Þjóðólfur - 11.03.1904, Qupperneq 1
Þ JOÐOLFUR.
56. árg. Reykjavík, föstudaginn 1 1. marz 19 04. j M 11.
Útlendar fréttir.
—o---
Kaupmannahöfii 27. febr.
Noregur. Um brunann í Álasundi mun
þegar áður getið í Þjóðólfi, svo að eg sleppi
að minnast á hann hér.
Eins og áður er getið, á Björnsonmjög
í vök að verjast, og hefur orðið að sæta
ýmsum ofsóknum af hálfu vinstri manna
vegna þess, að hann vill styðja að frið-
samlegum samningum við Svíþjóð um kon-
súlamálið. Þó eru menn heldur farnir að
spekjast; bókanefnd stúdentafélagsins hef-
ur þannig t. d. hætt við að refsa Björnson
in effigie (að útskúfa mynd hans af
lestrarsalntlm).
Konungur lögleiddi 21. f. m. nýtt heið-
ursmerki, er nefnist „Norska ljónið" og
tignara en „Ólafs-helga-orðan". Hinn fyrsti,
er hlaut heiðursmerki þetta, var Vilhjálm-
ur Þýzkalandskeisari á afmælisdag sinn.
Þótti það vei til fallið, þar sem hann um
það leyti gekk svo vel fram í að hjálpa
Norðmönnum í Aalesund. En annars vilja
margir Norðmenn afnema öll heiðursmerki,
°g kemur þetta því ekki vel heim við
Þeirra óskir.
Fiunland. 5. þ. m. voru 100 ár liðin
frá fæðingu þjóðskáldsins Runebergs.
Meira en nokkur annar hefur hann með
ljóðum sínum stuðlað að því, að vekja Finna
til meðvitundar um þjóðerni sitt og tendra
ættjarðarástina í brjóstum þeirra. Fæð-
mgardagur hans er þvf orðinn þjóðhátíð-
ardagur Finna. En fyrir nokkru slðan lét
Bobrikoff landstjóri það boð út ganga, að
engin hátíðahöld mættu eiga sér stað við
þetta tækifæri, menn mundu sæta refsing-
um, ef þeir uppljómuðu hús sín eða sýndu
á sér annan hátíðabrag. En hvernig sem
á því hefur staðið, var bann þetta samt
tekið aptur og einungis mælt svo fyrir, að
draga mætti upp að eins rússneska fána,
en það var auðvitað sama sem að banna
að draga upp fána, því að enginn gat
fengið af sér að nota rússneska fánann
þennan dag. Fengu Finnar þvf óáreittir
að halda hátfðlega minningu þjóðskálds
síns.
Þýzkaland. Prússneska stjórnin hefur í
ráði, að koma fram með lagafrv. um að
banna að nota útlend tungumál á póli-
tiskum fundum. Frv., sem er stílað á móti
Dönum og Pólverjum, sem eru þýzkir
borgarar, hefur, sem von er, vakið mikla
gremju. Þjóðverjar eru ávallt við og við
að skaprauna olnbogabörnum sínum.
í nýlendu Þjóðverja í Suðvestur-Afriku,
hefur þjóðflokkur sá, sem Hereró nefnist,
hafið uppreisn gegn Þjóðverjum. Hafa
uppreisnarmenn haldið höfuðborginni
Windhoek umkringdri um langan tíma, og
beittu hinni mestu grimmd við alla þá
Þjóðverja, er þeir náðu í, steiktu þá jafn-
vel lifandi. Nú hefur Þjóðverjum tekizt
að losa höfuðbæinn úr umsátinu, og mun
aðalmátturinn þá vera drepinn úr upp-
reisninni.
England. Tollnefnd Chamberlains er
nú tekin til starfa. Gerir Chamberlain sér
miklar vonir um árangurinn af starfi henn-
ar, og þykist sannfærður um, að meiri
hluti þjóðarinnar muni fylgja sér að mál
um. Ekki virðast samt aukakosningar
þær til þingsins, sem farið hafa fram upp
á síðkastið, benda í þá átt, því að frjáls-
lyndi flokkurinn hefur unnið hvert kjör-
dæmið eptir annað úr höndum stjórnar-
innar, og það hafa einmitt verið tollmál-
in, sem ráðið hafa úrslitunum. Menn eru
því alltaf að spá stjórnarskiptum á Eng-
landi, því að stjórnarflokkurinn er farinn
að veikjast harla mikið við aukakosning-
arnar, og þeir fríverzlunarmenn, er fylgja
hertoganum af Devonshire! og áður fylltu
flokk Gladstones, en gengu með Cham-
berlain yfir í íhaldsflokkinn, hafa nú
aptur gengið í félag við hina fyrri flokks-
bræður sína. Eru þá mestar líkur til, að
frjálslyndi flokkurinn komist von bráðar
að stýrinu. Það sem einkum hefur staðið
honum í vegi áður, hefur verið, að for-
ingjarnir hafa verið sundurþykkir sín á
milli, en nú hefur fréttst, að þeir Rose-
bery og Campbell-Bannermann séu orðnir
sáttir aptur.
