Þjóðólfur - 13.05.1904, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.05.1904, Blaðsíða 2
fögnuði. En nátttröllið er djöfullegt, þrung- ið af heipt og hatri, með krepptan höef- ann gegn lífsins sól. Þessi mynd ætti að höggvast í marmara. Þá er »Ógæ fan« — draugur, er sezt á lendina fyrir aptan ríðandi mann, og sligar hestinn (sbr. Þjóðsögurnar). Mynd þessi er að því leyti, sem hún er byggð á grundvelli þjóðsögunnar, einna síslenzk- ust« af myndum Einars, en »ógæfan«, hug- takið um lán og ólán, er vitanlega ekki frekar eign hinnar íslenzku þjóðar en annara. Enn er M i n n i s m er k i yfir S n o r r a Sturluson. Kona situr í öndvegi; það er Saga. Að baki hennar er afarstórt »Relief«, eða upphleypt mynd, er sýnir Skandinavíu, eða lönd þau, er Snorri reit um, og yfir þeim lslenzki fáninn. Til beggja handa hringa sig drekar miklirog girða svæðið fyrir framan Sögu. Minnis- merki þetta er afarstórt, og yrði mikil prýði hvar sem væri, í hverri stórborg1). En Reykvlkingar fá því miður líklega aldrei ráð til þess að reisa það. Ymsir myndhöggvarar og listfróðir menn hafa lokið hinu mesta lofsorði á minnismerkið. Auk þessara mynda hefur Einar gert margar aðrar, sem oflangt yrði upp að telja, eða geta nánar, t. d. »Útilegu- maðurinn«, »Re fsi n o rnin«, »Ský- strokkur i n n«, »Vökumaðurinn«, »Minnismerki yfir Færeyinginn Paul Nolsö«, er sýnir geisimikla hönd, sem heldur á bjargi, ýms »Relief« eða upphleyptar myndir, sem verið hafa á Charlottenborgarsýningunni, margar brjóst- myndir o. s. frv. En það er ein mynd eftir, sem ber þó höfuð og herðar að listmæti yfir önnur verk Einars — það er »M a ð u r og k on a «. Mynd þessi hefiir einnig verið nefnd »Ansvar og »Under Loven«; hún sýnir mann og konu, er krjúpa saman. Mað- urinn spennir greipar saman um brjóst konunnar, en hjún hallar sér að honum með unaðslegri blíðu, eins og hún hefði varpað öllum sínum áhyggjum upp á þennan sterka mann. Maðurinn er sterk- ur — andlega; það skín út úr svipnum alvöruþróttur, rétt eins og hann vildi segja: Hér er mér að mæta! — ekki með þótta, en með djúpri alvöru. Fyrst, er eg leit myndina, þótti mér bera of mjög á fangtaki mannsins, spenntu greipunum. En það fór af — eg gæti nú trúað þvf, að listamaðurinn hefði ein- mitt byggt myndina »yfir« þetta. Því optar, sem maður sér myndina, því meira felur greipatakið í sér — »konan er mfn«. ..... Yfir konunni hvílir draumadýrð og feg- urð, sem myndin ein getur lýst. Myndin er gerð í Rómaborg 1903. Þá þegar ritaði Aage Barfod, danskur mynd- höggvari langa grein um þessa mynd og »Útilegumanninn« f »Verdenspejlet«. Síð- an komst myndin á sýninguna í Vfnar- borg, listabænum mikla. Stóð hún þar á bezta stað sýningarinnar, umkringd og hálofuð af sýningargestunum dag eptir dag. Og það er eptirtektavert, að myrtd þessi, eptir útlendan og óþekktan byrjanda og áft nokkurrar utanaðkomandi »reklame« eða meðmæla, komst að á þessari lista- sýningu einhvers helzta listabæjar Norður- álfunnar. »Wiener Bilder«, »Wiener Illustrirte Zeit- ung«, Wiener Tageblatt*, »Magyar Polgar« — ungverskt — o. fl. o. fl. fluttu myndir og langar greinar um verk þetta. Sigur þess var að maklegleikum unninn, fyrir dómi hins helzta listalands í Evrópu. En í Danmörku er henni hafnað af 1) Það mundi svara að nokkru leyti til minnismerkis V. Scotts í Edinborg, en yrði hærra og miklu umfangsmeira. 