Þjóðólfur - 15.01.1904, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.01.1904, Blaðsíða 3
XI látið. En hann huggar sig við, að hún rfsi upp aptiir eptir litla stund, þvf „að lfk- indum [ojæja, ekki meira en líkur] kem- ur sá tíminn", segir hann, „áður en mjög langt uni líðttr, er þjóðina iðrar skiptanna [að hafa ekki tekið valtýskuna frá 1931, í ■slað heíVnastjórnarfrv.], en eins og hversáir hlýtur hann að tippskera". Svo mörg eru Jressi Þjóðviljans orð, amen. En útskýring- in á þessttin texta Þjóðv., setn efénn lengri en þetta, liggur beint við. Hún er þessi: Þjóðólfur Itefttr eins og optar séð íétt, er liánn gerði ráð fyrir, að þrátt fyrir allar hátfðlegar yfirlýsingar í gagnstæða átt, muntlu Valtýingar hafa brigðað það allt sainan og satnþ. Valtýsfrv. ef þéir hefðtt orðið í meirihluta 1902 eða 1903. Sktili sjálfur játar það nú loksins berum orðum, segir aðeins, að það hafi ekki verið „viðlit að Italda frutnvarpinu frá 1901 fram, eða ætla sér að beita skynsamlegum (!) rök- semdum (!)“, vegna æsinga(!) og rógs(!) hins flokksins. Ojæja, þar Itljóp Skúli karl- inn á sig. Greinilegri staðfestingu á um- m elttm Þjóðólfs og rækilegri sönnun fyrir undirferli sinna eigin flokksmanna, gat hann ekki gefið. En sjálfsagt hefur þetta glapp- azt út úr honum óvart. Hann hefur ekki getað haft stjórn á tilfinningunum. Jæja, betra er seint en aldrei, og vér erum þakk- látir honum fyrir hreinskilnina. En það er dálítið vafasamtj hvort flokksmenn hans verða honurn jafnþakklátir fyrir hana. Hreinskilnin hefur aldrei átt upp á pall- borðið Itjá forráðamönnunum, að minnsta kosti, enda hefur það stundum komið sér betur þeim megin, að hleypa henni ekki út í dagsbirtuna. ,Margvíslega viöurkenningu* segist Þjóðv. ritstj. hafa fengið fyrir blaðstjórastörf sín næstl. ár. En þvf mið- ur lætur hann þess ekki getið í hverju hún hafi verið fólgin, og þangað til hann skýrir frá því nánar, verður maður að ætla, að þóknunin eða viðurkenningin hafi verið fólgin í einhverju, sem ritstj. þykir vænst um, og verða menn nú að brjóta heilann um, hvað það muni vera. Sumir mundu lielzt geta upp á fáeinum „kringlóttum" frá einhverjum góðum vinum, en það er ekki nóg, þvf að viðurkenningin kvað hafa verið „margvfsleg", eptir sögn hans En hún verður nauniast „margvísleg" þetta ár- ið, ef hann héldur áfram eins og hann hef 'ur byrjað í 1. blaðinu, að ljóstra upp dýpstu og helgtistu leyndarmálum flokks síns, áhrærandi valtýskuna sálu^u, leyndarmálutii, sen hafa átt að vera grafin í gleymsku sjó um allar aldir. Það verður líklega „negativ" viðttrkenning, sem hann fær fyrir þá skyssuna. Gufuskipið „Saga" kom hingtið 1 gærniorgun beint frá Englandi, með ýmsar vörur (kol og olfu o. fl.) til Eilinborgarverzlunarinnar. Vegna hvassviðris- varð ekki póstinum náð úr skipinu fyr en seint í gærkveldi. Frá útlðndum eru fá tíðindi. Ófriðurinn milliRússa ogjapana ekki byrjaður 5. þ. m., en eptir því sem nýjustu ensk blöð frá þeim degi skýra frá, var svar Rússa upp á kröfur Japana þá á leiðinni eða jafnvel komið f hendur Jap ansstjórnar, en hvernig það hefur veríð vita menn ekki. Sumir spá þvf, að ófrið- urinn sé óhjákvæmilegur, en aðrirhyggja, að ekkert muni af hontim verða. Hroðalegt slys varð í Chicago 30. des. f. á. Kviknaði þar í tjaldi á leikhúsi tneðan leikurinn stóð yfir, en áhorfend- urnir urðu svo skelkaðir, að þeir ruddust til dyra, og varð við ekkert ráðið, Fór- 11 st þar 11 m 600 manna, er ýmist tróðust undir, eða köfnuðu f reykjarsvæl- unni. H ifði það verið hroðaleg sjón, að sjá fólkið liggja hundritðum saman í hrúg- urn inni í leikhúsinu og á göngunum, sumt dautt, sumt í dauðateygjunum. Leik- hús þetta (Iroquois leikhúsið) var reist næstl. sumar og opnað 25. nóv. Það var eitthvert hið allra skrautlegasta leikhús í bænutn. Allur þessi voðaatburður gerð- ist á i5mínúttim. Þá var eldurinn slökkt- ur og húsið því að mestu leyti óskemmt að utan. Norðanpóstur kom í fyrra kveld. Ekki varð Klemens Jónsson sýslumaður honum samferða, eins og menn hugðu, en skrifað er af Ak- ureyri, að hann hafi ætlað að leggja af stað þaðan suður í gær eða dag, og er þvf væntanlegur skömmu eptir 20, þ. m. Engin veruleg tíðindi með pósti, nema þessi venjulexu, sem optast kotna með hverri ferð að norðan, en það eru: Húsbrunar. Þeir hafa orðið 2 ný lega á Austurlandi. Um mánaðamótin nóv.