Þjóðólfur - 05.08.1904, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.08.1904, Blaðsíða 1
56. árg. Reykjavík, föstudaginn 5. ágúst 1904. Jts 34. Þj óðhátí ðin í Reykjavík var haldin 2. þ. m. Veður var hið bezta allan daginn. Hafa Reyk- víkingar optast verið heppnir með það, enda hefur það verið eina bótin, því að hátíðaskemmtun þessi hefur síðari árin ekki verið fjölbreytt né mikilsháttar af mannanna völdum. Og þessi hátíð tók ekki hinum fyrri fram í því, nema síður væri, enda var hér í bænum allmikil mótspyrna t fyrstu gegn hátíðanefndinni og ráðstöf- unum hennar, þótt sú mótspyrna sjatnaði nokkuð upp á siðkastið. En það er óheppi- legt, ef bæjarbúar geta ekki orðið nokk- urnveginn samhuga í hátíðarhaldi þessu. Fyrst voru haldnar veðreiðar á Melunum kl. 9, og reyndir skeiðhestar og stökkhest- ar. Tókst skeiðið laklega og hlupu sumir skárstu skeiðhestarnir upp og misstu því verðlaunanna. 1. verðlaun (50 kr.) fékk brúnn hestur, eign Asgeirs Þorvaldssonar verzl.m. á Blönduósi, 2. verðlaun (30 kr.) bleikur hestur, eign Þórðar Guðmundsson- ar (fyr í Glasgow) og 3. verðlaun (20 kr.) rauður hestur, eign Guðm. Einarssonar frá Miðdal. Stökkið tókst hinsvegar vel, með langbezta móti eptir því sem hér hefur verið, og voru þar margir fríðir fákar reyndir. 1. verðlaun (50 kr.) fékk blesótt- ur hestur, eign Guðm. bónda Helgasonar á Blesastöðum á Skeiðum, og reið eigand- inn honum sjálfur. Hefur sami hestur tvisvar áður unnið verðlaun hér, á þjóðhá- tíðinni 1901 og 1902, og átti að fá 1. verð- laun 1 fyrra, hiljóp skeiðið á styztum tlma, en gekk frá, af því að hann hljóp af stað offljótt. Nú fór hann skeiðlengdina (145 faðma) á 17 sekúndum og hefur það einu sinni komið fyrir áður við veðreiðar hér. 2. verðlaun (30 kr.) fékk grár hestur, eign Boga Þórðarsonar snikkara og mun- aði litlu á honum og Blesa, og 3. verðlaun (20 kr.) grár hestur, eign Ásgeirs Gunn- laugssonar verzl.manns. Veðreiðunum stjórnaði Daníel Daníelsson ljósmyndari og gengu þær yfirleitt liðlega. Hjólreiðar reyndu nokkrir menn þar á Melunum og fengu þeir tveir, er skeiðið runnu á styztum tíma verðlaun. En það voru þeir Erik Banemann bókbindari danskur (15 kr.) og Jónatan Þorsteinsson kaupm. og söðlasmiður (10 kr.). Skrúðganga sú, ersamkvæmt „programm- inu“ átti að verða úr bænum upp á sjálft hátíðarsvæðið á Landakotstúninu, var harla fáskrúðug, að eins eitt merki borið og fáeinar hræður, sem fylgdu því. Hef- or sú fylking aldrei verið jafn lítilsháttar, ekki svipað því. Kl. 12 setti form. þjóðhátíðarnefndarinn- ar Kristján Þorgrímsson kaupm. hátíðina með nokkrum orðum og þvínæst talaði Indriði Einarsson fyrir minni konungs og -Björn ísafoldarritstjóri fyrir íslandi og kvað Þeim öllum hafa sagzt jafnvel. Var frem Ur fátt manna við þessar fyrstu skemmt- nnir hátíðarinnar, en fjölgaði sfðar, eptir niiðdegisverð, og hélt þá Guðmundur Björnsson héraðslæknir snjalla ræðu fyrir Reykjavík, en Guðm. Finnbogason talaði fyrir íslgndingum erlendis. Kvæði fyrir minni tslands og Reykjavikur hafði Guðm. Guðmundsson skáld ort og voru þau sung- in. Leikið var á lúðra við og við. Dans hófst um kl. 5 og stóð fram á nótt. Um kl. 6 byrjuðu glímur og voru þær helzta hátíðarskemmtunin 1 þetta sinn, enda tóku nú fleiri þátt í þeim en áður (alls 17), þará meðal 3 utanbæjar, t.d. einn úr Fljótshllð, mjög efnilegur glfmumaður, er fékk 2. verðlaun og einn Norðlending- ur (Guðm. Davíðsson frá Gilá), en hann féll fyrir lökum glímumönnum reykvísk- tim. Verðlaunin fengu: Jónatan Þorsteins- son kaupm. og söðlasmiður í Rvík i.verð- laun (20 kr.), Guðmundur Erlendsson frá Hlíðarenda í Fljótshlíð 2. verðl. (15 kr.) og Valdimar Sigurðsson úr Rvík 3. verðl. (10 kr.). Ágreiningur nokkur varð millum dómnefndarinnar um það, hver hreppa skyldi 3. verðlaunin, en meiri hlutinn réði. Glímunum stjórnaði nú eins og að und- anförnu Pétur Jónsson