Þjóðólfur - 19.02.1904, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 19.02.1904, Blaðsíða 4
32 Utanhúspappinn ,Viking‘ hefur áunnið sér almenningslof að maklegleikum, með því hann óefað er sá lang-sterkasti og ódýrasti pappi til þess brúks. Sala síðastliðið ár 200 rúllur, Nægar birgðir verða ætíð fyrir hendi í ar. Að eins sá pappi er ekta, sem ber verzlunar- naínið „GODTHAAB“ á hverri rúilu. ATBURÐUR AR3INS 1904 SKEÐUR BRÁÐUM. R með auglýsist, að samkvæmt lögum um stofnun veðdeildar í Lands- hankanum í Reykjavík 12. jan. 1900, 12. gr. og reglugjörð fyrir veðdeild- ina 15. júní s. á. 16. gr., fór fram dráttur hinn 26. f. m. til innlausnar á bankavaxtabréfum þeim, er veð- deildin hefur gefið út, og voru dreg- in úr vaxtabréf þessi: Litr. A ( 1000 kr.) 13 21 79 287 338 383 436 448 459 500 503 535 563 592 606 649 680 748 801 850 862 888 893 936 948 996 1012 1027 1030. Litr. B (500 kr.) 30 62 89 96 110 119 286 304 335 378 465 485 490 585 589 625 695 703 718 735 742 755 810 839 844 859 863 864. Litr. C (100 kr ) 50 61 62 74 75 87 90 108 163 166 280 291 307 342 348 362 364 404 427 447 471 524 525 526 583 679 710 730 745 765 770 784 790 792 930 960 965 992 1000 1010 1065 1107 1165 1185 1190 1223 1240 1244 1247 1282 1298 1305 1334 1355 1365 1404 1477 1517 1523 1584 1593 1700 1704 1795 1839 1870 1878 1883 1884 1969 1973 2024 2030 2054 2063 2093 2130 2152 2165 2173 2190 2200 2216 2221 2248 2284 2323 2 333 2378 2405 2414 2416. Upphæð þessara bankavaxtabréfa verður greidd eigendum þeirra í af- greiðslustofu Landsbankans 2 janúar 1905. Landsbankinn í Reykjavík, 9. febrúar 1904. Tryggvi Gunnarsson. Proclama. Með því að bú Þórðar Jónssonar bónda í Reykjaseli hefur í dag verið tekið til þrotabúsmeðferðar, er hér með samkv. lögum 12. apr. 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861, skorað á alla þá, er til skuldar telja í búi þessu, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Skagafjarðar- sýslu, áður en 6 manuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu, 21. jan. 1904. Eggert Briem. Konu minni, sem í mörg ár hefur þjáðst af tæringu og leitað margra lækna, hefur batnað töiuvert við að brúka K í na-I ífs-eli x í r Valdemars Petersens, og eg vona, að henni batni alveg við að halda áfram að brúka elixírinn. Hundastað á Sjálandi 19. júní 1903. I. P. Arnorsen . KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokkurrar toll hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-Iífs-elixír, eru kaupendur beðnir V.P. að líta vel eptirþví, að —þT1 standi á flösk- unum í grænu Iakki, og eins eptir hinu skrá- aetta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji tneð glas í hendi, og firmanafnið VValde- jmar Petersen. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt ráðstöíun hlutaðeigandi skiptaréttar, verður ‘/2 húseignin nr. 6 við Laufásveg hér í bænum, tilheyr- andi þrotabúi Jósafats Jónassonar boð- in upp a 3 uppboðum, sem haldin verða laugardagana 27. þ. m., 12. og 26. næstk. m. og seld hæstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst. Tvö hin fyrstu uppboðin fara fram hér á skrifstofunni kl. 12 á hád., en hið síðasta á húseigninni sjálfri kl. 4 e. h. Söluskilmalar verða til sýnis hér á skrifstofunni einum degi fyrir hið fyrsta uppboð. Skiptaráðandinn í Reykjavík II. febr. 1904. Halldór Daníelsson. Cisli Isleifsson sýslumaður í Húnavatnssýslu. Cerir kunnugt: Samkvæmt beiðni Jóns bónda Jónssonar í Oxl og að fengnu konunglegu leyfisbréfi dags. 22. desbr. 1903, er hér með stefnt með ars og dagsfresti hverjum þeim, er kann að hafa í höndum veðskulda- bréf útg. 4. ágúst 1879 af Jóni Jónssyni á Brúsastöðum fyrir 50Ó kr. skuld til Þorsteins Eggertssonar á Haukagili nteð I. veðrétti í 10 hndr. úr jörðunni Öxl, til þess að rnæta fyrir aukarétti Húnavatnssýslu, er hald- inn mun verða að þingstaðnum Sveins- stöðum annan þriðjudag í júlímánuði 1905, kl. 1 e. h., koma þar fram með téð veðskuldabréf og sanna heimild sína til þess; en gefi sig enginn fram, mun stefnandi krefjast þess, að það verði dæmt ógilt. Til staðfestu nafn mitt og embættis- innsigli. Skrifstofu Húnavatnssýslu 20.jan. 1904. Gisli ísleifsson. Gísli ísleifsson sýslumaður í Húnavatnssýslu. Gerir kunnugt: Samkvæmt beiðni Jóns bónda Jónssonar í Öxl, og að fengnu konunglegu leyfisbréfi dags. 22. desbr. 