhafs, eru bréfin, sem þeir skrifa kunningjum sínum á Islandi. Þau eru öll lík, sem eg hefi séð. Það helzta sem lýsir ættjarðarást í þeim, er þetta: »Skrifaðu mér nú langt og mikið bréf, og segðu mér margt f fréttum; miglang- ar svo mikið til að frétta að heiman. Þið (þú) ættuð nú að koma hingað í vor; það eru fleiri atvinnuvegir hér en heima. Hafið ykkur nú úr hafísnum, kuldanum og leiðindunum, og flytjið hingað svo fljótt sem þið getið« o. s. frv. Þetta er nú allt og sumt, og má hver kalla það ættjarðarást sem vill; eg geri það ekki. Og svo segja þessir hinir sömu frá efnum sínum, og eru þau optast harla lítil, þegar vel er að gáð, og alveg engin hjá sumum, og þó eru hinir sömu að hvetja menn til að koma, til að afneita fósturjörðinni, og fara til Ameríku, víst til að lenda þar í sama baslinu og þeir eru sjálfir í. Aður en þessir menn fóru til Ameríku, sáu þeir ofsjónum yfir vel- líðan manna í Ameríku (eptir sögum að dæma); en er þeir sjálfir komu til Amerfku og náðu ekki 1 gullfuglinn og leið þar illa, sáu þeir ofsjónum yfir vellíðan manna hér. Hvað er þetta annað en hugsunar- leysi og megnasti skortur á ættjarðarást? — Nokkrir Islendingar í Ameríku hafa sent skyldmennum sínum fargjöld, en þeirii hefur öllum fylgt þau auðvirðilegu skila- boð, að ef sá, sem sent er, komi ekki til Ameríku, þá eigi hann að senda far- gjaldið aptur. Ekki svo sem að Islend- ingar megi njóta þessara miklu peninga(l), eða þeir, sem peningarnir eru sendir, séu verðugir að njóta þeirra, ef þeir fara ekki neitt. Hlýr er hugurinn til Islendinga, og mikil er ættjarðarástin(III) Ekki lýsir það minnstu hugsunarleysi hjá Ameríku- förunum, hvernig þeir láta fara með sig á leiðinni til Amerlku. Þeir láta*svo skiptir hundruðum króna (hver maður) 1 fargjald, og svo er fólkinu staflað í lest- irnar eins og síld í tunnur, og það er rekið eins og fé úr einum stað í annan, gefin lítil og ill fæða, og lokað inni í lopt- litlum og þröngum holum, og í einu orði er ekki farið betur með Islendinga á leiðinni til Amerlku en vanalega er farið með naut, sauði og hesta á milli Islands og útlanda. Þessi óþokkalega skrílsmeðferð, sem höfð er á íslenzku Amerlkuförunum f leið- inni, finnst þeim samsvara hinu rétta manneðli sínu. Islendingar, sem fara til Ameríku, eru ekki lengur Islendingar, þeir verða strax samlífaðir skoðunum Ameríkumanna, og eru að eins örlítill hluti ameríksku þjóðarinnar, og halda þeir málinu að eins á meðan útflutningur á fólki héðan af landi helzt við til Ame- ríku. Hætti útflutningurinn, tapa þeir málinu og hverfa inn í þarlendu þjóðina. Anægja mannlífsins er ekki innifalin í auðnum. Hún er innifalin í trúrækni, ættjarðarást, skyldurækni og siðferðislegri sómatilfinningu, og mörgu fleira því um líku, sem ekki er rúm til að telja upp hér. Þess skal getið, að í þessari grein tala eg um ástæður alls fjöldans, sem fer til Amerlku, en ekki ástæður einstakra manna, og það er óhætt að fullyrða, að Isiendingar í Amerlku-eru ekkert ánægð- ari með lífið, en Islendingar hér heima. Flestir leita að hinni réttu farsæld, en fæstir finna hana, og hefur enginn gefið sannari lýsingu á Kfinu en Kristján Jóns- son, þjóðskáldið góða, þar sem hann segir: „Veröldin er leikvöllur heimsku og harms, er hryggðarstunur bergmálar syrgjandi barms; Iífið allt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyrri’ en á aldurtilastund". Ameríkuferðirnar eru ískyggilegur far- aldur fyrir velmegun þjóðarinnar. Bindindisfélag stúdenta, »Studenternes Alholdsforening* í Kaup- mannahöfn, er stofnuð var á síðastliðnu vori, hélt almennan fund í stóra sal stúdentafélagsins (Stud. Foren.) 