Þjóðólfur - 18.12.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.12.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 18. desember 1903. Jfs 51. Landsbankinn yerður lokaðnr dagana 21. desember—4. janiiar næst- komandl að biðum dðgum meðtðldum, þó verðnr afgreiðslnstof- an opin 2. janúar kl. 11—2, en að eins til afgreiðslu fyrir bankavaxtabréfa- eigendur. Landsbankinn í Reykjavík, io. des. 1903. Tryggvi Gunnarsson. Fyrirkomulag nýja bankans. Nú er reglugerð banka þessa birt, stað- fest af Alberti 25. f. m., svo að nú geta menn farið að glöggva sig á, hvernig ætl- azt er til að stofnun þessari sé stjórnað, og hvernig verksviði hennar á að vera háttað. Reglugerð þessi er langur bálk- ur í 44 greinum, en mikill hluti hennar eru sjálf bankalögin 7. júnf 1902, sem mönntim eru kunn. Hér verður því ekki minnst á annað, en nokkur atriði, sem lögin kveða ekki á ttm, þ. e. nánari ákvæði um stjórn og fyrirkomulag bank- ans. En engin reglugerðarákvæði mega rfða í bága við lög þau, sem miðað er við eða fara út yfir þann grundvöll, er lögin heimila. í þessari reglugerð mttn það og heldur ekki gert, en samt mun það ekki vera samkvæmt anda laganna að minnsta kosti, þá er gert er ráð fyrir því í 3. gr. reglugerðarinnar, að stofna megi líka útibú á Færeyjum(!) eins og hér á landi. Þetta er að vísu ekki bann- að í lögunum, en það er líka fjarri því, að það sé heimilað. Menn bjuggust við, að bankastofnendurnir mundu vilja eða þurfa að hafa einhverja skrifstofu eða einskonar útibú í Kaupmannahöfn, en þó var samt ekkert tekið fram um það í lög- unum. Nú er ákveðið f reglugerðinni, að bankinn megi hafa erindrekaskrifstofu (Agentur) í Kaupmannahöfn, en ekki má hún hafa sjálfstæð bankastörf á hendi. Kvað Warburg vera skipaður stjórnandi þessarar skrifstofu, þeim hefur fundizt, að hann yrði einhversstaðar að komast að. Engar nánari reglur fyrir skrifstofu þessa eru settar í reglugerðinni, en samkvæmt 24. gr. á fulltrúaráðið að gera það. En það er tekið beinlínis fram í reglugerð- inni, að bankastofnunarfélagið, er kosið hefur Warburg ti! þessa starfa, setji hon- um reglur um starfsemi hans og geri samn- ing við hann, og Warburghefur því auð- vitað sömu hlunnindi, sem fyrsta fram- kvæmdarstiórnin, er félag þetta kýs og ekki verður við haggað fyrstu 9 árin, nema með samhljóða atkvæða allra fulltrúanna eða af aðalfundi. Þessu er nfl. öllu svo vísdómslega fyrirkomið, að félagið, er setur bankann ástofn ræður framkvæmd- arstjórnina við hann, ákveður hver kjör hún skuli hafa og semur reglugerðina, allt upp á eigin spýtur, án þess að leita nokktirra ráða hjá hinum þingkosnu banka- ráðsfulltrúum, en þegar það er alltklapp- að og klárt, þá eröllu fulltrúaráðinu feng- in allmikil völd í hendur, og hver þeirra launaður með 1000 kr. á ári. Þá er 9 fyrstu reikningsárin eru liðin, kýs fulltrúa- ráðið framkvæmdarstjórnina, skiptir störf- um milli forstjóranna, ákveður laun þeirra og afstöðu hvers til annars, gerir samn- inga við þá o. s. frv. Þetta fúlltrúaráð kemur því ekki fullkomlega tibjs'kjalanna fyr en eptir 9 ár. Hvernig þær reglur eru, sem bankastofn- unarfélagið t. d. setur Warburg sem for- stöðumanni Hafnarskrifstofunnar,vita menn ekki, líklega fær samt fulltrúaráðið að sjá þær síðar. Það verður, samkvæmt á- kvæðunum í 3. gr. að hafa eptirlit með, að útibússkrifstofa þessi hafi ekki neitt sjálfstætt vald, heldur verði algerlega háð stjórn bankans hér. En þótt þessi skrifstofa hafi verið sett á stofn í Höfn, þá virtist óþarft að heim- ila stofnun sjálfstæðs útibús á Færeyjum, sem ekki er annað en hérað (Provins) í Danmörku, svo að þess vegna hefði eins mátt heimila að stofna útibú á Fjóni eða Falstri. Auðvitað erþessari heimildskot- ið inn í reglugerðina til þess að fárýmri markað fyrir peninga