Þjóðólfur - 27.11.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.11.1903, Blaðsíða 2
190 ar mllur) á einni kl.sUmd. Þ.ul er hinn mesti hraði, sem enn hefur tekizt að ná. Frakkland. 20. okt. kom þingið saman. Stjórnin ér þegar bvrjtið á nýrri herferð gegn klerkaskólunum. Áður hefur hún lokað klerkaskólum þeini, sem stofnaðir hafa verið ( leyfisleysi, en nú „stingur hún upp á, að reis.i skorður við því. að «lfk- ir skólar yfirl. verði stofnaðir. Þó þvkj- ast menn hafa orðið varir við nokkurn skoðanamun. Ungverjaland. Eptir margar bollalegg- ingar og vandræðastapp tókstloks Stef- áni Tisza greifa að mynda nýtt raða- neyti ( Ungverjalandi. St. T. er sonur Koloman Tisza, er lengi var ráðaneytis- forseti, og þykir hann vera harður ( horn að taka. »SjáIfstæðisflokkur« Kossúth’s býst því við engu góðuafhonum ogheld- ur því áfram hinum sama hætti, að tefja fyrir öllum málum í þinginu, til þess að reyna að vinna þannig svig á stjórninni. En Tisza er ekki á því, að láta bugast af slíku, og hefur latið ( ljósi, að ethinu sama fari fram lengur, muni hann senda þingmenn heim og reyna að bjargast án þeirra. Ítalía. Seint í (yrra mánuði lagði Zan- ardelli ráðaneytisforseti niður völdin. Hann hefur verið ráðaneytisforseti s(ðan í febrú- armánuði 1901. Eptirmaðtir hans er Giolitti, er ráðherra var í ráðaneyti Zan- ardelli’s, en vék úr þvi síðastl vor. Hann er hreinn vinstri maðurog gengur lengra ( þá stefnu en fyrirrennari hans. Hann leitaðist jafnvel við, að fá einn af hinum gætnari jafnaðarmönnum til að taka sæti í ráðaneyti s(nu. en úr því varð þó ekki. Það hefur vakið allmikla athygli, að einn af hinum nýju ráðherrum, Rosano fjár- málaráðherra. skaut sig fáum dögum síð- ar. Orsökin til þess vorli árásir, sem gerðar voru á hann í »Avanti«, blaði sósfalista, ásakanir unt fjardrátt og að lík- indum hafa att við einhver rök að styðj- asl. Verður llklega erfitt fyrir Giolitti, að fá mann í stað hans í ráðaneytið, og ef til viil ekki ómögulegt, að það verði til þess, að Giolitti verði að leggja niður völdin. Spánn. Þar f landi hafa verið töluverð- ar verkmannaóeirðir. Verstar urðu þær í Bilbaó seinast í f. m. 12,000 náma- menn lögðu niður vinnu af því að þeim samdi ekki við vinnuveifendur. Spunnust út af þessy blóðugir, götubardagar, herlið var sent þangað til að koma friði á, nokkr- ir menn misstll llfið og fjöldi manna særð- ist, járnbrautarteinar voru rifnir upp, sölu- búðir rændar, götuljósker brotin, hús meira og minna skemmd. Jafnfranit bættust alltaf fleiri og fleiri við og brátt voru þeir orðnir um 50 þús. manns, er verkfall höfðu gert. Gat nú herliðið vid ekkert ráðið, og verkamenii tóku bæínn alveg á sitt vald. Var heraflinn þá aukinn og tókst þá loks að koma friði á með þeim skilmálum, að verkamenn fengu helztu kröfum sínum framgengt. Panama. Bandaríkin hafa um nokkra hríð haft í ráði, að ljúka við Panama- skurðinn, og hafa verið að semja við Kohtmbíu til þess að fá leyfi til þess. Stjórnin gerði samning um það við Banda- r(kin, en þegar á átti að herða, þá neit- aði þingið að samþykkja hann. Þar með var þetta fyrirtæki Bandarfkjanna þá strand- að ‘í bili, en ekki leið þó á löngu, þang- að til þau fengu tækifæri lil’ að býrja á nýjan leik.' iRétt á eptjr að þingið hafði hrundið samninguntim við Bandarfkin, gýs upp uppreisn ( Þanama; épíir n'okkur vopnaviðskipti verður stjórnarliðið að v(kja, því er lýst yfir, að héraðið Panama sé