Þjóðólfur - 23.12.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 23.12.1903, Blaðsíða 2
203 Snðnr-Þing'eyjarsyslu (Höfðahverfi) 23. nóv. Sumarið, sem nýlega er um garð gengið hefur verið eitt hið versta hér á Norður- landi, sem menn muna eptir vegna sífeldra kulda og úrkomu. I ágúst voru fjöllin hvít af snjó ofan í miðjar hlíðar, og stundum al- snjóað. Samt náðust töður hér í ágústlok, auðvitað mjög hraktar, en samt ekki ónýtar. Afleiðingin verður þvf heyskortur, ef ekki verður því betri vetur, því heyin hafa skemmst í hlöðum í stórrigningunni 5. sept. og 19. Og 20. okt. Otíðin dróg, sem von var, mjög úr heyskapnum, svo hann varð heldur rýr. Skepnur í rýrara lagi og verðið minna en í fyrra, 100 pd. kind um 10 kr., 13 í fyrra. Það sem af er vetrinum hefur verið gott, jörð auð enn. Aflaleysi dæmalaust hefur verið í baust og vetur, og má nú heita dauð- ur sjór. Samt nefnir enginn Ameríkuferðir. — Lítið eitt vil eg minnast á þingið í sum- ar. Eg verð að segja eins og blöðin hafa tekið fram, að það hefur verið framfaraþing að því er stjórnarskrármálið, menntamál og samgöngur snertir, en óþarfir virðast mér sumir bitlingar, sem þingið hefur veitt. Auð- vitað ætla eg ekki að fara að gera það að blaðamáli, hverjir óþarfastir muni vera. En útgjöldin eru svo mikil, að þingið má ekki * sinna óþarfabitlingum. Hneyksli hefði verið fyrir þetta framfaraþing, hefði það samþykkt til fullnaðar tillöguna um þegnskylduvinnuna, en sem betur fór varð henni ekki framgengt, enda hefði það orðið óvinsælt, sem maklegt er, því þetta yrðu þvingunarlög, svo eg er alveg hissa, að jafn skynsamur maður sem hr. Hermann skyldi bera slíkt fram. Það verður að finna einhverja heppilegri aðferð til að yrkja landið með. Eptlrmæli. Hinn 21. sept. þ. á. andaðist að heimili sínu Þórustöðum í Ölfusi Snorri bóndi Gíslason. Hann var fæddur á Krögg- ólfsstöðum í Ölfusi 28. marz 1828. Foreldr- ar hans voru Gísli hreppstjóri á Kröggólfs- stöðurn Eyjólfsson hreppstjóra á Kröggólfs- stöðum, Jónssonar á Þurá, Eyjólfssonar prests á Snæfoksstöðum Björnssonar og Solveig Snorradóttir úr Engey, Sigurðssonar í Engey Guðmundssonar. Hann byrjaði búskap á Vötnum í Ölfusi 1860, bjó síðan á Stóra- hálsi í Grafningi með systur sinni til 1866. En árið 1867 6. júní kvæntist hann eptirlif andi ekkju sinni Kristínu Oddsdóttur bónda -á Þúfu í Ölfusi, Björnssonar hreppstjóra á Þúfu Oddssonar. Flutti að Völlum í Ölfusi vorið 1868 og síðan að Þórustöðum 1871 og bjó þar síðan um full 32 ár, til þess hann andaðist. Hann eignaðist 10 börn og dóu 2 þeirra á æskuskeiði, en 8 lifa, þar af 2 dætur giptar. Snorri sál. var stakur reglu- maður, sístarfandi meðan kraptar entust, smiður góður á tré og járn, ástríktir eigin- niaður og góður faðir barna sinna, síglaður á heimili sínu, skemmtinn í viðræðum og fróður, einkum í sögu fósturjarðarinnar, hafði þó ekki notið menntunar í æskunni fremur •en aðrir alþýðumenn um þær mundir. Hann var sérstakur friðsemdar- og stillingarmaður, en kom þó vel fram áformum sínum. Þrátt fyrir mikla ómegð bjó hann jafnan fremur vel, en var mjög þrotinn að heilsu hin síð- ustu ár æfi sinnar, einkum síðan 1896, en bar jafnan sjúkleika sinn með þolinmæði og sálarrósemi. Heimili hans var alkunnugt fyrir gestrisni og greiðasemi, og var hann því mörgum að góðu kunnur. Hans er því sárt saknað af öllum þeini, sem nokkuð til hans þekktu. J. Munið eptir að panta Þjödólf nú frá nýárinu. Mikil kostaboð handa nýjum kaupend- um. Fasteignir fyrir hálfvirði Tvö stór tún, vel ræktuð. Þrjú í- búðarhús vel vönduð, bruttótekjur ár- lega 10—n°/o af söluverði. Utborg- un við samning 300—500 krónur. Býður nokkur betur, Gísli Þorbjarnarson. Froclama. Samkvæmt lö’gum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar í86i, er hér með skorað á alla þá. sem telja til skuldar í dánarbúi hjónanna Sigurðar Stefánssonar og Guðlaugar Ólafsdótt- ur frá Steindyrutn. sem önduðust þar 20. okt. og 14. des. 1902, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Þingeyjarsýslu, áð- ar 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Þingeyjarsýslu. Húsavík 28. nóv. 1903. Steingrímur Jónsson. Gjöf Jóns Sigurðssonar. Samkvæmt reglum um »Gjöf Jóns Sigurðssouar«, staðfestum af konungi 27, apríl 1882 (Stjórnartíð. 