Þjóðólfur - 27.11.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.11.1903, Blaðsíða 3
studda með sönnum dæmum og æfisögu- brotum ágætismanna, láta ekkert tæki- færi ónotað til að leiða börnunum fyrir sjónir á hvern hátt þau geti bezt komizt á- fram í heiminum, glæða hjá þeim ætt- jarðarást og þjóðræknistilfinningu, vilja- krapt, þolgæði og staðfestu, brýna fyrir þeim, að öll vinna, hver staða sé jafn- heiðarleg, ef hún miðar til að efla heill og blessun hvers einstaklings og heillar þjóðar. Þannig löguð kennsla þyrfti að fara fram í öllum skólum landsins, en því miður er það ekki, sem stafar bæði af vankunnáttu kennaranna og áhugaleysi þeirra. Þér ungu menn og konttrl, sem eigið langa ófarna lífsbraut fyrir höndum með mörgum bröttum fjöllum og straum- hörðum ám, lesið þér bókina: sHjálpaðu þér sjálfur« og bækurnar: »Auðnuveg- urinn«, »Fullorðinsárin« »Foreldrar og börn« og margar jafngóðar bækur, sem til eru hér á landi. Breytið svo eptir heilræðum þeim, sem gefin eru í nefnd- um bókum; það er hægt, því þau eru sannleikur,. staðfestur með margra ára reynslu. Aðalskilyrðið fyrir því, að útflutningur manna héðan af landi til Anteríku fari minnkandi, er, að menntun alþýðu vaxi bæði í verklegu og bóklegu, að kjarkur, viljaþrek, þolgæði og staðfesta verði fast ríkjandi í hugum manna. og síðast en ekki sízt, að ættjarðarástin fari vaxandi. En til þess að þetta verði ríkjandi í huga þjóðarinnar, þurfa kennarar og forvígis- menn hennar að nota öll tækifæri og láta engin velsæmismeðul ónotuð til að inn- ræta þjóðinni þessa kosti. — Þér húsfeð- ur og mæður! Er ekki ísland fósturjörð- in yðar ? Hafið þér ekki lifað æskuár yðar á Islandi? Er yður ekki skyldast að vinna á Islandi. Hafið þér ekki bund- ist tryggðaböndum við ástvini yðar á Is- landi? Eru ekki allar endurminningar f hjarta yðar um sterka kappa og forna fræ^ð, um fátna vini og skyldmenni bundnar við Island? Er ekki allt, sem yðnr hefur verið fagurt háleitt og gott bundið við Island ? Ef þér svarið öllum þessum spurningum játandi, sem þér mun- uð eflaust gera, ef þér ekki látið hugsun- arleysið blinda yður, hv( afneitið þér þá fósturjörðinni og öllu þessu og farið til Ameríku? — Amerikuferðirnar eru ískyggi- legur faraldur fyrir viljaþrek, þolgæði og staðfestu þjóðarinnar. Nýi bankinn. Nú með »Laura« kom framkvæmdar- stjóri banka þessa, og heitir Einil Schou. Hann er itm þrítugt, og hefur verið síð- ustu 5 árin í þjónustu verzlunarhússins Rubin & Bing, er einna mestan þátt hefur átt f stofnun bankans. Eptir því sem »Politiken« 14. þ. m. skýrir frá, er bankastjórinn nú hingað kominn til að undirbúa bankastofnunina hér, með því að ráða starfsmenn, útvega húsnæði, komast 1 samband við fólk, og rannsaka, hvernig hér er umhorfs, áður en bankinn taki til starfa, sem naumast geti orðið fyr en snemma á næsta ári, vegna prentunar nýju seðlanna. Á seðl- unum kvað eiga að vera bæði mynd kon- ungsins og hið nýja skjaldarmerki vort, valurinn. I bankaráðinu eru aukíslands- ráðherrans, sem sjálfkjörins formanns: P. O. A. Andersen deildarstjóri í 2. deild