bankans. Stofn- endurnir eru Uklega hræddir um, að verk- sviðið hér á landi verði nokkuð lítið. Jatnframt heimildinni til útibússtofnunar á Færeyjum, er einnig heimilað aðstofna útibú annarsstaðar á Islandi en á Akur- eyri, Seyðisfirði og ísafirði, sem beinlínis er ákveðið í lögunum. En þetta ákvæði um útibússtofnun annarsstaðar hér á landi, en í þessum kauptúnum, er að líkindum fleygað þarna inn til þess að koma Fær- eyjum að. En ekki kemst þetta í kring, nema 5 atkvæði í fulltrúaráðinu séu með því. Ekkert er ákveðið um það, hvenær stofna skuli útibúin t þessum 3 fyrnefndu kauptúnum. En tilgangur þingsins var, að þau skyldu stofnast undir eins og bank- inn væri tekinn til starfa hér á landi, og það getur vel verið, að sú verði einnig reyndin á, en það getur Hka verið að það dragist. I 13. gr. eru talin upp störf þau, er bankinn hefur á hendi, og eru þau: 1. Að taka við peningum á dálk eða sem innláni. 2. Að lána gegn trygging í áreiðanlegum verðbréfum, allt að 75%af verði þeirra. Venjulega veitast lán þessi ekki nema út á skuldabréf, er gefin eru út af rlkj- um, sveitar- eða bæjarfélögum og op- inberum lánsstofnunum, og eru með kauphallarverðlagi, ennfremur út á bankahlutabréf, sem eru með kauphall- arverðlagi, og út á veðskuldabréf fast- eigna. Gegn trygging í skuldabréfum, er út eru gefin af veðdeild landsbanka íslands má veita lán, þótt eigi séu skuldabréfin með kauphallarverði. 3. Að veita skyndilán gegn tryggingu í verzlunarvörum. 4. Að kaupa og selja víxla, dýra málma, skúldabréf og hlutabréf. 5. Að ráðstafa lánum og útvega fé til fyrirtækja í atvinnuvegum. 6. Að láta í té lán gegn sjálfsskuldará- byrgð eða veði svo og á hlaupareikning. Aðrar tegundir aí bankastörfum en þær, er að framan eru greindar, má bank- inn ekki takast á hendur nema samkvæmt ályktun fulltrúaráðsins, er samþykkt sé með 5 atkvæðum að minnsta kosti. Stjórn bankans er þrfþætt: fulltrúaráð (bankaráð), framkvæmdarstjórn og aðrir embættismenn oghluthafar áaðalfundum. Með því að helmingur fulltrúaráðsins er valinn af alþingi og ráðherrann sjálfkjör- inn formaður þess, þá skiptir það miklu, hve mikil völd ráð þetta hefur í stjórn bankans, og þvf verða hér birtar í heilu lagi 15.—22. gr. reglugerðarinnar, þar sem verksvið fulltrúaráðsins er afmarkað. 15. gr. í fulltrúaráði bankans eru 7 menn, kýs alþingi 3 af þeim, hluthafar aðra 3. Ráðherra íslands er sjálfkjörinn formaður í fulltrúaráðinu, en landshöfðingi varamaður, og gengur hann að öllu leyti 1 ráðherrans stað, þegar hann ereigi sjálf- ur viðstaddur. Þegar landshöfðingjaem- bættið leggst niður, kemur landritarinn f stað landshöfðingja sem varamaður. Þeir af fulltrúum, er kosnir eru af hluthöfum, verða að vera skráðir hluteigendur í bank- anum. Þessir 3 fulltrúar skulu kosnir f fyrstasinnaf félagi því, er með leyfisbréfi 5. nóvember 1902 er veitt leyfi ftil að stofna bankann. 16. gr. Á hverjum reglulegum aðal- fundi fara tveir af fulltrúum frá, annar úr flokki hinna þingkosnu fulltrúa, hinn úr flokki þeirra, er hluthafar kjósa. Fara menn frá eptir aldursröð í ráðinu, en ept- ir hlutkesti, ef aldursmismunur er enginn. Endurkjósa má fráfarna. 17. gr. Nú verður autt sæti í ráðinu á tímabilinu milli tveggja reglulegra að- alfunda, og fyllir þá fulltrúaráðið sjálft hið auða sæti á þann hátt, að ef það er einn af hinum þingkosnu fulltrúum, er farinn er frá, kjósa hinir þingkosnu, er eptir eru, mann í sætið, og sé það einn af fulltrúum þeim, er hluthafar kjósa, er farinn er, þá kjósa hinir fulltrúarnir í sama flokki mann í það. Sá er kosning hlýtur, gegnir ekki lengur fulltrúastörfum en til þess, er kosninggetur fram farið á reglu- Iegan hátt af alþingi eða hluthöfum, eptir því hvorir kjósa eiga. Sá er þá verður kosinn fulltrúi í hið auða sæti, gengur, að því er lengd starfstímans snertir, al- veg f stað þess, er sæti hafði orðið autt eptir. 