Þjóðólfur - 27.05.1904, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.05.1904, Blaðsíða 2
86 var sagt af Hreppamanni, að eitthvað hefði hrunið úr berginu undir fossinum í jarð- skjálftunum 1896. Þó heyrði eg aðraBera á móti þvl. Ymsar getur hafa verið fyr og síðar leiddar að því, að Árnesið, sem nú er að kalla alveg áfast við austurland- ið, hafi verið fyr á tímum í samhengivið Búðaberg, og Þjórsá þá öll eða mikill, meiri hluti hennar runnið fyrir austan Árnesið, dragi Árnessýsla því nafn afnes- inu o. fl. Þegar litið er yfir ýmsa við- burði fyr á öldum, sem orðið hafa af gosum og jarðskjálftum frá Heklu, sem er þar allnærri t. d. gosunum 1294, 1300, í339 og 1510 fer margt að benda á, að áin hafi vel getað breytt sér og brotizt vestur fyrir norðan Árnesið og skilið það frá vesturlandinu; síðar en 1510 getur það varla hafa verið, þvl þá minntust ýmsar sagnir frá síðari öldum á það, en það gera þær ekki. Landslag við Búðafoss er fremur fallegt og einkennilegt, og mjög vel grösugt, eink- um fyrir vestan Búðaberg, útsjón þaðan góð til fjalla o. fl. Okkur var litið til hinna mörgu búðatópta, sem þarna eru á víð og dreif, (fossinn ber nafn af þeim, annað nafn mun ekki til vera). Þær eru, eptir frásögn Br. Jónssonar frá Minnanúpi, um 30, sjá uppdrátthans af þingstaðnum 1 Árbók fornleifafél. 1894. Ekki sá eg samt svo margar, en slíkt var ekki að marka; mfn ferð var ekki til að rannsaka það. Tætturnar eru misstórar, og sýnd- ust mér sumar þeirra ekki ýkja gamlar, þær stóðu á haldgóðum valllendisjarðvegi, fyrir því hafa þær haldizt svo vel. Aðr- ar eru blásnar upp, og liggur grjótið úr þeim 1 ónákvæmum breiðum, þó sést al- staðar móta fyrir hleðslulögum á einhverja hlið, hornsteinar auðþekktir sumstaðar o. fl. Fyrir fegurðar sakir og vegna annara staðhátta, hafa forfeður vorir valið sér þarna þingstað og hann allfjölmennan; það bendir stærð og fjöldi búðanna á, en hvenær á öldum þetta hefur verið og hvað lengi þing hefur staðið þarna, verð- ur allt erfiðara úrlausnar. Allar sagnir um fjórðungaþingin gömlu, sérstakl. vor- þingin, eru annaðhvort ónákvæmar eða svo fáorðar, að óvíða fæst fullvissa um hvað eina; grípur þetta þó helzt til vor- þinganna. Ýmislegt virðistbenda á, að þarna muni þing hafa byrjað litlu eptir að alþingi var sett á stofn á Þingvelli eða í kringum1) 930, og hafi þá verið haldin þar hin fornu vorþing (vikuþing). Aðrir geta sér til, að hér hafi verið sett á stofn eitt af hinum fornu fjórðungaþingum, sem Þórður gell- ir setti á fót í kringum 965, en hvort þessara þinga hefur verið þarna, gerir auðvitað minna til, en víst er um það, að þarna hefur það einhverntíma verið, og hæpið mun að álykta, að það hafi verið þarna lengur en til 7264, þar til landið komst undir Noregskonung, því úr því fór öll héraðsstjórn og þingskipun mjög að breytast; þó getur verið, að síð- ar hafi þarna nokkrar samkomur verið haldnar, en líklegt er, að farið hafi verið mjög að draga úr þeim eptir því, sem nær líður aldamótunum 1300. Ýmsir hafa getið sér til, að gengið hafi verið til dóma fram í Árnesið frá búð- unum, og rannsókmr síðari tíma t. d. Br. Jónssonar benda til, að dómhringur hafi þar verið fyrrum, önnur merki hafa ekki fundizt þar, sem nokkuð kveður að, enda er víða blásið upp. Fram í nesinu eru hólar, sem þann dag í dag eru nefndir »Þinghólar«. Nafn þetta, sem er vafalaust mjög gamalt, bendir til þingstaðar þarna