Þjóðólfur - 11.03.1904, Qupperneq 2
42
Sj ó n Ieikar.
Sunnudagskveldið 6. þ. m. lék »Leik-
félag Reykjavíkur« nýjan leik, er nefnist
»Ambáttin« eptir Ludvig Fulda, þýzkt
skáld, höfund leiksins »Hin týnda Para-
dís«, er Leikfélagið hefur leikið fyrir nokkru
og þótti mjög góður. Menn væntu sér
því mikils af þessum nýja leik. En ætlun
vor er, að vonir margra hafi til muna
brugðizt. Leikur þessi, »Ambáttin«, stend-
ur »Paradísinni« langt að baki. Ö!1 bygg-
ing hans er miklu lausari, efnið veiga-
minna og ógeðfelldara og hegðun og hug-
arfar persónanna flestra ekki sem allra
bezt. Skárstur frá skáldsins hendi, (auk
gömlu madömu Kolb), er Lucas bygginga-
meistari. Hann á að vera göfugmenni,
en göfugmennska hans er raunar, þá er á
allt er litið, sprottin af því, að hann er
bálskotinn í frú Eugeníu Waldeck, konu
vínsalans, enda lætur haq£ ekki á því
standa að biðja hennar, undireins morg-
uninn eptir, að hún stökk burt frá manni
sínum. Hefði það virzt viðkunnanlegra,
að hann hefði þó frestað því ögn lengur
hennar vegna. Ástríki það, er frú Waldeck
hefur á Káthe dóttur byggingameistarans,
— en hann er ekkjumaður, — er og ekki,
sem eðlilegast út af fyrir sig, nema það sé
skoðað í sambandi við vináttu föður henn-
ar og frúarinnar. Skáldið hefur smeygt
barninu þarna inn, til þess að smíða með
því brú milli þeirra, en það var óþarft.
Annars á frú Waldeck að vera aðalhetj-
an í leiknum, og með henni á hann að
standa og falla. Leikurinn á að sýna
kúgun konu í hjónabandi, hvernig mað-
urinn gerir hana að ambátt, deyðir vilja-
líf hennar og sljófgar sálargáfur hennar
með harðneskjulegri viðbúð og ónærgætni,
en varast þó að láta bera á því, svo að
aðrir sjái eða veiti því eptirtekt. Leikur-
inn á að færa mönnum heim sanninn um,
að ekki sé allt sem sýnist f hjónabandinu,
er geti verið mjög ófarsælt, þótt óviðkom-
andi mönnum sé ókunnugt um, og við
allsnægtir sé búið. Jafnframt á leikurinn
að sýna, hversu erfitt sé fyrir konuna að
fá skilnað, ef ekki sé að ræða um mis-
þyrmingar eða hjúskaparbrot frá mannsins
hálfu, og að lögin séu ósanngjörn í þeim
efnum, að hafa kröfurnar til skilnaðar
svo takmarkaðar, og bandið ekki rýmra
eða lausara. Og leitast skáldið við að
vekja hluttekningu áhorfendanna fyrir þess-
ari skoðun frá mannúðarinnar sjónarmiði,
þar sem konan verður að þola andlega
(og líkamlega) kúgun af mannsins hálfu í
hjónabandinu. En leiknum er svo háttað,
að vafasamt er, að skáldinu takist að hrífa
almenning með sér í þessu. Jafnvel sjálft
kvennfólkið, sem skáldið gerist þó tals-
maður fyrir, er ekki neitt sérlega hrifið
af honum, þykir þar kenna ofmikillar laus-
ungar frá hálfu karla og kvenna til þess
að geðjast að honum. Nægir f þeim efn-
um að benda á Steffens veitingamann og
konu hans, sem hvort fyrir sig virðist ganga
sfnar götur í ástamálum, og sérstaklega
virðist frú Steffens mjög »emanciperuð«
í þeim efnum, vill fá beintloforð affriðli
sínum dr. Ebeling, að hann kvongist henni
undireins og hún skilji við manninn, en
er hann hikar við að lofa því og þykist
nógu langt kominn í ástabrallinu við hana,
lætur hún það mál niðurfalla, og er kyr
hjá manni sínum. Hún getur alls ekki
skilið í því, að frú Waldeck hafi hlaupið
burtu frá manni sfnum af öðru en því,
að hún hafi verið skotin í öðrum, ogþeg-
ar frú W, neitar því, þykist hún ekki skilja
það og ávítar frú W. fyrir flónskuna.