latiát undán ýfirráðum .Kolumbíu ogskuli vera sérstakt lýðvéldi, Bandarfkín viður- kenna þegar allar þessar aðgerðir og taka að semja við hina nýju stjórn um lagn- ingu Panamaskurðarins. Allt þetta gerist eins og í sögu á nokkrum dögum, upp- reisnin hafin og leidd til lykta og nýtt tíki myndað Og búið að fa réttindi sfn staöfest af einu stórveldanna, áðtir en menri hafa haft tínia til að atta sig á, hverju fram fer. Auðvifað leikur Iftill vafi á þvf, að Bandarfkin hafa staðið á bak við stjórriárbyltingu þéssa, að minnsta kosti blasið að koluntim. Ha'íti. I lýð'eldinu San Domingo hef- ur riokkra hífð allt verið á tjá ögtundri. Svo sem \enjulegt er f lýðvéldUnuni í Suð- ur- og Miðameiíku hefur baráttan staðið um, hver vera skyldi foiseti lýðveldisins. Frétzt hefur, að annað forsetaefnið hafi borið hærra hlut eptir 3 daga orustu ( nárid við höfuðstaðinn og er þá óeirðun- um þar með lokið ( bráð. Heimsmál. V. Auk þess sem esperanto er mjög auð- velt að læra, er það mjog hljómfagurt og því vel fallið tii söngs. Þeir, sem vit hafa á, segja, að það sé kröptugra og hljómfegurra en ítalska, en tiiýkra heldur en spanska. Ennfremur er oiðgnótt þess feikilega mikil, en eins og áður er a vik- ið. ríður hún þó ekki mjög ( bága við léttleikann vegna þes^s, hve málið er vel fallið til samsetninga og hve mörg orð má rnynda af sörnu rót. Esperanto er óefað auðugra en nokkurt annað mál; munu því trauðia vera nokkrar hugmynd- ir, sem ekki má láta í ljósi á því mali fullkomlega, svo nákvæmlega og skýrt sem á öðrttm málum. Esperanto er því engu síður vel fallið ti.l bókmennta — vísinda- rita, skáldskaparrita o. s. frv. — heldur en til notkunar í verzlunarviðskiptum, ferðalögum o. s. frv. Það hafa þegar ver- ið þýdd á esperanto ýms rit eptir hina merkustu höfunda heimsins t. d. Hómer, Esóp, Shakespeare, Byron, Goethe, Heine; Puschin, Lermontov, Tolstoj, Korolenko, Sienkiewicz o. fl. og þótt takast mjögvel yfirleitt. Sjálfur höfundur málsins dr. Zamenhof hefur þýtt Hamlet eptirShake- speare á esperamo, og er það álit manna, að sú þýðing muni taka fram flestum. ef ekki öllum þýðingum á þvf riti. ,Þ.ið er reyndar engin furða, þó að þýöingnr á esperanto geti verið nakvæmari Og betri en þýðingar a öð'lim inaíum, þv í að það er ekki einskorðað við sérsiök einkenni- leg orðatiltæki, eins og allar þjóðtungur erti að meitu eða minna leyti, oröafjöld- inn er feikilega mikill, þó að stofnorðin séu lá, og orðaröðin roá vera hvernigsem vill, ef hugsunin einungis er jafn^kýr. Þýðingarnar á esperanfo geta því orðið sem Ijósmyndir af frumtextanuro, þarsem allir hinir Knustu drættir htigstinarinnar halda sér. Ef esperanto næði miklumvið- gangi, gætu sllkar þýðingar orðið að miklu gagni, ekki sízt htnum smærri þjóðum, þar sem ekki getur verið aðræðatim þýð- ingar af útlendum niálumað nokkru ráði. Td dætnis ttm, hve þýðingar a esperanto geta verið nákvæmar og náð vel efni frum- textans ntá gela hér uin tilraun, sem munk- ur einn franskur (Piosper í Bordeaux) hef- ur gert einmitt viðtíkjandi þesstt atriði. Hann segir svo frá: »Eg nef sjaifur samið dalítinn texta heimspekilegs efnis, sem eg af ásettu raði hef gert sem allra örðugastan, eg hefi hrúgað satnan vísindalegum orðum, ein- kennilegtint og flóknum setningum og leit- azt við að sýna sem allra nákvæmasthin minnstu tilbrigði hugsunarinnar. Þei nan texta fékk eg málfræðiskennara einn jil að þýða á þýzku og annan málakennara