1882. B. 88. bls.) og erindisbréfi samþykktu á alþingi 1885 (Stjórnartíð. 1885 B. 144. bls.) skal hér mnð skorað á alla þá, er vilja vinna verðlaun af téðutn sjóði fyrir vel samin vísindaleg rit viðvíkj- andi sögu landsins og bókmenntum, lögum þess, stjórn eða framförum, að senda slík rit fyrir lok febrúarmánaðar 1905 til undirskrifaðrar nefndar, sem kosin var á alþingi 1903 til að gera að álitutn, hvort höfundar ritanna séu verðlaltna verðir fyrir þau, eptir til- gangi gjafarinnar. Ritgerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinna verðlaun, eiga að að vera nafnlausar, en auðkenndar með einhverri einkunn. Nafn höfundarins á að fylgja í lokuðu bréfi með sömu einkunn, sem ritgerðin hefur. Reykjavík 15. desember 1903. Bj'órn M. Ólsen, Eiríkur Briem, Magnús Stephensen. Af l»ví eg hef fengið einkaleyfi fyrir að skjóta í Gróttu, þá fyrirbýð eg öllum að skjóta þar án mfns leyfis. Gunnlaugtir Pétursson. Reykjarpípur — mikið úrval — í verzlun Sturlu Jónssonar. Auglýsing um kaupmála hjóna. Þinglesnir hafa verið í bæjarþingi Reykjavíkur kaupmálar: x. 5. nóvbr. 1903. Milli hjónanna Th. Thorsteinssons kaupmanns í Reykjavík og konu hans Kristjönu Thorsteinssons, dagsettur 27. oktbr. s. á., með konunglegri staðfesting frá 2. desbr. næst eptir. 2. 19. nóvbr. 1903. Milli hjónanna Kristjáns kaupmanns Kristjánsson- ar í Reykjavík og konu hans Sig- urlaugar Traustadóttur, dagsettur 2. þ. m., með konunglegri stað- festing frá 3. s. m. Afgreiðslustofu landshöfðingja, Reykjavík 22. desbr. 1903. Jón Magnússon. Alnavara mjög ódýr og fjölbreytt kom nú með „Laura". Nýtt með hverri póstskipsferð. Sturla Jónsson. JJentugar J'ólagjaflr. Myndir (ekki glansmyndir) eptir teikningum og málverkum frægustu listamanna, fást hjá Guðm. Gamalielssyni. Leirtau Nýkomið í verzlun Sturlu Jónssonar. Hollenzkir VINDLAR ágætir og ódýrir eptir gæðum og hollenzkt Reyktóbak fyrirtaksgott og ódýrt í verzlun Sturlu Jónssonar. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar t86i, er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í félagsbúi hjónanna Indriða ísakssonar og Jakobínu Þorsteinsdótt- ur frá Keldunesi, er önduðust þar 10. febrúar þ. á. og 26. des. f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Þingeyjarsýslu, áð- ur 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Þingeyjarsýslu. Húsavík 28, nóv. 1903. Steingrímur Jönsson. A síðastl. hausti var mér dregið hvítt hrútlamb með mínu marki: stýft á hálft af apt. fjöður fr. h., stýft á hálft af apt. fjöður fr. v. Lamb þetta á eg ekki og gefi réttur eigandi sig því fram og sanni eign sír.a og semji um markið. Lækjarbotnum 4. desbr. 1903. Pdll Gestsson. Myndarammar, margar sortir, mjög ódýrir. Sturla Jönsson. Undirskrifaður vill eignast tvo góða klárgenga fola, 48—50 þuml. á hæð, 2—3 vetra, af góðu kyni, samlita, helzt steingráa, áreiðanlega gallalausa og ófælna. Tiiboð (á ensku), er nefni: verð lit og aldur, sendist til W. Hollmann, Post restante, Belfast. Ireland. Jólagjafir hentugar fyrir börn og fullorðna, fást Rúðugler margar stærðir, mjög ódýrt. Sturla Jónsson. LotteríseOIar sendast gegn borg- un fyrirfram. í þessurn drrtttflokki eru 118,000 hlutir, 75,000 vinningar. Verð: 1. dráttur 1 kr., 2. 1 kr. 50 a., 3. 2 kr., 4- 3 kr., 5. 3 kr. 60 a., 6. 4 kr. hvert númer. Vinningarnir sendast þeim, sem vinna, ef óskað er. 2. dráttur fer fram 18. og 19. nóvember, 3. dráttur 16. og 17. desember. Thomas Thomsen yfirríttarmálaflutningsmaður. Gl. Strand 48. Köbenhavn K. Löggiltur hlutasali fyrir: „Almindeligt dansk Vare- og Industrilotteri". LAMPAR nýkomnir með „Laura", Sturla Jónsson. og vasaklútailmefni — nýjasta tízku- ilmefni — ættu allir að kaupa. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand, theol, Prentsmiðja Þjóðólfs. mjög ódýrar. STURLA JÓNSSON. Kunnugt gerist, --------------------- þ að við undirritaðir rekum í félagi verziun á íslandi undir ,firma‘-nafninu Verzlun Sigurðssona. Búðardal og Kaupmannahöfn, árið 1903. Björn Sigurðsson, Bogi Sigurðsson. Kaupið engin önnur orgel en frá Aktiebolaget J. P. Nyström, Karlsstad, Svíþjóð, sem sökum sinna ágætu kosta hafa fengið alheimsorð á sig. Hljóðfæri til sýnis hjá umboðsmanni verksmiðjunnar hr. Markúsi Þorsteinssyni, Reykjavík, sem gefur nánari upplýsingar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.