fyrrum. Þrátt fyrir þetta virðist mér mjög 1) Þó má vel vera, að þarna liafi verið þing áður, og breytzt svo síðar í fjórðunga- þing eða vorþing, en þau hafa vafalaust verið þarna. torvelt að ímynda sér, að fornmenn hafi gengið ofan frá Búðabergi þarna fram í nesið. Hugsa eg að vegur sá sé allt að 3/4 úr mílu. Vjrðist mér það oflangur vegur frá þingstað til dómhrings. Eg felli nú af línum þessum, sem orð- ið hafa nokkuð fjölorðar um fossinn og tætturnar við hann; bæti því samt við um leið, að ef almenningur vissi af stað þessum, sem liggur sVo afskekkttir, og egið hefur að öðru leyti fjarri öllu um- tali síðari tíma, mundi Búði ennþá um margra ára tímabil fá margan sumargest- inn á bakka sína, og efa eg ekki, að mörgum mundi verða eins og mér, að lít- ast vel á hann oglandið í kringum hann. Ritað f apríl 1904. Á. Jónsson. Vatnsveita og eldsvoðaábyrgð. Þjóðólfur hefur ávallt haldið þvf fram, að allskonar ábyrgð, bæði lífsábyrgð, elds- voðaábyrgð á húsum og lausamunum m. fl. eigi að vera innlend. Utlend ábyrgðarfélög taka svo hátt ábyrgðargjald fyrir húsgögn — 6°/oo — að flestir vanrækja nú að vátryggja þau. Mjög kunnugur maður hefur sagt oss, að hér f Reykjavfk múni áttundi hver hús- ráðandi tryggja innanstokksmuni. Hvílíkt tjón, ef stórbruna bæri að hönd- um. Hér í bænum verða að 4 árum liðnum c. 2000 heimili og innanstokksmunir vafalaust 1000 kr. virði að meðaltali á hvert heimili. Það eru 2 miljónir. Kaup- menn hér í bænum hafa vörubirgðir sínar vátryggðar að staðaldri fyrir c. 1 miljón, og sú taia hækkar ár frá ári. Gerum 3 miljónir samtalt. 6%o af því er 18,000 kr. Utlendu félögin hafa gefið í skyn, að gjaldið mundi vafalaust verða fært niður, ef vatnsveita kæmi í bæinn. Utanlands er gjaldið af lausamunum 1—3%o. Ef vér fengjum gjaldið fært niður í 3°/°°> þá næmi sú niðurfærsla 9000 kr. á ári fyrir Reykjavík, ef allir innanstokksmunir væru vátryggðir, eins og ætti að vera. Annars má telja víst, að verðmæti innan- stokksmuna og vörubirgða sé mikiu meira en hér er talið. Þessi útlendu félög vita hvað þau fara, hafa reynsluna fyrir sér, reynslu fyrirþví, að brunahætta á lausamunum er miklu minni, ef vatni er veitt inn í götur og hús. En þá er líka minni áhætta að stofna innlend ábyrgðarfélög. Ganga mundi mega að því vísu, að danska félagið hækkaði ábyrgðargjaldið af húsunum, ef það kæmi fyrir, að mikill hluti af Reykjavík brynni. Gæti þá svo farið, að bæjarbúar yrðu að sæta engu minni afarkostum að því er vátryggingu húsa snerti, en þeir verða nú að sæta í tryggingu lausamuna sinna, sem eru öld- ungis óviðunanleg kjör, og hefur það í för með sér, að fjöldi manna vátryggir ekki, sem er afarmikið áhættuspil. Verkefni borgarafundarins á morgun verður aðallega að heyra undirtektir bæj- arbúa undir þetta vatnsveitumál, og fá, ef vel skipast, heimild fundarins bæjar- stjórninni til handa, að halda áfram undir- búningi þessa máls, og útvega áreiðan- legar áætlanir um kostnað allan og fyrir- komulag verksins, því að fyr en sú undir- staða er fengin, er ekki viðlit að byrja á því, eins og tekið var fram í Þjóðólfi sfð- ast. En auðvitað getur farið svo, þégar nægar undirbúningsráðstafanir eru gerðar og áreiðanlegar áætlanir um kostnaðinn alls liggja fyrir, að þá þyki óvinnandi vegur að byrja á fyrirtækinu að sinni, en því fer fjarri, að fé því, sem varið er til þessa undirbúnings sé á glæ kastað, því að það kemur þá að notum