Þjóðólfur - 27.05.1904, Page 3
87
kostlega lygasögu: »Þetta er svei mér
góð fiskisaga«.
Enn segir Gestur: »Einn nágranni minn
fékk um $ 200 í hreinan ágóða eptir
tveggja mánaða fiskiveiði á næstliðnu
sumri«. Þetta er alveg rétt, og það fengu
nokkrir fleiri fiskimenn álíka ttpphæð í
hreinan ágóða á sama tfma, en vel að
merkja, svo voru aðrir, sem fiskuðu á
sama tfma og í sömu veiðistöðum, sem
ekki fiskuðu nema rúmlega fyrir útgerð
eða tilkostnaði, og einn eða tveir, sem
fiskuðu ekki einu sinni nóg til að borga
fyrir útgerð, ef meðaltal hefði verið tek-
ið af tilkostnaði og því, sem fiskimenn
fengu í aðra hönd yfir þetta tveggja mán-
aða tímabil, þá hefði ábatinn orðið sára
lltill; og það var einmitt það, sem Gestur
átti að gera, ef hann hefði ætlað að segja
sannleikann, allan sannleika og ekkert
nema sannleika. En eg tel víst, að þetta
hafi verið vangá hjá Gesti, því hann er
enginn skrumari eða ósannindamaður.
Það hafa margir íslendingar stundað fiski-
veiðar, bæði vetur og sumar á Winnipeg-
vatni síðastliðin 25—30 ár, og þó hefur
enginn af þeim orðið ríkur, og mér er
óhætt að fullyrða, að enginn af þeim hef-
ur komizt það, sem hægt er að kalla í
góð efni. Eg er þessu kunnugur ogþekki
hávaðann af fiskimönnum persónulega, en
það væri ekki erfitt að segja syona glæsi-
legar fiskisögur af Islandi; eg veit nokk-
ur dæmi til þess, að menn, sem stundað
hafa þorskveiði við Island, hafa fengið
um og yfir 50 króna virði í hlut á dag,
og eg man eptir þvf við Eyjafjörð, að
það kom fyrir, að þeir sem stunduðu há-
karlaveiðar fengu 12—14 hundruð króna
virði í hlut eptir þriggja til fjögra mán-
aða tíma. Ef að segja ætti frá þessu sam-
kvæmt reglu íslenzku blaðanna hérna, þá
yrði að setja það svona fram : Hver dug-
legur maður, sem stundar þorskveiðar við
Island fær 50 króna virði í hlut á dag,
og hver duglegur maður, sem stundar há-
karlaveiðar fær 12—14 hundruð krónur í
hlut eptir 3—4 mánuði.
Eg tek þetta til greina af þvl eg er
þessu svo vel kunnugur, en ekki skyldi
mig furða, þótt eitthvað af því, sem hin-
ir hafa skrifað sé þessu líkt, ef það væri
brotið til mergjar. Það vita allir, sem
bl þekkja, að Kanada hefur marga og
góða kosti fram yfir Island, en það er
orfitt fyrir þá sem hingað flytja af Islandi,
að verða þeirra aðnjótandi sem eðlilegt
er> þvf nálega hver maður, sem að heim-
an kemur er alveg félaus, og skilur ekki
€nska tungu og kann nálega ekkert verk
að vinna, eins og það er unnið hér, nema
ef vera skyldi að moka mold eða að aka
£rjóti 1 hjólbörum.
Ef íslenzku blöðin hérna hefðu gert og
Serðu sér að skyldu, að segja hlutdrægn-
islaust frá baslinu og baráttunni, sem flest-
lr þurfa að ganga hér í gegn, eins vel og
frá velgengninni og gróðanum, ef nokkur
er> þá hefði mótspyrnan gegn vesturflutn-
lngi og kalinn til Vestur-íslendinga, sem
^ súr stað heima, ekki verið til,þvískyn-
sömu mennirnir hefðu séð, að hér varum
■virkilegleika að ræða, og þá hefði Þjóð-
ölfs-bréfin, sem flestir kannast við og háska-
legast hafa staðið í íslenzku blöðunum
hérna aldrei orðið til. Ritstjórarnir þótt-
ust reka hafurinn úr vellinum greinilega,
þegar þeir buðu sinn í hvort sinn bréfrit-
ara Þjóðólfs frían flutning til íslands apt-
ur> og það var ekki þegið ; en það sann-
ar heldur lítið, því að maður, sem gert
hefur sig af með allt sitt og flutt hing-
að vestur, kannskeþvert ámóti vilja vina
og vandamanna, mundi naumast þjggja
að láta flytja s.g heim aptur, hvað mikl-
um vonbrigðum, sem hann hefði orðið
fyrir, og koma þar aptur með sviknar von-
ir og tvær hendur tómar. Og þo það
hefði verið þegið, þá hefði sá kostnaður
höggið heldur lítið skarð í þúsundirnar,
sem íslenzku blöðin og ritstjórar þeirra
hafa fengið fyrir að prédika vesturheimsku
í fólkið«.
