Þjóðólfur - 08.01.1904, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.01.1904, Blaðsíða 2
6 »fold« sporað, gamli Brúnn og til lítils hef eg nú barið fótastokkinn síðan á fyrstu Valtýsmessu 6. nóv. 1895. Mátti eg það raunar vita, að lítill farargreiði yrði rnér að slíkum reiðskjóta, enda mun nú skilja með okkur um sinn. Ætla eg að reyna að setjast á bák Bessastaða- Sóta, er eg aptur geri næstu tilraun til að komast upp á Ráðherratind. Hygg eg þá að tennurnar í Sóta og aptur- lappirnar verði mér hjálparvættir 1 allri raun«. Að svo mæltu labbaði Valtýr með »Mann og konu« undir hendinni á háskólafyrirlestur, og þuldi þar upp sög- una af Grími meðhjálpara tyrir sjálfum sér einum sem áheyranda. En um Valtýs- Brún vita menn ekkert framar, hvort nokkur varð til að draga hann úr gryfj- unni eða ekki, Um sama leyti og Valtýr gekk af Brún heyrðist hvellur mikill. Hafði Vindur verið skotinn til dauðs undir amtmanni, og vissu menn óljóst, hver gert hafði. En ætlað var, að einhverjir vinir amtmanns hefðu gert það, því að Vindur var orðinn svo baldinn og ólmur, að bersýnilegur Kfsháski var að því fyrir amtmann að sitja lengur á baki honum. Hörmuðu samt margir forlög hans á jafn ungum aldri, og þótti hart, að amtmaður þyrfti að fara fótgangandi suður til Reykjavíkur. Sjást nú engin merki amtmanns Vinds framar, nema skeifnaförin og götin eptir skaflana í »Norðurlandi«, og munu þau sjást meðan nokkur tætla er til af blað- inu í bókasöfnum. En nú víkur sögunni í aðra átt. Kram- ari nokkur á Isafirði þóttist þar mestur maður og sá ofsjónum yfir því, ef ein- hverjum aflaðist fé á heiðarlegan hátt. Sjálfur hafði hann nurlað saman allmiklu með ýmsu móti. Barst hann allrnjög á og gekk í pels á vetrum. Sögðu gárung- arnir, að þar gengi hann í reifinu af kaup- félagi þeirra Isfirðinganna. En þeir vildu engan annan láta rýja sig nema kramar- ann. SIó hann auðvitað ekki hendinni á móti þvf trúnaðarstarfi, og gekk svo lengi, að skinnið var heilt, en síðasta vorið stóð félagið svo skíriandi bert eptir fingraför feramarans, að það króknaði í vorkuldan- um, og var það jarðsungið yfirsöngslaust. Þá keypti kramarinn höfuðból á Suð- urlandi og lét hýsa þar stórmannlega, en lét skuldahnappheldurnar allar eptir vestra, merktar sínu marki, því að hann þurfti síðar á þeim að halda. Eru hnappheldur þær nú sjáanlegar á fótum fjölda manna við Isafjarðardjúp, og hyggja menn, að þeir muni ekki Iosna úr þeim fyr en á dómsdegi, því að þá muni verða íljósleitt, það sem í myrkrunum er huíið, og reikn- ingarnir fyrst verða endurskoðaðir. Kram- arann hafðí lengi langað til að spila »rullu« í pólitíkinni, og hugði sig eins færan til þess eins og að vega rullupund eða mygl- aðar gráffkjur í sölubúðinni. Var hann orðinn svo sannfærður um hina pólitisku köllun sína, að hann hugði stóryrði ein og uppþembing nægja til þess, að hreykja sér' í hinn hæsta sess. Fylitist þá kram- arasál hans oflæti miklu og belgdist öll upp, svo að gárungarnir fóru að skelli- Wæja. En þá kom það allt í einu eins og þruma úr heiðríku lopti, að stækasti mótstöðumaður kramarans væri ákveðinn stjórnandi landsins. Þá varð niðmyrkur í sálu kramarans og hafðiþóverið skugg- sýnt þar áður. Hugðu þeir, sem nærstadd- ir voru, að hann mundi þá og þegar taka andvörpin, og voru farnir að óska honum góðrar heimkomu. En hann hafði það af. Og nú er hann farinn að syngja í gamla tóninum, sem margir þekkja. En fremur þykir sá söngur ámátlegur, því að mað- urinn hefur aldrei fagurrómaður verið. JEn sú er bótin, að enginn tekur mark á nöldri mannsins. Menn vita, að tillögur hans í landsmálum stjórnast varla af öðru en persónulegri .'