Þjóðólfur - 27.05.1904, Síða 1
56. árg.
Reykjavík, föstudaginn 27. maí 1904.
M 22.
Túngirðingamálið.
Eptir Stefdn hreppstjóra Gudmundsson
á Fitjum.
IV.
(Síðasti kafli).
»N1.« hneykslast á eptirliti því, er
hreppstjórunum er ætlað að hafa með
girðingunum. Sjálfsagt hefðu þeir þegið
að vera undanþegnir þeim starfa. En
eg hygg, að sá sem á annað borð girðir
tún sitt, muni sjá úm að halda girðing-
unni í gripheldu standi, enda er líka
ætlazt til, að girðingarnar séu teknar út
eins og önnur mannvirki, og lagt á þær
fyrir fyrningu og göllum; liggur þar í
hvöt til að halda þeim við. Annars hef-
ur verið um langan aldur notazt við
hreppstjórana til að hafa á hendi engu
vandaminni störf 1 þarfir þjóðfélagsins,
og það fyrir litla borgun aðra en lítils-
virðingu af hálfu þeirra, sem betur þykj-
ast vita.
»N1.« nefnir mælingarnar og túngirð-
ingarnar tilraun til að grípa fram fyrir
hendur einstaklingsins, og telur það rösk-
un á öllum réttum reglum, að semja lög
á þeim grundvelli.
Hvernig blaðið fær þetta út, sé eg
ekki.
Alþingi kemur og segir við bændur:
ef þ i ð viljið girða túnin ykkar, skal eg
lána ykkur efni til þess, ef þið borgið
XU verðs strax, hitt megið þið hafa að
láni í 41 ár, gegn því að borga f vöxtu
og afborgun 5% á ári, en þá er skuld-
inni lokið. En eg áskil, að efnið sé not-
að til að girða túnin, og að það sé svo
vandlega gert, að full vörn sé f. Eg læt
hreppstjórana líta eptir þessu.
Þetta er nú öll »tilraunin« til að búa
fyrir einstaklinginn, öll röskunin á rétt-
um reglum, sem »N1.« gerir svo mikið
veður úr.
»N1.« áfellir hér næst fylgismenn tún-
girðingamálsins fyrir hlýulftinn hug til
búnaðarskólanna, sérstaklega Hólaskóla,
og segir að aðrar þjóðir leggi mesta rækt
við mannsandann, af þvf þær viti að
þegar þekkingin sé fengin komi verklega
framkvæmdin af sjálfu sér.
Þetta er nú rétt í það heila tekið, þar
sem menntaskilningur þjóðanna er kom-
inn í rétt horf. En mundi þessi leið
ekki þykja nokkuð seinfarin í sumum til-
fellum, er ráða þarf bætur á því sem af-
laga fer?
í lögum um útrýming fjárkláðans, er
gert ráð fyrir, að varið sé 200 þús. kr.
til útrýmingar hans. Þar er fyrirskipað
að baða allt fé á íslandi, sjúkt og heil-
brigt. Skal það gert af mönnum skip-
uðum af valdsstjórninni; féð skal hafa
inni 8—14 daga eptir baðið o. s. frv.
Hversvegna mátti nú ekki bíða með
þetta, þangað til þjóðin var orðin svo
menntuð, að þessi sem aðrar verklegar
framkvæmdir kæmi afsjálfu sér, og verja
þá heldur þessum 200 þús., til að mennta
hana? Og er hér ekki f langtum frek-
ara mæli verið að búa fyrir almenning
og einstaklinginn en í hinu fallinu? Og
hversvegna er allt þetta gert?
Já, til að firra fjáreigendur skaða þeim,
er þetta aðskotadýr, kláðamaurinn, veld-
ur, eða að koma í veg fyrir þau afnota-
spjöll, sem kláðinn veldur.
Þessi aðferð er lofuð og þykir sjálf-
sögð. Þó fær landssjóður ekki aptur
einn eyri af því fé, er hann leggur fram
í þessu skyni, nema hina makalausu
80 kr. eirpotta, sem hann fær að sitja
uppi með eins og eitt »monument« um
handvömm Norðlendinga og Austfirð-
inga.
Hver er svo meiningin með túngirð-
ingalögunum ? Nákvæmlega sú hin sama,
sem með kláðalögunum: sú, að firra
þjóðina skaða þeim, er girðingaleysið
veldur.
En það er ekki gert með neinu vald-
boði, sá er munurinn, nema ef telja skyldi,
að stjórnin lætur mæla umfar túna til að
fá vissu um, hve mikið girðingarefni þarf
í raun og veru; og landssjóður á að fá
alla sína peninga aptur með vöxtum.
Hafi nú ekki mátt bíða með að firra
þjóðina skaða þeim, er fjárkláðinn veld-
ur, unz þjóðin verður orðin svo menntuð,
að hún gerði það án lhlutunar, þá sé
eg ekki að fremur mætti bfða, að koma
í veg fyrir þann skaða, er girðingaleysið
veldur; því sannarlega er sá skaðinn
mikið meiri, að minnsta kosti á Suður- og
Vesturlandi, en sá, er kláðinn veldur.