síðar, hve- nær sem tiltækilegt þykir að býrja á verkr inu. Þá þarf ekki að verja fé.til nýrra rannsókna og áætlana, með því að það undirbúnlngsverk er þá þegar unnið, og engar llkur til, að menn tfæti si’g á því síðar, ef það er að eins gert nógu ræki- Iéga og nógu samvizkusamlega 1 fyrstu, og að svo yrði, ætti bæjarstjórnin að sjá um, verði henni falið að halda undir- búningnum áfram, eins og sennilegt er, að gert verði. Ýkjurnar í vestheimsku flogritunum. Ósvifni vestanblaðanna. Það er gleðilegt til þess að vita, að augu snmra landa vorra vestanhafs eru farin að opnast fyrir hinni ósvífnislegu aðferð, sem beitt er í blöðunum vestra og sérprentuðum ritlingum, til að fleka fólk héðan af landi burt. Öllumerkunn- ugt, hvernig ísl. blöðin í Winnipeg hafa stöðugt róið að því öllum árum, að ginna fólk vestur, bæði með ósönnum sögum um vellíðan landa vorra þar, og þrotlaus- um ýkjum um landskostina í Kanada, samhliða níði um gamla Frón og alla hluti hér heima. Og Kanadastjórn hefur veitt blöðum þessum eða ritstjórum þeirra stórfé árlega til að senda góðgæti þetta 1 haugum gefins(I) heim til íslands. En mest hefur þó kveðið að ýkjum þessum í ritlingum þeim, er Kanadastjórn hefur beinlínis kostað sjálf, og látið dreifa hér um land allt. Það eru Manitobaritling- arnir alkunnu með vottorðum hinna og þessara Islendinga, karla og kvenna, sem vitanlega margir hverjir hafa verið keyptir til að segja það, sem stjórnin hefur lagt fyrir þá að segja. Og svo langt hefur verið gengið í ósvífninni, að landar ný- komnir að heiman hafa verið teknir með »tromfi«, myndir af þeim verið settar í blöðin og skýrt frá, að þeir hefðu grætt svo þtísundúm krónaj^skipti á fyrstu 2—3 mánuðunum, er þeir voru vestra. Þannig hlotnaðist t. d. þessi heiður Sveini tré- smið Eiríkssyni, er héðan fór úr Reykja- vík allslaus í fyrra vor. Hann var undir eins gerður að stóreignamanni á pappírn- um í »Heimskringlu«, mynd flutt af hon- um með voðalegu lofi um dugnað og gróða þessa innflytjanda, auðvitað til þess að blekkja menn hér heima, er þekkt 'nöfðu Svein þennan og vissu ástæður hans, er hann fórhéðan. F.n þar fór blaðið (»Heims- kringla«) nokkuð freklega í sakirnar. ís- lendingum vestra ofbauð þó svona löguð ósvífni, og ráku bull þetta ofan í blaðið. urðu um þetta deilur nokkrar, og kom þá í ljós, að allur gróði Sveins var fólg- inn í því, að hann hafði fengið lán til að koma sér upp dálitlu húsi í Winnipeg, en átti svo að segja ekki nokkurn eyrir í því, en blaðið hafði sagt að hann hefði grætt(l) húsverðið og meira til á rúmum 2 mánuðum. Það er svo sjaldgæft, að menn heyri Islendinga vestanhafs taka til máls þar 1 blöðunum gegn ósannindum þeim, er þau flytja, og er það alleðlilegt, því að slík andmæli komast þar auðvitað ekki að. En f deilum um gróða Sveins Eiríkssonar hefur þó einn nafngreindur landi vor, S(ig- urgéir) Stefánsson í Selkirk komið að í »Hkr.« 14. jan. þ. á. alleptirtektaverðri grein, og þykir oss rétt að birta lesendum vorum þann meginkafla hennar, sem er almenns eðlis og snertir hinar vestheimsku ýkjur yfirleitt. Grein þessi ber vott um meiri sanngirni, drengskap og velvildar- þel í rithætti, en vér hér heima eigum að venjast þaðan að vestan gagnvart landi voru. Og vér hyggjum, að ýmsir landar vorir hér heima hefðu gott af að íhuga greinarstúf þennan, ef vera kynni, að þeir sannfærðust um, hversu mikið er að marka vottorðin í vesturfaraflogritunum