7» dómnefnd Charlottenborgarsýningarinnar, sem verður opnuð nú í næsta mánuði 1 Aptur á móti vildi hún taka »relief« lítið, er Einar sendi með, en tók aptur, er hann sá hinni myndinni háfnað. Til skýringar þeim, sem ekki hafa haft kost á að kynna sér dómgreind þessarar nefndar um myndhögg, má geta þess, að Stephan Sinding, sá einasti danski mynd- höggvari, sem þekkist í útlöndum, og er vitanlega þeirra langmesti listamaður, sýnir ekki myndir sínar í Charlottenborg. Þeir höfnuðu og höfnuðu hverju»listaverkinu á fætur öðru, er hann sendi, svo sem »To Mennesker*, sem sumir Islendingar munu hafa séð á myndum, »Valkyrje« o. fl. »To Mennesker« er goðborið listaverk. Það var ekki að furða, þótt hannþreyttist; en þetta sakaði hann ekkert, því hann er vel efnaður. — Einar mun ætla sér að sýna mynd- ina annarstaðar, ef hann sér sér fært, kostnaðarins vegna1) Hvar er nú »Mæcenas« Islands — eða á það sér engan? 2%-04- Juvenis. Hlutabankinn og starfsmenn hans. Á fulltrúafundum bankaráðsins, er haldn- ir voru hér f bænum 7. og 9. þ. m., voru teknar ýmsar ákvarðanir um starfsvið þessa nýja banka, og starfsmenn þeir ráðnir til fullnustu, er bankastjórnin hafði valið. Á fundi þessum voru bankastjór- arnir E. Schou og Sighvatur Bjarnason, og meðstjórnandi þeirra eða lögfræðilegúr ráðanautur, Páll Briem amtmaður. Þar voru hinir 3 þingkosnu bankaráðsfulltrúar: Lárus H. Bjarnason sýsluraaður, Sigfús Eymundsson bóksali og Sigurður Briem póstmeistari, aUk ráðherrans, sem er sjálf- kjörinn formaður bankaráðsins. Hinir 3 útlendu bankaráðsfulltrúar sóttuekki fund- inn, en fólu ráðherranum og ísl. banka- ráðsfulltrúunum allar framkvæmdir og ályktanir fyrir sína hönd, og mun svo verða eptirleiðis, að ísl. fulltrúarnir ráði mestu eða nær eingöngu um fyrirkomu- lag og stjórn bankans f samráði við banka- stjórnina. Er Lárus Bjarnason skrifari í bankaráðinu, en Sigurði Briem hefur ver- ið falin endurskoðun sú eða eptirlit það við bankann, er bankaráðið samkvæmt reglugerðinni hefur heimtingu á. Hver bankaráðsfulltrúi hefur 1000 kr. árleg laun, auk ríflegra dagpeninga fyrir þann tíma, er þeir þurfa að vera að heiman, til að sækja bankaráðsfundi o. fl., séu þeir ékkí búsettir hér í Reykjavfk. Starfsmenn bankans eru þessir ráðnir: Gjaldkeri Þórður Thoroddsen héraðs- læknii- frá Keflavík með 2500 kr. árslaun- um -f- 300 kr. viðbót fyrir mistalningu. Bókari Sveinn Hallgrímsson (biskups) stúdent frá Kaupm.höfn með 1800 kr. árslaunum. Ritari Hannés Thorsteinsson Hand. jur. með 1500 kr. árslaunum. Aðstoðarmaður Jens B. Waage cand. phil. með 1200 kr. árslaunum. Laun bankastjóranna eru þannig: E. Schou 8,000 kr. árlega með 300 kr. hækkun á ári upp í 12,000 kr. Sighvatur Bjarnason 4000 kr. með 200 kr. hækkun á ári, allt upp í 5,400 kr. Páll Briem fær 2000 kr. árslaun. Ákveðið er, að Sighvatur gangi að öllu Ieyti í stað Schou’s, þá er hann er ekki viðstaddur. Afráðið er, að bankinn setji nú þegar á stofn útibú á Isafirði, Akureyri og Seyð- isfirði. Tilnefndir væntanlegir útibússtjór- ar eptir uppástungum bankastjórnarinnar: Helgi Sveinsson verzlm. á ísafirði, Þor- valdur Davíðsson kaupm. á Akureyri eða 1) Hun kemur á „Skandinavisk