óvild ogeigingirnii Þess- vegna hefur mér alltaf fundizt pólitiski vaðallinn í manni þessum svo sorglega hlægilegur, ef svo mætti að orði komast. Það er sorglegt, að sjá fullþioskaðan mann nota hæfileika sína stöðugt til að þjóna sinni eigin lund, til aðsvala sér persónu- lega á andstæðingum sínum með illkvitni og ósönnum áburði, og láta það ganga fyrir öllu öðru, en virða heill lands og lýðs að vettugi. Og það er hlægilegt, að sjá sömu persónuna vera stöðugt að tönnl- ast á því, að það sé hún, sem vilji land- inu svo einstaklega vel, unni frelsinu svo heitt, persóna, sem hefur sýnt það, áð hún hefur verið frömuður hins ramasta ófrelsis og eigin hagsmuna, þar sem hún hetur þorað eða getað koroið því við. Það er þetta, sem er bæði sorglegt og hlægilegt. Og sorglegast af öllu er þó, að fjöldr manna skuli vera svo pólitiskt óþroskaðir, að láta blekkjast af frelsis- og mannúðarglamri slíkra pilta. Fyr má nú vera skammsýni og skortur á dómgreind. Fyrrum meðan maðurinn var ekki fullséður og varð fyrir óþarfa hnjaski af hálfu yfir- manna sinna, var mönnum nokkur vork- unn, þótt menn blekktust á honum. Þú varst einn í þeirra tölu Þjóðólfur sæll, sem þá studdu hann drengilegast, en hverju hefúr hann launað þér ? Eins og hann var maðurinn til, náttúrlega, eins og hans var von og vísa eptir upplagi og mann- gildi. Þessvegna hefur hann í mínum augum og allra sanngjarnra manna fyrir löngu fyrirgert öllum velvildarþokka eða meðaumkvun, er menn áður kunna að hafa borið til hans, meðan hann bar sig sem aumlegast og þóttist mest hrjáður. Þá met eg þá amtmanninn á Vind sál- uga og Valtý á Brún sínum raiklu meira, því að þeir hafa þó á sinn hátt orðið eins- konar píslarvottar sinna eigin skoðana, en kramarinn gerðí sig einu sinni sjálfur að píslarvott, lét borga sér stórfé úr landsjóði, er hann stakk í sinn eigin vasa, og hefur »lifað hátt« á því »píslarvætti« slðan. En þetta er allt svo löngu liðið og leiðinlegt á að minnast, að eg vil helzt ekkert um það hugsa. Eg heyri sagt, að nýi bankinn sé nú um það leyti að komast á laggirnar hjá ykkur, og verður þar víst handagangur 1 öskjunni. Sumir halda, að þeir fái fullar hendur fjár úr banka þessum, og að hann muni ausa gullinu óspart yfir landið. Verð- ur þá gaman að lifa fyrir alla skulduga menn og peningalitla. En er það satt, sem eg hef heyrt sagt, að gömlu Valtý- ingarnir séu farnir að fljúgast á út úr bankanum, bíta hver í bakið á öðrum og reyna að bíta hvern annan af stalli við bankajötuna? Þeir halda líklega, að þeir fái ekki allir mikið til að moða úr, og er það sennilegt, því að margir eru munnarnir, og margir munu þykjast eiga heimtingu á launum. Það er gömul og ný saga, að silfur og gull er sáttaspillir, Og að enginn er annars bróðir 1 leik 1 baráttunni um hinn »þétta leir«. Enleið- inlega lítur það út, er pólitisk barátta snýst mest um eigin hagsmuni, og gengur öll út á það, að skara eld að sinni köku. Eg fyrirlít sllka baráttu, og mér geturorð- ið svo gramt í geði, að eg get tætt í sundur ögn fyrir ögn blaðsnepla þá, sem ekki berjast fyrir öðru en þessu göfuga(!) markmiði. Að geta veitt sem mest upp úr pottinum, þegar farið er að skammta, það er hin eina og æzta hugsjón margra hinna háværustu þjóðfrelsisglamrara vorra. Það er hræsnin og yfirdrepskapurinn, sem