Þjóðólfur - 08.01.1904, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.01.1904, Blaðsíða 3
7 blöðin eru send til, eigi vilja hirða þau, þá er miklu réttara að endursenda þau, heldur en að láta þau liggja í óreiðu á pöstafgreiðslu- eða bréfhirðingastaðnum. Póstmeistarinn ætti að sjá um, að blöð og annað sé sent hvarvetna með reglu. Eg gat um þetta við þá, en mér var sagt að pósturinn vildi ekki taka þau(!I). i Ef svo er, held eg að aumingja pósturinn misskilji stöðu sína. Annað er það, sem einkennilegt er við póstinn í Strandasýslu, og það er það, að hvergi í sýslunni fæst keypt bréfspjald, hvað sem boðið væri. Það lítur út fyrir að póststjórninni sé eigi anntum að koma út vörum slnum. Eins og eg tók ram áður býr héraðs- læknirinn í Hólmavík, var hann að byggja sér þar hús, er eg fór þar um. Þó var hann fhtttur í húsið, en eigi var það líkt því búið. Eins og kunnugt er máske, þá rlkir þar talsverð — jafnvel mikil — óánægja með hann. Eg ætla að leiða minn hest alveg frá því, en þó vil eg geta þess, að meðan sllk óeining ríkir, má ekki búast við því, að félagsskapur sé mikil þar. Þessi óeining þeirra, skipt- ing með og móti lækninum hefur meðál annars orðið til þess, að þótt friður ríki f 'nreppnum, þá er félagsandinn þar eigi eins góður og ella væri og eg held hann verði það ekki nema þeir fái eitthvert mál, er þeir sameiginlega geta barizt fyrir, og getur þannig leitt þá saman aptur. Eitthvert bezta ráðið til þess mundi vera stúka, taka upp bardagann móti vítinautn- inni, því talsvert er drukkið i þessum tveim hreppum, en hún á þó líklega nokkuð langt í land., En góð stúka yrði þar, ef þeir Gunnlaugur sýslunefndarmað- ur á Hrófbergi og Jón verzlunarstjóri Finnsson vildu sameina krapta sína. Einn fund ætlaði eg að halda þarna, en hann fórst fyrir sökum óveðurs. Fyrir utan Staðarsveitina tekur við Tungusveitin, er hún yzt og inn með firðinum að sunnnanverðu. Tungusveit- in er yfirleitt mjög góð og falleg sveit. Landgæði eru þar, eins og annarsstaðar i sýslunni mjög mikil og féð vænt. Reki er þar viðast hvar mikill. I Tungusveit eru margir góðir og myndarlegir bændur, og eptir því sem eg kemst næst mjög félagslyndir og samheldnir í öllum félags- málum. En stúku vildu þeir eigi stöfna, sögðu að lítið væri drtlkkið í sveit- inni og er það satt, því þeir eru yfirleitt miklir reglumenn. I Tröllatungu býr Jón bróðir Magnúsar sýslum. í Vestmanna- eyjum, mesti myndar-og dugnaðarbóndi. Þótt jörðin sé kirkjueign, þá er hún bet- ur setin og hirt en flestar bændaeignir. Jón hefur byggt mikið og vandað timb- urhús á jörðinni, og bætt túnið mjög mikið, bæði sléttað það, aukið og komið þv( í góða rækt, en áður var það í órækt og niðurníðslu. Væru aðrar jarðir jafn vel setnar væri landið blómlegra og frjó- samara en nú er. Björn bóndi Halldórs- son á Smáhömrum hefur og gert mjög mikið við jörð sína, byggt stórt timbur- hús, sléttað allt túnið og sett girðing í kringum það allt saman o. s. frv. Víð- ast hvar var ve! hýst, og auðséð á bæj- unum, að vel var búið t. á