Þjóðólfur - 23.12.1903, Síða 1

Þjóðólfur - 23.12.1903, Síða 1
55. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 23. desember 1903. Jfo 52. Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson. Heimsmál. VII. (Síðasti kafli). Tvö mánaðarrit eru gefin út, sem ein- göngu eru rituð á esperanto. Annaðþeirra er gefið út í Bæheimi, en hitt í Ungverja- landi, en rítstjórinn býr þó í Parísarborg. Það heitir »Lingvo internacia«. I því hafa birzt tvö kvæði, þýdd úr íslenzku, »Islands lag« eptir Grím Thomsen, og »Svanasöngur á heiði« eptir Stgr. Thor- steinsson. Þau eru þýdd af tveim mönn- um í félagi, dr. Rolf Nordenstreng, finnsk- um manni, er var á ferð hér á landi síðastl. sumar, og dr. A. Kofman, rúss- neskum manni, er býr í Odessa. Enn- fremur eru víða gefin út blöð, til þess að efla útbreiðslu málsins; þau eru ekki ein- göngu rituð á esperanto, heldur einnig að nokkru leyti á máli þess lands, sem þau eru gefin út í. Sl(k blöð eru gefin út í Frakklandi, Búlgaríu, Kanada, Spápi, Hol- landi, Belgfu, Bæheimi, Þýzkalandi, Italíu og Sviss, og ef til vill víðar. Auk þess hafa ýms blöð á Frakklandi, Belgíu, Búlg- aríu, Svlþjóð, Spáni og víðar reglulega sérstakan dálk á esperanto. Fjöldi manna um allan heim notar esperanto í bréfaviðskiptum við útlend- inga, ýmist sér til gagns eða skemmtunar, eða hvorttveggja. Frímerkjasafnarar, og yfirleitt allskonar safnarar, hafa mikið notað það til þess að auka söfn sín. Hafa því sumir, sem málinu eru andstæðir, sagt, að það gæti verið gott fyrir slíkan hégóma sem frímerkjasöfnun, en til nokk- urs verulegs gagns yrði það ekki. Reynd- ar verður það ekki sagt, að frímerkja- söfnun sé tómur hégómi, þegar þess er gætt, hve mikil verzlunarvara frímerkin ertt orðin, en það fer líka fjarri því, að esperanto sé eingöngu riotað af söfnur- ttm og frfmerkjamönnum. Það er notað í ýmsttm verzlunarvíðskiptum, og þykir því mörgttm kaupmöi'num það kostur, ef þjónar þeirra kunna það. Yrns verzlunar- hús nota það sem verzlunarmál. T. d. má nefna Deering Harvaster Co. í Kan- ad.t, er selur sláttuvélar og önnur jarð- yrkjttverkfæri. Það notar esperanto sem verzlunarmál jafnhliða þeim málum, er það áðttr hefur notað, enda hefttr það fyrir bragðið þegar gert verzlun við Rúss- land á garðyrkjuverkfærum fyrir mörg þústind dollara, og náð fttllri fótfestu þar í landi, og t Austurríki hefur það af sömu ástæðu komizt fram úr keppinaut sínum. Yntsir menn, sem fást við einhverja starf- setni eða viðleitni, er snertir allan heim- inn, hafa einnig veitt esperanto eptirtekt, pg notað það til þess að útbreiða hug- myndir sínar. Svo er t. d. um friðar- mennina (er vilja vinna að því, að koma friði á meðal allra þjóða). Ennfremurer allmikill áhugi á esperanto meðal Good- templara í Svíþjóð. Fyrir slík allsherjar- félög ætti esperanto einnig að geta orðið að miklu gagni. Katólskir menn í Frakk- landi hafa stofnað félag, er þeir nefna »Espero katolika«, og á að vinna að því, að útbreiða esperanto meðal katólskra manna, og jafnframt nota málið sem sam- bandslið milli þeirra, og til þess að út- breiða hugmyndir þeirra. Læknar í ýms- um löndum, er kunna esperanto, hafa í hyggju að stofna læknfræðislegt tímarit á því, svo fljótt sem auðið er. Ferðamenn hafa einnig notað esperanto í ferðalögum víðsvegar um Norðurálfuna. Þaðerujafn- vel dæmi til, að menn hafa ferðazt um Rússland og Svíþjóð, og einungis notað esperanto. Ferðamannafélögin í Frakk- landi og Svíþjóð styðja því mál þetta á ýmsan veg. Sumir hafa verið hræddir um, að slíkt tilbúið tungumál, sem esperanto, yrði ekki notað munnlega vegna þess, að hver þjóð mundi bera það fram með sfnum hætti. En reynslan hefur sýnt, að þetta á ekki við nægileg rök að styðjast. Það hefur opt komið fyrir, að rússneskir, finnskir, sænskir, tékkneskir, þýzkir, fransk- ir og enskir menn, sem lært hafa esper- anto hver í sínu lagi í mörg httndruð mflna fjarlægð, hafa talazt við á esper- anto og skilið hver annan mætavel, þrátt fyrir mismun á móðurmáli þeirra, ^enda er framburður