til þess að þýða hann aptur á frönsku. Báðir þessir malfræðingar eru óefað mjög færir í sinni mennt, samt sem áður yarö þýðingin slæm, efnið aflagaðist \ið að ganga í gegnum hreinsunareld þýzkunn- ar. Sömu tilraun gerði eg með enskti; þýðingin varð í meðallagi. Loks lét eg þýða þennan santa texta á esperanto og síðan af esperanto aptur á frönsku. Mað- urinn, sem þýddi esperanto-textann býr í Odessa og ritar ekki frönsku aðjafnaði, heldur Ies einungis vfsindaleg tímarit á því máli. Þratt fyrir þetta varð þýðingin af esperanto ágæt og langbezt af þessttm þremttr«. Pisperanto hefur enn einn kost fram yfir önnur mál, að það má skiljaþað eingöngu tneð orðasafni, þótt roaður hafi aldrei lit- ið í málfræði þess. Þetta stafar af því, að allar byggingar málsins koma fram við það, að ýmsum endingum er bætt aptan við stofninn, en sjálfur breytist hann aldr- ei neitt (t. d. við hljóðvörp eða klofningu). Hver stofn er þv( óbreytanlegt orð, sem ávallt má finna í orðasafninu. Allarend- ingarnar ma einnig skoða setn sjálfstæðar út af fyrir sig og þær finnast því einnig allar tilfærðar í orðasafninu. Ennfremur hafa orðin í orðusafninu ekkisyo margar og óskyldar merkingar, sero mikill þorri orða í öðrum málltni. Þegar maður hef- ur þv( fyrir sér setningu á esperanto, má lesa merkinguna alveg út úr orðasafninu einu, en slíkt er tratiðlega tfnnt á öðmm málum. Lítum t. d. á þessa setningu: Mi ne sci’as kie mi las’is la b a s t o n ’ o ’ n 1). I orðasafninu má þá finna þessar þýðingar: rni = eg, ne = ekki, sci = að vita, as = nútíðarending, k i e == hvar, I a s = að leggja, i s = fortfð- arending, I a = ákveðni greinirinn, hinn, hin, hið, -inn, -in, -ið, baston = staf- ur, o = nafnorðsending, n = þolfalls- ending. H\er maður mun hljóta að fá út úr þessu þessa setningu: eg veit ekki hvar eg hef Jagt stafinn. Á dönsku tnundi setningþessi hljóða svo : Jeg ved ikke, hvor jeg har lagt Stokken. Út úr þessu verður ekki unnt að fá neina meiningu, nema m.aður viti af málfræð- inni, hvaða myndir ha r, lagt og ved eru, því að þau orð finnast ekki í orð- bókinni, nema ved = við. hja, sem ein- ungis mtindi villa tnann. Vcgna þess að liða tná þannig orðin I esperanto í sund- ur í óbreytanlega smáhluta. þá geta menn sent manni. sem aldrei heliir séð Esper- anto fyr, bréf á þvf, og ef maður lætur fylgja, ofurlftið orðasaln yfu þau orð. setn finnast ( bréfinu með þýðingum á máli viðtakanda, þa getur maður att víst að bréfið skiljist. liurfi einh.er t. d. að skrifa Spánverja, sem hann veit ekki, hvort kann Ksperanto eða ekki, getur hann skrifað honum á es- peranto eigi að síður, ef hánn sendirhon- um með bréfinu orðasafn nteð spánskum þýðingum. Slík orðasöfn með þýðingum á ýms mál má fákeyptfyrir 1 penny eða 7eyri, og eru þau þó fullnægjandi í flestum tilfellum. Um ættjarðarást og Ameríkuferðir. Eptir Ágúst Einarsson. V. »Heima er hægt að þreyja hvíld þar sál mín fær, þar mun þægt að dcyja þýðum vintun nær; ljúft er þar að ljúka lífsins sæld og þraut, við hið milda mjúka móðurjarðarskaut*. Steingrimur Thorsteinsson, Lítið sem ekkert hefur verið gert hér 1) Þá er ritað er fyrir byrjendur eða þá, á landi til að sporna við Amerfknferðun- um, og er uridarlegt, þarsem vinnukrapt- urinn í landinu fer allt nf minnkandi- sökum fólksflutnings til Artiéffku og líka í sjávarplássin, sem er stór hnekkii fyrir sveitirnar og allan landbúnað. Hvað veld- ur því, að fólkið vill ekki \era