Heydalsá. Nobels verðlaun. Eptir því sem skýrt er frá í Lund- únablaðinu „News of the World" 13, des. síðastl., hafa þessir fengið No- belsverðlaunin: I læknisfræði: landi vor Niels Fin- | sen próíessor í Kaupm.höfn. I bókmenntum: Bj'órmtjerne Bj'órn- son. í efnafræði: Arrhenius háskólakenn- ari í Stokkhólmi. í eðlisfræði: Henri Becquerel próf- essor í París til jafnra skipta við hr. Curie og frú hans í París. Friðarverðlaunin (um 141,000 kr.) hefur stórþingið norska veitt IV. Ran- dall Cremer þingmanni í neðri mál- stofunni í enska þinginu fyrir starf- semi hans í þarfir alþjóðafriðar og al- þjóðagerðardóma. Hin verðlaunin eru hver um sig um 150,000 kr., svo að það er alllaglegur skildingur, sem landi vor Finsen hefur fengið, fyrsti íslend- ingurinn, sem hlotið hefur þessa sæmd. En sjálfsagt verða vinir Hinriks Ib- sens óánægðir yfir því, að hann fékk ekki bókmenntaverðlaunin á undan Björnson, og munu meðal annars telja það til, að Ibsen Sé nú kominn að fótum fram, og því hver síðastur að veita honum þessa Sæmd, ef það á að gerast á annað borð, en Björnson fuli- sæmdur af því, að verða nr. 2 meðal skáldmærihga á Norðurlöndum. En sjálfsagt verða þeir fieiri, er verða á- nægðir með, að Björnsón var tekinn fram j^fir Ibsen i þetta skipti. Til Guðmundar Guðlaugssonar. „Skörðóttur skurðarhnífur sker ekki, held- ur rífur". Þessi setning datt mér í hug, þegar eg las greinarkorn, undirskrifað af Guðmundi Guðlaugssyni, f 51. tölubl. Þjóð- ólfs f. á. Ritgerð þessi virðist mér hafa óþarflega mikið af ósannindum og röngum getsökum, og er naumast svaraverð. En eg vil samt svara henni vegna ókunnugra, sem ekkert þekkja- til; kunnugum að líkindum kemur til hugar, hvaðan og af hvaða hvöt- um greinin er til orðin. Satt er það í ofan- nefndri grein, að kaupsamninga á jörðinni Litla-Hrauni með flestu henni fylgjandi, gerði eg við Agúst Daníelsson 12. maí f. á., hn svo hætti hann við kaupin 13. júlí næstl., af hvaða ástæðu vita þeir bezt, sem viðstaddir voru, en þá ósannindaþvælu yrði hér oflangt upp að telja. Á þeim tfma, sem fyrnefndur Ágúst áleit sig hafa umráð yfir áðurnefndri jörð, léði hann hana til ábúðar Guðmundi Guðlaugssyni. Þegar kaupin voru upphafin spurði eg eptir byggingarbréfi; eg vissi að það hafði verið útgefið. Sögðu þá sumir af viðkomendum það aldrei til hafa verið, en einn segir að það hafi verið til, en þvf mið- ur engin afskript af því. Hættu þá hinir að neita tilveru þess, en sögðu það nú ekki lengur til vera. Skrifaði eg svo byggingar- bréf banda ábúanda, en vegna þess að eg ætlaði mér að selja jörðina nær sem eg gæti, vildi eg ekki byggja hana nema til eins árs; af þeirri einföldu ástæðu vildi hann ekki skrifa undir; annað fann hann ekki að byggingarskilmálunum, og segir mér þá um leið, að hann geti setið á jörðinni, svo lengi sem sér sýnist, og jafnframt að bórga elckert eptirgjald. Á mánudaginn 7. des. f. á. (ekki á sumftidaginn, eins og stendur í greininni) kom eg niður á Eyrarbakka, hitti ábúanda Litla-Hrauns, og bauð honum að gefa hon- um