—des., brann hús Gfsla Hjálmars- sonar ( Nesi í Norðfirði, að sjálfsögðtt vátryggt, eitthvert hið stærsta hús á Aust- urlandi, segir „Frækorn", og aðfaranótt- ina it. des. brann tii kaldra kola hús Eyjólfs Jónssonar klæðskera og Ijósmynd- ara á Seyðisfirði. Það var vátryggt og innanhúsnnmir sömuleiðis. Eins og endra- nær er ókunnugt ttm, hvernig eldurinn hefur kvikaað á báðum þessum stöðum, að minnsta kosti þegja austanblöðin um það. Lausn frá prestskap hefur séra Ólafur Stephensen á Lága- felli fengið. Ætlar hann að flytja í vor að Skildinganesi. Dalasýslu 9. jan. Héðm er að frétta ágæta tíð allt til þessa, svo að mjög lítið er farið að gefa fullorðnu fé ennþá og hestutn ekkert. Heilsufar í skepnttm er ágætt. Bráðapest enn engin og kláði mjög lítill. Hvað heilbrigði manna snertir, þá má hún líka teljast góð, nema það, að kfghósti hefur gengið víða hér um slóðir í börnum, en eigi tr.jög lffskæður. Hann er nú í rénun. Misjafnir eru dómar manna um verk sfð- asta alþingis og svo mun nú lengst af verða. Fjáreyðslan þykir mörgum ganga þar úr hófi, en þó viðurkenna menn hinn góða vilja þingsins, að reyna að hrinda framförunum áfram. Menntavinunum þykir illt og undar- legt, hvernig fór utn kennaraskólann á þing- inu. — Lýðháskólinn á Búðardal var nú um jólin fluttur upp að Hjarðarholti, og á að vera þar það sem eptir er vetrarins- Það kom mikil óánægja upp í skólanum með matinn hjá matsölumanninum, svo skól- inn varð að flytja úr kauptúninu, og var það vissulega illa farið. Ýtnsir álíta, að betra hefði verið að hafa unglingaskóla hér áfram eins og undanfarinn vetur, en um það skal ekkert dæmt hér. Áhugi með skólann var hér talsverður, það sést bezt á þvf, hversu vel sýslunefndin hefur styrkt hann, og svo- hinu, að honum haía fyrir fé sýslubúa verití útveguð ágæt kennsluáhöld, sent er sjald- gæft (þvf miður) við alþýðuskólana á þessu landi. Hvort áhuginn helzt við, þegar þetta ólag kom á, er alveg óvfst. Organleikari við dótnkirkjuna í stað Jónasar heít» Helgasonar, er nú ráðinn Brynjólfur Þor- láksson söngkennari með 800 kr. árslaun- um. Til aðstoðar hefur hann æfðan söng- flokk, er á að fá 200 kr. þóknun árlega frá bæjarbtuim, en svo er ætlazt til, að flokk- ur þessi geti fengið tekjur af kirkjusam- söngttm o. fl. Er nú söngurinn í dóm- kirkjunni orðinn höfuðkirkju landins saro- boðinn, og var sannarlega tfmi til þess kominn. Bráðttm verður og farið að nota nýtt og vandað orgel, er landsjóður hefur keypt handa ktrkjunni fyrir 5000 kr. og er það stórmikil umbót, þvf að „harmoníum" það, er notað hefur verið sfðan gamla org- elinu var fargað, gat alls ekki kallazt við- unanlegt hljóðfæri í dómkirkju landsins, enda voru margir óánægðir, er það vai keypt, og söknuðu gamla orgelsins, þótt gamalt væri og gallað orðið. Dáin hér í bænum 7. þ. m. ekkjufrú Guð- laug Jensdóttir (rektors Sigttrðssonar)., á 54. aldursari fædd 26. júnf 1850, gipt- ist 1878 systkinabarni sfnu Sigurði Jóns— syni sýslumanni Snæfellinga, varð ekkja 1893. en flutti til Reykjavíkur 1896. Þat*> hjón áttu ekki börn saman. Látinn er 23. des. Karl Grönvold verzl- unarstjóri á Siglufirði, hálffimmtugur aið aldri (f. 7. okt. 1858) mjög vel látinn mað- ur, glaðlyndur, hreinskilinn og drengur hinn bezti. Móðir hans (María Þorvalds- dóttir) er nú gipt í annað sinn Vigfúsi Sig- fússyni hóteleiganda á Akureyri. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. 