fjármálaráðaneytisins, L. Arntzen hæsta- réttarmálafærslumaður og Kjelland Thor- kildsen forstjóri centralbankans í Krist- janíti, ennfremttr 3, er alþingi hefur valið: Lárus Bjarnason sýslumaður, Sigfús Ey- mundsson bóksali og Sigurður Briem póst- meistari. Á hver þessara 6 fulltrúa að fá 1000 kr. í árslaun, samkvæmt reglu- gerð bankans, sem þegar kvað vera full- samin og staðfest af Alberti, án þess að hérlendu bankaráðsfulltrúunum hafi gefizt kostur á að kynna sér hana áður. Mannalát. Hinn 11. þ. m. varð Jóhann Georg Möller kaupmaður á Blönduósi bráð- kvaddur (af hjartaslagi). Hné hánn nið- ur, er hann ætlaði að ganga heim afskrif- stofu sinni kl. 8 um kveldið og var lið- inn eptir fáar mínútur. Hans er þannig minnst 1 bréfi til ritstjóra þessa blaðs, rit- uðu sama kveldið og M. lézt: »Möller er maður, sem mun verða sakn- að af mörgum, því hann var framúrskar- andi hjálpsamur og brjóstgóður við fá- tæka menn, og mun óhætt að fullyrða, að hann hafi engan synjandi látið fara frá sér. Möller varð 55 ára. Kona hans er Alvilda fædd Thomsen og áttu þau 6 börn á lífi, 4 syni og 2 dætur, og er önn- ur þeirra Lucinde kona Gíslá sýslumanns ísleifssonar á Blönduósi. — Möller var ágætur heimilisfaðir, og sparaði ekkerttil menningar börnum sínum. Heimili þeirra hjóna var orðlagt fyrir gestrisni og alla rausn«. Hinn 3. þ. m. andaðist eptir langan krankleik Jóhann Frímann Sig- valdason 1 Mánaskál, fyrrum hrepp- stjóri í Bólstaðarhlíðarhreppi, einn meðal merkustu bænda í Húnavatnssýslu. Verð- ur æfiatriða hans síðar getið nánar. Maflur varO útl sunnudaginn 15. þ. m. á Lambeyrar- hálsi millum Tálknafjarðar og Patreks- fjarðar. Hann hét Friðrik Frið- riksson og átti heima á Bíldudal, var sendur þaðan með skipskjöl til Patreks- fjarðar. Fannst daginn eptir örskammt frá bæjum 1 Patreksfirði. Bleytukafald var um daginn, er hann varð úti. Ætla menn, að honum hafi orðið illt og lagzt fyrir. Hann var dugnaðarmaður, roskinn nokkuð að aldri. Lét eptir sig 8 börn. Dáin er úr lungnatæringu á Landakotsspítal- anum 16. þ. m. Ragnheiður Péturs- dóttir (frá Hríshóli í Reykhólasveit Gestssonar). Hún var alllengi við dauf- dumbrakennslu hjá séra Ólafi Helgasyni á Stóra-Hrauni og leysti það starf ágæt- lega af hendi. Hún var mesta efnis- stúlka, gáfuð og vel að sér. PóstskipiO „Laura" kom hingað að kveldi 24. þ. m., og með henni H a n rðfe s Hafstein, ís- landsráðherrann nýi, sem á að verða, ennfremur Emil Schou bankastjóri við nýja bankann, danskur maður. »Laura« bregður sér héðan snöggva ferð vestur á Isafjörð með Hannes Haf- stein, en hann kemur svo suður aptur annaðhvort með aukaskipi Thorefélagsins í desember, eða landveg í janúar. En með »Laura« ( febrúar siglir hann til Hafnar til að gera það sem gera þarf ytra, koma þar skiptilagi á skrifstofuna og sinna öðrum raðherrastörfum, er Alberti kann að láta bíða hans, t. d. staðfesting- ar einhverra frumvarpa frá alþingi o. s. frv. Af flutningi ráðherrans hingað til lands leiðir og að sjálfsögðu, að skjalasafn (sl. ráðaneytisins þar, verður að flytjast hing- að heim, og ætti nýi ráðherrann að vera