Balkanskagi. Albanar hafa enn á ný
hafið uppreisn og er talið, að 30 þús.
manna hafi tekið þátt í henni. Er hún
stíluð gegn endurbótum þeim, sem soldán
hefur neyðzt til að lofa Rússlandi og Aust-
urríki í Makedoníu, en jafnframt mun hún
þó eiga rót sína að rekja til hinna þungu
skatta, sem landslýðurinn verður að bera.
Albanar eru annars rammir Múhameðs-
trúarmenn og hafa verið taldir meðal
hinna trúustu þegna soldáns. Mun hon-
um því vera töluvert óljúfara að beita
hörku við þá heldur en Makedoníubúa.
Þó hafa orðið nokkrar orustur milli Albana
og Tyrkja og þær jafnvel all mannskæðar.
Fregnir hafa borizt um, að 800 Albanar
hafi fallið í einni þeirra, 500 í annari og
auk þess margt manna af Tyrkjum. Virð-
ist Tyrkjum hafa veitt betur, enda segjast
þegar hafa bælt uppreisnina niður. —
Makedoníubúar undirbúa uppreisn með
vorinu. Töluverður spenningur er milli
Búlgaríu og Tyrklands. Það hefur lengi
verið grunnt á þvl góða milli þeirra og
hefur helzt óttinn við stórveldin, einkum
Rússland, haldið þeim 1 skefjum. En nú
er Rússland bundið 1 báða skó í Austur-
Asíu og því ekki að vita, hvað í kann að
skerast á Balkanskaganum á meðan.
í Höfðanýlendu. (Kaplandi), eru ráða-
neytisskipti nýlega orðin, Afríkanderflokk-
urinn (Hollendingar, sem þar hefur verið
fjölmennastur á þingi, varð undir við kosn-
ingarnar síðast. Ráðaneytisforsetinn nýi
er dr. Jameson, sem nafnkenndur er
orðinn fyrir það, að hann réðist skömmu
fyrir Búastríðið (1895). með flokk manna
inn í Transwaal (að líkindum eptir undir-
lagi Cecil Rhodes), en var tekinn höndum
og komst með naumindum undan dauða-
refsingu.
Af ófriOnum
hafa borizt ýmsar fréttir fram undir
mánaðamótin, en fremur ógreinilegar og
sundurleitar, eins og eðlilegt er. Ekki
hafði þá enn herliði Rússa og Japana
lent saman í landorustu, en búizt við, að
það mundi verða innan skamms einhvers-
staðar í Norður-Kóreu. Setja Japanar
óðum lið á land í Kóreu, og sagt er að
Japanskeisari og Kóreukeisari hafi gengið
í bandalag, og Kóreubúar berjist með Jap-
önum. Úr Dalny, einskonar hafnarbæ,
frá Port Arthur, hörfuðu Rússar orustu-
laust, og hafa dregið menginher sinn sam-
an við Yalufljót, að norðanverðu við
Kóreuskaga, og svo hafa þeir setulið í
Charbin í Mantsjúríinu, þar sem Síberíu-
brautin skiptist í tvo arma, er annar geng-
ur suður til Port Arthur, en hinn austur
að Vladivostok. Þar í Charbin munu
Rússar hugsa sér að veita öflugt viðnám.
Mælt er að stigamannasveit ktnversk hafi
ónýtt með öllu mestan hluta járnbrautar-
innar milli Charbin og Vladivostok á 70
mllna svæði, og sprengt nokkrar stórbrýr.
Eru Mantsjuribúar ólmir í að fá að berj-
ast með Japönum og styðja þá í öllu.
Er það og alleðlilegt, að þeir vilji gjarn-
an varpa af sér oki Rússa, og reka þá
úr landi. Frétzt hefur og, að Japanar
hafi gert ýmsar tilraunir til að hindra
innsiglinguna til Port Arthur, með því
að sökkva stórum kaupskipum þar í hafn-
armynninu, sem ekki kvað vera breiðara
en um 150 faðmar, en ekki höfðu þær
tilraunir tekizt nema að nokkru leyti.
Áreiðanlegar fréttir um síðustu atburði
stríðsins um mánaðamótin, væntanlegar
með »Laura« á hverri stundu, en með
»Ceres« í morgun komu ekki nýrri fréttir
en frá 29. f. m.