gengur eins og rauðurþráður gegnum flest sem talað er og ritað á þessurn tímum. Vér eigum svo örfáa sanna, óeigingjarna þjóðarvini, sem láta sér mest annt um velferð lands og lýðs, en hugsa minna uip eigin hagsmuni. Mér finnst, að slíkir menn hafi áðtir Verið miklu fleiri. — Eg hafði hugsað jfinér, að minrtast dáKtið frek- ar á hitt og þetta, er mér þykir öfugt ganga í þjóðlífi voru á yfirstandandi tíð, en ætla að geyma það þangað til sfðar, að eg finn hvöt hjá mér, að senda þér aptur línu, Þjóðólfur minn, sem eg virði að fornu og nýju fyrir einurð, drenglyndi og staðfestu í þjóðfrelsisbaráttu vorri. För um Dala- og Strandasýslur haustið 1 903. Eptir F. Z. II. Steingrímsfjörður skerst inn í landið fyrir sunnan Víkur- sveitina. Að honum liggja 3 sveitir, og er hver sveit hreppur út af fyrir sig. Inn í nesið milli SteingrímsfjarðarogReykjar- fjarðar liggja nokkrir firðir og víkur. Eg ætlaði mér að fara þangað, og vera við messu hjá séra Hans, en það varð eigi, vegna þess að presturinn fór ekkiúteptir að messa. Annars skal eg geta þess, að kirkjurækni virtist mér vera æði dauf. Þannig kom eg á einn stað í leiðinni og ætlaði að vera við messu, veður var hið bezta, glaða sólskin og blæjalogn, en eng- inn kom til kirkjunnar nema presturinn. Svo var optar, og aldrei var eg við messu á leiðinni, þótti mér það leitt. Neðan til við Steingrfmsfjörðinn er sveit sú, er Selströnd heitir; eg kom ekki þang- að, en eptir útlitinu að sjá yfir fjörðinn, er það gott land, en fremur leiðinlegt, einsett bæjaröð, og fremur langt á milli bæja. Búskapur er þar víst góður, að minnsta kosti eru þar margir góðir bænd- ur, t. d. Ingimundur Guðmundsson að Hellu, Eymundur Guðbrandsson í Bæ og Guðjón alpm. að Kleifum. Einn bóndi þar, Eymundur í Bæ, hefur tóurækt, svo hefur og Guðmundur bóndi í Ófeigsfirði, annars mun það fremur fátltt hér á landi. I Ameríku er talsvert af slíkri rækt, og sumstaðar þar eru ræktaðir kettir. Slík rækt gæti auðvitað margborgað sig einnig hér á landi. Eymundur hagar því þann- ig, að hann kaupir yrðlingana á vorin, og setur þá síðan fram í stóra eyju — Grímsey — er liggur í kjaptinum á Stein- grímsfirði, um veturinn drepur hann þá, og selur skinnin. Fyrir skinnið af vel mórauðri tóu mun hann fá 25—40 kr., eptir því verði sem þá er, svo og stærð og gæðum skinnsins. Fæðið handa tó- unni er ódýrt, bæði drepur hún fugla handa sér, og svo etur hún allskonar af- gang, t. d. selarusl, afgang af fiski o. fl. Það er náttúrlega talsverður skaði, að verða að drepa þær allar uro veturinn, væri mikið betra, ef hægt væri að láta eitthvað af þeim lifa til undaneldis, en það er ekki hægt þar sökum íssins, er getur komið þá og þegar. En í eyjum, þar sem engin hafís- né lagíshætta er, ætti að vera mikill ágóði að tóurækt, eða þá einhverri annari dýrategund, þar sem hægt er að selja skinnin með góðu verði. I sambandi við tóurækt ætti t. d. að mega hafa kattarækt; mætti selja skinnið af köttunum, en kjötið af þeim væri afbragðs- fæði handa tóunum. Með tímanum spekj- ast tóurnar, og koma á móti þeim er færir þeim matinn. Upp fráSteingrímsfjarðarbotninum liggja tveir dalir, Selárdalur og Staðardalur, liggja þeir báðir nær því allir undir Staðar- prestakall. Dalir þessir, ásamt innrihluta suðurstrandarinnar við Steingrímsfjörð, mynda Staðarsveit eða Hrófbergshrepp. Selárdalurinn er fremur þröngur dalur, og óálitlegur ásýndum. í honum eru að eins þrír bæir, og einn þeirra tilheyrir Selströndinni. Eptir