Waldeck vínsali virðist og heldur ekki
vera neitt »dyggðamunstur«, en gætir sín
nokkurnveginn. Gömlu hjónin, foreldrar
vínsalafrúarinnar, eru mestu heiðurshjón,
en nokkuð einföld. Leikurinn endar á
því, að Lucas byggingameistari og vínsala-
frúin, sem ekki getur fengið skilnað frá
manni sínum, ákveða að strjúka burtu
saman með Káthe, og er þannig höggv-
inn en ekki leystur hjá skáldinu þessi
hjónabandshnútur, sem bindur konuna
nauðuga við mann þann, er hún getur
ekki elskað eða virt.
Að því er leikendurna sjálfa snertir,
hefur þeim opt tekizt betur en í þetta
sinn, og leikurinn er yfirleitt leikinn í
lakara meðallagi. Hlutverk það, er Kr.
Ó. Þorgrímsson hefur fengið (Waldeck
vínsali), er honum öldungis ofviða, en
það er afarmikið undir því komið, að
leikur hans takist vel, engu síður en frú-
arinnar, er frú Stefanía leikur alllaglega,
en engin ný tilþrif voru þar; það var eins
og maður kannaðist við það allt fyrirfram,
vissi hvernig hljóðfallið mundi verða í
röddinni og svipurinn á andlitinu, eptir
því hvernig orðin lágu. Bezt tókst það,
er hún ætlaði að slíta sig úr höndum for-
eldra sinna til að fyrirfara sér, og þá er
hún féll á kné fyrir Lucas og þakkaði
honum. En hlutverk þetta er líka tnjög
erfitt. — Gömlu konuna, madömu Kolb,
lék frk. Gunnþórunn Halldórsdóttir af-
bragðsvel, svo að henni hefur sjaldan bet-
ur tekizt. Þar var allt svo eðlilegt, ekk-
ert of eða van, eða öðruvísi en vera átti
í góðum leik, enda munu naumastgeta
verið skiptar skoðanir um það. Maður
hennar, gamli Kolb (Friðfinnur Guðjóns-
son) hafði ágætt gerfi og það var því á-
nægja að horfa á hann á leiksviðinu, en
hann var of unglingslegur í röddinni og
of drengjalegur og snar í snúningum af
jafngömlum manni, enda þótt Kolb eigi
sjálfsagt að vera fremur kvikur í hreyfing-
um eptir aldri. En Friðfinnur gerði hann
um of sprækan og fasmikinn í látbragði
og tilburðum öllum. — Þær systurnar Ind-
riðadætur höfðu fremur létt hlutverk, og
Guðrún lék fremur laglega og krakkalega,
en Lára miklu síður. Þótt hún eigi að
sýna léttúðuga, kærulitla konu, tók hún
sér hlutverkið heldur létt. Það var eins
og það kæmi henni lltið við. Það vant-
aði að minnsta kosti »sál« í leik hennar,
en frú Steffens á nú sjálfsagt líka að vera sál-
arlítil hjá skáldinu.— Hr. Árni Eiríksson
var ekki fullkomlega vaxinn Lúkasi. Hann
þarf og að breyta meir gerfi sínu, en hann
gerir vanalega. Það blekkir áhorfendurna
Og hylur margar misferlur hjá leikandan-
um. Þeir Jens Waage og Jón Jónsson
höfðu fremur góð gerfi, en því miður of-
lítið að gera á leiksviðinu, svo að leik-
listar þeirra gat ekki notið að neinu ráði.
Það er ekki óskemmtilegt að horfa á
leik þennan, og það getur vel verið, að
fólk sæki hann nokkuð sér til dægrastytt-
ingar, en andlega nautn veitir hann frem-
ur litla.
Farganið í ,Norðuriandi‘
út af lærða skólanum, er ekki að eins
nauða skoplegt, heldur jafnframt mjög van-
sæmandi fýrir íslenzka blaðamennsku. Það
er skoplegt, að sjá ritstjórann fylla hvert
blaðið á fætur öðru með sögusögnum um
skólann úr flokksblöðum hans hér syðra,
skoplegt að sjá hann himinlifandi affögn-
uði yfir því, að persónulegum óvildarmanni
hans, rektor B. Ólsen, hafi verið gerð
ýms óþægindi af óhlýðnum skóladrengj-
um, og það er jafnframt þetta, sem vér
verðum að telja vansæmandi fyrir íslenzka
blaðamennsku: að láta persónulega óvild
og pólitiska hlutdrægni skína svo ljóslega
út úr æsingagreinum »Norðurlands« um
þetta mál, eins og ritstj. þess gerir. Allur
vaðallinn í blaðinu er elckert annað en
meira og minna dularklædd persónuleg
árás á rektor, og til þess að reyna að
ná sér niðri á honum, er eytt fullum 8(1)
dálkurn í síðasta blaði þess, 20. f. m. Það
var naumast að hnffur ritstjórans komst í
feittl Það var blessunarlegur ræðutexti
fyrir hann, þetta. Hann getUr látið Pál
hvfla sig á meðan. En það má búast
við, að hann þurfi líka að leggja orð í
belg um þetta, og að þeir Einar skiptist
á um moksturinn fram á sumar að
minnsta kosti.