og gumið í vestanblöðumim. En greinarhöf. fara meðal annars svo orð: »Því er haldið fram, að ósannindi séu svo rótgróinn vani hjá sumum mönntim, að jafnvel þó þeir ætli að segja satt frá einhverju, þá blandi þeir meiri og minni ósannindum óafvitandi inn í allt, sem þeir segja frá, og það lítur út fyrir, að því sé svoleiðis varið með ritstj. ísl. blaðanna hérna; það lítur út fyrir, að andinnkomi yfir þá, þegar þeif eru að segja gróða- og sællífissögurnar af íslendingum í Kanada. Þessi gróðasaga ritstj. er álíka mikils virði, eins og ef ritstj. segði, að hver duglegur maður, sem til Yukon fer, geti orðið eða verði miljónaeigandi, af því fáir menn af öllum þeim þúsundum, sem til Yukon hafa farið, hafa orðið miljónaeig- endur. ■ Gulltekjan í Yukon hefttr skipt miljónum árlega, og þó er álit kunnugra manna, að meiri peningum hafi verið eytt til að fara þangað og leita og grafa eptir gulli, heldur en svarar öllu því gulli, sem þar hefur fundizt ennþá. Eða ef ritstj. segði, af þvf að B. L. Baldwinson fær $ 400 fyrir að sitja nokkra klukkutíma á dag á þingi 6—7 vikna tíma, þá geti hver duglegur maður fengið $ 400 jafn fyrir- hafnarlítið svona bara í hjáyerkum sínum. Þessu líkar eða á álfka grundvelli eru byggðar allar gróða- og sælllfissögurnar af Islendingum hérna. Ef ritstj. fsl. blað- anna vita af einhverju dæmi, ef einhverj- um hefur heppnazt að ná í góða stöðu eða fá sérstaklega góða uppskeru eða orðið fyrir einhverri heppni, þá er það óðar sett í blöðin; auðvitað er það rétt, ef ekki væri sá galli á, að það er æfin- lega sett fram og sýnt eins og það sé það almenna. Það er annars sízt að furða, þar sem bæði blöðin eru að nokkru leyti leigutól stjórnarinnar, og báðir ritstj. hafa verið innflutningsagentar stjórnarinnar, og vonast sjálfsagt eptir að verða það optar, ef þeir hæla landi og stjórn nógu mikið. Eg sé á sömu grein, að það er búið að semja nýjan lofgerðarbækling um land- ið, sem sendast á heim, það fá sjálfsagt ekki nema þeir útvöldu að sjá hann í þessu landi. Árið 1900 lét stjórnin, gegnum agenta sína, semja bækling og senda til Islands. I þennan bækling voru fengnir að skrifa þeir einir, er áreiðanlegir voru að skrifa að eins lofgerð; einn af þeim var Gestur Jóhannsson, þá til heimilis í West Selkirk. Eg ætla að þessu sinni að minnast á eitt atriði í grein eða ritgerð Gests. Gestur segir: »Islenzkur fiskimaður sagði mér, að gufubátur, sem hann vann á fyrir 5 — 6 árum sfðan, hafi á einunj degi fengið 11,500 af góðum hvítfiski, en orðið hafi þeir að fleygja svo þúsundum skipti úr þeim parti netanna, sem ekki var vitjað um daginn áður«. Til að sýna hvers virði þessi fiskisaga er, skal þess getip, að þann dag f dag er ékki til gufubátur, sem notaður er til fiskiveiða á Winnipsg- vatni, nógu stór til þess að rúma 11,500 hvítfiska, og þó hafa þeir þurft að taka á bátinn þúsundir, sem þeir fengu af skemmdum fiski, því samkvæmt fiskiveiða- lögum á Winnipegvatni er fyrirboðið, að fleygja nokkrum fiski í vatnið, heldur skal allur skemmdur fiskur flytjast í land. Eg er annars hissa ájjví, að fiskimaðurinn skyldi ekki, til þess að sykra söguna handa Gesti, segja honum, að þeir hefðu, eins og Pétur og félagar hans forðum, gengið frá skipi og veiðarfærum, þegar þeir sáu fiskimergðina. Það á vel hér við það, sem enskumæl- í andi menn segja, þegar þeir heyra stór-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.