Udstilling". Síðari viðbót höf. Friðrik Kristjánsson kaupm. s. st. og Eyj- ólfur Jónsson klæðskeri á Seyðisfirði. Á Seyðisfirði og Akureyri hefur bankinn tekið að sér sparisjóðina á þeim stöðum, eir.n á Seyðisfirði og tvo á Akureyri. Og í sambandi við það samþykkti bankaráðið, að bankanum skyldi leyft að reka spari- sjóðsstörf utan Reykjavíkur, en alls ekki ’við aðalbankann hér, og bannað er til fulls, eða því sem næst, að bankinn láni gegn fasteignarveði. Skotið til bankastjórnarinnar, að forð- ast alla óeðlilega samkeppni við lands bankann, er skaða myndi baðar stofnan- irnar. Samþykkt var, að hvorki starfs- menn bankans hér eða útibússtjórar mættu skipta sér neitt af pólitík, öðruvlsi en greiða atkvæði, og bankastjórunum gefin vísbending um, að blanda sér ekki í póli- tiskar deilur, án þess að þingseta sé þeim þó beinlínis bönnuð. Yfirleitt má segja, að þessi fyrsti banka- ráðsfundur hafi tekizt vel, sem ekki mun sízt að þakka ráðherranum og skrifara bankaráðsins (L. H. B.) er orðfærði flest- ar tillögurnar. Virðist nú þegar lagður allgóður grundvöllur undir hagfellda starf- semi hlutabankans og friðsamlega sam- vinnu hans við landsbankann En ofsnemmt mun vera að spá neinu um það, að hve miklu gagni bankastofnun þessi muni koma. En svo mikið er víst, að það má teljast happ mikið, að stjórnmálaflokkur sá, er drepa vildi lands- bankann, hefur ekki fengið yfirtökin í hfutabankanum, því að það hefði orðið afaróheppilegt, og að llkindum enda stór- hættulegt. Óvfst er enn, hvenær hlutabankinn tek- ur til starfa, en líklega verður það ein- hvern tíma í næsta mánuði. Það kvað vera von á seðlnnum 31. þ. m. Frá ófriðnum hafa fregnir borizt um allmikla landor- ustu 1. þ. m. við Yalufljót á landamærum Kóreu og Mandsjúrísins hjá borg þeirri, er Kiu-lien-cheng heitir, og hafi Rússar farið mjög halloka, flúið í skyndingu lengra vestur og norður á bóginn (til Feng-huang- cheng). Tóku Japanar þar herfang mikið, einkum fallbyssur, og marga fanga, en sagt er að um 700 manns hafi fallið eða orðið óvigir af Japönum í þessari orustu, en um 8—900 afRússum. Japanar höfðu fall- byssubáta á ánni sér til hjálpar, og skutu þeir á virki Rússa á vesturbakka Yalu- fljótsins. Sagt er og að Rússar hafi.orðið að hörfa úr Antung, borg, er,. stendur all- skammt frá mynni Yalufljótsins,” og hafi þeir lagt eld í bæinn, áður en þeir fóru. En fregnir um öll þessi viðskipti eru ekki svo greinilegar enn, að á þeim sé byggj- andi í einstökum atriðum, en hitt er víst, að Rússar hafa farið ófarir ekki alllitlar í þessari fyrstu landorustú við Japana, er aukið hafa hernaðarfrægð sína allmjög við þessi síðustu afrek. „Vesta" fór héðan 10. þ. m. vestur og norður um land til útlanda. Með henni fóru ýmsir farþegar til Vestur- og Norðurlands, þar á meðal Páll Briem amtm. til Akureyrar, séaa Helgi Hjálmarsson á Helgastöðum, Einar Guðmundsson dbrm. frá Haganes- vík (áður á Hraunum) o. fl. „Ceres" fór til Vesturlandsins í fyrra dag, og með henni til Stykkishólms Lárus H. Bjarnason sýslumaður. Lausn frá prestskap hefur séra Arnór Árnason á Felli (Trölla- tunguprestakalli) fengið sakir heilsubrests. Mjög iskyggile'g óþrif í fénaði hafa komið fram í uppsveitum Árnessýslu nú fyrir skömmu, og eru menn hræddir um, að þau eigi