Þjóðólfur - 19.02.1904, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.02.1904, Blaðsíða 1
56. árg. Reykjavík, föstudaginn 19. febrúar 19 04. Jú 8. Frú Sigríður Bogadóttir. Þegar ár í öldu ítum gjörði fróa sólin skein á skjöldu, skatnar keyrðu jóa; brosti haf og hauður, hlógu blóm á velli — þá var ást og auður undir Staðarfelli. Réði rausnargarði rekkur þjóðum kunni, framar en Fafnis arði fræðum lands sá unni, studdi höld í stafni, sterk og práð á velli, jöfurs brúða jafni Jarþrúður á -Felli. Lengi lánið undi, líf og fjör og iðja, fár á Fróni mundi fegri geta niðja, fulla fremdarauði: fóstra minn hinn staka1), J e n s, er býtti brauði, Benedikt hinn spaka. Átti dýrar dætur drós með göfgum manni, sæmilegri sætur sjaldan lýstu ranni. Brostu ljúf í lyndi liljublóm á velli, þá var ást og yndi, undir Staðarfelli. Lýsti fósturlandi Ijós af ungum vonum, fagur frelsisandi fæddist landsins sonum. Blómin sólar biðu bljúg og þýð á velli — horskir herrar riðu lieim að Staðarfelli. Sem í dýrstu sögum, sonum landsins beztu hjón með rausnarhögum heimasætur festu. Loks var gleðin gengin, grétu strá á velli, — rósin eftir engin undir Staðarfelli! — Hvar er horski skarinn f hvað í efni fleira? Fram hjá eru farin fimmtíu ár og meira. Autt er út um haga, engin blóm á velli. Inn mér óð þinn, Saga, undir Staðarfelli. Sorgarstef mín stilli strengir harmi grættir; fjöri enn mig fylli frægðar vorrar ættir. i) Brynjúlfur í Flatey (t 1870). Hvað mun helzt, sem bægir: hrygðarlund og elli? eða „skarðið" ægir undir gamla Felli? Þótt eg háti að heyra harmatölur nauða, eltir samt mitt eyra ómur „þessa dauða". Aðall minnar aldar allur horfinn, farinn, þar sem fölvu faldar feigðar kaldi marinn. Hverja sá eg síðast síga feigs að velli bjarkanna, sem blíðast brostu undir Felli? Þitt eg yrki erfi, aldinbjörkin prúða, faldin fögru gerfi lölskvalausust brúðal Aldrei biskupsbeður búinn verður neinni — satt mitt kvæði kveður — konu sálarhreinni. Islenzk varstu í anda, orði, verki, þekking, sterk í veg sem vanda, vissir ei af blekking. Alt hið góða, gengna, geymdir þú í sóma, en hið „ferska", fengna, fannst þér vandi að róma. Upp í einfaldleika önd þín leit til hæða, þar sem ráð vor reika, réttan veg að þræða. — Bekkur var þér búinn, beztur forðum talinn, trygðin nú og trúin tjalda brúðarsalinn. Sætt í svölu rúmi svanninn hvíli frómi; rireifi döpru húmi Drottins sólarljómi! — Látum hugann hressa helgar Bragaræður. Enn skal ykkur blessa, ítru systur, bræður! Hvílið frægðum faldin, frí við sorg og elli, enn þá gróa aldin! undan Staðarfelli! Matth. y. Ábyrgðarfélög. I ölium siðuðum löndum er lögð mik- il áherzla á, að menn geti gegn lágum iðgjöldum tryggt eignir sínar gegn hvers- konar tjóni, sem að höndum kann að bera, og þessvegna er alstaðar fjöldi fé- laga, sem taka að sér ýmiskonar ábyrgð- ir, svo að segja á hverju sem er. Sllk félög, sé þeim hyggilega og ráðvandlega stjórnað, eru afarnauðsynleg 1 hverju þjóð- félagi, og