22. sept. þ. á. Formaður félagsins er nú H. O. Lange, yfirbókavörður, og er félagatal um 80. A fundinum voru samankomnir nær 300 stúdentar eldri og yngri, flestir þó mjög ungir. Hr. H. O. Lange skýrði frá tilgangi fé- lagsins og starfi þess, síðan tók formað- ur stúdentafélagsins, dr. med. Godske- sen við fundarstjórn. Því næst tók dr. med. Paul Hertz til máls. í ræðu sinni gerði dr. Hertz allrækilega grein fyrir þeim skaðlegu afleiðingum, sem áfengisnautnin hefur. Þótt ræðu- maðurinn væri eigi sjálfur 1 neinu bind- indisfélagi, þá kvaðst hann þó vera bind- indismönnum að öllu leyti sammála um kröfur þeirra um algert áfengisbindindi. Ræðumaðurinn lagði sérstaklega áherzlu á, hversu mjög áfengið sljófgaði ábyrgð- artilfinninguna og greindina, og fyrir því yrði að ráða öllum námsmönnum mjög sterklega frá allri áfengisnautn, þar sem þeir þyrftu á öllum skarpleik hugsunar- innar óskertum að halda. Því næst minntist ræðumaður á Carls- bergsjóðinn og samband hans við vísind- in, er hann áleit óheppilegt, sakir þess, að sjóðurinn væri ávöxtur áfengisnautnar- innar. Síðan benti hann á, að það væri sannað með tölum, að áfengið ætti voða- lega mikinn þátt í því, hve vitfirring og geðveiki færi í vöxt. Ræðumaður áleit áfengið hinn hættu- legasta óvin mannfélagsins. Áfengið kost- aði Dani 62 milj. króna á ári — auk hins voðalega tjóns, er af því stafaði óbeinlín- is ; hann hvatti því tilheyrendur sína mjög fastlega til að ganga inn í Bindindisfélag stúdenta til þess að taka þátt í bardag- anum gegn þessum voðalega óvin. Hinn bezti rómur var gerður að ræðu- unni og hófust því næst umræður á ept- ir. Umræður þessar voru mjög óllkar um- ræðum þeim, sem annars eru venjulegar 1 Stúdentafélaginu, því að einskis á- fengis var neytt. Af vörum veit- ingamannsins gengu ekki út nema 3 sóda- vatnsflöskur og nokkrir bollar af kaffi. En umræðurnar voru fjörugar eigi að síð- ur. Dr. Carstensen, formaður fyrir Bind- indisfélagi lækna, lýsti ánægju sinni og gleði yfir því, að bindindismálið væri nú flutt hinum ungu námsmönnum með svo mikl- um krapti. Það væri nauðsynlegt eptir- dæmisins vegna, að taka nú ekki stöðu við hófsemdarmarkið, heldur taka skrefið út og setja markmiðið: algert áfengis- bindindi. I sömu átt talaði dr. Bene- diktsen og benti hann á, hve hófsemis- kenningin væri opt hlægileg. Hr. Hermann Trier (forseti þjóðþings- ins), docent Warming, Dalhoff prestur og Nielsen verkstjóri töluðu allir 1 sömu átt. Ákafastur var þó hr. Lange, yfirbóka- vörður; hann vildi að allar veitingar á- fengis væru bannaðar. Hann þóttist hafa reynslu fyrir því, að hinar sterkustu og ljósustu sannanir fyrir skaðserni áfengis hefðu engin varanleg áhrif á þá menn, sem væru orðnir hneigðir fyrir áfenga drykki. Hófsemina vörðu þeir læknarnir dr. Godskesen, dr. C. C. Jessen og háskóla- kennari Zeuthen og virtust margir tilheyr- endanna hafa þeirra skoðun. Umræðurnar stóðu fram yfir miðnætti og var hlustað á þær með mestu athygli til enda. H. J. Um neyzluvatn og vatnsskort hér í bænum hélt Guðm, Björnsson hér- aðslæknir alþýðufyrirlestur I Iðnó 15. þ. m. Lýsti hann fyrst allsherjarnytsemi vatnsins, og hversu allt líf á jörðinni væri við það bundið, en það væri opt svo, að þar sem gnægð væri af góðu vatni, hugs- uðu menn ekkert um, hve mikla þýðingu það hefði, en þar sem vatnið væri illt eða ónógt, yrði annað uppi á teningnum, þá yrði málefnið alvarlegt. Reykjavlkur- bær væri einmitt í þessum vandræðum. Hann hefði ónógt vatn, síðan hann hefði stækkað svo mjög. Aðrir kaupstaðir hér á landi Seyðisfjörður, Akureyri og ísa- fjörður stæðu öðruvísi að vígi. Þeirhefðu með litlum kostnaði komið á vatnsleiðslu hjá sér, því að þar sem svo hagaði til, að leiða mætti vatnið úr hæðum eða hlíð- um umhverfis, eins og þar, væri kostnað- urinn við það ekki mikill, en Reykjavík stæði svo að segja á bersvæði og eyði- mel, og gæti ekki aflað sér vatns öðru- vísi en úr brunnum, er grafnir væru djúpt f jörð niður. Lýsti ræðumaðurinn nokk- uð brunnum þeim, er nú væru í bænum, og kvað þá vera skemmda hvað eptir annað, dælurnar í þeim brotnar, og feng- izt nú enginn járnsmiður framar til að gera við þá, því að handaverkin þeirra hin góðu væru jafnharðan skemmd. Gerði ræðumaður áætlun um, hvað mikið fé bæjarbúar yrðu að leggja af mörkum ár- lega til að kosta vatnsleiðslu úr brunn- um, er grafnir væru langt fyrir utan bæ- inn. Úr brunnum þessum yrði svo dælt upp í afarstórar steinþrór (vatnsker) á Skólavörðuholti og Hólavelli, og þaðan rynni svo vatnið fyrir krapt þyngdarinn- ar inn í öll hús í bænum. Svona löguð

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.