sem kröfuharðastur 1 þeim efnum. GufuskipafélagiO „Thore' hefur nýlega keypt nýtt skip, »Scot- land«, frá Kristjaníu. Það er að eins 13 ára gamalt, vandað og stórt (1000 tons farrými). Á 1. plássi geta verið 50 far- þegar, og 2. og 3. káeta eru einnig rúm- góðar. Skip þetta á að vera 1 förum til Reykjavíkur og Vesturlandsins, en »Kong 191 Inge« gengur til Austur- og Norðurlands- ins. Þetta nýja skip félagsins er miklu stærra en »Kong Inge« og eflaust að ölltí hið vandaðasta. Ný lög frá alþingi staðfestjaf konungi 23. f. m.: 18. Fjárlög fyrir árin 1904 og 1905. 19. Fjáraukalög fyrir árin 1902 og 1903. 20. Lög um heilbrigðissamþykktir fyrir bæjar- og sveitarfélög. 21. Lög um varnir gegn berklaveiki. 22. Lög um frestun á framkvæmd laga 25. okt. 1895 um eimskipaútgerð lands- sjóðs. 23. Lög um viðauka við lög um meðgjöf með óskilgetnum börnum o. fl. frá 12. jan. 1900. 24. Viðaukalög við lög 13. sept. 1901 um breyting á tilsk. 20. apríl 1872 um bæjarstjórn í Reykjavlk. 25. Heimildarlög um áfangastaði. 26. Lög um breyting á lögum um vegi 13. aprfl 1894. 27. Lög um breyting á 1. gr. í lögum 2. okt. 1891 (laun bankabókarans). Hinn 10. þ. m. staðfest: 28. Lög um gagnfræðaskóla á Akureyri. 29. Lög um leynilegar kosningar og hlut- fallskosningar til bæjarstjórna í kaup- stöðtnn. 30. Lög um lífsábyrgð fyrir sjómenn, er stunda fiskiveiðar á þilskipum. Hinn 13. þ. m. staðfest: 31. Lög um ráðstafanir til útrýmingar fjár- kláðanum. Hnnayatnssýslu (austanverðri) 8. nóv. Héðan er fátt tíðiuda. Tíðin hefur verið fremur stormasöm og óstillt í haust, norð- austanrok og kuldar og töluverð snjókoma síðari hluta okt.; en með byrjun þ. m. gekk áttin til suðurs og þýddi, svo nú er snjó- laust orðið með öllu, en afaróstillt veður, stormar og úrfelli. Síðan um réttir hefur enginn afli verið hér við flóann austanverð- an nema í Nesjum og þó lítill þar vegna ógæfta, enda mjög lágir hlutir komnir þar, um 700 hæst sfðan um réttir og afarlang- sótt síðustu róðrana, og almennt álitið, að fiskurinn sé á förum. Lítur því allilla út að þessu leyti, þv! fiskur hefur opt haldizt hér fram undir nýár og margir haftgott af. Og nú var sumaraflinn einnig með lang- minnsta móti vegna ógæfta og svo þess, hve fiskur kom seint. — Hey eru einnig með langminnsta móti hér á útkjálkunum og víða illa verkuð, var og víða skorið af heyjum, einkum kýr og lömb. Fjársala ( kaupstað varð þó með langminnsta móti, bæði hér og ! Skagafirði, og mun það liggja bæði í því, að lömbum var fargað fremur en fullorðnu fé, og svo því, að verð var lægra en áður: Kjöt 13, 15, 16 og 18 a., mör 20 au. Aptur voru gærur í allháu verði: 25—28 a. Nú eru komnir eirkatlarnir og tóbakið til fjárböðunarinnar, sem enginn veit um hve- nær fer fram, enda held eg flestum segi torveldlega hugur um útrýmingu fjárkkláð- ans með þeirri aðferð, sem hafa á með því að skipta landinu niður í mörg lækninga- svæði og láta svo allt vaða saman á sumr- um sjúkt og heilt, en við hverju er að bú- ast, þegar demba á öllu útlendu öldungis atiiugalaust yfir landið, og er þetta einn á- vöxturinn af framfaragaspri