hafamjög mikil áhrif á þjóðar- velmegunina, gera þjóðareignina alla trygg- ari og óháðari öllum sviplegum og utan- aðkomandi óhöppum, auk þess, sem fé það, er félög þessi hafa undir höndum verður að veltufé manna á milli, ávaxtast og margfaldast og eykur þannig þjóðar- eignina. Vér Islendingar erum hraparlega langt á eptir öðrum þjóðum í þessu,jafn- vel fremur en I nokkru öðru. Vér horf- um á það, að árlega rennur stórfé út úr landinu til iðgjalda í erlend brunabóta- og lífsábyrgðarfélög, því að svo að segja enginn vísirslíkra félaga er til hér á landi. Sérstaklega er einokunin af hálfu hinna erlendu brunabótafélaga farin að gerast óþolandi, en með því að áhættan í sltk- um félögum er1' jafnan mikil á hina hlið- ina t. d. þá er stórbrunar koma fyrir, þá er allhætt við, að margir verði smeikir' við, áð setja slíkt félag hér á stofn gegn ábyrgð landsjóðs, en fyr eða síðar hlýtur þó að reka að því, og er þá betra fyr en seinna. En þótt stofnun almenns bruna- bótafélags kunni að þykja nokkuð viður- hlutamikil, þá væri reynandi fyrst að koma almennu lífsábyrgðarfélagi á stofn. Á- byrgðarmaður þessa blaðs hefur bæði á þingi 1902 og 1903 skýrt þetta mál nokkru ítarlegar og sýnt fram á, hve nauðsyn- legt og sjálfsagt það væri fyrir oss að hefjast nú loks handa í þessu máli. Ut af þeim umræðum og þingsályktun, er samþykkt var á þinginu 1902 eru komin viðaukalögin urn hagfræðisskýrslurnar, er þingið 1902 samþ., en stjórnin breytti lítið eitt og nú eru orðin að lögum eptir síðasta þing. í þeim lögum eru heimt- aðar skýrslur um starfsemi allra ábyrgð- arfélaga, er vinna hér á landi. Þá er þær skýrslur eru komnar til stjórnarinnar á hún hægra með að leggja fyrir þingið frumv. til laga um stofnun innlends lífsá- byrgðarfélags. Og vér Imyndum oss, að nýja stjórnin láti ekki jafnmikið nauðsynja- mál liggja lengi á döfinni, og að einhver hræring vatnsins frá hennar hendi sjáist 1 þvt á þinginu 1905. í sambandi við þetta viljum vér geta annara nýrra laga, er slðasta þing sam- þykkti, og staðfest voru af konungi 10. nóv. f. á. Það eru lögin um lífsábyrgð fyrir sjómenn, er stunda fiskiveiðar á þil- skipum. Þessi lög komu 1 gildi 1. jan. þ. á. Stórt er þar að sönnu ekki af stað farið, en mjór er mikils vísir, og þessi sjómannaiífsábyrgð verður eflaust vísir víð- tækari innlendra ábyrgðarfélaga. Sam- kvæmt þessum nýju lögum er hver sá maður, sem ræður sig á þilskip, skyldur til að vátryggja líf sitt, og að greiða í vátryggingarsjóðinn 15 a. fyrir hverja viku vetrarvertíðar, sem hann er lögskráður fyr- ir og 10 a. fyrir hverja viku vor-ogsum- arvertlðar. Um leið og lögskráð er, eiga skipseig- endur að greiða fyrir skipverja sína þetta gjald til skráningarstjóra, og að auki frá sér helming á móts viðgjaldþað, er skip- verjar eiga að greiða. Þegar sjómaður drukknar eða deyr af slysförum á því tlmabili, sem hann greið- ir vátryggingargjald fyrir, á vátryggingar- sjóðurinn að greiða til eptirlátinna vanda- manna