blikksmiður. Voru þær nú með langfjörugasta móti. Er von- andi, að jafn þjóðleg íþrótt sem glímurn- ar leggist ekki niður, heldur eflist nú apt- ur, eptir nokkra apturför nú um sinn. Um það Ieyti, er glímunum lauk, lá við slysi, en varð ekki af, sem betur fór. Höfðu unglingar nokkrir klifrað upp í reiðann á skipsfyrirmynd þeirri, er stend- ur við Stýrimannaskólann, og notuð er til verklegra æfinga fyrir námspilta. Þóttust drengirnir þar hafa góða útsjón yfir glím- urnar, en einn þeirra, ungur járnsmíða- nemi, missti jafnvægið og datt ofan af neðstu ránni, líkl. 10—12 álna hátt ofan á möl. Meiddist hann nokkuð á andlitinu og lá fyrst í roti, var óðar borinn á spítal- ann og töldu allir hann af. En hann rakn- aði við að stundu liðinni, sótti skemmt- unina síðar um kveldið eins og ekkert hefði í skorizt, og virtist ekkert mein hafa haft af þessari loptferð, nema nokkrar skrámur í andlitinu, og var furðuvel slopp- ið frá slíkum háska. Þess má geta, að hátíðarsvæðið var vel skreytt, nokkuð svipað og 1 fyrra. Vín- veitingar voru þar og, en drykkjulæti þó lítil, og öllu minni en að undanförnu, enda héldu ýmsir stúdentar o. fl. bæjar- menn dansleik niðri 1 bæ sfðari hluta dagsins. Eigi þjóðhátíðir hér í bæ eptirleiðis að verða meira en nafnið tómt og ekki til leiðinda í stað skemmtunar, verður að reyna að gera þær fjölbreytilegri, en ver- ið hefur nú síðustu árin, enda ætti það að vera liægt með nokkrum verulegum undirbúningi. Það er ekki næg skemmtun í þessum utanaðlærðu ræðuromsum um sama efni, opt miður vel sömdum og mið- ur vel fluttum. Þær geta verið góðar með öðru, en aðalskemmtun geta ræður trauðla orðið, nema frábærar séu að öllu, en slíkum ræðusnillingum höfum vér ekki á að skipa. Ýmsar hugvekjur um atvinnumál, Eptir F r o s t a. Hin langvinna, stórpólitiska barátta hef- ur nú loksins fengið heppilegan enda. Pólitisk barátta helzt auðvitað ávallt, og svo á að vera. En_ baráttan á ekki á nokkurn hátt að spilla fyrir framförum landsins í öðrum atriðum. Hvað atvinnu- málin snertir, er hér skal að nokkru rætt um, treystum vér þvf, að stjórnin grípi hið rétta taumhald, en alþýðan má ekki liggja á liði sínu, 'því stjórnin, hvað góð sem hún er, getur að eins komið litlu góðu til vegar hjá framtakslítilli þjóð. En vér höfum og hinar beztu vonir hvað þjóð- ina snertir, því mörg góð viðleitni hefur komið fram nú, hin síðustu árin. Að landið okkar sé svo gert, að vert sé að sýna því sóma, er engum efa bundið. Hafið er fullt af fiski, silungur og lax í vötnum og ám, fuglar í eyjum, björgum o. s. frv. Grasið er ágætt, sauðfjárhag- arnir fyrirtaksgóðir. Sést það bezt, er þess er gætt, hve mikinn arð lítið bú opt gefur af sér, sem sé þann arð, sem nægir til að ala heila fjölskyldu. Er það stór- fé, reiknað í peningum. Það er og vert að benda á, að sumar matjurtirnar, sem ræktaðar eru á Gróðrarstöðinni í Reykja- (sjá skýrslur Einars Helgasonar í Búnað- arritinu) gefa betri uppskeru þar, en í Danmörku. Landið er gott, en þjóðin þarf að læra að hagnýta sér til fulls það, sem landið gefur af sér. Margir munu segja, að fátæktin standi oss þar fyrir þrifum, en það er ekki allskostar rétt, heldur er það samtakaleysið, er spillir. Vér verðum að læra að verða samtaka, og þá getum vér velt hvaða bjargi sem er. I. Sauðakjötið. Búnaðarfélagið hefur þegar tekið að sér að gera tilraunir til að bæta kjötmarkað vorn. Hermann Jónasson alþm., er send- ur var utan í þeim erindum, hefur nú gefið skýrslu um gerðir sínar í Búnaðar- ritinu. Vér sjáum ekki betur, en Her- mann hafi rekið erindi sitt samvizkusam- lega, og er skýrsla hans fróðleg og gefur ýmsar skynsamlegar bendingar. Athuga- semdir vorar eru alls ekki neinar nýungar, og styðjast að mestu við skýrslu Her- manns. Sauðakjötssalan er eitt af allramestu velferðarmálum íslands. Sauðfé þrffst alstaðar á Islandi, og gengur sjálfala sum- ar, vor og haust, og