Hinn núverandi keisari (mikadó) Japana
Mutsuhito, hefur setið að völdum síð-
an 1867, en er þó ekki nema rútnlega
fimmtugur (f. 3. nóv. 1852). Erþaðkunn-
ugra en frá þurfi að segja, að á stjórn-
arárum hans hefur Japan tekið svo mikl-
um breytingum og stakkaskiptum, að slíks
eru ekki dæmi í sögunni. Það er nú
orðið eitt af stórveldum heimsins á tæp
um 40 árum, og er það eingöngu áð
þakka stjórnhyggindum og dugnaði keis-
arans, er þrátt fyrir afarmikla mótspyrnu
innanlands og blóðsúthellingar fyrst í stað,
hefur leitt evrópska siðmenningarstrauma
yfir þjóðina svo rækilega, að hún má
heita gerbreytt og komin í röð þeirra
þjóða, er bezt menntaðar eru. Fulltrúa-
þing (parlament) fengu Japanar 1889, því
að keisarinn vildi svo vera láta, og mun
það fágætt, að einvaldar hafiþannig ótil-
knúðir fengið almenningi hlutdeild 1 völd-
unum. Það er enginn efi á, að Mutsuhito
Japanskeisari er einhver hinn allra merk-
asti þjóðhöfðingi þessara tíma, sannarlegt
stórmenni, er mikil saga verður rituð um.
Ættfeður hans hafa setið að völdum í
Japan full 2300 ár eða slðan á 7. öld f.
Kr., en frá því á 16. öld (1585) og þang-
að til Mutsuhito kom til valda, voru öll
veraldlegu yfirráðin í höndum höfðingja
þeirra, er »taikunar« nefndust, svo að
»mikadóinn« var ekki stjórnandi landsins
nema að nafninu. En Mutsuhito steypti
hinum síðasta »taikun« af stóli 1868, og
flutti aðsetursstað sinn til Jedo, (er nú
heitir Tokio), en áður hafði »mikadóinn«
haft aðsetur sitt í Kioto.
„Ceres“
kom hingað í morgun frá útlöndum.
Hafði, eins og áætlað var, komið við á
Austfjörðum í 5 stöðum, og flutti hingað
marga farþega þaðan (70—80), þar á með-
al voru Jóhannes Jóhannesson sýslumað-
ur, D. Östfund prentsmiðjueigandi (alflutt-
ur hingað), séra^Ijörn Þorláksson á Dverga-
steini, Þorsteinn Gíslason ritstjóri, séra
Jón Jóhannessen aðstoðarprestur frá Kol-
freyjustað o. fl. Með »Ceres« kom póst-
flutningurinn úr »Scotlandi«, er hafði ver-
ið sendur í leið fyrir hana til Leith. Frá
Leith kom Garðar Gíslason verzlunarum-
boðsmaður og frá Kaupm.höfn Sigurður
Eggerz cand. jur.
Íslenzki bankastjórinn
við nýja bankann er nú loks ákveðinn
Sighvatur Bjarnason, bókari við
landsbankann, og verður ekki annað sagt,
en að valið hafi þar lent á mjög vel
hæfum manni. En landsbankinn missir
hinsvegar góðan starfsmann, þar sem Sig-
hvatur er, og vandfenginn maður honum
jafnfær í bókarastöðuna þar. Mælt er,
Páli Briem amtmanni sé boðin einskon-
ar fulltrúastaða við nýja bankann eða
eitthvert þesskonar starf, en allt er óvíst
um það enn.
Embsettispróf i lögum
við háskólann hafa tekið: Magnús
Jónsson (frá Úlfljótsvatni) með 1. eink-
unn (125 stig), og Tómas Skúlason
með 1. eink. (123 stig).
Fyrri hlutann í læknisfræði hefur Jón
Hjaltalfn Sigurðsson tekið með 1. eink.
Mannalát.
Hinn 6. f. m. andaðist á Akureyri
Ingibjörg Torfadóttir forstöðukona
kvennaskóla Eyfirðinga. Hún var dóttir
Torfa Bjarnasonar skólastjóra 1 Ólafsdal
■ og fædd á Þingeyrum 14. apríl 1865.
Hún var menntuð kona og vel að sér ger.
Fórst henn stjórn skólans og kennsla öll
mjög vel úr hendi.
Nytt félag,
er nefnist »Áburðarfélag Reykjavíkur«
var stofnað hér í bænum 22. f. m., sér-
staklega fyrir forgöngu Tryggva Gunnars-
sonar. Er tilgangur þess félagsskapar, að
hagnýta allskonar áburð, sem nú er lát-
inn fara forgörðum, láta hreinsa salerni
bæjarbúa, hirða slor og þara úr fjörunni
o. s. frv. Er þetta fyrirtæki ekki að eins
arðvænlegt, heldur jafnframt mjög gagn-
samlegt, ef það getur leitt til þess, að
efla þrifnað og hollustu í bænum, eins
og ætti að verða. Félag þetta er hluta-
félag og hver hlutur 25 krónur. Hafa
undirtektir manna hér 1 bænum verið ó-
venjulega góðar, svo að 1 félagið eru nú
þegar komnir 80 manns af öllum stéttum
með 160 hlutabréfum alls. í stjórn þess
eru : Tryggvi Gunnarsson (formaður), Jón
Þórðarson kaupm. og Magnús Blöndal
snikkari.