Nei, við megum ómögulega bíða með
að bæta úr því, sem við höfum föng á
að geta bætt úr, með þeim skilyrðum
sem fyrir hendi eru. •
Hið eina, er eg get að nokkru leyti
fallizt á hjá »N1.« er, að afborgunartím-
inn —41 ár— sé of langur. En það er
ekki flutningsmönnum málsins að kenna,
heldur andvlgismönnum þess. Flutnings-
mennirnir ætluðust til, að fé það er til
girðinganna er lagt yrði lánað til 30 ára
með 4°/o vöxtum, en félli þá niður. Eg
sé ekki, að það hefði verið neitt viðsjár-
verðara, þó landssjóður hefði lagt fram
án endurgjalds þessi 500 þús., heldur en
að hann leggur fram fé til samgangna
án þess að fá nokkuð í staðinn, að eg
ekki nefni eptirlaunin, sem fara með sín-
ar 80—90 þús. á hverjum 2 árum.
Eg tel óefað, að þeir sem vilja og geta
megi borga girðingalán sitt á svo stutt-
um tíma, sem þeir vilja jafnvel út í hönd,
þó ekki sé um það rætt í lögunum.
Annars hefur langur afborgunarfrestur
verið talinn fremur hagræði en hitt; og
að vísu gerir hann fátækum hægra fyrir.
En að girðingarnar verði orðnar ónýtar
eptir 15—20 ár er alveg ósannað. Eg
þekki 30 ára gamlan vír sléttan að vísu,
sem ekki sér á. Að stólparnir verði svo
fljótt ónýtir nær engri átt; ef þeir eru
úr nægilega deigu járni geta þeir enzt
afarlengi, og þeir eru að minnstakosti lj3
virði af því er öll girðingin kostar. Eg
þekki 50 ára gamlar járnstangir óryð-
varðar, sem úti hafa staðið, ofan jarðar
þó, sem ekki eru ryðslitnari en fyrir 30
árum, er eg man fyrst til; hve lengi munu
þá endast stangir með góðri ryðjverju
(»galvaníseringu«) ef séð er fyrir því, að
þær ekki verði fyrir áhrifum sjáfar eða
salts, því það leysir upp ryðverjuna.
»N1.« heldur, að þeir er taka við göll-
uðum girðingum við ábúendaskipti verði
óánægðir, að taka á sig afborgunina til
landssjóðs. Blaðið gleymir að við ábú-
endaskipti á að leggja á girðingarnar
fyrir fyrningu, eins og öll önnur mann-
virki á jörð. Tel eg því litlar líkur til,
að landsstjórninni þætti sanngjarnt að
gefa upp eptirstöðvar girðingaskuldar; og
þó svo færi, væri það tilvinnandi fyrir
að hafa fært þjóðinni heim sanninn um
um, hvflíkt dýrmæti er að hafa girtland.
»N1.« segir — mér skilst, ítilefni af á-
kvæðum um viðhald girðinga — að óvfst
sé, að eptir 20—40 ár detti nokkrum 1
hug, að girða með vír; þá gæti verið
fundin margfaldt hentugri girðingarefni. —
Við byggjum brýr og vegi 1 ár og að
ári, og skipum viðhald á þeim. En eins
vel getur skeð, að eptir 20—40 ár fari menn
allra sinna ferða í loptinu, eður með allt
öðrum farartækjum en nú þekkjast; þó
mundi þykja lítið vit, að hætta allri vega-
gerð, í þeirri von.
»N1.« þykir það »frámunalega ósann-
gjarnt« ákvæði í lögunum, að ef leigu-
liði, sem girt hefur, jafnvel á móti vilja
jarðareiganda, getur ekki staðið í skilum,
þá skuli jarðareigandi skyldur að borga
vexti og afborgun.
Skratti væri það nú bágt, þó jarðníð-
ingurinn, sem ekki vill að leiguliði hans
vinni jarðabót á eigin kostnað, til að
tryggja honum enn betur leigurnar af
kotinu, — já, ansi væri það hlálegt, þó
hann yrði að verja eins og smjörfjórð-
ung á ári, til að borga fyrir það!
Mér dettur í hug karlinn, sem bannaði
drengnum sínum, að slétta nokkrar þúf-
ur í varpanum, sem nærri voru búnar að
hálsbrjóta karlinn, hvert sinn sem hann
sté út af hlaðinu.
Þó nú að einhverjir agnúar reynist á
túngirðingalögunum, er alltaf hægt að
laga þá. Við erum ekki kunnir að því
að vera tregir að breyta lögum.