Það er hraparlegur misskilningur að
fmynda sér, að ólag það, sem verið hef-
ur í skólanum í vetur, en nú bryddir lítið
á, sem betur fer, muni geta lagazt með
því, að blöðin flytji hverja æsingagrein-
ina á fætur annari, eins og valtýsku blöð-
in hafa gert, og gefi piltum undir fótinn,
að stjórn skólans eigi í raun og veru að
vera eins há og lág, eins og þeim þókn-
ast, þeir séu herrarnir. Það er þessi háska-
lega villukenning, sem gægist út úr »Norð-
urlandinu« alstaðar. Það vill láta byrja
á því, að víkja rektor frá, og heimtar að
»stjórnin tafarlaust geri það kunnugt*
(líkl. ritstj. N.l. fyrst og fremst!!), og segir
að þá megi ganga að því vísu, að »allar
róstur falli niður, það sem eptir er af
skólaárinu*. Nú. En næsta skólaár?
Ja, þá kemur röðin að einhverjum kennara,
sem næst rektor er þá f mestri ónáð
»Norðurlands«-klíkunnar (valtýsku klík-
unnar) og mestur pólitiskur andstæðingur
hennar. Þá er ekki annað en hleypa pilt-
um á hann og prédika svo, að allt verði
gott, ef hann fari, heimta það vegna vel-
ferðar skólans(l) Og svona koll af kolli,
þangað til skólinn í augum klíkunnar er
orðinn hreinn hátt og lágt, pólitiskt ein-
litur og hvítfágaður. Þá er víst lokíð stór-
þvottinum á skólanum, sem sum blöð eru
ávallt að tala um.
Það dylst víst engum, að ólag það,
sem brytt hefur á f skólanum í vetur,
hefði brátt lagazt, ef ekki hefði verið
gerður svo mikill blástur úr því í fyrstu
af sumum blöðum, blástur, sem stóð í
sambandi við stjórnarbreytinguna, til þess
gerður að skapa nýju stjórninni erfiðleika,
og fá einhverja átyllu til að koma henni
í vanda. Og til þess að blása upp þessa
bólu, sem hefði getað hjaðnað niður af
sjálfu sér, eru svo engin meðul spöruð.
En óskammfeilnastar eru þó aðfarir »Norð-
urlands« í þessu, eins og við mátti bú-
ast eptir hugarfari og fornum velvildar-
þokka(!) ritstjórans gegn rektor. Og ritstj.
gengur jafnvel svo Iangt, að hann blygð-
ast sín ekki fyrir að gera skop að því, að
rektor hefur tekið sér þetta nærri, já, meira
að segja svo nærri, að heilsa hans, sem
aldrei hefur verið hraust (hann var brjóst-
veikur á yngri árum) hefur orðið lakari
en áður við þessa reynslu, og þessar stöð-
ugu óviðurkvæmilegu persónulegu árásir,
er hann hefur orðið fyrir út af þessu hjá
mótstöðumönnum sínum. Það er ekkert
skemmtilegt fyrir mann á fullorðins aldri,
að sjá þá starfsemi, sem hann hefur helg-
að alla sína krapta, allt sitt starfsþrek og
allan sinn áhuga svívirta af persónulegri
óvild, pólitisku hatri eða öðrum litlu betri
hvötum af mönnum, sem skortir bæði
þekkingu og góðvild til að skoða hlutina
í réttu ljósi og unna þeim manni sann-
mælis, er með stakri samvizkusemi, trú
og dyggð hefur gegnt vandasömu og erf-
iðu starfi ( þjónustu ættjarðarinnar. Og
það hefur dr. B. Ólsen sannarlega gert.