sumstaðar lifir það og mest á útigangi á vetrum. Sauðfjár- hagar eru hinir beztu allvíðast. Eini til- kostnaðurinn við sauðQárræktina er að afla heyja og hirða féð á vetrin, og til þess er það er rekið á fjall. Það ætti þvl að vera hinn mesti gróðavegur fyrir þjóðina, að ala sauðfé, ef sauðakjöt gæti komizt í viðunandi verð. Það fyrsta, sem þarf að gera, er að vanda kjötverkunina sem mest, eins og Hermann bendir á. Kjötið á að vera eins verkað alstaðar á landinu, vera saltað á sama hátt, með samskonar salti, vera brytj- að á sama hátt og saltað í samskonar tunnur. Hangikjöt á að vera eins verkað alstaðar, og í hvaða formi sem kjöt er sent á markaðinn, á varan að vera eins, hvaðan sem hún kemur af landinu. ís- lenzka kjötið á að hafa eigið vörumerki til að sporna við því, að útlendu úrtín- ingskjöti verði slætt inn á markaðinn undir íslenzku nafni. Sé varan eins al- staðar á landinu, og áuðvitað vönduð sem bezt, er nafnið íslenzkt sauðakjöt með eigin vörumerki, nægileg meðmæl- ing, er á markaðinn kemur. Svipað þessu gengur með smjörið í Danmörku, á mark- aðinum, t. a. m. á Englandi, er nafnið »danskt smjör«, nægileg meðmæling, því það hefur ávallt reynzt vel. Til þess að sauðakjötið sé eins, hvaðan af landinu sem það kemur, eru ekki önn- utráð, en að setja á stofn slátrunarhús, eins og nefnt er í skýrslu Hermanns. Ættu menn að stofna þau í félagi, og fylgja þar dæmum Dana. Slátrunarhúsin þurfaekki að vera svo mörg, því sauðfé má reka á haustin langa leið, án þess saki. Mætti byrja með einu í hverjum fjórðungi lands- ins, og mundi þeim síðar fjölga af sjálfu sér. Slátrunarhúsin ættu að kaupa féð fyrir peninga, og auk þess að framleiða hinar venjulegu vörutegundir af kjöti, ættu þau að gera tilraunir með aðrar vörutegundir, t. d. niðursoðna kjötrétti o. fl. Mundi þá að minnsta kosti taka fyrir innflutning á útlendu kjöti, sem opt er lélegt í saman- burði við hið góða, Islenzka sauðakjöt. Kjötsölumálið er svo þýðingarmikið fyrir landið, að þvl ætti að vera miklu meiri gaumur gefinn. Hærra kjötverð flytur gull inn í hreysi fátæklingsins, og alstaðar á landinu geta menn notið góðs af betri kjötmarkaði, kjötmálið hefur miklu stærri almenna þýðingu, en t. a. m. smjör- málfð. Sökum landslagsins o. a. getur smjörgerð aldrei orðið að jafn almennu gagni, og framleiðsla sauðakjöts. Það er ekki minna vert, að gæta feng- ins fjár, en afla. Það er lofsvert og gleði- legt allt það, sem gert hefur verið til fram- fara á ýmsan hátt, en oss dylst það ekki, að það er nýr vottur um hve ópraktiskir vér erum, að vér höfum látið þá vöru, sem vér höfum mest af og gætum haft miklu meira af, liggja verðlitla í saltpétri hjá kaupmönnum. Það er hér eins og vant er, þýðingarmikið að skilja, hvað er aðalatriði og hvað er aukaatriði. Það er eitt af aðalatriðunum í fslenzkum búnaði, að framteiða mikið og gott kjöt, bæði til heimilisbrúkunar og til sölu. Þeir menn, er standa fyrir framfara- hreyfingum, verða ávallt að gæta að því, að allar breytingatilraunir verður að vega nákvæmlega og hnitmiða við náttúru landsins. Hefði það verið gert ávallt, hefði kjötverkunarmálið verið tekið fyrir á undan saltfisksverkun og smjörgerð. En það er gott, að málinu nú loksins hefur verið hreyft, og vér berum það traust til Búnaðaðarfélagsins og Hermanns, að kjöt- málinu sé sem allra fyrst komið í horfið. Stofnið slátrunarhúsin þegar í stað, það er engin áhætta, þvf hvað íslenzkt sauða- kjöt snertir, horfir allt svo illa við, sem stendur, að engu verður tapað; allar fram- faratilraunir í því efni eru til góðs. Frá Höfn. 11. Stórar kröfur. Það eru skiptar skoðanir meðal skyn- bærra manna um gildi almenningsdóma og ekki sízt þegar um Íistdóma er að ræða. Þegar litið er til íslendinga, al- mennings, eða þorra þjóðarinnar, getur hver og einn sagt sér sjálfur, að dómur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.