hálft eptirgjald, sem allt átti að vera rúmar 100 kr., ef hann léti mig fá svo mik- ið af góðu hestaheyi, sem hann gæti misst upp f helminginn, en þvf svaraði hann svo, að eg gat ekkert á því byggt. Svo spyr eg hann, hvort hann vilji ekki lofa mér því, að hann færi frá jörðinni næstkomandi vor} vilji hann ekki lofa því, verði eg að byggja honum út. Svarið hjá honum varð: „Eg veit ekki nema eg geti verið". Talaðí eg svo ekki meira við hann, og fór burt. Nú var maður farinn að fala jörðina, og vildi fá hana lausa næsta vor. Læt eg svo hvern ráða sinni meiningu, hvort eg byggði honum út án orsaka. En hvað húsið snertir, þá var að mínu fyrirlagi lítill partur af því útbúið fyrir nautkindur, og mun það víðar eiga sér stað og ekki vera talið með göllum. Öðrum skepnum hafði eg ekki ætlað þar pláss. En þótt sá, sem áðurnefnda grein undirskrifar hafi brúkað húsið fyrir hvað eina, sem hann gat þar inn komið, gat eg ekki að gert, til þess var eg oflangt burtu, að hafa daglegt eptirlit. Þá er um verutíma minn í hinum forna Stokkseyrarhreppi viðlíka satt sagt frá og flest annað í greininni. Þar stendur, að eg hafi verið þar nær 40 ár, en samkvæmt skírnarvottorði var eg 29 ára 1877, þegar eg flutti til Eyrarbakka, og síðan hef eg f þeim sama hrepp verið þar til næstl. vor, að eg flutti til Reykjavíkur. Ur þessu getur hver gert sannleika, ef hann vill. En mér sýnist það ganga næst harðýðgislegu atferli, að skrifa í opinber blöð til óhróðurs jafngöml- um manni annað eins og optnefnd grein út- vísar, en flestum er vanalega útbærast það, sem mest er til af hjá þeim, einkum ef það er af lakara taginu. Greinum líks efnis frá þér mun eg ekki svara optar. Reykjavík 2. janúar 1904. G. Bjarnason. Áfengið. Svo hljóðandi yfirlýsing var auglýst í aprílroánuði síðastl. í Berlín: »Áfengið er eitur, og á ekki að teljast meðal byggingarefnanna. Þeir er einskis áfengis neyta, geta — að öðru jöfnu — unnið meira verk, eru þolnari, hafa meiri mótstöðukrapt gegn sjúkdómum og ná sér fljótar eptir þá, heldur en þeir, er áfengis neyta. Hin almenna nautn áfengra drykkja á stóran þátt í örbyrgð, þjáningum, löstum, glæpum, vitfirringu, sjúkdómum og dauða eigi an eins þeirra manna sjálfra, er á- 120 „Hamingjan hjálpi þér, Katrín", sagði móðir hennar. „Það er eins og þér liggi lífið á að giptast. Við höfum nú svo lengi þekkt Pál Al- exandrovich og allt í einu lætur þú —" „Æ, móðir mín! Eg er sú sama og fyr. Hvað meinarðu ?“ sagði Katrín. „Þú spyr hvað eg meini. Eg veit það raunar ekki; en þú ert blátt áfram hlægileg Katrín!" „Hvernig geturðu sagt þetta?" sagði Katrín og andvarpaði. Hún var í allt öðru skapi en hún átti að sér og þekkti ekki sjálfa sig. Vegna þess hve tímftin var orðinn skammur til brúðkaupsins, fékk Páll leyfi til að fara burt frá einbættisstörfum sínum, og dvaldi þá að mestu leyti hjá frú Prozorov. Hann reið að eins endrum og sinnum til borgarinnar, og var þá í erindagerðum eða að líta eptir nýja húsinu, sem hann átti þar í smíðum, og sem átti að vera alsmíðað, þegar unga brúð- urin