dalnum rennur á, er Selá heitir, mun hún vera eitthvert stærsta vatnsfallið á Véstfjörðum. Ur þessum dal leggur maður upp á Trékyllisheiði, þegar farið er norður í Víkursveit. Skammt fyrir framan veginn — um klukkutlma reið — er mjög fagur gulvíðisskógtir, ætti hver sá, er fer þar um, að ómaka sig og skoða skóginn. Skógurinn nær yfir all- stórt svæði, og er mikill Kfsþróttur f hon- um. Má alstaðar sjá nýjan og ungan vlði, sem er að vaxa tipp. Þar sem skóg- urinn er hæstur, er hann meir en hæð mín, þ. e. a. s. um 3 ál., og vex vfðirinn þó ekki beint upp. Eins og allir aðrir skógar, þá er skógur þessi lægstur næst bæjunum. Fyr meir hafði verið bær þar fram í dalnum, en nú er hann lagður í eyði; einmitt á móti þar sem bærinn hef- ur staðið, er skógurinn lágur, en hærri bæði fyrir framan og utan, þegar lengra dregur frá. Skóg þennan virðist mér vera nauðsynlegt að friða. Eg hef séð birkiskógana hér, en miklum inun þykir mér gulvíðisskógurinn fallegri. Meðan séra Hans ræður yfir honum, mun hon- um vegna vel, því séra Hans er skógar- vinur mikill, og mun gera sitt til að hann verði ekki eyðilagður. Staðardalurinn er breiður og dalslegur. Þar skil eg ekki annað en að mætti bæta engjar talsvert, með þvf að taka upp Staðará og hleypa yfir eyrarnar. Séra Hans sagði mér að það mundi þó all- erfitt. I þessum hrepp, sunnan við fjörðinn og talsvert fyrir utan fjarðarbotninn er kaupstaðurinn Hólmavík, þar eru tvær verslanir, læknir og eitthvað einn þurra- búðarmaður. Kaupstaðurinn er því ekki ýkja stór ennþá. Eg kom optaðHólma- vík, og hafði þar hinar beztu viðtökur sem annarsstaðar á leið minni. Sfðan verzlunin kom þangað, var mér sagt að sveitamönnum þar í kring hefði stórfarið fram, eigi veit eg um það, en víst erum það, að margir góðir bændur eru við Steingrímsfjörð, og víða vel hýst. Þannig skal eg geta Finns Jónssonar á Kálfanesi og Magnúsar Halldórssonar í Skeljavík, Magnúsar hreppstj. Magnússonar á Hróf- bergi, Þórarins Hallvarðssonar á Ósi og Ingimundar á Hellu. A öllum þessum bæjum eru timburhús. Á Hólmavlk er, eins og lög gera ráð fyrir, póstafgreiðsla, en betri mætti hún vera. Fyrir framan búðarborðið liggja blöð í hrúgum, bæði að því eg held í pokum og kössum. Mest eru það Ameríkublöð, en þó sá eg þar ýms önnur blöð, t. d. Gjallarhorn og Fjallkonu norður í Árnes- hrepp, Þjóðólf í Fellshr. og ísafold f Bæj- arhr. Slík afgreiðsla er jítt fyrirgefanleg. Eitt eintak af Ameríkublaði lá þar meðal annara, það átti að fara vestur í Isa- fjarðarsýslu. Eg skoðaði þó minnst af því er var þar. Þetta er náttúrlega bæði að kenna afgreiðslunni, og svo bændum þar í kring að nokkru. Þó er ekki svo gaman fyrir þá að eiga við það. Séra Hans sagði mér, að hann hefði verið þar fyrir tveim dögum og spurt að blöðum. Þau voru engin. Þó sá eg þar blöð til hans. Má geta þess að engin blöð komu þessa daga. Afgreiðslan þarfnauðsynlega að batna. Þeir er senda blöðin, eiga heimting á því, að þeim sé komið í næstu bréthirðing við þann, er þau eru send til, en ekki látin liggja einhversstaðar og einhversstaðar. Og þótt bændurnir þar í kring skipti sér ekkert af því, þá eru Kka aðrir er vilja fá þau, og það sem íyrst. Einhver svarar því, að það geri ekkert til, þetta séu mest Lögberg og Heimskringla. En eg vi) að eins minna þá herra á það, að þau blöð eiga jafna heimting á því og önnur blöð, því það hefur verið greitt fullt burðargjald fyrir þau. Ef þeir, sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.