18. gr. Fulltrúaráðið heldur fundi sína í Reykjavík, og boðar formaðurinn til þeirra með svo löngum fyrirvara, að full- trúar utan Reykjavíkur fái nægan tíma til að koma á fund. Með fundarboðinu skal senda hverjum fulltrúa dagskrá fund- arins. Til þess að gerð verði gild álykt- un, verða 4 fulltrúar að minnsta kosti að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Þeir full- trúar, er eigi geta komið sjálfir á fund, geta falið öðrum fulltrúa, er á fundinn kemur, að greiða atkvæði fyrir sína hönd, eða og sent fundinum atkvæði sín skrif- lega. A fundinum ræður afl atkvæða, nema þar sem annað er ákveðið í reglu- gerðinni. Þegar jöfn verða atkvæði, sker atkvæði formannsins úr. Um atriði utan dagskrár verðtir ekki gerð fullnaðarálykt- un, nema allir fulltrúarnir séu á fundi eða hafi gefið öðrum umboð. Framkvæmdarstjórnin á rétt á að vera á fundum fulltrúaráðsins og taka þátt í umræðum, nema rætt sé um mál, ertaka til forstjóranna sjálfra. Forstjórarnir hafa ekki atkvæðisrétt. Að öðru leyti ákveður fulltrúaráðið sjálft fundarsköp sín. 19. gr. Fulltrúaráðið hefur hina æztu forstöðu bankans og allra mála hans á hendi. í öllum málefnum öðrum en daglegum störfum bankans gerir fulltrúaráðið álykt- un fyrir hans hönd, nema þar sem vald til þess er í reglugerðinni áskilið aðalfundi. Að því er snertir hin daglegu banka- störf, er falin eru framkvæmdarstjórninni, þá hefur fulltrúaráðið eigi önnur afskipti af þeim, en að gefa almenn ákvæði og segja fyrir leiðbeinandi meginreglur. F’ulltrúaráðið er fyrir hönd bankans í öllum málum gagnvart hinu opinbera og öðrum mönnum, þar sem eigi er um dag- leg bankastörf að ræða, svo og gagnvart hluthöfum í bankanum. 20. gr. Fulltrúaráðið getur ályktað að fela einstökum fulltrúum sérstakar tegund- ir af störfum sínum til framkvæmda og að annast endurskoðanir 1 skrifstoftim bankans, sumpart hinar reglulegu endur- skoðanir, sumpart endurskoðanir á óá- kveðnum tímum, enda sé ályktunin um það samþykkt með eigi færri en 5 atkvæðum. 21. *gr. Allt það, sem fulltrúaráðið gefur út frá sér, skal undirskrifað af for- manninum og einum hinna fulltrúanna. Bankinn ábyrgist allar skuldbindingar, er fulltrúaráðið gengst undir fyrir hans hönd, en gagnvart fulltrúunum sjálfum hafa menn engar kröfur í þeim efnum. 22. gr. Jafnframt því, að landsstjórnin með því að hafa þrjá þingkosna fulltrúa 1 fulltrúaráðinu, getur haft eptirlit með því, að bankinn hlýði fyrirmælum laga 7. júní 1902 og reglugerðar þessarar og fullnægi sérstaklega skilyrðunum fyrir seðla- útgáfurétti sínum, er ennfremur ákveðið, að ráðherra íslands hefur rétt til þess, hvenær sem hann vill, að heimta sýnt og sannað, að málmforði bankans sé í hinu lögákveðna hlutfalli við seðla þá, sem f veltu eru, og auk þess hefur hann aðgang að framkvæmdarstjórnar umræðum og rétt til þess, hvenær sem vera skal, að láta sýna sér bækur bankans og skjöl. í 23. gr. eru ákvæði um þóknun handa fulltrúunum (1000 kr. á ári til hvers) auk dagpeninga og borgunar fyrir ferðakostn- að. Svo eiga þeir og að fá hlut 1 ágóða bankans (5%), næst á eptir landsjóðsgjald- inu, varasjóði og hluthöfum. — í 25. gr. er tekið fram, að framkvæmdarstjórn bank- ans ráði útibússtjórn, gjaldkera og bókara með samþykki fulltrúaráðsins, svo að samkvæmt því á fulltrúaráðið að hafa hönd í bagga með skipun þessara manna nú þegar. Aðra sýslunarmenn ræður fram- kvæmdarstjórnin ein og vlkur þeim frá. Um aðalfundi og verkefm þeirrahljóð- ar 27.—37. gr. Skal aðalfund halda 1 Reykjavík á hverju ári í júlímánuði, en í fyrsta sinn þó ekki fyr en liðið er eitt starfsár bankans, en það telst frá nýári til nýárs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.