Fjárkláði i Arnessýslu.
í 20. tölubl. Þjóðólfs 13. þ. m. gátum
vér þess eptir áreiðanlegum fréttum úr Ar-
nessýslu, að þar 1 efri hluta sýslunnar
væru mjög ískyggileg óþrif í fénaði, er
nauðsyn bæri til að rannsaka, hvort nokk-
uð ættu skylt við norðlenzka fjárkláðann.
Hinn ötuli og áhugamikli fjárkláðalæknir
hr. O. Myklestad, er kom einmitt þá dag-
ana hingað til bæjarins, sendi þegar, er
hann sá þessa getið, aðstoðarmann sinn
Sigurð Jónsson frá Hrappsstöðum í Kinn
austur í Arnessýslu til að rannsaka þetta,
og þvf miður hefur nú orðið sú reynd-
in, aðkláði — reglulegurfjár-
kláði — er í efri hlttta sýslunn-
ar, að líkindum töluvert út-
breiddur. Hefur hr. S.J. ritað Mykle-
stad svo látandi skýrslu um ferð sína:
»Herra framkvæmdarstjóri O. Myklestad !
Eptir skipun yðar ferðaðist eg 16. þ.
m. austur í Arnessýslu til þess að skoða
fé, sem grunur lék á, að væri kláðasjúkt.
Fann eg fyrst sýslumann Sigurð Ólafsson
í Kaldaðarnesi. Skrifaði hattn séra Magn-
úsi Helgasyni á Torfastöðum, og bað hann
að leiðbeina mér í þessu efni, því þar í
efri hreppum sýslunnar hafði óþrifa helzt
orðið Vart í fé. Séra Magnús leiðbeindi
mér hið bezta. Skoðaði eg grunaðar
kindur á þremur bæjum f Biskupstungum
og reyndust þær með kláða. Að skoða
fé víðar áleit eg ekki nauðsynlegt, þar
sem nú er ráðið, að á næsta vetri verði
fyrirskipað almennt útrýmingarbað í sýsl-
unni.
Eg skal geta þess, að eptir þeim upp-
lýsingum, sem mér voru gefnar, þá mun
sýkin talsvert útbreidd á þessu umgetna
svæði, og einnig mun hennar hafa orðið
þar vart um nokkur undanfarin ár, þó
menn hafi ekki þekkt hana fyr en nú.
p. t. Reykjavík 35. maí 1904.
Sigurður Jónsson
frá Hrappsstöðum«.
Eins og sést af skýrslu þessari, er hér
ekki um neitt að villast, að kláðinn er
kominn hér á Suðurland, eins og búast
mátti við, vegna þess, að fé úr Arnessýslu
og Húnavatnssýslu gengur mjög mikið
saman í afrétt á sumrum, svo að það hefði
verið næsta undarlegt, ef Arnessýsla hefði
sloppið við þennan vogest, þar sem hann
kvað vera allútbreiddur í Húnavatnssýslu.
En einkennilegt er það, að í hinum al-
mennu kláðaskoðanaskýrslum frá næstl.
hausti, er hr. Myklestad sýndi oss, erÁr-
nessýsla öll talin gersamlega kláðalaus,
svo að honum kom mjög óvart, að svona
skyldi reynast. En svona sagði hann, að
víðar mundi vera. Auðvitað hafa skoð-
anir þessar ekki verið framkvæmdar af
kláðafróðum mönnum. Hann sagði og
að venjan væri, að menn slátruðu hinu
sjúka fé á haustin, og yrði svosíðar vart
við óþrif, þá væru að eins þær kindur
baðaðar, og svo reyndist allt gott, er skoð-
að væri, en þessi aðferð væri alls ónýt
til útrýmingar, eins og gefur að skilja.
Sýndi hann oss í smásjá, er stækkar 300
sinnum, 5 daga gamlan kláðamaur, er
Sigurður hafði haft með sér að austan úr
skoðunarferð sinni og var hann enn með
nokkru lífi, en eptir 6 daga kvað hr.
Myklestad hann tjauðan.
N.ú ríður á, að menn verði samtaka
vel, að hrinda þessum kláðaófögnuði af
höndum sér hér syðra, engu síður en gert
hefur verið nyrðra og eystra. Hr. Mykle-
stad kveðst ábyrgjast algerða útrýmingu
kláðans, ef fyrirskipunum sínum sé hlýtt.
Lætur hann oghið bezta yfir árangrinum,
eptir því sem honum er enn kunnugt um.