hans, ekkju, barna, foreldra eða systkina 100 kr. á ári næstu 4 ár. í stjórn þessarar stofnunar eru kosnir: séra Eiríkur Briem af landstjórninni, Tryggvi Gunnarsson bankastj. af Utgerð- armannafélaginu við Faxaflóa og Þorsteinn Egilsson skipstj. af hásetaíélaginu »Báran« nr. 1. ÞiJskipaábyrgrðarfélagið við Faxaflóa, er stofnað var 1895 fyrir forgöngu Tr, Gunnarssonar bankastjóra, er ljóst dæmi þess, að ábyrgðarfélög geta vel þrifizt hér á landi, því að þrátt fyrir óvenjumikinn hnekki, er félagið varð fyrir næstl. ár, stendur hagur þess vel. Það hélt aðai- fund sinn 2. þ. m. og birtum vér hér á- grip af fundarskýrslunni frá einum fund- armanni, því að slíkur félagsskapur sem þessi á skilið að verða sem flestum kunnur. Formaður félagsins, Tryggvi Gunnarsson bankastj., skýrði frá hinum helztu tekju- og gjaldagreinum félagsins, um leið og hann framlagði ársreikninginn endurskoð- aðan fyrir árið 1903. I fastasjóði félagsins var við ársbyrjun 27,500 kr. og árstekjur hans 12,970 kr. Gjöld félagsins voru mikil þetta ár, þvl 4 skip strönduðu, sem þurfti að bæta með 26,677 kr-< °g 9 skip löskuðust, sem félagið þurfti að bæta fyrir 3,750 kr. Má það heita fram yfir allar vonir, að félag- ið, sem er að eins 8 ára gamalt, skyldi standast þennan mikla kostnað, samtals 30,427 kr. í skaðabætur, auk 1,276 kr. fyrir virðing skipanna, ásamt gæzlu þeirra í vetrarlægi o. fl. Þrátt fyrir þetta, átti þó félagið við árs- lok í fastasjóði 10,233 kr. °S í séreign- arsjóði 28,677 kr. eða samtals 38,900 kr. Þar af voru 20,000 kr. i bankavaxtabréf- um og 13,600 kr. í sparisjóði landsbankans. 70 þilskip voru í ábyrgð félagsins 1903, þar af 30 í 1. flokki og 40 í 2. flokki, öll virt á 747,000 kr. og i ábyrgð félags- ins fyrir 529,000 kr. Þannig hafa eig- endur skipanna haft 218,000 kr. í sinni ábyrgð, en eptir lögum félagsins geta fé- lagsmenn fengið ábyrgð á mest 3/4 af virðingarverði skipanna. Fyrir hin mörgu skipströnd og skaða á skipum, hafði stjórnin haft mikið og erfitt starf þetta ár, hún hafði haldið 13 stjórnarfundi og 2 aukafundi með félags- mönnum. Eptir stuttar umræður voru ársreikning- ar félagsins samþykktir í einu hljóði. Þá voru teknar til umræðu lagabreytingar við nokkrar greinar félagslaganna, sem stjórn félagsins hafði áður sent prentaðar til allra félagsmanna. Allar þessar breyting- ar voru samþ. því nær íeinuhljóði, nema ein (breytingin við 16. gr.), húnvarsamþ. með 32 atkv. gegn 12, og var- hún þess efnis, að félagsstjórninni veittist heimild til að taka í ábyrgð félagsins allt árið póstgufubátinn við Faxaflóa fyrir mest 24,000 kr. Eigendur skipsins »Reykja- vlk«, sem nokkur undanfarin ár hefur flutt póst og farþega milli Reykjavlkur og ýmsra staða við Faxaflóa, vildu eigi taka að sér vetrarferðirnar nema þvl að eins, að þeir gætu að mestu leyti fen^ð skip- ið ábyrgzt, en þeir höfðu fullreynt, að ekkert útlent félag vildi taka skipið í á-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.