1903, er hér með stefnt með árs og dagsfresti hverjum þeim, er kann að hafa í höndum veðskulda- bréf útg. 4. júif 1879 af Jóni Jór.ssyni á Brúsastöðum fyrir 300 kr. skuld við kvennmenntunarsjóð Undirfells- og Grímstungusóknar með 1. veðrj. í 6 hndr. úr jörðinni öxl, til þess að mæta fyrir aukarétti Húnavatnssýslu, er hald- inn mun verða að þingstaðnum Sveins- stöðum annan þriðjudag í júlímánuði 1905, á hádegi, koma þar fram með téð veðskuldabréf og sanna heimild sína til þess; en gefi sig enginn fram, mun stefnandi krefjast þess, að það verði dæmt ógilt. Til staðfestu nafn mitt og embættis- innsigli. Skrifstofu Húnavatnssýslu 20.jan.1904. Gisli ísleifsson. Vátryggingarfélagið „s u N“, híð elzta á Norðurlöndum, stofnað 1704, tekur í brunaábyrgð: Hús og bæi, hey og skepnur og allskonar innan- stokksmuni; aðalumboðsmaður hér á landi er: Matthías Matthíasson, slökkviliðsstjóri. Halldór Danielsson bæjarfógeti í Reykjavík. Gerir kunnugt: að mér hefur tjáð Sturla kaupmaður Jónsson hér í bæn- um, að hann sé tilneyddur samkvæmt konunglegu leyfisbréfi, er hann hefur til þess fengið, dags. 16. þ. m., að fá ónýtingardóm á veðskuldabréfi, að upphæð 1500 kr, er hayfirdómari Jón Pétursson hefur gefið út I. febrú- ar 1888 til handa Arna Thorsteinsson landfógeta, með veði í húseigninni nr. 1 við Laugaveg hér í bænnm, þinglesnu 13. desember s. á., en skuldabréf þetta liafi glatazt eptir að það var innleyst, án þess að vera af- mað úr veðmalabókinni. Því stefnist hér með árs- og dags- fresti þeim, sem kynni að hafa ofan- greint skuldabréf í höndum, tíl þess að mæta á bæjarþingi Reykjavíkur kaupstaðar fyrsta réttardag (fimmtu- dag) í júnímánuði 1905 á venjuleg- um stað (bæjarþingsstofunni) og stundu (kl. 10 ardegis) eða a þeim stað og stundu, sem bæjarþir.gið verður þá haldið, til að koma fram með skulda- bréfið og sanna heimild sína til þess, með því að stefnandi mun, ef enginn innan þess tíma kemur fram með það, kreíjast þess að téð skuldabréf verði ónýtt með dómi, eða dæmt dautt og marklaust. Til staðfestu nafn mitt og embættis- innsigli. Reykjavík, 27. janúar 1904. Halldor Danielsson. Gjald 50 — fimmtíu aurar. H. D. og vasaklútailmefni — nýjasta tízku- ilmefni — ættu allir að kaupa. Bezta veiðijörðin í Þingvallasveit, „Mjóanes", fæst til ábúðar í næstu farrdögum. Semja má við Guðmund Magnússon, fyr a Úlf- ljótsvatni. Nokkur hús eru til sölu með góðum borgunar- skilm ilum. Menn semji við cand. jur. Eggert Claessen. Sjóstígvél. Allir sjómenn, sem þurfa að fá sér góð, vönduð og ódýr sjóstigvél til vetrarvertíðarinnar, ættu að kaupa þau hjá undirrituðum. Komið sem fyrst og semjið um verð. ÍOO pör af altilbúnum stígv. til að velja um. Lárus G. Lúðvígsson. Halldór Danielsson bæjarfógeti í Reykjavík. Gerir kunnugt: að Matthías Matt- híasson slökkviliðsstjóri í Reykjavík hefur tjáð mér, að hann að fengnu konunglegu leyfisbréfi, dags 10. nóveniber 1903, þurfi í umboði B. Muus & Co. í Kaupmannahöfn, sem eiganda verzlunarskulda Sigurðar kaup- manns Magnússonar í Bráðræði, að beiðast ógildingardóms á veðskulda- bréfi útgefnu 7. október 1884, af húsmanni Einari Guðmundssyni, í Einarshöfn hér í bænum til nefnds Sigurðar kaupmanns Magnússonar, þinglesnu 15. júní 1886, fyrir skuld við verzlun hans að upphæð 97 kr. 74 aur., með fyrsta veðrétti í hús- eigninni „Einarshöfn", með því að veðskuldabréf þetta sé glatað án þess að vera afmáð úr veðmálabókinni. Fyrir því stefnist hér með, með árs- og dags fresti þeim sem kynni að hafa fyrtéð veðskuldabréf í höndum til að mæta á bæjarþingi Reykjavík- ur á venjulegum stað (bæjarþings- stofunni) og stundu (kl. 10 f. h.) fyrsta réttardag í júnímánuði 1905 og þar og þá koma fram með veðskulda- bréfið og sanna löglegan eignarrétt sinn að því, með því að stefnandinn að öðrum kosti mun krefjast þess, að veðskuldabréfið verði ógilt með dómi. Til staðfestu nafn mitt og embættis- innsigli. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 5. febr. 1904. Halldór Daníelsson. Gjald 50 — fimmtíu aurar H. D. Eigandi og ábyrgðarmaöur: Hannes Þorsteinsson, cand. thcol, Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.