Hefur hann eldheitan áhuga á þessu nauð-
synjamáli, og sýndi það ljósast í vetur,
þá er við sjálft lá, að málið færi allt í
mola í Múlasýslum.
Vér efumst ekki um, að Árnesingum
sem öðrum sé áhugamál, að losna sem
fyrst við þennan illa vogest, erhefurveitt
því sýslufélagi svo þungar búsifjar fyrrum,
líklega þyngri, en flestum öðrum héruð-
um landsins. Þessvegna er svo afaráríð-
andi, ef takast mætti að kveða ófögnuð
þennan niður í tíma.
Armeningar??
I hinu danska myndablaði »Hver 8.
Dag« stóð 12. júlí í fyrra sumar grein,
sem skýrði frá því, að þá fyrir nokkrum
dögum hefði komið til Kaupmannahafnar
hópur af mönnum, sem létust vera Ar-
meningar, 6 karlmenn, 1 kvennmaður og
4 börn. Þóttust þeir hafa orðið fyrir illri
meðferð af Kúrdum eða Tyrkjum, og
gengu fyrir hvers manns kné og beiddust
beininga. En svo komst það upp, að
þessir menn voru alls ekki Armeningar,
heldur betlikindur úr Litlu-Ásíu, sem
höfðu það fyrir atvinnu, að fara sníkjandi
land úr landi og látast vera Armeningar,
sem hefðu orðið að flýja landsitt. Stend-
ur í blaðinu, að það sé orðin talsvert al-
menn og mjög ábatasöm atvinnugrein í
Litlu-Asíu, að fara sllkar beiningaferðir
um Norðurálfuna í blóra við Armeninga,
því að þesskonar sníkjugestum verði gott
til fjár. Þar séu menn, sem lifi á því að
gefa út leiðarbréf handa þessum piltum,
eða réttara sagt leiðarbækur, því að þeir
hafi með sér kver til að sýna brjóstgóð-
um mönnum. Eru þar í meðmæli, sem
lýsa hryllilega þeirri meðferð, sem þessir
aumingjar hafi orðið að sæta. Optast eru
meðmælin undirskrifuð af armenskum
presti, helzt þó Lúterstrúar, og er það
auðvitað allt falsað. Með þessu móti hafa
sumir af þessum piltum safnað stórfé,
keypt sér hús, þegar þeir komu heim
aptur, og lifað á betlifeng sínum eptir
það eins og blóm í eggi.
Betlikindur þær, sem teknar voru í
Kaupmannahöfn, reyndust vera frá Sýr-
landi, og höfðu aldrei orðið fyrir neinum
trúarofsóknum.
Eins og kunnugt er, komu hingað nú
fyrir skemmstu menn.sem létust vera Ar-
meningar. Þeir höfðu leiðarbók llkt og
lýst er hér að framan með meðmælum
frá ýmsum, þar á meðal presti í Dan-
mörku. Allar lfkur eru til, að það hafi
verið falsarar af sama tagi og þeir, sem
teknir voru í Kaupmannahöfn. Þeirgengu
fyrir hvers manns dyr með bók sína og
fengu víða áheyrn. Ýmsir heldri menn
bæjarins höfðu látið ginnast til að skrifa
í bókina nafn sitt fyrir tillagi. Margir
hafa furðað sig á, að lögreglustjóri skyldi
ekki gera gangskör að þvl að rannsaka,
hvernig á þessum mönnum stæði.
Nýjar bækur
sendar Þjóðólfi frá Gyldendalsbókaverzlun
í Höfn:
Det tredje Skud. Skáldsaga eptir Palle
Rosenkrantz. 226 bls.
Höf., sem er aðalsmaður, hefur áður
ritað allmargar skáldsögur, flestar á sögu-
legum grundvelli. Einna kunnust afþeim
er »Mordet í Vestermarie*, sakamálssaga
frá Borgundarhólmi eptir málsskjölum og
munnmælum, og þótti hún snilldarlega
vel rituð. Svipar honum nokkuð til enska
rithöfundarins Conan Doyle í hinu nafn-
kunna lögreglusagnasafni hans »Scherlock
Holmes«. Rosenkrantz hefur og snúið á
dönsku sveitasögum frá Sikiley eptir ftalska
rithöfundinn Giovanni Verga.
Saga sú, semhérum ræðir (»Det tredje
Skud«) gerist í Slesíu, og lýsir mjög ná-
kvæmlega lífinu á höfðingjasetrum þar og
hátterni aðalsmanna, dýraveiðum, ástar-
æfíntýrum, launvígitm, sakamálsrannsókn-
um o. m. fl. Er bókin skemmtilega rituð
og kemúf víða við.
Krigeu uiellem Japan og Rusland (fram-
hald) 4.—6. hepti með mjög vönduðu
korti yfir herstöðvarnar og fjölda mynda.