á esperanto einfaldari og fastákveðnari en í öðrum málum. Af þessu má sjá, að esperanto er lifandi mál, þó að það sé skapað af einttm manni, og að það lifir jafnvel all- góðu lffi, þegar þess er gætt, að það er einungis 16 ára gamalt. Þ. Þ. Óspektirnar í lærða skólanum hafa næstl. mánaðartfma verið aðalum- talsefni bæjarbúa. Hingað til hafaþóöll Reykjavíkurblöðin (nerna eitt) látið þeirra ógetið, af því að menn htigðu, að þetta mundi að eins verða augnabliksuppþot, og hjaðna skjótt niður, eins og opt hefur áður reynzt, þá er bólað hefur á einhverj- um unggæðis-strákapörum í skólanum, sem hætt er við meðal svo margra ttngra drengja, og ástæðulítið er að gera að blaðamáli. En þá er fargan þetta keyrir svo úr hófi, að jafnvel lífi manna getur orðið hætta búin af tiltektunum, þá fer skorin* heldur að færast upp f bekk- inp, og þá er athæfið öldttngis komið út yfir það svið, sem skólaaginn getur náð yfir. Þá er svo langt er komid, að at- hæfið verður glæpsamlegt, er það í raun réttri lögreglan, sem á að skerast í leik- inn. En þessar síðustu tiltektir, sem ekki verða eignaðar öðrum en einhverjum skóla- piltum, voru fólgnar í þvf, að á stinnu- daginn var, 20. þ. m., var tundurhylki, fyllt með púðri, komið inn í ofninn í 2. bekk, en sá bekkur er látinn opinn standa fyrir pilta á sttnnudögum. Lfkttr þykja fyrir, að kveikt hafi verið í púðrinu á tundur- þræði, eins og títt er við dýnamitspreng- ingar, en unt það er «amt ekkert hægt að segja rneð visstt. En tttn kl. 5*/., ásttnnu- dagskveldið sprakk hylkið, og þeyttist þá ofnhurðin við sprenginguna yfir endi- langan bekkinn og út unt tvöfaldan glttgga, og lenti á skúrnum f portinu, með svo miklu afli, að hún markaði stórt spor í tréð, þar sem hún skall á. Mundi það högg hafa orðið ærið til bana hverjum manni, er fyrir hefði orðið. Við spreng- ingu þessa brotnuðu 6 rúður í 2 gluggum á bekknttm, en ofninn gerskemmdist all- ur að innan, en ofnhettan féll niður á gólfið. Til allrar hamingju voru engir inni í bekknum um þetta leyti, en um- sjónarmaður skólans (Pálmi Pálsson kenn- ari) var í skólanum inni í herbergjum sín- um í öðrum enda hans og heyrði brest- inn, enda hristist allt skólahúsið til muna, eins og eðlilegt var. Tvisvar áður (um 11. og 12. þ. m.) höfðu sprengingar með púðri verið gerðar í skólanum, og heyrð- ust þá hvellirnir langar leiðir, en engin veruleg spjöjl tirðu við þær. Þessi sfðasta var langmest. Eins og eðlilegt er, mælast þessar og þvílíkar tiltektir pilta mjög illa fyrir í bænttm, svo að þeir, sem áður hafa lagt þeirn liðsyrði í erjum þeirra við skólastjórn- ina, eru nú alveg hættir að halda taum þeirra, enda verðttr svona löguðu atferli engin bót mæld, og undarlegt, að menn, sem nokkurnveginn eru komnir til vits og ára, skuli ekki blygðast sín fyrir jafn óhæfilegt atferli. Og hver er svo ástæðan fyrir öllu þessu vandræðafargani ? Engin önnur en óánægja við skólastjórnina út af því, að hún tók nokkuð hart á því, að skorin voru 4—5 blöð upp úr eink- unnarbók 2. bekkjar, meðan kennarinn var þar í tíma, og að 17 piltum í bekkn- um (öllum, er vortt viðstaddir) var vísað burtu úr skólanum, af þvf ekki vitnaðist hver þeirra eða hverjir hefðu verkið framið. Þessttm úrskurði skólastiórnarinnar (stipts- yfirvaldanna) var svo breytt af L. E. Svein- björnsson háyfirdómara, er kvað hann upp í stað landshöfðtngja, að einungis 4 pilt- ar skyldu reknir, að sögn byggt á óviður- kvæmilegri framkomu þeirra eptir að brotið var framið, þótt ekki sannaðist á þessa 4, að þeir hefðu drýgt það. En þessi meðalvegur, sem farinn var til að sýna hlffð gagnvart heilum bekk, varð einmitt til þess að espa pilta enn meir, og þá hófust ærslin fyrir alvöru, en allur bekkurinn, nema 5 piltar, stökk út úr kennslustund m. fl. sem óþarft er að telja. Þetta ástand í skólanum er öldungis óþolandi, og lagast naumast með vægð og tilslökunum frá yfirvaldanna hálfu. Pilt- unum verður að skiljast, að þeir eru ekki komnir í skólann skólans vegna, heldttr sjálfs sín vegna, settir þangað af