eitthvað skylt við norðlenzka kláðann, sem því miður er mjög hætt við, því að fé úr uppsveitum Árnessýslú hefur samgöngur við norðlenzkt fé í .afrétt á sumrum. Væri full þörf á, að fyrirskipaðar væru almennar íjárskoð- anir í efri hluta Árnessýslu, og dýra- læknirinn t. d. látinn kynna sér ástandið, því að erfiðara getur það orðið síðar. A3 minnsta kosti væri mjög áríðandi, að fá það sannað áþreifanlega, hvort óþrif þessi séu snertur af norðlenzka kláðanum eða ekki. Rödd. úr sveitinni. Úr Árnessýslu er Þjóðólfi ritað nýlega af mjög skynsömum og merkum manni: „Hinar ófyrirleitnu og hrottalegu árásir valtýsku blaðanna á hina nýju stjórn vora, og sérstaklega ráðherrann, mælast hér hvar- vetna mjög illa íyrir, og eru menn mjög gramir yfir slíku fargani, einmitt nú, þá er menn vonuðust eptir að fá að njóta í friði ávaxtanna at þessari stjórnarbreyt- íngu, sem eg verð að telja afarþýðingar- mikla, hvað sem hver segir. Eg er sann- færður um, að með þessum sífelldu illind- um og svlvirðilegu getsökum i garð hins góðviljaða og vinsæla ráðherra vors, ávinna frumkvöðlar þessa rógs ekki annaö en maklega fyrirlitningu allra góðra og sann- gjarnra manna, er sjá að þessi „spenning- ur“ móti stjórninni stafar af engu öðru en biturri gremju og vonbrigðum yfir þvi, að missa af völdunum. En illur grikkur eT gerður sinni þjóð með svona löguðu hátta- lagi, áður en stjórnin er farin að sýna sig. Virðist nógur tíminn að velta sér yfir hana, þá er það kemur í ljós, að hún hefur eitthvað verulegt til saka unnið. Og ekki bjuggnmst vér við, að annar þing- maður okkar mundi verða með hinum fyrstu í því, að fylla þennan æsingaflokk, eptir því sem honum áður hafa farizt orð. Eptir því sem eg hef haft spurn af fram- komu ráðherrans, síðan hann tók við stjórninni, þá heyri eg alla lofa ljúfmennsku hans og lítillæti, eins við alþýðu manna sem aðra, og það leggjum við almúgamenn- irnir mikla áherzlu á, enda mun það sann- ast, ef hr. Hafstein situr lengi að völdum, sem óskandi væri, þá mun hann ávinna sér méiri og meiri hylli lundsmanna, eptir þvf sem lengra líður. Og ekki fæ eg séð, að við hefðum haft nokkrum hæfari né heppilegri manni á að skipa í ráðherra- sætið á þessum tímum en honum. og fer eg þar eptir almannarómi, en ekki af neinni sérstakri kynningu við manninn. Hef eg ekki viljað láta þessa almennings- álits ógetið, af því mér gremst, ef óhlut- vöndum mönnum skyldi takast með ó- sannindum og æsingum, að spilla öllum árangri af stjórnarbót vorri. En sem bet- ur fer, mun það ekki takast". Mannalát. Hinn 23. f. m. andaðist að Kvígýndis- dal í Patreksfirði séra Magnús Gísla- son, fyrrum prestur í Sauðlauksdal, á 85. aldursári. Hann var fæddur á Helgafelli 23. des. 1819, og voru foreldrar hans séra Gísli Ólafsson, þá aðstoðarprestur hjá séra Sæmundi Holm, og kona hans Sígrlður Magnúsdóttir. Á 1. ári fluttist séra Magnús með foreldrum sínum að Sauðlauksdal, og átti þar síðan heimili um 60 ár. Hann lærði undir skóla hjá Ólafi Einarssyni Hjaltesteð, kom í Bessa- staðaskóla 1840, og útskrifaðist þaðan 1845 me^ bezta vitnisburði, vígðist þá undir eins í júním. s. á. aðstoðarprestur til föður sfns f Sauðlauksdal, fékk brauðið við uppgjöf hans 1852, en lét af prests-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.