Hepti þessi eru jafnvönduð að frágangí
öllum sem hin fyrstu, og verður því bók
þessi mjög eiguleg, ekki að eins efnisins
vegna, heldur og vegna hins óvenjulega
mikla myndasafns, er hún hefur að geyma,
áður en lýkur. Bókina má panta hér í
öllum bókaverzlunum.
Látln
er 15. þ. m. Guðrún dóttir Sigurðar
Ólafssonar sýslumanns f Kallaðarnesi,
19 ára gömul, mesta efnisstúlka að sögn.
Eptirmaeli.
Hinn 1. febrúar síðastl. andaðist á Bíldudal
Pitur skipstjóri Björnsson frá Hringsdal f
Arnarfirði, einn meðal hinna merkustu manna
þar vestra. Hann var fæddur í Reykjarfirði
í Suðurfjarðahreppi árið 1851. Faðir hans
var Björn Pétur’sson verzlunarmaður á Bíldu-
dal og síðar á Patreksfirði. — Pétur sál.
ólst upp með föður sínum til fermingarald-
urs; tók þann þá að stunda sjómennsku, og
á 17. ári komst hann í siglingar víðs-
vegar um lönd. Eptir nokkur ár stað-
næmdist hann í Ástralíu og dvaldi hann
þar stöðugt í 8 ár, og fékkst þar optast við
gullgröft. Safnaðist honum þar talsverður
auður, en þó missti hanrr tvisvar sinnum
næstum þvf aleigu sína fyrir óheppni. Eptir
að hafa verið 12 ár erlendis, fluttist hann
aptur hingað til lands. Skömmu sfðar sett-
ist hann að f Hringsdal, og var aðalstarf-
svæði hans þar upp frá því. Lagði hanri
mjög mikið fé í það að búa þar til lend-
ingu, byggði hann til þess mjög öflugan
grjótgarð á sjó út, sem er um 50 faðmar á
lengd, og hefði hann lengt hann að miklum
mun, hefði hans notið lengur við. Mun
hann hafa varið til þess frekum 2000 kr.
Sömuleiðis byggði hann þar íshús, bjó í
sambandi við það til tjörn hjá því, og fieira
mætti telja. Ber yfirhöfuð urðarholtið, sem
hann hafði tekið aðsetur á, vott um, að
þar hafði verið unnið með miklum dugn-
aði og kjarki, enda bar PétUr heitinn óvana-
lega gott skyn á allt, sem að verklegri þekk-
ingu laut; hafði hann kynnt sér það á ferð-
um sínum, og sá hann ekki í það, að leggja
fé sitt fram ti' framkvæmdanna. En jafn-
framt því sem Pétur heitinn var hinn ötul-
asti til allra framkvæmda, bar hann óvenju-
lega heitt fyrir brjósti framför landsins og
velferð þjóðarinnar. Ef eitthvert mál eða
eitthvert efni kom fyrir, sem til framfara
laut, þá var hann jafnan fremstur í flokki
til að styðja það ( orði og verki. Þegar
hreyfing kom í þá átt, að stofna sjóð handa
ekkjum drukknaðra manna í Vestur-Barða-
strandar- og Vestur-Isafjarðarsýslum, þá lagði
hann krapta sína og atorku fram í því, að það
mál kæmist til framkvæmda, bæði með þv( að
ferðast um og hvetja menn til félagsskapar
í því, og með mjög höfðinglegum fjárfram-
lögum. Á sumrum var hann jafnan skip-
stjóri á ftskiskipi, sem hann átti sjálfur, og
var jafnan talinn góður og heppinn skip-
stjóri. Allra manna var hann örlátastur, og
hjálpfúsastur þeim, er að einhverju leyti
áttu erfitt, en mjög var hann skarpskygn á
það, hvort hjálp sú, er hann veitti, gat orð-
ið til verulegs gagns eða eigi.
Pétur heitinn hafði síðustu ár æfi sinnar
fengið aðkenningu af brjóstveiki, og sú veiki
dró hann að lokum til dauða. En fullri
rænu hélt hanti fram í andlátið, og klæddist,
þrátt fyrir það, þótt hann væri sárveikur.
Skömmu fyrir dauða sinn gerði hann ráð-
stöfun fyrir eigum sínum. Gekk hann um
gólf á meðan, og bað þá sem hjá honum
voru, að flýta sér að skrifa arfleiðsluskrána,
„því ekki væri beðið eptir sér“. Rétt á
eptir lagðist hann upp í rúm sitt í öllum
fötum, og var þegar liðinn. Afeigumhans,
sem munu nema 20—30 þús. kr., skyldi að
honum látnum stofnaður sérstakur sjóður,
er hefði þann tilgang, að verðlauna þá, sem