flytti í það. Páll bjó í laufskálanum, þar sem Vladimir hafði búið. Katrín kom þangað á kveldin, en móðir herínar var alltaf með henni. Þegar þau voru ein, hjónaefnin, gat þeim aldrei hugkvæmzt neitt til að tala um, en væri húsmóðirin hjá þeim, ræddu þau um hitt og þetta, en optast þó um nýja húsið þeirra, húsgögnin, veggtjöldin o. s. frv. Páll spurði þær mæðgurnar opt til ráða og kom honum og tilvon- andi tengdamóður hans opt ekki saman. Hann skaut þá málinu tilKat- rínar og hún var ætíð á sama máli og hann, því að henni stóð í raun og veru svo hjartanlega á sama um það. Stundum valdi Páll markverð- ara umtalsefni og lét þá í ljósi skoðanir sínar viðvíkjandi þjóðinni. Hann sagði, að harðstjórn væri henni hentust, ef vel ætti að fara. En Katrínu geðjaðist ekki að þessu tali hans, það minnti hana á önnur orð, sem voru ástrfk og hjálpfús. „Að gleyma sjálfum sér — að hugsa um ekk- ert annað, en að hjálpa þjóðinni, að fórna henni sálunni sinni". Það fór um hana kuldahrollur, er hún heyrði Pál tala. Þessvegna lauk samtali þeirra skjótt með þögn og hvorugu var ljúft að taka aptur til máls. Það 117 „Þú hefur líkast til fylgt þessum göngu-riddara þínum niður að gufu- skipi", sagði Páll brosandi. Katrfn fékk viðbjóð á honum vegna þessara orða. „Já, eg hefi fylgt honum", svaraði hún skjótt, „ef til vill út á gufu- skip, ef til vill út á járnbraut. Hvers vegna vilt þú vita það ?" Hún leit á hann og augnaráð hennar var svo ískalt og biturt, að hann missti alveg vald yfir sjálfum sér. Hann hafði ætlað sér að ásaka hana og skýra henni frá, hversu óhyggileg breytni hennar væri, að hjálpa glæpa.nanni, sem stjórnin vildi handsama, til að flýja, en orðin dóu á vörum hans. „Hvað gengur að þér Katrín ? Hvers vegna talar þú svona ? Hvern- ig stendur á reiði þinni?" spurði hann með skjálfandi rödd. „Farðu, láttu mig vera. Eg þoli ekki að sjá þig". „Hvað meinarðu, Katrín? Eg skil þig ekki. Hvað hefi eg gert ?“ stamaði hann utan við sig. Hann elskaði í raun og veru þessa ungu stúlku, eins og þeir menn, sem hafa hossað sér í heimsins glaumi og vita, að gamall saur loðir allt- af við þá, elska veglyndar, saklausar stúlkur, er lífga aptur hið bezta s eðli þeirra, þegar þær eru orðnar eiginkonur þeirra. En Katrín misskildi hann og hún hugði, að skapbreyting hans sannaði undirferli hans. „Og þú dirfist að spyrja mig að því ? Þú vilt koma mér til að segja þér, hvernig þú hefur breytt? Eg get það ekki — eg skammast mín, skammast- mín bæði vegna mín og þfn". Hún gat ekki sagt meir. Hún grét gremjutárum og gat varla náð andanum. Hún hélt höndunum fyrir andlitið, sem hún grúfði niður, og reyndi til að bæla niður ekkann, sem hvað eptir annað brauzt út. Nú skildi Páll við hvað hún átti. „Þú heldur að eg hafi kært þennan Vladimir", sagði hann, „en þér skjátlast". Katrín lypti upp höfðinu. „Hvað segirðu?" hvíslaði hún. Hún þorði varla að trúa, að sér heyrðist rétt. „Eg vissi ekki fyr en nú í dag, að leit var gerð í húsinu ykkar".

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.