kyt í sveiiunum ogálandinu? Skortiir á niennt- un og þekkingu, bæði í bóklegu og verk- legu tilliti; alþýðan hugsar ekki rétt. Fyrst þegar Amerfkuferðirmir hófust, um- breyttu þær öllum hugsunarhætti þjóðar- innar og af því eimir eptir enn, oy svo þessi gamli blindi vani, sem strfðir a fs- lenzku þjóðina, að láta sér aldrei nægia efni sín, þeir gera sig aldrei ánægða með stöðu sfna í lífinu, sækjast aHt af eptir meiru, án þess að hafa niikið fyrir |>ví og án þess að brúka hina réttu aðferð til þess. Að komast fyrirhafnarlftið yfir mikinn auð, er ntark og mið alþýðu hér á landi og reyndar allra. En þetta lætur sig ekki gera; ef menn viljast komast til vegs og auðs, þá kostar það fyrirhöln, það kemur ekkert án fyrirhafnar. Svo ef eitthvað bregst í sveitunum þetta árið, þá að gefast upp og flytja í kaupstaðina og fara til Ameríku. Mönnnnt finnst landbúnaðurinn gefa svo seinan arð af sér, að það svari ekki kostnaði að stunda hann, en þetta er ekki rétt skoðað og kemur til af því, að fjöldinn, sern land- búnaðinn stunda vantar vilja, þrck og á- huga, og stunda hann með hangtmdi hendi, bfðandi eptir einhverjuj-mrt-óhappi, ogi hafa það fyrir ástæðu, yfirgefa s\o jarðirnar og fara burtii. Eins er nm þá, semísjávarplássin fara, þeim [ykir vinna þar erfið og arðlítil þegar, frám ( sækirog fara til Anterfku. Þessi hvikulleiki þjóðar- innar f störfum síntim, áhugaleysi og vilja- skortur til að kljúfa erfiðleikana, kenmr fram í því að vfkja ætíð til hliðar meðfram örð- ugleikaveginnm, en reyna aldrei til að kom- astyfir hann. Þá er nærri þvístórskap- raun tið sjá til þeirra, sem ganga skóla- veginn, þó ekki sé nema á gagnfræða- skóln, þá finnst þeim þeir vera of fínir til að taka þatt í verklegri erfiðisvinnu, og ganga svo í kaupstað nær því aðgerðar- lausir, biðja um einhverja fína vinnu, en fá litið að gera og verða svo landinu til iítils gagns. Eins er um þá, sem fara á æðri skóia landsins; ef þeir ekki fá em- bætti faiiunð úr landsjóði, eru þeir að- gerðalitlir. — Allt þetta er stór hnekkir fyrir framfÖruin lands og þjóðar. en sem niiin haldast stöðugt v(ð a, mgðan fólk heldtir áfiafn að flytja til Afnerfku. Á- hngi þjóðarinnar á að hj.ilpa sér sjalf þarf að vaxa, að komast áfram í heiminum dg gefast ekki upp, sýna kjark, [lolgæði og staðfestu í störfum sínum. Aldrei að vfkja var uppáhaldsorð Jóns Sigtnðsson- ar. Bvtur að það bergmálaði f hjörtum allra Islendinga. Vill enginn llkjast hon- um í neinti? Barnaskólar eru fáir hér á landL og verða rnenn því að sa;tta sig við umgangskennara, sem flestireru gagn- fræðingar; ekki er að tala tim. að þeir. sem meiri menntun hafa fengið faist til að gegna svo lítilfjörlegum starfa og þó er uppeldi barnanna, barnakennslan, und- irstaðan fyrir láni og óláni hvers einstaks manns og heilla þjóða. Barnakennslan hjá mörgum þessum umgangskenmiri 111 er ekkertannað en bóklegtkák, þeirlata börn- in læra kver og biblíusögur eins og þulu, nokkúð í reikningi, drtlftið í réitiiitin, lit- ið eitt í landafræði og dálftið f dönsku, svo er það búið ; en það rfður ein« mik- ið á, að önnur kennsla meiri og betri sé samfara þessari kennslu og það er n.unn- lega kennslan. Kennararnir eiga að halda smáfyrirlestra fyrir börnin, rök- sem ekki þekkja málið eru slofnarnir og endingarnar aðskilin með kommu ofan til í Ifnunni, og má þá finna hverl á sínuin staft í orðbókinni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.