Hann hefði feginn viljað fægja hvern flekk
af skólans skildi. Sómi skólans hefur
verið honum fyrir öllu, og þvíhefurhann
tekið sér nærri, að nokkur blettur kæmi
á hann. Og svo ættu þakkirnar fyrir langa
°g dygga þjónustu að vera þær, að koma
rektor burt frá skólanum!! Misskilning-
urinn liggur allur 1 því, að ólagið, sem
verið hefur, sé rektor að kenna. Því fer
harla fjarri. Orsakirnar til þess liggja
annarstaðar, hafa aðrar rætur, sem liggja
dýpra, og eru miklu athugaverðari og
ískyggilegri fyrir framtíð skólans en marg-
ur hyggur. Hefur sumra verið getið áður,
en sumra ekki, og verður ekki getið að
svo stöddu, því að Þjóðólfur hefur aldrei
viljað gefa tilefni til neinna æsinga í þessu
máli, eins og sum önnur blöð. En svo
mikið er víst, að breytingin til batnaðar
verður að koma innan að, frá piltunum
sjálfum, en ekki með neinu stjórnarvald-
boði, eða gersamlegri skólastjórnarbyltingu,
eins og »Norðurland« er að fimbulfamba
um með þessu venjulega flágjallandi mál-
æði sínu og merglausu málalengingum.
Skipstrand.
Gufuskip Thorefélagsins »Scotland«,
er fara átti frá Kaupm.höfn 7. f. m. og
fór þaðan þann dag áleiðis hingað, strand-
aði að morgni 15. f. m. við Færeyjar,
3 vikur sjávar frá Þórshöfn. Heitir ey
sú Sandey, er skipið bar upp að. Var
það í dimmviðri og ósjó, og treystist
skipstjóri ekki að halda inn á Þórshöfn
kveldið áður, en ætlaði að halda sér við
úti fyrir um nóttina. En þess var ekki
nægilega gætt, að straumur og vindur bar
skipið, og um kl. 5 um morguninn kenndi
það grunns og grillti þá að eins fyrir landi
á Sandey. Við tilraun er 1. stýrimaður,
Kierck, gerði til þess að komast á báti 1
land með kaðal, drukknaði hann, því að
bátnum kvolfdi í lendingunni en félögum
hans 3 skolaði heilum á húfi á þurtland
með bátnum, er brotnaði í spón. Eptir
það gerði 2. stýrimaður, Egidiussen, til-
raun til áð synda í land með taug, en
gat ekki fótað sig í lendingunni og var
dreginn út aptur mjög aðframkominn. Þá
gátu hinir, sem í landi voru gert vart við
sig með því að kippa 1 taugina, er þeir
voru með, og var þá dregin önnur digrari
taug í land, og á henni voru allir skip-
verjar, 43 alls, dregnir í land, hver á fæt-
ur öðrurn, sitjandi í bjarghring, er rann á
hjóli eptir tauginni, er fest var efst 1 reið-
ann á skipinu annarsvegar, en um stóran
stein í landi hinsvegar. Var verið að
þessum flutningi 2 stundir. Þarsemskip-
ið bar að landi var brött hlíð, en vel fær.
Fóru skipverjar þegar að leita byggða og
skiptust í 3 hópa; var kafaldshríð enfrost-
lítið. Fann einn hópurinn byggð í eynni
austanverðri, er heitir í Skálavík, og var
3/4 mílu vegar frá strandinu. Var þáþeg-
ar farið að leita hinna, og fundust allir,
en höfðu sumir villzt. Sýndu Færeyingar
skipbrotsmönnum hina mestu gestrisni,
og komust þeir fám dögum síðar til Þórs-
hafnar.
Islenzkir farþegar, er með »Scotland«
voru: Björn Kristjánsson kaupm., Björn
Jónsson ritstj., Pétur Ólafsson kaupm. frá
Patreksfirði, Guðmundur Oddgeirsson
verzlunarm., Elís Magnússon verzlunarm,,
Arnbjörn Ólafsson frá Khöfn og þr(r sjó-
meun, komu hingað 5. þ. m. með norsku
gufuskipi »Víking« frá Haugasundi, er
kom til Færeyja 1. þ. m. en aðrir far-
þegar með »Scotland«, allir útlendingar,
sneru aptur til Skotlands og Kaupm.hafn-
ar, og til Leith var sendur póstflutningur, er
fara átti til Reykjavíkur, og náðist að
mestu leyti óskemmdur; sömuleiðis náðist
og farangur farþega. Allmiklar vörur
voru 1 skipinu og bjargaðist ^gitthvað af
þeim. »Scotland« kvað hafa verið vand-
að skip og vel hagað fyrir farþega. Er
óvíst, að Thorefélaginu takist að fá ann-
að jafngott skip bráðlega.