foreidrum og vandamönnum, til að búa sig undir fram- tíðina, og styrktir af landsfé. Þeir hafa þvf margfaldar skyldur að rækja við sjálfa sig og aðra, og tnega vita, að það kem- ur þyngst niður á þeim og þeirra, efþeir stuðla að þvf af öllum mætti, að auka vandræðin, í stað þess að vinna að því með hægð og stillingu, að fá það lagað, sem ábótavant kann að vera í fyrirkomu- lagi skólans. En með svona löguðum óspektum geta þeir ekki áunnið neitt, ef röggsamleg, réttlát stjórn stendur við stýrið. Það hefur verið sagt, að ærsl þessi beindust mest gegn rektor skólans, og væru jafnvel til þess gerð, að gera honum óvært við skólann. Er það mjög undarlegt, ef svo er,- jafnmikill sæmdarmaðttr sem rektor er, jafnágætur kennari sem hann er viðurkenndur af öllum, og jafnannt sem hann lætur sér nm veg og virðingu skólans. Er það skammsýni mikil og sorgleg af piltum, að geta ekki sætt sig við það, þótt rektor vilji halda góðri reglu í skólanum, og þótt þeim finnist hann stundum ef tií vill fullstrangur. Það er erfitt verk og ekki vandalaust, að stjórna hundrað óstýrilátum drengjum, og hafa flestir feng- ið sig fttllsadda á þvl. Þar þarf ekki nema örfáa í þeim hóp til að koma öllu í uppnám, en það er erfiðara að kippa því 1 lag aptur. Það eru hinir gætnari og hyggnari piltar, sem verða að stuðla að þvf, að óeirðarseggjunum haldist ekki uppi að eitra loptið í skólanum, svo að þar verði óvært siðprúðum drengjum. Er þá illa farið, er skólaloptið er orðið svo spillt. En hvers er að vænta, þá er jafnvel póli- tiskur æsingur og ærslagangur bætist ofan á, og margir bæjarbúar hafa gaman af ósómanum og æsa piltana til frekari ó- spekta, attk þess sem skólafyrirkomulagið er ekki sem heppilegast í sjálfu sér, og sumir kennararnir ekki sem heppilegastir leiðtogar ungramanna. Kennararnir eiga t. d. að hafa sem mest sjálfstætt vald gagnvart piltum, gera sjálfir út um hitt og þetta, er fyrir kann að korna í við- skiptum við pilta, en hlaupa ekki með hvern hégómann til skólastjóra, eins og mömmu sinnar, og biðja hann að laga það, sem þeir sjálfir eiga að laga. Af- leiðingin af því verður, að skólastjóri verðttr »tutor« (verndari)kennaranna gegn piltum í hverju smáatriði, sem ekki á að koma til hans kasta. Hann á ekki að þttrfa að taka í taumana, nema þá er eitthvað alvarlegt ber að höndum. En þessu ólagi er ekki svo gott að kippa f liðinn, þá er óvenjan er kotnin á. En piltar verða að sjá það, að skólastjóra er ekki gefand sök á, þótt einhverjir kenn- ararnir séu ekki fyllilega stöðu sinni vaxnir. Allar óspektir þær, erframdar hafa ver- ið f skólanum næstl. 4 vikur, ekki slzt púðttrsprengingarnar og svipuð óhæfa, geta ekki leitt til neinna góðra úrslita fyrir pilta, þvert á móti. Að vísu hafa þeir fengið »jólafrí« 3 dögum fyr en ella, þvf að skólanum er nú lokað. Vilji piltarnir ekki fá leyfi þetta lengt til vors eða leng- ur, og vilji þeir ekki tefla framtfð sinni í tvfsýni og voða, foreldrum og vanda- mönnum til mæðu og hryggðar, þá er sjálfsagt hyggilegra að endurnýja ekki tiltektirnar frá 20. þ. m., eða aðrar af llktt tagi. Hinir skynsamari og gætnari piltar ættu að geta komið 1 veg fyrir ann- að eins athæfi, og það er skylda þeirra sjálfs síns vegna, virðingar skólans vegna og vegna þeirra, sem kosta þá til námsins. HéraOslæknirinn í Kjósarhéraði, hr. Þórður Edilonsson í Meðalfellskoti, hefursagt af sér því em- bætti, og ætlar að setjast að f Hafnar- firði nú frá næstkomandi nýári, sem að- stoðarlæknir héraðslæknisins í Reykjavík, Guðmundar Björnssonar, með 800 kr. árs- launum, er þingið f sumar veitti aðstoð- arlækni í Hafnarfirði. Slys varð hér í bænum á laugardagskveldið var. Datt stúlka á hálku svo hroðalega, að hún andaðist kl. 5 á sunnudagsmorg- uninn. Hún hét Rósa Pálsdóttir og var vinnukona hjá amtmanni. Fleiri meidd- ust meira og minna á hálku þá dagana. Sandurinn, sem bæjarstjórnin er að láta ýra á göturnar í hálku, virðist vera nokk- uð af skornum skammti optast nær.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.