124 uðverk. Það sein henni fyrst datt í hug var: „í dag er öllu lokið". Htin var ekki að eins hrygg, heldur fann hún líka til hræðslu, og það var eins og hana langaði til að grata yfir einhverju, en hún vissi ekki yfir hverju. Hún huggaði sig þó með þeirri hugsun, að svona mundi ætíð vera ástatt fyrir brúðum. En verst var það, að hjarta hennar barð- ist stundum svo ákaft, og ætlaði stundum að hætta að slá, og að henni var alltaf svo illt fyrir hjartanu. Það var eins og hana grunaði, að allt væri ekki sem skyldi. Það var dimmviðri. Snemma um morguninn var úði og svo rigndi. Móðir Katrínar og gamla vinnukonan voru orðnar mjög þunglyndar; leizt þeim rigningin slæmur fyrirboði. Frú Prozorov gat jafnvel ekki tára bundizt, því að henni datt f hug gamli malshatturinn: Sá sem giptist í rigningu, mun tárast alla æfi sína. Þegar klukkan var sex kom vagninn, og nú óku þær til kirkjunnar í steypirigningu. Við kirkjudyrnar stóðu margir betlarar. Katrín gaf þeim öllum peninga. „Biddu fyrir sal minni", hvíslaði hún að þeim, eins og hún væri að búa sig undir dauðann. " , Þær gengu inn í hina skrautlausu þorpskirkju, sem var að eins lýst með fjórutn stórum Ijósum og tveimur litlum ljósálmakertastjökum. Það sló á móti þeim saggalopti og súg, sem kom, að þeim virtist, niður úr hinni stóru turnhvelfingu. Kirkjan var auð og allt var þögult. „Hér er eins og í gröf", hugsaði Katrin. Brúðguminn var þó kom- inn og báðk svaramennirnir. Djákninn dró kórbotðið að altárinu og lagði handbókina á það, og svo lét hann háa ljósastjaka með vaxljósum sinn til hvorrar hliðar á borðið. Fyrir frarnan borðið var breidd þykk silkiabreiða. Svo kom presturinn, en brúðhjónin tóku höndurn saman og stigu svo á ábreiðuna. Gamla vinnukonan, sein stóð að baki þeim ásamt nokkrutn vinum þeirra, hvíslaði með fögnuði að frúnni: „Hún kom fyrst blessuð stúlkan, sko! hún kom fyrst". Þetta var líka fyrirboði. Hvort þeirra brúðhjónanna, sem fyr steig á ábreiðuna, átti að ráða mestu á heimilinu. Brúðhjónin héldust f hendur. Hún leit ekki á hann, en hlustaði á 121 var eins og þau væru í óþekktum skógi, þar sem hvorugt þorði að hreyfa sig, af því að þau óttuðust að mæta þar einhverju villidýri. Hana stórfurð .ði á þvf, hversu ólík þau voru í hugsunarhætti sín- um, hún og unnustinn, en hún hafði ekki fundið til þess fyr. Það kon> henni til að hugsa um Vladimir, sem hún gat talað við eins lengi og hún vildi, og eins og hugurinn bauð, og hja honum hafði henni lfka veitt Ijúft að þegja. Þegar hún var ein, sagði hún sjálfri sér með skelfingu, að húngæti- ekki unað þessu lífi. En hún huggaði sig með þvf, að þó að tilfinning- ar sínar væru nú sem stæði þannig, þá mundi allt lagast, þegar hún væth komin t hjónabandið, og þá mundu þau að eins hugsa um hagsmuni sína. Þessvegna hraðaði hún svo ákaft öllu, sem þurfti að Ijúka vi<ý fyrir brúðkaupið og varð skapill og jafnvel reið við rnóður sína, gömlu stúlkuna og alla, ef allt var ekki framkvæmt eins fljótt og hún vildi. Gamla stúlkan ásakaði hana samt ekki fyrir geðvonzku. Hún var hyggnari en frúin og skildi ungfrúna betur. Gömlu og greindarlegu aug- un hennar hvörfluðu opt til Katrínar, og ef enginn var viðstaddur, and- varpaði hún og hristi höfuðið. Eitt kveld, þegar tíu dagar voru liðnir frá brottför Vladimirs, var hún stödd í svefnherbergi Katrinar og fléltaði hár hennar, áður en hún gengi til hvílu. Katrfn var ahyggjufull og döpur. Daginn eptir átti hún von á fréttablaðinu, sem hún vissi, að Vladimir mundi auglýsa í, efhann hefði ko.nizt lifandi og ófjötraður til St. Pétur.-,borgar. Hún var að spyrja sjálfa sig, hvort hann mundi vera á lffi, og hvort hún mundi sjá auglýa- inguna í blaðinu. Hún gat ekki lagt neinn trúnað á það, að sér mundi. hlotnast svo rík gleði. „Hvers vegna er litla dúfan mín svona hrygg?" sagði gamla stúlk- an. „Hugsarðu um hann?" „J.t", svaraði Katrin brosandi. „Hvernig gazt þú vitað það ?" Þær skildu hvor aðra og þurftu ekki að nefna nafn þess, sem þær kölluðu hann.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.