Eg læt hér staðar numið, þó að ýmsu
leyti mætti fara nánar út í ummæli blaðs-
ins. Mér þykir hlýða að mótmæli kæmu
frá einhverjum þeim, er þykir túngirð-
ingalögin þörf og hagfeld, móti þeim
ummælum blaðsins, sem leitast er við að
færa rök fyrir, einkum þar sem blaðið er
að árétta þau með aðsendum klausum,
sem virðast vera eptir einhverja þá, er
ekki hafa fengizt við grasrækt, og því
munu naumast bera fullt skyn á málið.
Að lokum vil eg tjá flutningsmönnum
og öllum, er þá studdu, — eg vona 1
nafni allra þeirra, er af alvöru láta sér
annt um ræktun landsins, — þakkir fyrir
lög um túngirðingar.
Búðafoss í Þjórsá.
Búði hefur bág hljóð,
bylur opt f þeim hyl.
Sökum þess, að eg hef fyr og síðar
sitthvað einkennilegt heyrt af Búðafossi
og stöðvunum í kringum hann, hafði eg
opt hugsað mér, að skoða hann og lands-
lagið við hann; fór eg þangað suður eptir úr
Skaptholtsréttum næstl. haust, ásamt bænd-
unum Ólafi Jónssyni í Geldingaholti og Sig-
fúsi Sigurðssyni á Stóra-Hofi. Sigfús er ágæt-
lega kunnugur stöðvum þessum, enda er
fossinn í landareign hans. — Það, sem
vakti eptirtekt mína, þegar kom suður á
heiðina og fórum að nálgast Þjórsá, voru
hinar mörgu djúpu, grasgrónu götur, sem
virtust allar liggja í áttina að Búða eða
þar í kring.
Fossinn liggur á afskekktum stað aust-
arl. við Hofsheiði. Ekki sést hann fyr,
en að honum er komið, mun af því stafa,
hvað fáir koma þar að nú á dögum. Við
komum þangað kl. 2 e. m. og dvöldum
þar í fulla 2 tfma. Það var fegursta veð-
ur, logn og blíða og útsjón hin ákjósan-
legasta.
Þjórsá fellur þarna vestur af nokkurn-
veginn jöfnum bergstalli á milli Búðabergs
að norðan og norðurenda Arness að sunn-
an, það endar þar í þverhnfptum bratta,
þar er há varða á horninu. Fossinn er
í 5 greinum, standa klettar og flúðir upp
á milli greinanna. 4 þeirra falla beint
niður af stallinum ofan í iðuna, en 5.
kvíslin er við Búðaberg, sem er lang vatns-
mest; fellur hún niður háan snarbratta.
Þessar allar tilbreytingar gera fossinn að
mun fegurri og áhrifameiri. Stórkostleg
björg hafa fallið úr berginu. Gengum við
niður brekkuná að fossinum og settumst
á eitt þeirra; fengum við í sogunum drjúg-
an vatnsýring framan á okkur úr iðukast-
inu. Það var stór og áhrifamikil sjón, að
svipast um þarna, fyrst og fremst er vatns-
megnið ákaflega mikið, því þar er Þjórsá,
sem er ein af stærstu ám landsins, búin
að taka inn allar tekjur slnar, svo ber
hæð fossins og breidd hans eitthvað svo
þægilega fyrir augu áhorfenda, að maður
gleymir þeirri sjón ekki að sinni. Eg tel
það illa farið, að ekki mun vera til mynd
af Búðafossi, liggur hann þó þarna neð-
an frá mjög vel við til þess.
Fáir, sem heimsækja fossinn og sitja á
kletti þeim, er við stönsuðum á, munu
hafa svo sterk höfuð, að dvalið geti þar
stundarlangt, þvl svo lætur háttog trölls-
lega í vatnsþunganum og hinni hrikalegu
og geigvænlegu hringiðu, að svo þótti
okkur, sem bergið undir okkur skylfi með
köflum, enda heyrast dunur og hljóð foss-
ins mjög langt að, en mjög.er það mis-
jafnt. Kunnugir bændur, sem alið hafa
aldur sinn í Eystrihrepp hafa sagt mér,
að margir vissu fyrir veðurbreytingu ept-
ir þvl sem hljóð fossins heyrðist um sveit-
ina. Sú sögn fylgir einnig, að ef eitthvað
kvikt, menn eða skepnur, hefur' farizt í
Þjórsá fyrir ofan Búða, þá skili hann því
ekki aptur, og alkunnugt er, að ef viðar-
baggar hafa flotið af hestum á Nautavaði,
sem þar er skammt ofar, þá hefur hring-
iðan undir fossinum þvælt þá í sundur,
svo varla hefur urrnul orðið eptir.
Þegar svipast er þarna um eptir jarð-
lögum þeim, sem að liggja, sýnist bergið
ekki nærri vel traust til að standast þann
vatnsþunga opt með jakaburði, sem þarna
fer um, enda eru nokkrar líkur fyrir, að
fossinn hafi verið mikið öðruvísi fyr á
öldum. Hefur herra fornfræð. Br. Jóns-
son frá Minnanúpi reynt að skýra það
atriði 1 Arbók fornleifafél. árið 1894. Mér