Páls Briems og annara svo greinilegur sem hann er. En mér virðist gilda einu, þótt þjóðin fái að reka nefið í við það, að elta slíka forustu- gemsa, og er óvíst, að sú reynsla fengist á hentugri né ódýrari hátt með öðru móti en þessu fjárkláðaherhlaupi. — — — — Hvernig er það ? Er hlutabankinn lög- lega stofnaður ? Átti hann ekki að vera stofnaður á sínu heimili ( Rvík fyrir 1. okt.? En hvað um það, hann ætti ekki að geta unnið neinn geig, þv! ólíklegt er, að nógu m a r g i r ódrengir flækist inn á þingið til þess að afnema landsbankann eða auka hlunnindi hlutabankans á nokkurn hátt, en óhætt er um það, að þeir, sem spyrna vilja við þeirri óhæfu, mega vera á verði, því varla verða sparaðar tilraunir ! þá átt, ef dæma skal eptir þeirri einurð, sem þetta bartkamál hefur verið flutt með frá upphafi. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi P. A. Brække frá Eskifirði, sem andaðist 15. apríl þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaraðandanum í Suður-Múlasýslu, áður en 12 mánuðir eru liðnir frá síð- ustu (3.) birtingu þessarar innköllunar; Með sama fresti er skorað á erfingja áðurnefnds P. A. Brække að gefa sig fram og sanna erfðarétt sinn fyrir und- irrituðum skiptaráðanda. — Skiptarað indinn í Suður-Múlasýslu. Eskifirði, 2. oktbr. 1903. A. V. Tulinius. Uppboðsauglýsing, Húseignir dánarbús P. A. Brække á Eskifirði, íbúðarhús á Eskifirði og verskáli á Út-Stekk við Reyðarfjörð, verða seldar við 3 opinber uppboð. — 1. og 2. uppboðið á báðum húseign- unum verða haldin á skrifstofu sýsl- unnar á Eskifirði mánudagana 1. og 15. febrúar n. á. kl. 12 á hádegi, en þriðja uppboðið á húseigninni á Út- Stekk á henni fimmtudaginn 3. marz n. á. kl. 1 ept.ir hád., og þriðja upp- boð á húseigninni á Eskifirði í því föstudaginn 4. marz n. á. kl. 12 á há- degi. — Söluskilmálar verða til sýnisdegi fyr- ir 1. uppboðið á skrifstofunni. Skrifstofu Suður-Múlasýslu. Eskifirði 2. oktbr. 1903. A. V. Tulinius. Proclama. Með því að „ísfélagið á Stokkseyri" hefur selt fram eignir sínar til gjald- þrotaskipta, þá er hár með skorað á alla þá, er telja til skulda hjá félag- inu, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum f Árnes- sýslu áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifstofu Árnessýslu. 14. nóvember 1903. Sigurður Ólafsson. Mógrár hestur 5 vetra, með ljósan blett i enni, mark: heilrifað vinstra (heldur en hægra), tapað- ist frá F’ífuhvammi seinni part októberm. Sá, er hitta kynni hcstinn, er beðinn að koma honum til Sigurjóns snikkara Ólafs- sonar við Amtmannsstíg 5 1 Rv(k gegn ríflegri þóknun. Hjá undirskrifuðum geta 1—2 efnilegir unglingspiltar 15—18 ára gamlir, fengið kennslu í skipa- og bátasmíðum, og jafn- framt kennslu í þv( að sm(ða trébrýr yfir vatnsföll og fleira af hinu stærra trésndði. Reykjavfk 25. nóvember 1903. Vesturgötu M 51 B. Bj arni Þorkelsson. (skipasmiður). „ ii. ,. ■■■■■!■■. 11 ■ ■■ ,1. 1 Alþýðuíyrirlestrar Stúdentafél agsins. Sunnudaginn 29. þ. m. kl. 5. e, h. í Iðnaðarmannahúsinu. Bjarni Jónsson: Ég og j>ú.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.